Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 48 stökkstu með okkur í ævintýraheim- inn, í þotunni þinni eða geimskipi þegar mest var við haft. Við flugum til Englands eða jafnvel „allra landa“ og ríkulegar gjafir voru gefnar. „Ef væri ég söngvari, syngi ég ljóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð“. Hversu oft sungum við ekki saman þetta ljóð og svo mörg, mörg önnur sem þú kunnir. Þú varst söngvari, flottur söngvari og sannur tónlist- arannandi. Tónlistin stytti þér oft erfiðar stundir og margir söngvarar voru í uppáhaldi en fremstir fóru Bítlarnir með John Lennon í broddi fylkingar. „Og mömmu ég gæfí mín ljúfustu ljóð, hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð“. Og mömmu söngst þú þín ljúfustu ljóð, mömmu sem var best og flottust eins og þú orðaðir það og sannarlega gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að þér liði sem best. Það er svo margt sem þú gafst okkur, kenndir okkur svo margt um lífið og það að ekki eni allir hlutir sjálfsagðir. Nú eiga margir um sárt að binda. Fjölskyldunni þinni allri, vinum og ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku Kjartan, þökk fyrir samfylgdina. Vinirnir í Stigahlíð 71. Aðfaranótt 6. janúar kvaddir þú þennan heim, elsku drengurinn. Það var eins og þú ætlaðir að vísa veginn jólaljósunum, sem venjulega eru slökkt á þrettándanum. Nú ertu kominn á hinar eilífu veiði- og smíðalendur og hittir hann John Lennon, sem var í svo miklu upp- áhaldi hjá þér. Oft hefur það leitað á hugann hver örlög þér voru búin með sjúkdómi þínum. Ég kynntist þér fyrst um sjö ára gömlum, ungum, fallegum og góðum dreng, sem lífið virtist blasa við. En svo uppgötvaðist hinn alvar- legi sjúkdómur. Óvissa, kvíði og hug- arangur fyrir móðurina, einstæða með þrjú börn, og fjölskylduna í langan tíma því sjúkdómurinn var mjög sjaldgæfur og erfiður í grein- ingu. Senda þurfti sýni til margra landa áður en endanleg greining átti sér stað. Svo kom hin hræðilega sjúkdómsgi'eining. Sjúkdómurinn byrjaði með sjónskerðingu, síðan blindu og smám saman lagðist hann þyngra og þyngra á taugakerfi og aðra líkamsstarfsemi. Síðust árin varstu svo bundinn við hjólastól og sjúkrarúm. Það var oft erfitt að sjá hvernig komið var fyrir þér, elsku kallinn minn. Þó var það örugglega sárast fyrir hana Björgu mömmu þína og hann Freystein, sem kom inn í líf hennar og ykkar systkinanna og var þér svo góður og hjálpsamur. Þið Freysteinn voruð annars svo góðii' vinir og skemmtilegir saman enda báðir stríðnispúkar og grallar- ar á stundum. Það kemur ýmislegt upp í hug- ann, sem var gert hér áður: kofasmíðarnar miklu í Álakvíslinni, sund- og veiðiferðirnar, verkfæra- kassinn góði, sem var smíðaður úr parketinu í Spóahólunum, hlustað á Bítlana, John Lennon, Kim Larsen og fleiri góða. Einnig öll leiki'itin og sögurnar á spólunum góðu frá Blindrabókasafninu. Ut frá þeim ásamt fleiru spruttu svo þínar eigin sögur sem kennarinn þinn hann Þorbjörn var svo góður að hjálpa þér að skrifa niður og hafa veitt okk- ur svo mikla kátínu og gleði. „Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðar- maður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.“ (Þórbergur Þórðarson). Elsku Björg, Freysteinn, Þórður, Asta Margrét og aðrir ástvinir og vinir. Yndislegur drengur er horfinn á braut, en skilur eftir sig ævarandi minningu. Sá sem eftir liflr deyr þeim sem deyi' en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnii' honum yfir. (Hannes Pét.) Sigfús (Fúsi). Þó vindur blási á litla logann þinn og líka streymi regn - hann blikar þarna! Því flýgurðu ektó hátt í himininn? Þar Mytir þú að verða fógur stjarna. (Þýð. H. Hálfdanarson) Kjartan var sterkur persónuleiki og shafði mikil áhrif á alla sem kynntust honum. Sjálfur sagðist hann vera ríkur, sterkur og góður, að hann vildi fara í ferðalag til útlanda, í öll lönd og allir ættu að koma með. Nú þegar hann hefur lagt upp í ferðina miklu sem við öll eigum í vændum fá þessi orð hans, sögð á kankvísan en þó einlægan hátt, dýpii merkingu og hitta mig beint í hjartastað. Það voru einkum þrír þættir skap- gerðar hans sem mörkuðu hana svo skýrt: stolt og ríkt geð, óvenju næmt skopskyn og eðlislægur kærleikur til allra manna. Þessum eðlisþáttum lundar sinnar hélt Kjartan allt til hinstu stundar þrátt fyrh' að sjúk- dómur hans hefði leikið hann grátt og vafalítið hafa þeir oft á tíðum létt honum þunga byrði lífsins, lífs sem að mati okkar hinna varð alltof stutt, en var orðið honum svo langt og þrautamikið. Kjartan átti alltaf svo mikið að gefa og af örlæti sínu stráði hann um sig geislum sem vermdu og lýstu og sáði fræjum síns góða hug- arþels sem náðu fjótt bólfestu i hug- skoti þeirra sem vitjuðu hans. Ég er þakklát fyrh' að hafa fengið að slást í þann hóp sem kynntist Kjartani í Stigahlíð 71. Við erum mörg sem munum sakna hans en að leiðarlokum trúi ég því að minningin um brosið hans bjarta ávaxti þau innri verðmæti sem hann lagði grunn að þótt aldrei verði metin til íjár. Ollu heimilisfólki í Stigahlíð 71 sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið guð að styrkja það og vaka yfir heimilinu. Fjölskyldu Kjai-tans og ástvinum hans öllum bið ég allrar blessunar með innilegri hlutttekningu, virðingu og þökk fyrir að fá að eignast hlut- deild í einstökum dreng. Anna Sigríður Einarsdóttir. Mig langar til að reyna að skrifa um gamlan skólabróður minn, en með nokkrum pennastrikum er erfitt að lýsa þessum yndislega dreng. Þegar ég hitti Kjartan fyrst var hann ekki svo veikur, en með tímanum tók þessi hryllilegi sjúk- dómur öll völd, en Kjartan var ákveðinn í að láta veikindi sín ekki aftra sér. Hann var alltaf að tala um kofann sem hann ætlaði að byggja og þá var ég líka bara barn og reyndi að segja honum að hann yrði blindur og gæti ekki byggt þennan kofa, en það tók Kjartan ekki í mál. Ef ég á að lýsa Kjartani þá var hann ekki á þeim buxunum að gefast upp, en við mennirnir ráðum ekki öllu - Guð gefur og Guð tekur. Ég vil votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Anna Kristín. Hann Kjartan er farinn frá okkur til að hitta uppáhaldsmanninn sinn hann John Lennon. Mér barst fréttin af andláti Kjartans morguninn eftir og fannst mér eins og stórt skarð væri höggvið í þann vegg sem lífíð er. Ég kynntist honum á haustdögum 1995 þegar ég gerðist stuðningsmaður hans vegna fötlunar hans. Mér þótti alltaf vænt um Kjartan vegna þess hversu mikilli jákvæðri orku stafaði frá honum. Enda þótt ég hefði verið þarna til að vinna mér inn smá pening fannst mér Kjartan alltaf gefa mér svo mikið og finnst mér að ég hafi lært ótal margt af honum. Eins og þeir vita sem þekktu Kjartan þá hélt hann mikið upp á Bítlana og hélt þeii'ri skoðun oft á loft að hann væri einn af þeim og hóf svo upp raust sína og það kom fyrir að við Kjartan þræluðum hvor öðrum í gegnum mörg bítlalög. Stundirnar sem ég átti með Kjartani verða mér ómetanlegar um alla tíð og ég veit að þar sem hann hvílii' núna líður honum vel. Ég votta fjölskyldu hans, vinum og sambýlisfólki dýpstu samúð mína. Guð blessi þig, Kjartan minn. Hallur. SIGURJÓNA MARTEINSDÓTTIR + Sigurjóna Mart- einsdóttir fædd- ist á Þurá í Olfusi 21. maí 1915. Hún lést á Droplaugar- stöðum 7. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Svanborg Anna Jónsdóttir, f. 1. apríl 1889, d. 19. júlí 1981 og Mart- einn Eyjólfsson, f. 16. aprfl 1889, d. 30. janúar 1969. Þau voru bæði fædd í Ölfusi. Systkini Sig- urjónu eru: Guðmundur, f. 1917, d. sama ár; Helga, f. 11. september 1918, d. 26. ágúst 1984; Gunnlaugur, f. 6. júní 1920, d. 20. mars 1984; Svavar, f. 12. maí 1923; Ásta, f. 16. febr- úar 1925, d. 1. maí 1988; Skúli, f. 15. september 1926 og Val- gerður, f. 14. febrúar 1929. Sig- urjóna giftist árið 1953 Óskari Bjarnasyni sjómanni og verka- manni frá Stokkseyri, f. 24. júlí 1913, d. 23. desember 1982. Dóttir Sigurjónu er: 1) Karitas Óskarsdóttir, f. 25. desember 1939, gift Sævari Magnússyni. Börn þeirra eru: Ómar, f. 17. febrúar 1958, giftur Sigurlaugu Angantýsdóttur og eiga þau tvær dætur, Reynir, f. 16. mars 1959, Þór f. 13. desember 1962, d. 10. október 1993 og Sigurjóna Valdís, f. 20. mars 1967, gift Herði Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. Börn Siguijónu og Óskars eru: 2) Svanborg Marta, f. 14. febrúar 1953, gift Gunnlaugi Guðmundssyni. Dóttir Svanborgar er Birgitta Ósk Al- sopp, f. 6. febrúar 1974, sambýlismað- ur hennar er Helgi Helgason, hún á tvær dætur, 3) Bjarni Jóhann, f. 16. aprfl 1955, d. 12. júlí 1975 og 4) Þórir, f. 30. aprfl 1957, giftur Kristínu Þórsdóttur. Böm þeirra em Birna, f. 21. mars 1988, Heimir, f. 28. desember 1990 og Heiður, f. 24. maí 1993. Sigurjóna ólst upp hjá for- eldrum sinum og systkinum á Þurá. Fjölskyldan fluttist til Hveragerðis árið 1945. í Ölfus- inu stundaði Sigurjóna ýmis al- geng störf. Hún og Óskar flutt- ust árið 1954 til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Leifsgötu 21. Siguijóna var húsmóðir og verkakona í Reykjavik til starfsloka. Hún tók um árabil virkan þátt í starfi Kvenfélags Hallgrímskirkj u. títför Siguijónu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Nú ert þú fai'in, en margs er að minnast. Érá tveggja mánaða aldri passaðir þú mig og gerðir þangað til að ég gat farið að passa mig sjálf og mikið var nú gott að vera hjá þér og afa og kúra á milli ykkar á mjúku koddunum og finna þig klappa á bakið á mér og biðja með mér bæn- irnar sem þú kenndir mér, en þær voru nú ófáar. Þegar ég vaknaði á morgnana labbaði ég fram í eldhús til þín en þar varst þú oft að dúlla þér við bakstur eða lestur og þá lagðist ég fram á eldhúsborðið á koddann minn og saman hlustuðum við á morgunstund barnanna og eft- ir á fórum við ýmist í kaffi til nágrannanna á Leifsgötunni eða löbbuðum niður í bæ. Á kvöldin spiluðum við mikið saman og varð þá rommý oftast fyrir valinu, eða að við horfðum saman á sjónvarpið með kókósbollu og malt. Þú varst trúuð og við fórum alltaf saman í Hallgrímskirkju á hverjum sunnudegi, en þú og afi stofnuðuð Skírnarfontasjóðinn til minningar um Bjarna son ykkar. Einnig varst þú í kvenfélaginu og alltaf var ég með á spilakvöldum eða að hjálpa þér á basörum. Ég var alltaf litla boðflennan henar ömmu sinnar, því eiginlega hvert sem þú fórst, hvort sem það var í vinnuna, ferðalög eða stórafmæli þá fékk ég alltaf að fylgja með, það var bara svo nota- legt að vera með þér. Það voru ófá- ar peysurnar, sokkarnir og vettling- arnir sem þú prjónaðir á mig enda varst þú kölluð „amma sokkur" svo dugleg varst þú að prjóna á mig svo að mér yrði ekki kalt, og þú lést það nú ekki á þig fá þó að þú værir handleggsbrotin að prjóna kjól á litlu stelpuna þína. Þú varst mjög barngóð og ljómaðir í hvert sinn sem ég kom með litlu stelpurnar mínar með mér, en það síðasta sem þú sagðir var „falleg stelpa“, þegar ég kom með Tinnu nýfædda til þín á Droplaugarstaði þar sem þú bjóst síðustu þrjú árin. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og lést mig aldrei skorta neitt, hjá þér fékk ég mikla væntumþykju og hlýju, og alltaf var gott að hlaupa til þín þegar mér leið illa. Ég vona að þú hafir fundið hlýjuna frá mér sem ég reyndi að gefa þér til baka þegar ég lá á koddanum hjá þér, hélt í hendur þínar og klappaði þér á síð- ustu andartökum lífs þíns, ég sakna þín, elsku amma. Það er svo margt sem ég gæti skrifað, en við skulum bara rifja þær stundir upp og hlæja saman eins og við gerðum svo oft, þegar við hittumst aftur. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, og að vera besta amma sem hægt var að hugsa sér, og nú þegar þú flýgur með ástvin- um þínum sem fallegur engill á meðal stjamanna vil ég senda þér bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Nú leggégaugunaftur, ó, guð þinn náðarkraftur þín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Góða ferð, elsku amma mín og kysstu afa frá mér. Við hittumst síðar. Þín ömmustelpa Birgitta Ósk. Amma mín, Sigurjóna Marteins- dóttir, fæddist 21. maí 1915 að Þurá í Ölfusi. Var hún dóttir hjónanna Svanborgar Jónsdóttur og Marteins Eyjólfssonar bónda þar. Ólst hún upp í góðu yfirlæti því að ásamt for- eldrum hennar bjuggu fjögur fóður- systkin, afi hennar og amma á jörðinni, en þar var tvíbýlt. Ég minnist ömmu sem umburð- arlyndrar konu. Hún skipti aldrei skapi en oft var stutt í glettnina hjá henni. Bjó hún lengstum á Leifsgöt- unni í Reykjavík. Þangað lá oft leið mín þegar ég fór bæjarferð og tók hún alltaf innilega á móti mér, þar áttum við góðar stundir og oft var slegið á létta strengi. Amma var alltaf mjög heilsu- hraust, en eftir að hún fékk alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum, fór heilsunni smám saman hrakandi. Lést amma á Droplaugarstöðum þann 6. janúar síðastliðinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ómar Eyjólfur Sævarsson. Elsku langamma. Við þökkum þér fyrir stutta en góða samveru. Við vitum að nú hef- ur þú það gott hjá englunum, og að þú átt eftir að passa okkur ujn ókomna framtíð. Við viljum kveðja þig með bæn sem þú kenndir mömmu þegar hún var lítil og hún á eflaust eftir að kenna okkur hana: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Góða ferð elsku langamma. Þínar Brynja og Tinna Björk. Sigurjóna Mai'teinsdóttir er öll. Nokkur síðustu æviárin var hún þrotin kröftum og naut góðrar aðhlynningar á Droplaugarstöðum. Þó Sigurjóna hafi verið á sjötugs- aldri þegar ég kynntist henni finnst mér ég hafa glögga mynd af henni yngri. Sú mynd er orðin til við kynni okkar, við það sem hún sagði frá liðnum tíma og við kynni af fólki sem stóð henni nærri. Sigurjóna hélt mikilli tryggð við frændfólk sitt og Óskars, systkinin voru henni kær, og Óskar, börnin og barnabörnin nutu umhyggjjj, hennar. Ég veit að svo var einnig um foreldra hennar og tengdafor- eldra þó hún sjálf hafi ekkert um það talað; hún var ekki af þeirri gerð sem státar af verkum sínum. Sigurjóna var snjöll hannyrðakona, sinnti útsaumi og listilegu prjóni og á tímabili framleiddi hún lopapeys- ur. Eftir að hún var orðin öldnið og fingurnir létu ekki jafnvel að stjórn útbjó hún í Félagsstarfi aldraðra m.a. skrautjólatré af sérstakri gerð og setti sér það mark að gera a|-, minnsta kosti eitt íýrir hvert heirm ili afkomenda sinna. Hún náði þvi marki og það veitti henni gleði. Ég held að Sigurjóna hafi verið fundvís á gleðiefnin í því smáa. Hún var félagslynd kona. Hún naut þess að ferðast. Á efri árum ferðaðist hún víða um landið, oftar en ekki með Kvenfélagi Hallgn'mskirkju og nokkrum sinnum með Verka- kvennafélaginu Framsókn. Hún fór einnig utan, bæði á eigin vegum og í fyrrgreindum félagsskap. En lífs- sigling Sigurjónu var stundum ströng. Ég sé hana fyrir mér fer- tuga, með lítið barn og annað nýfætt, haldandi heimili með annarri fjölskyldu, eiginmaðurinni, mikilli vinnu til að sjá fyrir fjöP skyldunni. Nokkrum árum síðar með þrjú ung börn og þau Óskar búin að eignast eigið heimili, þegar hann veikist fyrst af þeim sjúkdómi sem síðar varð honum að aldurtila. En hún tók því sem að höndum bar og hefur haft þá þrautseigju sem þurfti til að haga seglum þannig að sem best færi. Trúin fylgdi Sigur- jónu í gleði og sorgum lífsins og hefur eflaust verið uppspretta hjálpar og styrks. Fyrir fáum árum var svo komið að henni varð margt óyfirstíganlegt sem áður var sjálf- sagt og einfalt. Hún mundi vel löngu liðna tíma en ekki nýliðin at- vik. Þetta olli henni kvíða og vanlíð- an. Smám saman fór henni að líða betur en jafnframt minnkaði allt þrek. Sigurjóna naut umhyggju sinna nánustu. Á engan er hallað þó nafn Svönu dóttur hennar sé nefnt sérstaklega í þessu sambandi. Hún sýndi móður sinni fádæma nærgætni og væntumþykju. Að leiðarlokum eru mér ofarlega í huga skemmtilegar ferðir með Sigurjónu um Ölfusið og einnig með henni og Lilju Bjarnadóttur mágkonu hennar um Flóann og Ölf- usið. Þær höfðu á takteinum fróð- leik um svo að segja hverja þúfu og- margar góðar sögur flutu með eins og t.d. þegar Sigurjóna fór á yngri árum fótgangandi frá Hveragerði til Selfoss - til að fara á dansleik! Lífi hennar er lokið en við eigum allar minningarnar. Ég mun ávallt minnast Sigurjónu Marteinsdóttur með þakklæti og virðingu. $ Kristín Þórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.