Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 44
Tð FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Erling Adolf Ágústsson var fæddur í Vest- mannaeyjum hinn 9. ágúst 1930. Hann lést. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elínborg Jónína Björnsdóttir, f. 5.10. 1913, d. 10.12. 1969, og Ágúst Ólafur Olafsson vélstjóri, f. 14.8. 1899, d. 14.5. 1976. Erling á eina systur. Hún er Agústa Ágústsdóttir, f. 23.9. 1945. Hennar maki er Guðlaug- ur Guðjónsson, f. 31.12. 1941. Þau eru búsett í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Erlings er Ingibjörg Kristín Gísladóttir Ingibjörg systir mín hringdi skömmu eftir áramót og sagði mér að nú væri sjúkdómur sá sem Erl- ing var haldinn kominn á lokastig. Samkvæmt áliti lækna væri þetta aðeins spurning um tíma. Aðdrag- andinn var stuttur eða frá miðju síð- * asta ári. Fyrstu viðbrögð mín þá voru eins og endranær í afneitunar- formi um að þetta gæti farið betur en á horfðist. Síðan er maður minntur á þá staðreynd að sjúk- dómur sá sem Erling greindist með er ólæknandi. Það er bara þannig að þegar maðurinn með Ijáinn knýr dyra fær enginn mannlegur máttur við það ráðið. Trúin á lífið er svo sterk að í einfaldleika sínum sitja menn eins og ég við sinn keip og neita að horfast í augu við stað- 'íeyndir lífsins. Sama sagan var þeg- ar Magnús bróðir okkar var burt kallaður í mars 1996. Þegar brunn- ur minninganna er opnaður man ég, þá fjögurra ára gamall, þegar Imba og Erling komu með frumburð sinn Gísla í heimsókn á æskuheimili fjöl- skyldunnar, Hvanneyri við Vest- mannabraut. Hvanneyri var mið- depill fjölskyldunnar og um það leyti sem fyrstu minningar mínar verða til, eru elstu systkinin, Imba og Svenni, flutt að heiman og farin að búa, Imba og Erling í kjallaran- um á Brekastíg 24 og Svenni og Dísa á Brekastíg 32. Fyrstu alvöru kynni mín af Erl- ing mági mínum eru þó þau, að (JSugga systir og vinkonur hennar voru að passa fyrir hann og Imbu. Minningin er um það þegar við frá Hvanneyri í Vestmannaeyjum, f. 11.4. 1935. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Gísli, f. 31.10. 1953, hans maki er Þuríð- ur Bernódusdóttir, f. 13.11. 1954. Þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. 2) Ágúst, f. 4.10. 1954, ókvæntur, búsettur í Danmörku. 3) Sig- urborg, f. 4.3. 1958, hennar maki er Ro- bert Violette, f. 13.11. 1957. Þau eru búsett í Oklahoma-borg í Bandaríkjun- um. Barnabörnin eru sjö. Utför Erlings fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hvanneyi'arvillingarnir læddumst í skjóli myrkurs þangað sem Gugga og vinkonur voru að passa fyrir stóru systur. Við vorum að gera at eins og það var kallað. Ég sé það enn fyrir mér þegar ég banka ofur- hljótt á gluggann í kjallaranum á Brekastíg 24. Gugga og vinkonur draga gardínurnar frá með var- fæmi og við blasir geiflulegt andlit með vasaljós undir hökunni. Auðvit- að átti þetta að vera saklaust grín af okkar hálfu en hafði þau eftirköst að Gugga kallaði á eftir okkur að hún skyldi láta hann Erling taka okkur í gegn. Það gerði Erling og upp frá því fékk Gugga að passa í friði fyrir okkur, svona að mestu leyti. Foreldrar Erlings, Elínborg og Ágúst, bjuggu á hæðinni fyrir ofan þau. Gísli, Ágúst og Sigurborg, börn Imbu og Erlings, áttu tvær ömmur. Þær voru skilgreindar sem amma á Hvanneyri og amma á loftinu. Svo áttu þau eina langömmu og hún var á Hvanneyri, og einn afa, hann var á loftinu. Ættartréð var nú ekki flóknara en þetta. Erling lærði raf- virkjun og fór íljótlega að vinna sjálfstætt. Eftir því sem umsvifln urðu meiri varð nauðsynlegt að stækka við sig. Þau byggja því snemma bakhús við Brekastíg 24. Þar var Erling með verkstæði og síðar litla verslun. Húsnæði þetta fékk nafnið Elding. Það var í Eld- ingu sem Erling hóf starf frumherj- ans í rekstri frjálsrar útvarpsstöðv- ar. Hann útvarpaði dægurlögum um bæinn og vöktu útsendingar þessar mikið umtal og athygli. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar Erling var að útvarpa. Mamma bað mig að hlaupa upp á Brekastíg og láta Erl- ing vita að Sigurborg væri að gráta. Utvarpið á Hvanneyri var auðvitað stillt á Erling og meðan lagið hljóm- aði heyrðist barnið gráta í vagni fyrir utan. Þannig var nú tækni þess tíma. Varla verða eftirmæli skrifuð um mág minn án þess að minnst sé á feril Erlings Ágústssonar sem dæg- urlagasöngvara. Hann söng inn á hljómplötur a.m.k. fjögur lög á ár- unum 1958-1960. Hann söng hér í Eyjum með ýmsum tónlistarmönn- um og lengst af með hljómsveit Guðjóns Pálssonar. Þegar lögin voru tekin upp í hljóðveri í Reykja- vík sá hljómsveit Eyþórs Þorláks- sonar um undirleik. Lög eins og Maja litla, Oft er fjör í Eyjum, Við gefumst aldrei upp og Nonni (ungur enn) hafa lifað með þjóðinni nú í 40 ár og eiga eftir að lifa í marga ára- tugi enn. Erling samdi flesta text- ana sjálfur. Það voru montnir peyj- ar á níunda ári sem heyrðu vinsæl- ustu lögin í óskalagaþáttum þess tíma, og vissu að mörg þeirra söng karlinn sem var maður stóru systur þeirra. Þetta mont er enn til staðar í dag, því enn eru lögin spiluð. Það mun hafa verið 1962 að Imba og Erling og börnin taka þá stóru ákvörðun að flytja frá Eyjum. Ég man að ég tók þessari ákvörðun ákaflega illa. Erfíðust fyrir dreng á 12. ári var sú tilhugsun að þau myndu ekki vera lengur heima í Eyjum yfir jólin. Ég ski-ifaði Imbu sendibréf og grátbað þau að koma aftur, allavega yfir jólin. Hvanneyr- arfjölskyldan hafði síðan mikið gaman af þessari þráhyggju unga drengsins sem var jú ekki einu sinni kominn með hvolpavit, hvað þá meir, um þetta leyti. Þarna má segja að nýr kafli hefjist í lífi okkar allra. Þá var ekki algengt að fólk flytti yfirleitt frá Eyjum, hvað þá alla leið til Ytri-Njarðvíkur. Á þess- um árum var þetta óralangt frá Eyjum. I fátasklegri minningargrein um Erling Ágústsson er svo margs að minnast og þakka fyrir að raun- verulega mætti skrifa heila bók um manninn. Endurminningarnar sem merla í brunninum eru hér teknar af tilvilj- un einni saman og oft verða þessi tvö nöfn, Imba og Erling, ekki svo auðveldlega í sundur slitin, svo ná- tengd eru þau greypt í huga 15 ár- um yngri bróður og 20 árum yngri mágs. Imba systir gekk að eiga Erl- ing hinn 26.12.1953. Mér fannst þau alltaf mjög samrýnd og gott var á unglingsárum að eiga þau að uppi á landi þegar ferðum okkar þangað fjölgaði. Mér er minnisstætt þegar ég fór í Vatnaskóg 1962 og 1963 að hlutir hefðu orðið erfiðari viðfangs ef þeiira hefði ekki notið við. Sumarfríið 1965 sem mamma fór með okkur Gísla í er einnig ofarlega í minningu unglingsáranna. Þá var farið að Gullfossi, Geysi og til Þing- valla. Erling keyrði. Hann tók bfla- leigubíl, Cortinu, og lét fylgja með að hann ætlaði ekki að fórna Moskowitsinum sínum í svona hark. Borgarvegur 24 varð síðan nokk- urs konar flughótel. Þegar meðlimir fjölskyldunnar fóru til útlanda var áð hjá Imbu og Erling síðustu nótt- ina fyrir brottför og oft þegar komið var heim. Erling var höfðingi heim að sækja og gaf sér alltaf tíma þeg- ar gestir frá Eyjum voru í heim- sókn. Þegar ólæti urðu í neðra í jan. 1973 í Eyjum, tóku Gugga systir og Raggi á móti flóttafólkinu frá Hvanneyi'i. Fljótlega fundu síðan Imba og Erling íbúð handa okkur mömmu, Magga og Gísla í Keflavík. Allt í einu vorum við búsett stein- snar frá Borgai'veginum. Þetta eru tilviljanirnar sem enginn fær ráðið. Við fórum síðan heim eins og flestir haustið 1973. Á milli heimsókna var alltaf haldið traustu símasambandi í gegnum árin. Minnisstæðasta ferð Erlings til Eyja var þegar hann og Imba komu á ættarmót Hvanneyr- arfjölskyldunnar sem haldið var 23.-25. ágúst 1991. Það var haldið í tilefni þess að þá hefði amma orðið 100 ára. Hún dó í apríl 1965. Þarna voru saman komnir flestallir afkom- endur hennar og Kristjáns afa sem fæddur var 1878. Erling tók ættar- mótið upp á myndband. Það er ómetanlegt að geta sett spóluna í myndbandstækið, hún segir líka margt um höfundinn Erling Ágústs- son. Byrjunin er stórkostleg. Herjólfur siglir, Eyjarnar sjást framundan og undir hljómar lagið í fjarlægð. Eins og áður kom fram var haldið reglulegu símasambandi við Erling. Ég minnist sérstaklega samtals okkar sl. sumar stuttu eftir að sjúk- dómur hans var greindur. Hann sagðist engu kvíða. Maðurinn með ljáinn kæmi bara þegar hann væri tilbúinn. Það væri tilvera á æðra stigi þarna efra. Hann var sáttur við Guð og menn og ef eitthvað var þá hlakkaði hann til að hitta allt það fólk sem biði hans. Það er svo margt yndislegt fólk þarna fyrir handan sem bíður eftir að hitta mig, sagði hann, og af hverju að vera þá með einhvern kvíðboga? Þetta var sagt með þvílíkum sannfæringar- krafti að unun var á að hlusta. Jæja, elsku vinur. Nú er mál að linni. Morgunblaðið er ekki nógu stórt fyrir allar minningarnar sem ég á um þig. Ég þakka þér trygga vináttu í gegnum árin. Þakka þér gestrisnina þegar við gistum hjá ykkur og íyrir þann tíma sem þú gafst okkur. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Ég set í brunn minninganna mynd af ljúfum dreng sem var með hjartað á réttum stað. Mynd af manni sem gæddur var mikilli kímnigáfu og smitandi hlátur þinn mun ég heyra svo lengi sem dreg andann. Á myndinni er einnig maður sem opnaði margar dyr bara með brosinu einu saman, og maður sem bræddi mörg hjörtun með sinni léttu lund. Elsku Imba. Harmur þinn er mikill. Ég bið algóðan Guð að styrkja þig og hjálpa þér í sorginni. Minningin um góðan mann mun lifa. Margo, Sóley, Andri og systkini mín frá Hvanneyri, þau Svenni, Gugga og Gísli senda fjölskyldum Gísla og Þuru, Ágústs og Sigurborgar inni- legar samúðarkveðjur, svo og fjöl- skyldu systur Erlings, Ágústu. Dýpsta samúð er einnig send öllum ættingjum og vinum nær og fjær á þessari sorgarstund. Kæri mágur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera.) Drottinn blessi minningu Erlings A. Ágústssonar. Eg lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þóheilsaoglífmér hafni, hræðist eg dauóann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti eg segi: kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Runólfur Gíslason frá Hvanneyri. Ljúflingur er horfinn, elsku besti afi minn er látinn eftir erfið veik- indi. Við afi höfum átt margar góðar stundir saman og margs er að minnast en erfitt er að koma orðum að því. Það fyrsta sem þú gerðir fyrir mig var þegar ég var skírður. Þú talaðir við prestinn sem skírði mig og fékkst það í gegn að ég fékk að halda nafni mínu, því presturinn vildi ekki skíi'a mig því nafni sem ég heiti í dag heldur átti ég að heita Erlingur og þú varst ekki sáttur við það, takk fyrir það, elsku afi. Ég gleymi aldrei hvað var alltaf gaman að koma á Borgarveginn til ykkar ömmu. Ég kom oft á sumrin og var hjá ykkur í svolítinn tíma, það var ERLING ADOLF ÁGÚSTSSON PETREA ÓSKARSDÓTTIR + Petrea Óskars- dóttir, hús- freyja, Hóli, Sæ- mundarhlíð, fædd- ist í Hamarsgerði, Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði, hinn 30. júní 1904. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 5. janúar. Jarðsett var á Reynistað. Móðir mín fæddist í Hamars- gerði, Lýtingstaðahreppi, 30. júní 1904 og hefði því orðið 95 ára á þessu ári. Það voru sterk bein í ^essari aldamótakynslóð sem ólst upp við svo frumstæðar aðstæður, næstum allt var gert með höndun- um einum saman. Við þessar að- stæður ólst hún upp í stórum systk- inahópi. Hamarsgerði var ekkert stórbýli heldur hjáleiga frá Mæli- felli. Alltaf minntist hún verunnar í Áíamarsgerði af mikillri hlýju og einnig mjög góðra samskipta við Mælifellsfólkið og aðra nágranna. Eflaust var oft þröngt í búi en amma og afi, Sigríður og Oskar, fóru svo vel með að ekkert fór til spillis. Þannig blessað- ist þetta. Frá Hamars- gerði fluttust þau að Kjartansstaðakoti á Langholti. Eftir að þangað kom var hún fengin til að hjálpa til á Hóli, meðal annars að sitja hjá ömmu Hall- fríði sem þá var orðin rúmföst. Árin á Hóli urðu fleiri en hún reiknaði með í upphafi, eða um 75 talsins. Með fyrstu minningum mínum frá gamla bænum á Hóli er litli læk- urinn sem rann vestan við bæinn, þar hafði ég oft aðsetur og kom það fyrir að móðir mín sótti mig renn- votan í lækinn. Við krakkarnir lifð- um svo til áhyggjulausu lífi því alltaf voru allir heima og var æði oft bökunarilmur í eldhúsinu. Upp í hugann koma orð skáldsins „Þú varst skjólið móðir mín því mildi þín vermdi þann veika gróður.“ Þegar að skólagöngu kom þurft- um við ekki langt að fara því þetta var farskóli, hálfan mánuð í senn, oftast á Hóli. Þetta var töluvert aukaálag á heimilið því kynda þurfti kolaofnana með mikilli fyrir- höfn og lenti það verk að mestu á móður minni. Éftir hvert hálfsmán- aðar tímabil var öllum krökkunum boðið í kakóveislu með öllu tilheyr- andi. Siggi hálfbróðir minn fór til náms í Ameríku en eftir að hann fluttist til landsins aftur, kom hann á hverju sumri ásamt Margréti konu sinni. Þegar hann var mættur á stuttbuxum út á tún með hesta- sláttuvélina fannst mér sumarið fyrst vera komið. Sunnan við bæ- inn steig faðir minn hverfísteininn og sá um að allir ljáir bitu vel. Ýmsar aðrar minningar koma upp í hugann, heybandslestin kom hand- an yfir ána þar sem móðir mín og Grétar bróðir bundu af miklum krafti. Og árin liðu, gamli bærinn varð að víkja fyrir nýjum og tækn- in hóf innreið sína þar sem Landroverinn og Fergusoninn tóku við af hestunum. I eldhúsinu á Hóli sat Sveinn afi minn blindur síðustu árin og móðir mín minntist hans oft með hlýhug. Aldamótakynslóðin sem bjó í Sæ- mundarhlíðinni á þessum tíma er öll fallin frá. Þetta góða fólk stóð ætíð saman í blíðu og stríðu og við krakkarnir vorum alltaf með í leik og starfi. Hvar sem við komum inn var okkur tekið sem höfðingjum og nesti stungið í lófa við brottfór. Móðir mín sinnti bæði úti- og inniverkum, hún fór inn rétt fyrir kaffitíma og stuttu síðar var sest að borðum. Hlutverk húsfreyju í sveit hefur alltaf verið umfangsmikið. Hóll hefur ætíð verið aðlalsam- komustaður fjölskyldunnar og alltaf hægt að ganga að fólki heima, heitt á könnunni og kræsingar á borðum, því fór það þannig að henni þótti eldhúsborðið helst til lítið svo ég ákvað að útvega stærra borð. Nýja borðið reyndist heldur stórt að mér fannst, en hún var al- sæl með stóra borðið því á það komust allar terturnar í einu. Þannig breyttist smátt og smátt munstrið á Hóli, Ingibjörg eigin- kona Grétars létti henni mjög störf- in og ný kynslóð leit dagsins Ijós. Við sem vorum farin að heiman komum í heimsókn með ungana okkar sem fundu fljótt að gott var að koma til ömmu á IIóli. Oft var því þröng á þingi svo úr varð að við hjónin reistum okkur sumarhús í ásnum á móti bænum. Móður minni þótti vænt um þennan stað í ásnum og fylgdist vel með uppbygginu og skógrækt og þótti mikið til koma, þá skemmdi ekki útsýnið þaðan yfir Hólslandið og út í eyjarnar. Æviskeið án mótlætis er sjald- gæft og því fékk hún eins og aðrir að kynnast. Yngsta dóttirin, Mar- gi'ét, féll frá, langt um aldur fram, eins tengdabörnin Sigríður eigin- kona mín og Haraldur eiginmaður Sigríðar systur minnar. Ekkert varð sem fyrr því öll skipuðu þau sinn sess í fjölskyldunni. Nú fór sá tími í hönd að græða sár sem skildu eftir djúp ör. Þetta var móður minni þungbær reynsla eins og okkur hin- um. Á Hóli vildi móðir min vera, sveit- in, dýrin og gróðurinn var hennar óskaheimur og Mælifellshnjúkurinn naut sín miklu betur út um eldhús- gluggann á Hóli heldur en frá Hamarsgerði. Hún naut þess að stússast innanhúss allt til hins síð- asta, sá til þess að „piltarnir“ ,eins og hún kallaði þá bræður, og allir aðrir fengju mat og kaffi á réttum tíma. Hún var guði afar þakklát fyr- ir alla afkomendur sína, fylgdist gi'annt með þeim vaxa úr grasi og verða dugandi fólk. Við Hólsvötn hafa ætíð verið álftahjón, þau hafa eignast unga, dvalið þar sumarlangt og á haust- dögum hafið flug sitt til framandi landa. Dvöl okkar hér á jörðu er sem andartak af eilífðinni. Okkar bíður flug til framandi heima. Móðir mín kvaddi þennan heim heima á Hóli í faðmi fjölskyldunnar eins og hún hafði óskað sér. Okkar er nú að þakka hið góða veganesti sem hún gaf okkur út í lífíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning um góða móður lifir. Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.