Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nesútgáfan sameinast Talna- könnun hf. 25% samþykktu rannsókn á viðskiptum Hraðfrystistöðvar Þdrshafnar hf. og Skála ehf. Unnið að samkomulagi til að forðast rannsókn STARFSEMI útgáfufélagsins Nesútgáfunnar hefur verið sam- einuð Talnakönnun hf. Aætlað er að sameiginleg velta fyrirtækj- anna verði um 125 milljónir króna. títgáfan hefur annast upplýs- ingamiðlun til innlendra og er- lendra ferðamanna og hefur um árabil gefíð út ritið Á ferð um ís- land (Around Iceland, Rund um Is- land) sem einnig kemur út á ensku og þýsku. Auk þess gefúr Nesút- gáfan út ritin „Around Reykjavik," „Shopping Guide Iceland" (í sam- vinnu við Global Refund ísland hf.), Golfliandbókina og ýmis kort. Nýlega hófst. samvinna Nesút- gáfunnar við útgefendur ritsins „Sumar á Suðurlandi“ um útgáfu þess í framtíðinni. Hjónin Erna Sörensen og Einar Matthíasson stofnuðu Nesútgáf- una árið 1985 og munu áfram starfa við hið sameinaða fyrir- tæki. Skrifstofa fyrirtækisins verður í Borgartúni 23 þar sem Talnakönnun er nú til húsa. Talnakönnun er ráðgjafar- og út- gáfufyrirtæki og gefur m.a. út Frjálsa verslun og Vísbendingu. Á meðfylgjandi mynd sést hvar samningurinn er handsalaður. Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, tekur við verðlaunaskildi, sem Nesútgáfan fékk árið 1994 frá Ferðamálaráði, úr hendi Ernu Sörensen. Einar Matthíasson og Árni Sörensen fylgjast með. Á AÐALFUNDI í Skálum ehf., sem haldinn var hinn 8. desember sl., var borin upp rannsóknartillaga frá full- trúum minnihlutans í hluthafahópi Skála, útgerðarfélaginu Tanga ann- arsvegar og Vopnafjarðarbæ hins vegar. Lagt var til að fram færi rannsókn sem tæki til allra viðskipta Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. og útgerðarfélagsins Skála ehf., sem er hlutdeildarfélag HÞ, beinna og óbeinna, fyrir starfsárin 1995, 1996 og 1997 og fyrstu átta mánuði ársins 1998. Einnig var lagt til að kannað yrði hvort fulltrúi/fulltrúar HÞ hf. í stjórn Skála ehf. og framkvæmda- stjóri Skála ehf., sem jafnframt er framkvæmdastjóri HÞ, hafi misnot- að aðstöðu sína HÞ til hagsbóta. Vís- að er til athugasemda Einars Krist- ins Jónssonar, stjórnarmanns í Skál- um ehf., sem hann gerði við árs- reikning félagsins fyrir árið 1997 á stjórnarfundi hinn 23. nóvember 1998. 25% hluthafa í Skálum sam- þykktu rannsóknartillöguna en það er nægt atkvæðamagn til að rann- sókn þurfi að fara fram. Rannsókn er þó ekki enn hafin og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú unnið að gerð samkomulags svo ekki þurfí að koma til rannsóknar. Morgunblaðið hafði samband við Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Tanga, út af málinu en hann vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. Skálar niðurgreiddu hráefniskostnað HÞ Einar Kristinn Jónsson gerir at- hugasemdh- við ýmsa þætti í fyrir- vara sem hann gerir við ársreikning fyrirtækisins. I fyrsta lagi segir hann skip Skála ehf., Júpíter og Neptúnus, hafa feng- ið mun lægra aflaverð hjá HÞ en markaðsverð. Vantaldar tekjur Skála ehf. eru um 7 m.kr. sem þýði það, samkvæmt athugasemdunum, að Skálar hafí niðurgreitt hráefnis- kostnað HÞ. Sagt er að fram- kvæmdastjóri Skála ehf. hafí gefíð stjórnarmönnum rangar og villandi upplýsingar um þetta mál. I athugasemdunum segir jafn- framt að Skálar ehf. hafi leigt til sín 1.105 tonna síldarkvóta á 11,45 krTkg til að afla hráefnis fyrir HÞ sem keypti aflann á 13,28 kr./kg að meðaltali. Beint framlegðartap að teknu tilliti til aflahlutar og útgerð- arkostnaðar vegna þessarar ráðstöf- unar var 9,1 milljón króna. Þannig voru Skálar látnh’ niðurgreiða hrá- efni til HÞ, að mati Einars. Hækkuðu stjórnarþóknun án samráðs við hluthafa Sagt er að HÞ hafi hækkað ein- hliða stjómunarþóknun sína til Skála ehf. um 100% án samráðs við nokkurn hluthafa í Skálum ehf. eða stjórn þess. Þannig er um sjálftekna þóknun að ræða, segir í athugasemd- unum, og stjórnunarkostnaður er þvi oftalinn um 5 milljónir sem HÞ ber að endurgreiða. í athugasemdunum er sagt að rökstuddar vísbendingar séu um að meðalstaða viðskiptareiknings HÞ og Skála hf. á árinu 1996 sé 15-25 milljónir króna umfram eðlilega 10-15 ára viðskiptaskuld, en eitt- hvað lægri árið 1995. Hér er um sjálftekna lánveitingu til HÞ að ræða sem ekki hefur verið sam- þykkt af hluthöfum í Skálum ehf. eða stjórn þess. Þessi sjálftekna lánveiting til HÞ er ekki vaxta- reiknuð í ársreikningunum 1995, 1996 eða 1997, samkvæmt athuga- semdum Einars. Óhagkvæmni vegna rangrar fj árfestingarstefnu Fimmta og síðasta atriðið sem tínt er til í fyrirvara Einars Kristins, er að rekstur félagsins hafi allur færst til verri vegar frá 1997 þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði. Sagt er að veiðiskipið Neptúnus hafi verið keypt án veiðiheimilda að frumkvæði HÞ. Rekstrartap þess fyrir fjármagnskostnað og afskriftir er um 3,2 milljónir á árinu 1997, auk 46 milljóna afskrifta og fjármagns- kostnaðar vegna þess. Engin viðbót- arverðmætasköpun hafi falist í kaupunum önnur en takmörkuð veiðiréttindi í norsk-íslenska síldar- stofninum, segir Einar í athuga- semdunum. „Loðnu- og síldarkvóti félagsins skiptist nú á milli tveggja skipa sem eitt skip gat auðveldlega ann- ast áður. Ohagkvæmni vegna rangrar fjarfestingarstefnu, sem al- farið er í þágu hráefnisöflunar fyrir HÞ, mun því halda áfram að óbreyttu. HÞ hefur fjármagnað fjárútlát Skála ehf. á síðari hluta ársins 1997. Ekki verður fallist á vaxtagreiðslur til HÞ vegna þess þar sem fjárfest- ingarákvarðanir þessar eru í þágu HÞ en ekki annarra hluthafa og eru Skálum ehf. með öllu óarðbærar," segir í athugasemdum Einars Krist- ins við ársreikning Skála ehf. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu felldi minnihluti hluthafa í Skálum ehf., Tangi, Vopnafjarðar- hreppur og Lárus Grímsson, sem samanlagt fara með 26% hlut í Skál- um, samruna félagsins við HÞ á hlut- hafafundi HÞ, þar sem meirihlutinn féllst ekki á ósk þeirra um innlausn á hlutafé sínu. HÞ var skráð á Verðbréfaþing Is- lands sl. mánudag. Samkvæmt Jó- hanni A. Jónssyni, framkvæmda- stjóra þess, verður fundað um mál- efni Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og Skála hinn 22. janúar nk. Morgunblaðið/Geir Ólafsson - Tilkynning um skráningu bankavíxla á Verðbréfaþingi íslands - Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis *spron m SPAMSJáaUK REYKIAVfKUR OC UÁOBEkINIi krónur 18.000.000.000 krónur átján milljarðar 00/100 Útgáfudagur: Fyrirhugað er að gefa út 18 flokka af bankavíxlum sem hver um sig verður að hámarki kr. 1.000.000.000 og með gjalddaga á um það bil 30 daga fresti (í kringum 20. hvers mánaðar). Sölutímabil: Sölutlmabil hvers flokks takmarkast af gjalddaga hvers flokks. Einingar víxla: Krónur 5.000.000, krónur 10.000.000 og krónur 50.000.000. Fjöldi flokka: 18 flokkar. Fjárhæð flokks: 0-1.000.000.000 kr. Skráning: Verðbréfaþing Islands hefur samþykkt að skrá bankavíxla SPRON við útgáfu hvers flokks, enda uppfylli þeir þá skilyrði skráningar. Tilkynnt verður til Verðbréfaþings Islands um útgáfu hvers flokks og hann skráður í kjölfar þess. Úpplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um SPRON, sem vitnað er til í skráningarlýsingu þessari, liggja frammi hjá Viðskiptastofu SPRON, Skólavörðustíg 11, Reykjavík. Umsjón með útgáfu: Viðskiptastofa SPRON, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík. Efnahagserfíðleikar í Brasilíu og órói á fjármálamörkuðum Hafa vart bein áhrif á íslensk hlutabréf SÉRFRÆÐINGAR á verðbréfa- markaði, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja ólíklegt að efna- hagserfiðleikarnir í Brasilíu, og lækkandi hlutabréfaverð í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfarið, hafi mikil áhrif á verð íslenskra hluta- bréfa. Sigurður Atli Jónsson, forstöðu- maður eignastýringar hjá Lands- bréfum, segir mjög ólíklegt að verðfall á brasilíska hlutabréfa- markaðnum hafi áhrif á verð ís- lenskra hlutabréfa. Hann segir að efnahagslegar aðstæður í Brasilíu séu mjög ólíkar þeim sem ríkjandi eru hérlendis. Hefur tapað trúverðugleika „Gengi brasiliska realsins hefur verið fest gagnvart Bandaríkja- dollar en á þriðjudag var gengi realsins nánast sett á flot. Pen- ingamálastefna brasilíska seðla- bankans hafði tapað trúverðug- leika og skammtímavextir voru orðnir mjög háir. Við þessar að- stæður þýðir lítið að hækka vexti til að styrkja gengi því slíkar að- gerðir hafa tapað trúverðugleika markaðsaðila og gera einungis illt verra. Þessar efnahagslegu að- stæður eru sem betur fer ekki fyr- ir hendi hér á landi. Fjármagns- flótti í kjölfar vandræða með geng- ið hefur lækkað verð hlutabréfa í Brasilíu og ekki sér fyrir endann á þeirri lækkun. Það hvort og hvenær þessar lækkanir hafa áhrif á hlutabréfamarkaði annars staðar í heiminum held ég að fari mest eftir því hvernig bandaríski hluta- bréfamarkaðurinn bregst við. Tengsl Brasilíu við Bandaríkin eru mikil þótt útflutningur Banda- ríkjamanna til Brasilíu sé ef til vill ekki mikill hlutfallslega. Ef banda- ríski markaðurinn lækkar mikið í kjölfarið, þannig að gengi dollars fari að lækka, er líklegt að hluta- bréfaverð á helstu mörkuðum lækki einnig.“ Islenski markaðurinn með sérstöðu Sigurður Atli telur íslenska hlutabréfámarkaðinn ekki vera kominn í hóp helstu og nátengd- ustu hlutabréfamarkaða heimsins. „Efnahagsleg tengsl okkar við Brasilíu eru afskaplega léttvæg. Ég held að verð íslenskra hluta- bréfa ráðist ennþá fyrst og fremst af aðstæðum sem eru sértækar fyrir ísland og íslensk fyrirtæki og á því ekki von á miklum áhrifum Brasilíuvandræðanna hér á landi. Þau kunna þó að verða einhvei' ef um umtalsverðar lækkanir verður að ræða í Bandaríkjunum og Evr- ópu nú á næstu dögum.“ Sálfræðin spilar inn í verð hlutabréfa Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, tel- ur að erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lítil bein áhrif á íslenska hluta- bréfamarkaðinn, heldur frekar óbein, sem felist aðallega í þáttum af sálfræðilegum toga. „Ótti vegna lækkunar á erlendum mörkuðum gæti þannig leitt til þess að fjár- festar leiti í öruggari verðbréf, svo sem ríkisskuldabréf. Að undan- förnu hafa hlutabréfamarkaðir verið drifnir áfram af mikilli græðgi og það eru ekki endilega rök sem styðja þær hækkanir. Skoðun mín er sú að erlendir hlutabréfamarkaðir séu í auknum mæli drifnir áfram af ákveðnum sálfræðilegum þáttum fjárfesta, sem getur verið erfitt að sál- greina,“ segir Albert. Rósant Már Toi’fason hjá Við- skiptastofu íslandsbanka bendir á að Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ hafi lækkað um 0,6% í gær og hafi þá lækkað um 1,8% á þremur dögum. „Menn velta fyrir sér hvort að þessar lækkanir megi rekja til óróa í efnahagslífi í Brasilíu og áhrifa hans á hlutabréfamarkaði i Banda- ríkjunum og Evrópu. Lítil bein tengsl ena þama á milli. Áhrifin ættu fyrst og fremst að koma fram í þeim fyrirtækjum sem hafa ein- hverja viðskiptahagsmuni í Suður Ameríku. Við gerðum athugun á fylgni Úrvalsvísitölunnar við er- lenda markaði á síðasta ári og nið- urstaðan var sú að fylgnin við markaði í Evrópu og Bandaríkjun- um var mjög lítil, og áberandi minni heldur en fylgni hlutabréfa- vísitalna á hinum Norðurlöndum við sömu markaði,“ sagði Rósant. Hann segir að þetta gæti þó verið að breytast. „Það er alls ekki óal- gengt að eftir jafn mikla hækkun og varð á mánudaginn að markað- urinn detti aðeins til baka. Hlutabréfamarkaðurinn stjórn- ast að miklu leyti af því hvort að menn eru bjartsýnir eða svartsýn- ir. Sú bjartsýni sem var ríkjandi á mánudaginn, gæti hafa dalað eitt- hvað við slæmar fréttir af erlend- um mörkuðum og smitað þannig inn á innlenda markaðinn, en eftir stendur að þær væntingar sem fólust í hækkunum hlutabréfa á mánudaginn eru að mínu mati fúíl bjartsýnar," sagði Rósant.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.