Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 25 ERLENT Deilt um samvinnu Rússa og Irana Rússar æfír vegna hótana Bandar íkj anna Moskvu. Reuters. RUSSAR brugðust í gær ókvæða við viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna og hótunum þeirra um frekari aðgerðir vegna meints útflutnings Rússa á flug- skeyþum og kjarnorkuþekkingu til Irans. Sögðu stjórnvöld í Moskvu að aðgerðir Bandaríkja- manna skýi'ðust sennilega af slakri frammistöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Virtust rússnesk stjói-nvöld alls ekki hafa í hyggju að verða við kröfum Bandaríkjamanna og draga úr samvinnu sinni við Irani. Sagði talsmaður þess ráðuneytis sem fer með kjarn- orkumál að þvert á móti væri ráðgert að þrefalda fjölda þeirra Rússa sem starfa að byggjngu kjarnorkuvers í Bushehr í Iran, en því er ætlað að framleiða raf- orku handa óbreyttum borgur- um. „Asakanirnar eru tilhæfulaus- ar,“ sagði Vladimir Rakhmanin, talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins, „við eigum ekki í neinni samvinnu við írani um viðkvæm kjarnorkumál." Segja Rússar að alþjóðastofnanir hafí lagt blessun sína yfír byggingu kjarnorkuversins, enda eigi þar einungis að framleiða raforku. Bandaríkjamenn segja hins veg- ar að Irönum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir kunnáttu á með- ferð kjarnorku en þeir óttast einmitt að raforkustöðin sé yfir- skin, raunverulegt markmið stjórnvalda í Teheran sé að afla sér þekkingar á sviði kjarnorku- vísinda. Var haft efth- talsmanni íranska utanríkisráðuneytisins í gær að þarlend stjórnvöld for- dæmdu aðgerðir Bandaríkja- manna og að Iranir áskildu sér allan rétt til að nota kjarnorku til friðsamlegra nota. Rússar gætu orðið af miklum viðskiptmn Bandaríkjamenn lögðu á þriðjudag bann við allri aðstoð og efnahagslegum samskiptum við þrjár rússneskar vísindastofnan- ir og stjórnvöld í Moskvu mót- mæltu því harðlega þótt aðgerðir Bandaríkjamanna væru raunar að mestu leyti táknrænar. A miðvikudag bættu Banda- ríkjamenn hins vegar um betur og hótuðu því að draga mjög úr viðskiptum við Rússa hvað varð- ar flutning gervitungla út í geim, en Bandaríkjamenn hafa frá ár- inu 1996 fengið Rússa til að skjóta alls níu gervitunglum á braut umhverfís jörðu fyrir sig. Sagði talsmaður Krunichev- geimferðastofnunarinnar að Rússar gætu orðið af 270 milljón- um dollara, tæplega 20 milljörð- um ísl. króna, viðskiptum á þessu ári gerðu Bandaríkin alvöru úr hótununum. Hefði nefnilega ver- ið vonast til að Bandaríkjamenn fengju Rússa til að skjóta auka- lega fjórum gervitunglum út í geim á þessu ári en fyrir hvert skot hefðu Rússar fengið greidd- ar á milli 65 til 75 milljónir doll- ara. Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu og líklegur forsetafram- bjóðandi árið 2000, sagði mál þetta skaða samskipti Bandaríkj- anna og Rússlands. „Þetta er mjög heimskulegt því Banda- ríkjamenn grundvalla aðgerðir sínar í raun og veru á sandi.“ Bandaríkjamenn vilja auka heimildir Iraka til olíusölu Washington, Bagdad, Moskvu. Reuters. TALIÐ var að Bandaríkjamenn myndu í gærkvöld stinga upp á því á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að Irökum yi'ði leyft að selja eins mikla olíu og þeir vilja til að geta fest kaup á mat og lyfjum handa íbúum landsins. Sagði ónafngreindur stjórnarer- indreki að Bandaríkin hygðust gera þetta að tillögu sinni til að hrifsa frá Saddam Hussein Iraksforseta mögu- leikann á „að nota velferð óbreyttra borgara í írak til að afla sér samúð- ar.“ Stjórnvöld í Bagdad sögðu hins vegar í gær að ekki yrði hægt að leysa Iraksdeiluna nema öllum við- skiptaþvingunum gegn landinu yi'ði aflétt og írökum greiddar skaðabæt- ur vegna árása á landið frá lokum Persaflóastríðsins árið 1991. Enn skærur í írak Skutu bandarískar herþotur flug- skeytum á skotmörk í norðurhluta íraks í gær, fjórða daginn í röð, að sögn talsmanna bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Sagði talsmað- urinn að skotið hefði verið á ratsjár- stöð og einnig á stöðvar íraska hers- ins þar sem Bandaríkjamenn gi'un- ar að geymd séu flugskeyti. Er þetta í áttunda skipti sem skerst í odda yfir flugbannsvæðinu frá því fjögurra daga flugskeyta- árásum Breta og Bandaríkjamanna á Irak lauk í desember. HEFUR ÞÚ GENGIÐ FRÁ ÞÍNUM LÍFEYRIS- SPARNAÐI? Greiddu 2% viðbótariðgjaid af launum þínum í Frjálsa lífeyrissjóðinn, elsta og stærsta séreignarlífeyrissjóð landsins Það er einfalt að hefja sparnaö í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseðil bláa bréfsins sem þú fékkst í pósti. 2. Þú hringir í síma 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is. 4. Þú ferð í Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í vörslu Fjárvangs hf. Nestlé Build-Up er bragögóöur drykkur sem inniheldur 1/3 af ráðlögöum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Build-Up fyrir alla Góð aðterð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Build-Up á meðgöngu og með barn á brjósti Tryggir aö nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess aö þú færö öll réttu næringarefnin til þess aö ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eöa heita mjólk eöa ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragögóðan drykk stútfullan af næringarefnum Upplýsingar um næringarinnihald: f 38 gr. bréfi blönduöu 1284 ml. af mjólk % af RDS Orka kj 1395 kcal 330 Prótín 9 18,0 Kolvetni g 37,1 þar af sykur g 36,5 Fita g 12,4 þar af mettuö g 7,5 Trefjar 9 0,6 Natríum g 0,4 Kalíum mg 810 Vitamin A-vítamín pg 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vítamín mg 0,9 45% B12-vítamín M9 1,7 170% C-vítamín mg 23,0 38% D-vítamín pg 1,8 36% E-vítamin mg 3,3 33% Biótin mg 0,06 40% Fólín pg 84,0 42% Níasín mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Steinefni Kalk mg 607,0 76% Joð pg 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Nauösynlegl 1il vaxlar og viöhalds veíja. viöheldurmýkl og heilbrigöi hörunds. Ver slímhuö i munni. neíi, hálsi og lungum. Eykurviönam gegn sýkingum og bæfir sjonina. Hjalpar viö myndun beina.' B2-vítamín fRíböflavínj Hjálpar viö aö nýla orkuna i fæöu. hjálpar viö myndun motefna og rauöra bloökorna. Nauðsyniegl lil aö viöhalda. hörundi. nöglum. hari og goöri sjón. Niacin (Níasm-Vrtamm B3j Bælir bloðrasina og lækkar kóleslról í bloði. Viöheldur laugakerfinu. lækkar háan bloöþrýsting. hjálpar viö meltingu og stuðlarað heilbrigöi huöar. Zink Mjög mikilvægt fyrir onæmiskerfið. flýlir fyrir aö sar gröi og er mikilvægt fyrir stööugleika bloðsms. Viöheldur alkalirte jafnvægi likamans. s ú k k u a ö i jaróaberja v a n i I I u bragölaust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.