Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 48
18 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR frá Sandprýði, Stokkseyri, sem lést á Landakotsspítala laugardaginn 9. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á SÍBS að ósk hinnar látnu. Margrét Böðvardóttir, Gunnar Böðvarsson, Axelína M. Garðarsdóttir, Sigríður B. Gunnarsdóttir, Hermann Þráinsson, Kristín H. Þorsteinsdóttir, Friðrik Þorsteinsson, Sólrún María Þorsteinsson, Sonja Ósk Gunnarsdóttir, Heiðrún María Gunnarsdóttir, Hildigunnur Hermannsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Vatnsnesi, Keflavfk, sem andaðist sunnudaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Hörður Falsson, Ragnhildur Árnadóttir, Jóhanna Birna Falsdóttir, Daði Þröstur Þorgrímsson, barnabörn og langömmubörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁSGRÍMSSON frá Hlíð, Fornósi 8, Sauðárkróki, sem andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, mánudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 16. janúar kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sauðárkróki. • Sjúkrahús Skagfirðinga, Jóhann B. Guðmundsson, Erla Davíðsdóttir, Ásgrímur S. Guðmundsson, Þórhildur J. Sæmundsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Jón Stefánsson, Margrét F. Guðmundsdóttir, Kári Sveinsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Ágústa F. Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SIGÞÓR BJARNASON frá Tunghaga, Vðllum, sem lést föstudaginn 8. janúar sl., verður jarðsungínn frá Vallaneskirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Þuríður Jónsdóttir, Sigurður Sigþórsson, barnabörn og barnabarnabörn + Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og vináttu- hug við andlát og útför EGGERTS KRISTINSSONAR fyrrv. forstjóra, Tómasarhaga 13, Reykjavík. * Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Ágústa B. Árnadóttir, Kristinn Eggertsson, Hjördís Bergstað, Agnes Eggertsdóttir, Benedikt Sigurðsson barnabörn og fjölskyldur. JÓHANN N. JÓHANNESSON tíð sem við tókum þátt í frjálsum íþróttum undir merkjum Armanns. Það sem leiddi til þess að kynni okkar af honum urðu meiri og nán- ari en gengur og gerist alla jafna af formönnum slíkra deilda var sá áhugi og alúð sem Jói lagði í hlut- verk sitt sem formaður frjálsíþróttadeildarinnar. Heimili hans og konu hans í Blönduhlíð 12 stóð opið öllum Ármenningum, ungum sem öldnum, hvenær sem var sólarhringsins. Heimilið var þannig nýtt sem fundarstaður og einnig og ekki síður sem félags- miðstöð fyrir okkur krakkana í Ar- manni. Jói hafði næman skilning á því sem þurfti til að halda uppi þeim áhuga og krafti sem er undirstaða árangurs, enda var hann gamal- reyndur íþróttamaður sjálfur. Stærstur hluti af hans frítíma fór á þessum árum fyrst og fremst í að starfa fyrir frjálsíþróttadeild Ar- manns, jafnt á mótum sem í nauð- synlegum félagsstörfum. Oft fór hann með í keppnisferðir og mætti einnig á flest mót sem haldin voru og studdi dyggilega við bakið á Ár- menningum innan vallar sem utan. Hann var ávallt stoltur af sínu fólki og vildi veg þess sem mestan. Þau tengsl sem mynduðust við Jóa og heimili hans styrktust síðan enn betur með árunum því sonur hans Stefán gerðist þjálfari frjáls- íþróttadeildar Armanns. Hann þjálfaði okkur systur nær því allan okkar keppnisferil. Enda þótt árin færðust yfir Jóa og heilsan léti undan þá var áhugi hans á íþróttum og viðgangi þeirra enn sá sami. Nær til hinstu stund- ar lét hann sig ekki vanta á alla stærri frjálsíþróttaviðburði sem haldnir voru í Reykjavík. Síðast- liðið sumar hittum við hann á Reykjavíkurmaraþoninu og skömmu síðar einnig á Bikar- keppni Frjálsíþróttasambands Is- lands. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist á þessum vpttvangi og hélt ætíð tryggð við Armenning- ana. Við lá að hann klökknaði af ánægju þegar hann frétti af góðum árangri hjá þeim. Við systur vorum ætíð svolítið ánægðar með, að þrátt fyrir háan aldur þekkti Jói okkur alltaf í sund- ur en margir honum yngri að árum hafa átt í erfiðleikum með það. Það verður því tómlegra að koma á völl- inn í framtíðinni og fá ekki hlýtt faðmlag frá Jóa eins og venja hefur verið gegnum árin. Við sendum fjöl- skyldu hans okkar bestu kveðjur með kæru þakklæti fyrir góð kynni gegnum árin. Blessuð sé minning Jóa. Lára, Sigrún og Kata Sveinsdætur. ÞÓRIR AXELSSON + Þórir Axelsson fæddist á Suður- eyri við Súganda- Ijörð hinn 10. mars 1946. Hann lést af slysförum í Noregi 18. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 29. nóvember. Elsku kæri bróðir minn. Með sárum trega reyni ég að skilja að þú sért horfinn yfir móðuna miklu. En það er mér svo hræðilega sárt og erfitt eins og öllum þínum ástvinum. En lífið heldur áfram, ljósið er til í myrkrinu, minningarnar streyma frm um allt sem við áttum saman og vorum hvort öðru alla tíð, við vorum svo náin þótt fjarlægðir væru miklar síðustu árin þín, þá vorum við saman í huga og hjarta. Þú varst fæddur með svo mikla listamannshæfileika inn í þennan heim, allt lék í höndum þínum og varð að vera fallegt hvort sem um var að ræða að mála bara eitt stykki málverk þá var það ekkert mál, og yndislegt var að hlusta á þig spila á harm- onikuna, hljómborðið eða gítarinn og taka lagið á góðum stund- um því þá varstu virkilega þú sjálfur og gaman var að vera til. Þú varst svo mikill dýravinur og máttir ekkert aumt sjá, þá varð að hjálpa, fara með heim og græða og hundurinn þinn hann Kaskó kunni heldur betur að meta það að eiga þig sem húsbónda og hefur fagnað þér ákaft, ekki spurning, Þórir minn. Þú gast verið svo gamansamur og sást oft svo margar spaugilegar hliðar á tilverunni, enda myndir þú biðja mig um að hætta þessu rugli ef þú værir hér og það ætla ég að gera, þú skammar mig bara seinna fyrir párið. Guð er nærri allt er hljótt þjáning hverfur í armi drottins líknar ljósið. Himneskur friður fullur kærleika ylríkur sefar einmana sál á framandi slóðum. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðar faðmi um aldur alda. (Jóna Rúna Kvaran.) Eg bið algóðan guð að vaka yfir ástvinum þínum og styrkja og hjálpa á allan hátt því þau hafa misst svo hræðilega mikið. Guð geymi þig, elsku bróðir minn. Þín systir, Ósk. + Jóhann N. Jó- hannesson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14.janúar. Fyrri greinin hér á eftir er endurbirt vegna mistaka sem urðu við birtingu hennar í blaðinu í gær. í dag er kvaddur hinstu kveðju, tæplega 93 ára gamall og einn af fá- um heiðursfélögum í Glímufélaginu Armanni, Jóhann N. Jóhannesson. Jóhann eða Jói Long eins og hann var ætíð nefndur, var geypi- lega virkur á sínum yngri árum, bæði sem félagi og stjómarmaður í frjálsíþróttadeild Ármanns og spannar hans viðstöðulausa starf í Ármanni yfir þrjá fjórðu af allri öldinni, sem er án efa Islandsmet og þá eitt af mörgum sem hann setti um ævina. Eg hlýt því sem formaður Armanns, samstarfsmað- ur og félagi, að setja á blað nokkur fátækleg þakkarorð fyrir gömul kynni. Upp í huga minn koma margs konar minningar frá tíma ung- lingsáranna, en fyrstu kynni okkar Jóa Long voru stuttu eftir að starf- semi Getrauna byrjaði, en viðvíkj- andi Getraunasölumennskuna vai- ekki hægt annað en dást að ósér- hlífni Jóa Long. Á fyrstu áram Getrauna fór sölustarfsemi fram á allt annan hátt en gerist í dag. Sala á getraunaseðlum fór þá fram í stykkjatölu og dreifðist sölustarfið á þá félaga í íþróttafélögum sem höfðu nennu til og það var svo sannarlega ekki öllum gefið að standa í þeirri sölumennsku. En Jói Long var hvergi banginn í þessum efnum, hnn vissi að sölu- starfið krafðist reglusemi við viku- legar endurtekningar og snúninga samfara því, og að standa skil í vikulok á allri sölu til skrifstofu Getrauna. Sölumenn í hinum ýmsu íþróttafélögum eða íþróttadeildum skiluðu mjög mismunandi söluárangri á þessum árum, en ég þori að fullyrða að enginn hafi staðið Jóa Long á sporði í þessum efnum. Að baki árangri hans var víðtækt sölunet eða sölustaðir sem hann hafði þróað. Með mikilli reglusemi og elju heimsótti Jói Long þessa sölustaði tvisvar í viku, viku eft- ir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár til þess að skapa Frjálsíþróttadeild Ár- manns þær tekjur sem til þurfti. Mörgum mundi þykja þetta nú ærinn starfi í sjálf- boðavinnu fyrir íþróttafélag, en Jói Long lét ekki þar við sitja. Þetta var aðeins agnarþáttur og lítil dæmisaga um hans ötula starf fyrir Ár- mann, því þrátt fyrir að hann væri önnum kafinn við þjálfunar- og stjórnarstörf fyrir Frjálsíþrótta- deild Armanns tók hann að sér mýmörg verkefni fyrir aðalstjórn Araianns sem langt mál yrði upp að telja. Eg minnist t.d. þess, að oft lauk Gunnar Eggertsson heitinn, fyrrverandi foiTnaður Armanns, sínu máli með miklu loftali um liðsinni Jóa Long og svo virðist hafa verið, að þegar að eitthvað bjátaði á og eitthvað víðtækt þurfti að gera, þá var hóað í Jóa Long. En nú er hann Jói Long horfinn og á slíkri stundu hvarflar að manni að allt of sjaldan hugleiðum við á lífsleiðinni hvað góðir vinir og samstarfsmenn eru okkur mikils verðir og hafa í raun mikil áhrif á allt líf okkar. Þegar þeir hverfa yfir móðuna miklu, eigum við aðeins endurskinið af birtu minninganna og við fyllumst þakklæti fyrir sam- fylgdina. Við Armenningar stöndum í mikilli þakkarskuld við Jóhann N. Jóhannesson. Við sendum böraum hans og mökum þeirra og barna- börnum okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að blessa minningu þessa drengskaparmanns. Grímur Valdimarsson, formaður Ármanns. Við systurnar viljum minnast með nokkrum orðum Jóhanns Jóhannessonar, fyrrverandi for- manns frjálsíþróttadeildar Ár- manns, sem lést fyrir skömmu í hárri elli. Við kynntust honum fyrst þegar við fluttum ungar að árum til Reykjavíkur frá Sauðár- króki. Atvikin æxluðust þannig að við gengum fljótlega í frjálsíþrótta- deild Armanns og hófum þar æf- ingar og keppni. Þá var Jói for- maður deildarinnar og var það alla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.