Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nett opn- ar tölvu- verslun NETT ehf. hefur opnað nýja tölvuverslun á Furuvöllum 13 á Akureyri. Fyrirtækið hefur einkum sérhæft sig í Net- þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er langstærst á þeim markaði á lands- byggðinni að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Sala á tölvum og ýmsum bún- aði sem þeim fylgir hefur verið vaxandi þáttur í starf- seminni og er opnun verslun- arinnar því rökrétt skref í framhaldi af því. Nett rekur einnig verkstæði sem annast uppsetningu, viðhald og við- gerðir á tölvum og tengdum búnaði. Ymis einkaumboð Nett er með einkaumboð á Islandi fyrir Zeus-tölvur, Hansol-tölvuskjái og Comp- eye-skanna. I nýju verslun- inni er einnig til sölu tölvu- búnaður frá ýmsum öðrum þekktum framleiðendum, m.a. HP-prentarar og Creative Labs-aukabúnaður. Þá eru að sjálfsögðu á boðstólum allar almennar rekstrarvörur fyrir tölvur og prentara. Prófkjör hjá Framsóknarflokknum á Norðurlandi eystra um helgina Valgerður og Jakob sækja fast í forystusætið PRÓFKJÖR Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra fer fram um helgina, 16. og 17. janúar. Sex bjóða sig fram í prófkjörinu en það er bindandi fyrir fjögur fyrstu sætin. Auk flokksbundinna framsóknar- manna er öllum íbúum kjördæmis- ins heimil þátttaka hafi þeir náð 16 ára aldri og undimta stuðningsyf- ii-lýsingu við flokkinn vegna próf- kjörsins. Lítil hefð er fyrir opnum próf- kjörum innan flokksins í kjördæm- inu, en sama aðferð hefur verið not- uð við val á listann við þrennar síð- ustu kosningar, þ.e. þrefalt kjör- dæmisráð, um 200 manns, hefur komið saman, stillt upp á listann og síðan hefur verið kosið um hvert af efstu sætunum fyrir sig. Ljóst er að breytingar verða á lista flokksins í kjördæminu frá því sem verið hefur undanfarin ár, en Guðmundur Bjarnason, sem verið hefur í forystu fyrir flokkinn í kjör- dæminu frá árinu 1987, hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna sem og Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem skipað hef- ur þi'iðja sæti listans. Valgerður Sverrisdóttir, alþing- ismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur setið á Alþingi síðustu 12 ár eða þrjú kjör- tímabil og ávallt skipað annað sæti framboðslistans. Hún sækist nú eftir forystusætinu, en það gerir Jakob Bjömsson, fyrrverandi bæj- arstjóri á Akureyri, einnig. Tveir frambjóðendur bítast um annað sæti listans, Daníel Árnason, fram- kvæmdastjóri Ako-plasts og Kexsmiðjunnar á Akureyri, og Elsa Friðfinnsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og lektor við Háskólann á Akur- eyri. Auk þeirra bjóða sig fram þeir Axel Yngvason, bóndi á Merkigili í Eyjafjarðarsveit, sem sækist eftir þriðja sæti listans og Bernharð Steingrímsson, veitingamaður á Akureyri, sem sækist eftir öruggu sæti eins og hann sjálfur orðar það. Valgerður Sverrisdóttir og Jakob Björns- son sækjast bæði eftir stuðningí í efsta sætið á framboðslista Framsóknarfiokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra í próf- kjöri sem fram fer um helgina. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við frambjóðendur. „Ég þurfti ekki langan umhugs- unarfrest þegar ég ákvað að sækj- ast eftir því að skipa fyrsta sæti listans, mér þótti það liggja beint við,“ sagði Val- gerður. „Þegar ég mælti með próf- kjöri gerði ég mér ljósa grein fyrir því að okkar gamla aðferð hefði orð- ið mér auðveldari. Nái ég hins veg- ar fyrsta sætinu í opnu prófkjöri yrði það enn meiri stuðningsyflrlýs- ing við mig upp á framtíðina." Vil nýta reynsluna úr sveitarstjórnarmálum Jakob lýsti því yfir á kjördæmis- þingi flokksins í október að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti listans í kjördæminu. Hann sagðist hafa íhugað málið vandlega fyrst, en eft- ir „þreifingar og þrýsting" eins og hann nefndi það ákveðið að skella sér á fullu í slaginn um forystusæt- ið. „Ég hef mikinn áhuga á stjórn- málum, hef tekið þátt í sveitar- stjórnarmálum frá árinu 1990 og tel að reynslan frá þessum tíma nýtist vel á vettvangi Alþingis," sagði Jakob og benti á að þess væru mörg dæmi að þeir sem starfað hefðu að sveitarstjórnarmálum hefðu skipt um starfsvettvang og tekið þátt í landsmálunum. „Ég vil gjarn- an nýta þessa reynslu sem ég hef aflað mér í þágu kjördæmis- ins. Ég er lands- byggðaiTnaður og hef horft með nokkum skelf- ingu á þá þróun sem orðið hefur í byggðamálum á síðustu árum. Það er stórt verkefni framundan við að verja hagsmuni landsbyggð- arinnar og þann aðstöðumun sem orðið hefur á milli hennar og höfuð- borgarsvæðisins og það er erfitt verkefni. Við þessari þróun hefði þurft að bregðast fyrr, en brýnt er að snúa þróuninni við og í þeim efn- um tel ég að við getum horft til þess sem best hefur verið gert ann- ars staðar," sagði Jakob. Almennt er fólk varkárt að spá fyrir hver úrslit prófkjörsins verða, en gjaman bent á að bakland Jak- obs sé á Akureyri og Valgerður sem er Þingeyingur, úr suðursýsl- unni, sæki stuðning sinn mikið til þangað. Þannig telja stuðnings- menn Jakobs að verði veður vont og slæm færð fyrir austan muni það koma honum til góða í próf- kjörinu. Stuðningsmenn Valgerðar telja reyndar einnig að hún eigi mikinn stuðning á Akureyri. Bar- áttan hefur að mati Jakobs og Val- gerðar farið drengilega firam og bæði eru bjartsýn á gott gengi í prófkjörinu. Ljóst er þó að fram- bjóðendurnir sem keppa um tvö efstu sætin munu ekki allir ganga hlæjandi til sængur aðfaranótt mánudags þegar úrslit liggja vænt- anlega fyrir. „Eg hef starfað á Akureyri, þar er minn bakgrunnur fyrst og fremst og óskir um að ég færi fram komu þaðan,“ sagði Jakob. „Ég lít samt ekki á framboð mitt sem innanbæj- arframboð, þótt það sé alveg ljóst að það eigi mestan hljómgrunn á Akureyri." Jakob benti á að raunar litu margir svo á að Eyjafjai'ðar- svæðið væri ein heild og þannig mætti líka líta á allt kjördæmið. Vona að þátttakan verði almenn „Ég tel möguleika mína á að ná fyrsta sætinu góða ef fólk skilar sér á kjörstað, en ég óttast það mest að fólk taki ekki þátt í prófkjörinu. Það tala margir um að við mig að ég verðskuldi að skipa fyrsta sætið, en þetta snýst um þátttökuna. Ég vona að fólk nýti sér það tækifæri sem það nú fær til að hafa áhrif á skipan framboðslistans,“ sagði Valgerður. Hún taldi að úrslitin myndu ráðast á Akureyri, þar sem meirihluti íbúa kjördæmisins býr og hefur því síð- ustu daga verið á ferðinni um bæ- inn, að kynna sig og ræða við fólk. Arni V. Friðriksson, formaður kjörstjómar, sagði að atkvæðum úr kjördæminu yrði safnað saman á Akureyri þar sem talning fer fram. Kjörstaðir eru víða um kjördæmið og eru þeir opnir á nokkuð mismun- andi tímum, sumir einungis annan daginn um helgina en aðrir báða dagana og tíminn er heldur ekki sá sami. Vonast er til að kjörkassar berist til Akureyrar upp úr kl. 18 á sunnudagskvöld og hefst talning þá þegar. Sagði Arni ómögulegt að segja fyrir um hversu langan tíma talning tæki, en úrslit yrðu ljós ein- hvern tíma aðfaranótt mánudags. Favorit 3030-W Gerö: Frístandandi H-85, B-60, D-60 Ryðfrítt innra byrði Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) 4-falt vatnsöryggiskerfi Hjóðlát 49db (re 1 pW) Sjálfvirk hurðarbremsa Taumagn: 12 rnanna stell Þvottakerfi: 3 kerfi skolun lOmín. venjulegt 65°C 69 mín. sparnaðar 65°C 60 mín. Orkunotkun: Sparnaðarkerfi 65°C 1,5 kwst Venjulegt 65°C kerfi 1,5 kwst Vatnsnotkun: Sparnaðarkerfi 65°C 16 lítrar Venjulegt 65°C kerfi 20 lítrar Þvottatími: Venjulegt kerfi 65° 69 mín. ÍIVJ Fjörlegt í Hlíðarfjalli um helgina Skiðagöngu- kennsla fyrir almenning SKIÐASAMBAND Islands stendur fyi'ir útbreiðsluátaki um þessar mundir undir yfir- skriftinni „Skíðagöngukennsla fyrir almenning". Um helgina, 16.-17. janúar, verður Skíða- helgin í Hlíðarfjalli á Akureyri, þar sem fram fer kennsla á gönguskíði, þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennslan mun standa yfir frá kl. 14 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Skíðasambandið hefur til umráða búnað fyrir 65 manns sem einnig er lánaður út endur- gjaldslaust við kennsluna. Akureyringar hafa á síðustu ár- um komið upp frábærri aðstöðu til skíðagönguiðkana og státa nú af 5 km langri upplýstri göngubraut í Hlíðarfjalli. Auk þess er fullkomið gönguhús til staðar þar sem fólk getur slappað af og fengið sér kaffi- sopa eftir erfiði dagsins. Allir krakkar, 12 ára og yngri, sem mæta í skíðagöngukennsluna þessa helgi fá gjafakort í Skíða- skóla SRA. Skíðaganga í sólarhring Samhliða skíðagöngukennsl- unni ætlar Skíðaráð Akureyrar að efna til maraþonskíðagöngu sem mun hefjast kl. 15 á laugar- dag og standa í einn sólarhring. Með því vill ráðið vekja athygli á íþróttinni sem og þeirri að- stöðu sem komið hefur verið upp á svæðinu. Til viðbótai' verða ýmsar aðrar uppákomur á svæðinu um helgina og eru Akureyringar hvattir að nýta þetta tækifæri til þess að kynn- ast skíðagöngu. Metþátttaka var í skíða- göngukennslunni á Dalvík en þar mættu 182 og fengu kennslu á gönguskíði. Einnig var góð þátttaka í Eyjafjarðarsveit um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.