Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
53
i
ESTHER Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, og Benedikt
Axelsson, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna,
taka við styrknum úr höndum Hrafnhildar Einarsdóttur og
Sverris Jónssonar frá Heldra fólki.
Styrktu langveik og
krabbameinssjúk börn
NÝLEGA afhenti Félag eftirlauna-
þega Flugleiða, fulltníum Um-
hyggju, félagi til styrktar langveik-
um börnum, og Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna, SKB,
hvoru um sig fjárstyrk að upphæð
75.000 kr. Styrkurinn mun renna
beint í styrktarsjóði félaganna.
Styrktarsjóður SKB hefur undan-
farin ár styrkt fjárhagslega foreldra
krabbameinssjúkra bama en styrkt-
arsjóður Umhyggju mun styi-kja
fjárhagslega foreldra bama með
aðra alvarlega langvinna sjúkdóma.
„Félag eftirlaunaþega Flugleiða,
sem kallar félagsskapinn Heldra
fólk, kemur saman á tveggja mán-
aða fresti. Félagið hefur innheimt
árgjald af félagsmönnum sem safn-
ast hefur upp. A fundi félags Heldra
fólks í árslok 1998 var einróma sam-
þykkt að láta þetta fé renna til ein-
hvers góðs málefnis og urðu styrkt-
arsjóðir Umhyggju og SKB fyrir
valinu.
Umhyggja, félag til stuðnings
langveikum börnum, og Styrktarfé-
lag krabbameinssjúkra bama, færa
félagsmönnum í Heldra fólki bestu
þakkir fyrir rausnarlegan stuðn-
ing,“ segir í fréttatilkynningu frá
Umhyggju.
LEIÐRÉTT
VEGNA fréttar um fund foreldrafé-
lags Hagaskóla í blaðinu á fimmtu-
dag skal það áréttað að drengurinn,
sem sagt er frá að hafi haft skotelda
í fómm sínum, var með einn skoteld
í tösku sinni sem hann afhenti áður
en leit hófst. Ennfremur vildi faðir
Ídrengsins láta þess getið að bréfíð
til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,
5 sem minnst er á í fréttinni, var skrif-
að á mánudeginum áður en fréttir
höfðu borist af sprengingunum. Það
skal tekið fram að ungmennin sex
sem vikið var úr skólanum tengjast
ekki sprengingunum.
Rangt
föðurnafn
í UMFJÖLLUN Braga Ásgeirsson-
ar í blaðinu í gær, um sýninguna
Heimar í Listasafni ASÍ, var Helga
ranglega sögð Egilsson. Helga er
Egilsdóttir. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Samtök
stofnuð um
eftirmenntun
vélstjóra
GENGIÐ hefur verið frá stofnun
Eftirmenntunar vélstjóra (EV), sem
em samtök Vélstjórafélags íslands,
helstu vinnuveitenda, vélstjóra og
Vélskóla íslands. Helsta markmið
samtakanna er að byggja upp öfluga
menntastofnun sem fullnægi á hverj-
um tíma þörfum atvinnulífsins
þannig að vélstjórar geti tekist á við
sífellt fjölbreyttara starfsumhverfi
sem krefst aukinnar sérfræðimennt-
unar.
„Eftirmenntun vélstjóra mun
standa fyrir margs konar ft-æðslu-
starfsemi eins og námskeiðahaldi,
fræðslufundum, námskrárgerð og
námsefnisgerð og gert er ráð fyrir
að vélaverðir, vélstjórar og vélfræð-
ingar geti sótt eftirmenntunarskól-
ann.
Skipulag Efth-menntunar vél-
stjóra er í fjómm hlutum: Fagnefnd-
ir, áhugasamir hagsmunaaðilar,
skólanefnd og framkvæmdaaðilar.
Fagnefndh' em skipaðar aðilum sem
í kjarasamningum hafa skuldbundið
sig til að veita fjármuni til endur-
menntunar vélstjóra. Fagnefndirnar
bera ábyrgð á skipulagi fræðslumála
á sínu sviði. Áhugasamir hagsmuna-
aðilar em þeir sem vilja stuðla að
auknum endurmenntunannöguleik-
um vélstjóra þar sem þörfin fyrir
endurmenntun byggist á faglegum
forsendum en ekki ákvæðum kjara-
samninga.
Skólanefnd stofnar til og rekur
námskeið að fengnum tillögum
fagnefnda og fulltrúa í skólanefnd.
Hluverk skólanefndarinnar verður
að sjá um allt skólahaldið, að fylgjast
sem best með tækninýjungum og
þróun, að auka sérhæfni innan grein-
arinnar/fagsins og að byggja upp öfl-
uga endurmenntun fyrir vélstjóra-
stéttina.
Stefnt er að því að Eftirmenntun
vélstjóra verði sjálfbær í rekstri eigi
síðar en í byrjun árs 2001.
Aðilar að Efth-menntun vélstjóra
era: Landsvirkjun, RARIK, Sam-
band ísl. kaupskipaútgerða,
Samorka, Vélskóli íslands og Vél-
stjórafélag íslands,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Vélstjórafélagi íslands.
ÍSLANDSMEISTARAR í Freestyle-dansi 1998. Hópurinn Splash.
Frístæl dans-
keppni 1999
UNDIRBÚNINGUR fyrir ís-
landsmeistarakeppnina í frjáls-
um dönsum er hafin. Þetta er í
18. skipti sem keppnin er haldin
og er það félagsmiðstöðin Tóna-
bær og ÍTR sem standa að
henni.
Keppnin verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár og er öll-
um unglingum á aldrinum 13-17
ára eða fæddum 1982-1985 heim-
ilt að taka þátt. Keppt verður í
tveimur flokkum, einstaklings- og
hópdansi. Undankeppnir munu
fara fram víðsvegar um landið.
Reykjavíkurkeppnin fer fram 12.
febrúar í Tónabæ.
Skráning er þegar hafin. Is-
landsmeistarakeppnin fyrir allt
landið verður síðan föstudaginn
19. febrúar í Tónabæ.
Freestyle-keppnin fyrir 10-12
ára eða fædd 1986-1988 verður
laugardaginn 27. febrúar kl. 14.
Skráning fyrir alla aldurshópa
fer fram í Tónabæ.
Stjórn Óðins mótmælir
hækkunum borgarinnar
STJÓRN málfundafélagsins Óðins
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„Fyrir síðustu borgarstjómar-
kosningar kom R-listinn í Reykjavík
fram með mörg fógur kosningalof-
orð. Fulltrúar R-listans svo sem Ingi-
björg Sólrún og Helgi Hjörvar lofuðu
að gjöld borgarinnar (almennt)
myndu „ekki hækka“ fyrir þjónustu
af ýmsu tagi, en annað hefur komið á
daginn. Núverandi meh-ihluti borgar-
innar ræðir vart nokkum lið af þessu
tagi án þess að hækka hann.
Hækkun útsvars ber hæst þar,
Helgi lýsti yfir að engin hækkun yrði
eftir næstu kosningar, en þá þegar
var ljóst að borgin myndi yfn’taka
stjórn skólanna. En fleira þurfti að
hækka til að greiða niður yfirtöku
skóla, eins og dagvist barna, sorp-
gjöld, sundlaugar, skiðastaði og
fleira, á móti kom að Helgi Hjörvar
og Ingibjörg Sólrún lofuðu að hol-
ræsaskatturinn myndi lækka „fijót-
lega á næstu öld“.
Enginn á betra skilið en það sem
hann kýs yfir sig. Höfum þetta sem
víti til vamaðar næstu misserin um
leið og við hvetjum borgarbúa til ár-
vekni um mál borgarinnar. Stjóm Óð-
ins mótmælir þessum aðgerðum harð-
lega, og krefst þess að horfið verði frá
þeim hugsunarhætti, að í hækkunum
skatta og gjalda hins opinbera felist
bættur hagur til handa öllum.“
Snjóbrettamót um helgina
FYRSTA snjóbrettamótið í
Snjóbrettamótaseríu Týnda
hlekksins fer fram laugar-
daginn 16. janúar í Bláfjöll-
um.
Keppt verður í þremur
flokkum; 16 ára og yngri, 17
ára og eídri og stelpnaflokki,
óháð aldri. Keppt verður í
svokölluðu „Slope-Style“ en
þá fara keppendur með
frjálsri aðferð á nokkra palla
og áhöld í hinum glænýja
snjóbrettagarði í Bláfjöllum.
Verðlaun eru frá Týnda
hlekknum.
Keppni um gerð
útvarpsþátta
BYLGJAN hleypti í gær af stokk-
unum hæfileikakeppni um gerð út-
varpsþátta í samvinnu við Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins og Is-
lenska erfðagreiningu.
í fréttatilkynningu frá Islenska
útvarpsfélaginu segir að „leitað
[sé] eftir þátttöku efnilegs hæfi-
leikafólks sem [vilji] spreyta sig í
gerð útvarpsþátta" og „endanlegt
markmið [sé] _ að stuðla að betri
fjölmiðlun" á íslandi. Ber keppnin
yfirskriftina „Hæfileikakeppni út-
varps nýrrai- aldar“.
í tilkynningunni segir að auglýst
verði eftir þátttakendum í keppn-
ina og þurfi þeir að skila inn hand-
ritum að klukkustundarlöngum út-
varpsþætti. Sérskipuð dómnefnd
fari yfir allar umsóknir, leggi mat á
þær og velji úr þau handrit, sem
hún telji að „uppfylli kröfur um
vandað og athyglisvert útvai-ps-
efni“. Þáttagerðai’menn, sem
reglulega koma fram í ljósvaka-
miðlum um þessar mundir, hafa
ekki þátttökurétt í keppninni.
Skilafrestur verður til og með 8.
febrúar og gert er ráð fyrir að
framleiðsla þáttanna, sem senda á
út á sunnudögum, hefjist í lok febr-
úar.
1. verðlaun í keppninni eru 100
þúsund krónur, helgarferð til
London þar sem gefst kostur á að
kynna sér útvarpsstöðvar í borg-
inni og starf við þáttagerð á Bylgj-
unni. Ónnur verðlaun eru 50 þús-
und krónur og starf við þáttagerð á
Bylgjunni.
Leiðrétting frá
Agli Jónssyni
EGILL Jónsson alþingismaður
hefur beðið Morgunblaðið að birta
eftirfarandi:
Hinn 13. þ.m. segir Dagur frá
því að undirritaður muni styðja
Arnbjörgu Sveinsdóttur í 2. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins á Austurlandi í prófkjöri því
sem framundan er.
Ýmislegt vill skolast til í próf-
kjörsumræðu sem ekki er unnt að
henda reiður á en hér er um ein-
staka ónákvæmni að ræða. Gildir
þar einu þótt um óviljaverk sé að
ræða.
Að hætta þingmennsku er
nokkuð stór ákvörðun, jafnvel
þótt þingseta sé skemmri en tveir
tugir ára. Það er því ekki að ófyr-
irsynju að sá er slíka ákvörðun
tekur vilji sjá málefnum sínum
farborða í höndum nýrrar forustu.
Áður en ég lýsti yfir ákvörðun
minni gekk ég úr skugga um að
Arnbjörg yrði aftur í kjöri.
Það sem er þó raunar alvarleg-
ast í þessu máli og tilefni þessarar
leiðréttingar er að mér er gerð
upp sú skoðun að einungis 2. sæt-
ið eigi að koma í hennar hlut á
listanum. Slíkur vitnisburður um
samþingsmann til fjögurra ára
væri aldeilis tilefnislaus og frá-
leitur.
Svo að öllu sé til skila haldið þá
er rétt að hér fylgi með, sem þeir
sem kært hafa sig um vita, að Árn-
björgu styð ég í 1. sæti listans.
Egill Jónsson.
Siirefmsyöajr
Karin Herzog
Kynn’mg
í Háaleitis Apóteki,
í dag kl. Tj5=18.
........