Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Vinningaskrá 34. útdráttur 14. janúar 1999. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000______________Kr, 4.000.000 (tvöfaldur) 1 889 1 Kr. 100.000 | 19000 T Ferðavinningur Kr. 200.000 (tvðfaldur) 40705 58849 59855 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2821 18471 22218 30433 45494 59912 15408 20457 25818 41519 53642 75630 Kr. 5.000 Húsbúnaðarvinningur 491 11107 21900 31461 39961 51973 60259 70070 805 12134 21905 31724 40768 52082 60595 70385 1563 12213 21918 31813 41182 52130 60819 70755 1567 12758 22204 32007 41442 52135 61584 70887 2181 12765 22883 32194 41539 52911 62136 72671 2375 12976 22939 32358 42340 54428 63473 73277 2460 13102 23045 32426 43506 54526 63817 73574 2481 13327 23588 32687 43775 54889 64271 74072 2579 13627 23695 32928 44423 54965 64324 74262 3480 13738 23953 34328 44491 54984 64600 74412 3628 13980 23982 34429 44662 55443 65028 74714 3718 14063 24675 34438 45196 55473 65081 74840 4408 14249 24769 34482 45264 55617 65200 74904 4571 14324 24811 34546 45356 56511 65436 75230 5233 14810 25920 34640 45496 56957 65485 75279 5379 14829 26097 35077 45498 57093 66227 75359 5529 15103 26744 35557 46044 57177 66564 75528 5698 15184 26746 35571 46099 57638 66608 75991 5754 15254 27270 35612 46247 57721 66705 76518 6199 15675 27671 35852 46265 57841 66884 76728 6517 16124 27987 36111 46485 57850 67659 76779 6615 16363 28512 36976 46602 58325 67848 77426 6773 16582 28629 37366 46651 58417 68803 77788 7371 16751 28694 37540 46824 58708 68856 788Í7 7378 17240 29037 37669 46973 58939 68867 79168 7639 17325 29060 38058 46980 59179 69007 79730 8194 18335 29411 38375 49748 59255 69026 8944 18533 29547 38605 50156 59371 69231 9070 19203 30101 38678 50235 59401 69487 10154 19502 30110 38693 51024 59831 69676 10157 20155 30913 39066 51447 59935 69716 10596 21784 31422 39835 51928 60155 69741 Næsti útdráttur fer fram 21. janúar 1999 Ileimasíða á Interneti: www.itn.is/das/ AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 ^mbl.is Netfang: augl@mbl.is /\LL.7y\f= £/T-m\Sj\£J A/Ý7-J Útsalan er í fullu fjöri Tískuverslun«Kringlunni &-12«Sími 5533300 VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Öryrkjar í góðæri! HVAÐA öryrki kannast við þetta orð, góðæri? Vill ekki einhver góður maður segja okkur öryrkjum hvað þetta orð þýðir, bara svo að við getum nú haldið uppi samræðum um dag- legt líf við aðra. Já, meðan ég man, takk fyrir 4% hækkun nú í janúar. Ég vona bara að við skemm- um ekki þetta góðæri með þessari hækkun. Ég vii að stjórnmála- menn komi aðeins niður á jörðina og skoði mál ör- yrkja í alvöru. Ég trúi á það góða í hverjum manni, þar af leiðandi trúi ég því að það verði tekið vel á þessum málum í eitt skipti fyrir öll. Ég vil ekki sjá það að líf okkar öryrkja verði eitthvert kosninga- mál í ár. l’að þarf einfald- lega ekki að rífast um það hvort okkur er gert kleift að lifa mannsæmandi lífí eða ekki. Að lokum, lágmarkslaun í landinu eru 70.000 kr. á mánuði ef rétt er, vil ég að við öryrkjar fáum þau laun eins og hver annar. Við báðum ekki um það að vera veikir, það var ekki okkar heitasta ósk þegar við fæddumst. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10A, Rvík. Betri bídmyndir um helgar Ég skora á forráðamenn sjónvarpsins að sýna betri bíómyndir um helgar, sér- staklega gamlar myndir fyi-ir fullorðið fólk. Gott væri að sýna þær t.d. fyrstu helgina í hverjum mánuði, þ.e. þegar unga fólkið er úti að skemmta sér. Ég hef 2-3 bíómyndir í huga sem mig langar að sjá. Það eru myndirnar Austan Edens eftir sögu John Steinbeck og Hverj- um klukkan glymur eftir sögu Ernest Hemingway. Einnig væri gaman að sjá Nútímann með Chaplin, það var mjög góð mynd fyrir hálfri öld. Ég er með fleiri myndh- í huga og tek ekkert fyrir að benda á þær. En mér finnst ég þurfa oft að loka fyrir sjón- varpið um helgar því þá er ekkert spennandi í sjón- varpinu. Pétur Pétursson, Skúlagötu 20. Vantar leikfímispólur STEINUNN hafði sam- band við Velvakanda og er hún að leita eftir leikfimis- pólum eftir Hönnu Olafs- dóttur Forrest. Biður hún þá sem vita hvar hægt er að nálgast þessar spólui’ að hafa samband við sig í síma 552 4153. Verðmæti þýfis SÍÐASTLIÐINN miðviku- dag birtist í Velvakanda grein frá „gamalli konu“ þar sem hún gagnrýnir að verðmæti eiturlyfja sem finnast sé gefið upp. Ég hef oft hugsað um það þegar fréttir birtast af innbrotum í t.d. skartgripaverslanir, að þá er sagt frá hvert verðmæti þýfisins er, finnst mér það ekki rétt að birta þessar upplýsingar þvi að þá eiga þjófamir auðveld- ara með að verðleggja þýfið og kaupa jafnvel eiturlyf fyrir það. Gamall maður. Tapaö/fundið GSM-sími týndist GSM-sími, silfurgi’ár Nokia 5110, týndist 11. desember líklega í Þjóð- leikhúskjallaranum. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 424 6867 eða 899 8080. Svört, gömul gleraugu týndust SVÖRT gleraugu í plast- umgjörð týndust aðfara- nótt sunnudagsins 10. jan- úar í miðbæ Reykjavíkur, líklega við leigubílaröð í Lækjargötu. Þau eru göm- ul og eru lágformuð, breið og áberandi. Þeirra er sárt saknað og fundariaunum heitið. Finnandi eða þeir sem geta veitt upplýsingar vinsamlega hringi í síma 581 3966 eða 897 0766. HÖGNI HREKKVÍSI SKAK Uni.vjón Margcir Péturs.von 6 v. af 9 mögulegum, 3. Nunn, Englandi 5'Æ v., 4.-5. McDonald, Englandi og Gausel, Noregi 5 v., 6.-7. Sutovsky, Israel og Tumer, Englandi 4'h v., 8.-9. Rowson, Englandi og Pedersen, Danmörku 3 v., 10. Wells, Englandi ‘í'h v. Staðan kom á alþjóðlegu móti í Oxford í Englandi í desember. Svíinn sókndjarfi Jonny Hector (2.510) var með hvítt og átti leik, en Steffen Peder- sen (2.415) hafði svart. 31. Dxa6! og svartur gafst upp, því 31. - bxa6 32. Hb8 er mát. Úrslit mótsins: 1.-2. Hodgson, Englandi og Hector, Svíþjóð HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... NÝJASTI listapóstur Gallerís Foldar Ijallar um lokun lista- safna yfír hátíðar og segir: „Stóm listasöfnin í Reykjavík vom lokuð frá því nokkm fyrir jól og fram yfir ára- mótin. Þessi ráðstöfun kom illa við ýmsa, t.d. ferðafólk, innlent sem er- lent, sem statt var í borginni. Ljóst er að til að halda söfnunum opnum þarf töluverðan fjölda starfs- fólks og þvi hlýtur að vera freistandi að loka þeim í einhverja daga á þess- um árstíma til að spara fé. Það er hins vegar skoðun skrifara að búa þurfi svo um hnútana að hægt sé að hafa opið sem allra flesta daga ársins og helst fram á kvöld einhverja daga hverrar viku. Um söfn hljóta að gilda sömu lögmál og um önnur fyrirtæki. Þeim mun meiri þjónustu sem söfnin veita, þeim mun fleiri gestir, þeim mun meiri tekjur. A aðventunni er hægt að setja upp í söfnunum áhugaverðar sýningar úr eigin safni. Þær þurfa að vera á létt- um nótum svo gestir og gangandi hafi áhuga á að skoða þær. Þá má hugsa sér að boðið verði upp á einhvers kon- ar dagskrá sem henti allri fjölskyld- unni til afþreyingar og afslöppunar í erli dagsins. Það hlýtur að vera forgangsverk- efni stjómenda safnanna að fjölga gestum þeirra verulega. Ein aðferðin til þess er sú að hafa söfnin opin á þeim tíma sem fólk á frí og er mikið á ferðinni." xxx VERND bama er afar mikilvæg í íslenzku þjóðfélagi ekki síður en öðrum. Mikið hefur verið gert í þeim málum undanfarin ár og meiri og meiri fagmennsku gætir í meðferð vandasamra mála eins og forræðis- deilum. Víkverja er kunnugt um mál, sem nú er rekið fyrir barnaverndar- nefnd utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem málavextir em þeir, að ein- stæð móðir fjögurra barna lézt í haust, en yngsta bamið var aðeins 7 ára. Fyrir andlát sitt undirritaði kon- an yfirlýsingu þar sem þess var ein- dregið óskað að forræði ungu stúlkunnar yrði falið eldri systur hennar og færð að því rök að hag hennar væri þar betur borgið en hjá föður stúlkunnar, en hann sækist efl> ir forræðinu. Gerð var tilraun til að fá þessari yfirlýsingu þinglýst hjá sýslu- manni, en því var hafnað. Bama- verndarnefndin hefur fengið þessa yf- irlýsingu í hendurnar ásamt bréfi frá foreldrum hinnar látnu konu og eldri dóttur hennar, þar sem áréttuð er sú ósk þeirra, að forræði ungu stúlkunn- ar verði hjá eldri systur hennar. Bamaverndarnefndin hefur ekki séð sér fært að kveða upp úrskurð í samræmi við óskir hinnar látnu móð- ur. Meginrökin em þau, að sam- kvæmt landslögum beri foðurnum forræðið. Víkverji veltir því fyrir sér hvort bamið hafi einhvem rétt í þessu máli, eða hvort landslög séu algUd, hverjar svo sem aðstæður eru. XXX EKKI hefur nú Landssíminn al- veg náð áttum í neytendaþjón- ustunni. Víkverji varð á dögunum vitni að því að viðskiptavinur Lands- símans lét loka heimilissímanum tímabundið. Þar sem viðskiptavinur- inn sjálfur verður ekki á landinu, þegar aðrir fjölskyldumeðlimir flytja í nýja íbúð, þá vildi hann ganga svo frá málum, að opnað yrði fyrir símann, þegar þeir þyrftu hans með. En því miður - ekki hægt! Eina lausnin var að mati afgreiðslu- mannsins, að þá kæmu þeir, sem í íbúðina fara, með undirritaðan miða frá viðskiptavininum. „En get ég ekki bara undirritað slíkt umboð hér og nú, fyrst ég er á staðnum. Þið hafið það þá allavega á hreinu, að það er ég sem undirrita umboðið?" spurði viðskiptavinurinn. „Og þá ætti eitt símtal að duga, þegar þar að kemur.“ En því miður. Slíkt um- boð vill Landssíminn alls ekki hafa. Enda bara þjónusta við fólk að liggja með slíka pappíra!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.