Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 46
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ MARGRET ÞÓRÐARDÓTTIR + Margrét Þórð- ardóttir fæddist á Reykjum á Skeið- um 22. ágúst 1907. Foreldrar hennar voru Þórður Þor- steinsson bóndi á Reykjum, f. 9. júlí 1877, d. 25. mars 1961, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 19. febr. 1879, d. 15. nóv. 1980. Margrét giftist Einari Asgeirssyni frá Vesturkoti 19. okt. 1929. Foreldrar Einars voru Asgeir Jónasson og Þorbjörg Guðmundsdóttir. vogskirkju höfnin klukkan 11. Börn Einars og Margrétar: 1) Ey- steinn, f. 15. nóv. 1931, k. Sigríður Sigurðardóttir, f. 7. apríl 1939. 2) Ás- geir, f. 11. des. 1936, k. Björg Sig- urðardóttir, f. 9. feb. 1940. 3) Dag- bjartur, f. 20. ág. 1942, d. 6. des. sama ár. 4) Ingibjörg, f. 2. ág. 1950, m. Jóhann Geir Guðjónsson. Utför Margrétar fer fram frá Foss- í dag og hefst at- Margrét Þórðardóttir frá Reykj- um á Skeiðum er látin. Hún var elst þrettán barna þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Þórðar Þorsteins- sonar. Magga var dæmigerð elsta syst- ir í stórum systkinahópi, alla tíð fannst henni hún bera ábyrgð á systkinum sínum og þá sérstaklega yngstu bræðrunum, þeim Hjalta, Ingvari og Vilhjálmi. Við Ingvars- börnin, sem þetta ritum, áttum því láni að fagna að umgangast hana töluvert á uppvaxtar- og þroskaár- um okkar, við stunduðum öll nám í Reykjavík og þær voru ófáar heim- sóknirnar í Eskihlíð 12a til Möggu og Einars. A heimili þeirra áttum við öruggt skjól, þau fylgdust vel með því sem við höfðum fyrir stafni og reyndust okkur eins og bestu félagar þótt aldursmunurinn væri allnokkur. I gegnum okkur gátu þau fylgst með því sem var að ger- ast á Reykjum. Einar spurði um búskapinn og þó sérstaklega féð, vildi fá að vita allt um heimtur af fjalli, hornahlaup á lífgimbrum og fleira í þeim dúr. Magga hafði meiri áhuga á fréttum af fólkinu og þá sérstaklega af bræðrum sínum. Engri heimsókn lauk án þess að við þægjum góðgerðir, heimabakað bakkelsi í hæsta gæðaflokki. Magga var mikil hannyrðakona og voru okkur gjaman sýndir nýir heimasaumaðir kjólar, löberar og milliverk. Hún lagði mikið upp úr því að vera fínt klædd og vel til höfð, naut á efri árum umhyggju og aðstoðar Ingu dóttur sinnar í þeim efnum. Okkur er það ofarlega í huga þegar við rifjum upp samveru- stundimar með Einari og Möggu hvað þau vom samhent og innilega hrifm hvort af öðru alla tíð. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þau að sem vandaðar fyrir- myndir og bakhjarla í umróti Reykjavíkurlífsins. Sveinn, Guðrún, Steinunn og Erna Ingvarsbörn. SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON + Sveinn Sumar- liði Magnússon fæddist á Bolungar- vík 2. desember 1921. Hann Iést á Landakotsspítala 24. desember síðast- > liðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 30. desember. Nú er afí okkar far- inn. Hann var með alzheimer síðustu tutt-. ugu ár ævi sinnar. Þó að við ættum von á brott- fór hans lengi, er alls ekki hægt að búa sig undir að svo mikill maður fari. Afi var í eðli sínu blíðlyndur og brosmildur barnamaður. Hann átti fímm börn með henni ömmu og ell- efu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Ávallt þótti honum gaman að fá öll börnin sín í heim- sókn. Við áttum marg- ar góðar samveru- stundir með honum og hann kenndi okkur margt á lífsleið okkar, svo sem að spila á spil, tefla, teikna, róla og njóta náttúrunnar. Hann var mikill áhuga- maður um varðveislu íslensku tungunnar og leiðrétti okkur ef við t.d. slettum ensku, eins og þegar við vorum að kveðja og sögðum „bæ, bæ“ þá átti hann til að skopast og spyrja glettn- islega: „Hva, ertu að fara í bæinn?“ Hann fór ungur í Stýrimannaskól- ann og gerðist stýi'imaður. Mörgum árum ævi sinnar eyddi hann á sjón- um. Eftir að hann hætti á sjónum var hugur hans samt oft á tíðum fastur við sæinn. Osjaldan vorum við með afa úti í bflskúr að gera að net- um. Á meðan sagði hann okkur sög- ur og fræddi okkur um fiskana sem voru fastir í netunum. Listamaðurinn Svenni afi málaði mikið af landslagsmyndum. Til eni mörg málverk eftir hann sem hanga í stofum hjá ættingjum og vinum. Hann hafði alltaf gaman af að gefa. Svenni afí mátti hvergi aumt sjá. Hann lagði ávallt'sitt af mörkum fyrir þá sem áttu um sárt að binda. Hann vai’ mikil félagsvera og átti marga vini og kunningja úti um allan bæ. Stundum vorum við hjá afa ef amma skrapp í bæjarferð og iðulega spurði hann hvort amma hefði farið, sem sýndi okkur það hve vænt hon- um þótti um hana Kristjönu sína. Við vitum að þú hvflir nú í faðmi Guðs, afi okkar. Guð blessi þig, amma, og gefí þér styrk. Kristjana Elínborg, Helga María, Ragnhildur Guðrún. > SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR + Sigríður Kristjana Jónsdótt- ir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1936. Hún andaðist á heimili sínu, Brautarholti, Kjalarnesi, 30. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 9. janúar. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Síxni 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Elsku Systa, að heilsast og kveðjast er lífsins gangur. Það er alltaf gaman að heilsa góðu fólki og enn betra ef þróast með því trygg vinátta. Þú ert ein af þeim er mér þótti varið í að heilsa uppá, þegar ég ung kona flutti á Kjalarnesið fyrir rúmum 25 árum. Frá þeim degi hefur alltaf verið mannbæt- andi að koma til ykkar Páls, sjá börnin ykkar blómstra í faðmi ykk- ar. Þar var þitt hlutverk einstakt og stórt. Börnin voru stolt þitt og hamingja. Það er viss sátt við hvíldina löngu, að hafa skilað svo stóru hlut- verki með slíkum sóma er speglast í þínum fallega barnahóp. Þegar þau voru smá, alltaf kurteis, alltaf glöð, öll útprjónuð og strokin af höndum mömmu. Er þau stækk- uðu útskrifuðust þau með góðum vitnisburði hvert af öðru í aldurs- röð með hvíta kolla og áfram er haldið að mennta sig. Áfram glæsi- leg og kurteis og áfram falleg bros þegar þau heilsa. Það eru ekki ýkja margir er geta státað sig af 6 glæsilegum minnis- vörðum eftir sinn dag. Þú lagðir til hliðar starfsmenntun þína til að sinna þínum myndarlega barna- hóp. Það er viss hjúkrun í því að ala upp vel gerða einstaklinga, þar kom nám þitt ekki síður að notum. Frá þér mátti ekkert fara óvandað, ekkert hálfklárað og ekkert ljótt né ósatt. Að eiga tryggan vin er dýr- mætt, algengara er að eignast kunningja. Þú varst heiðarleg og trygglynd, það eru fágætir kostir. Þú samgladdist fólki er vel gekk og öfundaðir aldrei. Þú hafðir stórt hjarta í erfiðleikum og sorgum þeirra er minna máttu sín. Þú varst auðsæranleg af ósanngjörnum og óheiðarlegum höggum, vegna þess að þú beittir þeim aldrei sjálf. Állt þetta, elsku Systa, fékkst þú endurgoldið í veikindastríði þínu, af þeim sem elskuðu þig og voru þér tryggir, kunnu að meta þessa einstöku kosti þína. Eiginmaður, börnin, tengdasynir og barnabörn umvöfðu þig og elskuðu. Tryggða- bönd hjúkrunarsystra þinna sem skilja best lífíð og sorgina voru þér alltaf nálæg. Móðir þín og systkini og bestu vinir voru öll tilbúin að rétta hjálparhönd og sýna þér hversu mikils þau mátu kosti þína, ást og umhyggju. Það er sanngjarnt að gráta móð- ur sína, ástvin og vin, en gott er að ylja sér um ókomna framtíð að hafa átt þig að og taka til fyrir- myndar kosti þína og umhyggju fyrir lífínu. Fyrir allt þetta ber að þakka. Nú er komið að þeirri stundu, Systa mín, sem við syrgjum sárt, það er að kveðjast. Nú kveð ég þig, hamingju og heilladís í himnaríki er sælan vís. Við sjáumst aftur er sólin rís á sumrinu eilífa í Paradís. (Geir G. Gunnlaugsson.) Þín Hjördís og fjölskyldari í Vallá. Við systkinin kveðjum þig nú, elsku amma í Hlíðum, eins og þú hést í hugum okkar alla tíð. Við sjáum þig nú fyrir okkur hlaupa léttstíga eins og ævinlega í sterklegt fangið á afa sem þú hef- ur saknað svo sárt. Já, það hafa orðið fagnaðarfundir eins sam- rýnd og þið alltaf voruð, kunnuð hreinlega ekki að vera hvort án annars. Við munum alltaf eiga með okkur yndislegar minningar úr Eskihlíðinni og öllum ferðalögun- um okkar saman um landið, þótt oft væri kátt á hjalla, sungið og trallað, fannst þér mikilvægt að við lærðum góða siði og aldrei fórum við að sofa án þess að fara með bænirnar sem þú kenndir okkur. Ekki minnkaði umhyggja þín og ást þegar við urðum eldri og eign- uðumst fjölskyldur. Vakin og sofin yfír velferð okkar, og bærust ein- hverjir erfiðleikar í tal varst þú fljót að sannfæra okkur um hversu lánsöm við værum í raun að eiga hvert annað. Þannig varstu. Það fóru allir ánægðir frá ömmu. Elsku pabbi, Eysteinn og Inga, okkur er það huggun að eiga sam- an minningu um yndislega móður og ömmu. Þórey Birna, Einar, Margrét og Ásgeir. Margs er að minnast þegar kona í hárri elli er kvödd. Magga var hún alltaf kölluð og var elst 13 systkina frá Reykjum. Það var ávallt glatt á hjalla þegr þau Magga og Einar komu í heimsókn. Magga hafði sérstakt lag á að koma okkur börnunum til við sig jafnt við að raka með hrífu eða í „síðastaleik". Við munum vel þeg- ar við fengum þær systurnar í elt- ingaleik úti á túni, því þær voru alltaf í kjól, og okkur fannst þær flinkar að hlaupa í kjólnum og hlógu mikið af þessu öllu. Magga átti alltaf vissan sess í hugum bræðra sinna á Reykjum. Á námsárum okkar systkinanna í Reykjavík vorum við alltaf vel- komin í Eskihlíðina á heimili þeirra hjóna, sem var vinnustaður Möggu og bar merki um myndar- legt handbragð hannyrðakonu. Þá settist hún niður með manni, spurði frétta úr sveitinni, og hjálp- aði okkur að leysa ýmis vandamál. Þetta voru oft notalegar og upp- byggjandi stundir. Hún gaf okkur gjarnan mjólk og kökur og ef henni fannst maður ekki gera þeim verðug skil sagði hún: „Er þetta kannski vont?“ Hún vildi gjarnan fá fréttir úr skemmtanalífinu og spurði þá oft: „Á ekki að fara á eitthvert „stredderí" í kvöld?“ En nú seinni árin urðu dagarnir langir í sjónleysi og heyrnardeyfð. En stutt var í kímni og kátínu ef einhver kom til hennar. Við börn Silla og Bjarna vottum fjölskyldunni dýpstu samúð okkar og þér, elsku Magga, þökkum við allar góðar minningar og vinarhug sem þú sýndir okkur alla tíð. Systkinin Reykjum. MAGNEA KATRÍN ÞOR VARÐARDÓTTIR Það var fimmtudags- morguninn 17. desem- ber sl., sem mamma hringdi í mig og sagði mér að Kata væri dáin. Það var sem köld vatnsgusa fyrir mig að fá þær fréttir þó að ég vissi að það gæti brugðið til beggja vona. Það var samt erfitt að segja sex ára gamalli dóttur minni frá því að Kata amma væri dáin. Hún vissi samt að hún hefði verið veik og hafði einu sinni fylgt henni á spítalann. Sú stutta varð hugsi þegar ég færði henni fréttirnar, þagði í smástund en sagði svo: „Já, en mamma, nú er Kata amma orðin engill hjá Guði. Sálin hennar er þar en líkaminn fer ofan í jörðina.“ Fyrir henni var þetta einfalt og augljóst. Hún var líka hissa í jarðarförinni þegar full- orðna fólkið fór að gráta. Henni fannst það óþarfi því að Kata amma var ekki lengur lasin og var þar að auki komin til Guðs. Eg vissi líka að nú leið Kötu vel; hún þurfti ekki lengur að berjast til þess að ná and- anum. Nokki-um dögum síðar spurði dóttir mín samt: „Mamma, af hverju er Kata amma dáin?“ Það varð fátt um svör hjá mér. Þetta er ein af þeim spurningum, sem eríltt er að svara þannig að sex ára barn skilji. Kata var eitt af fórnarlömbum „hvíta dauðans" eins og berklarnir voru kallaðir. Henni var ungri kippt út úr lífinu, aðeins 22 ára gamalli, og hún þurfti að eyða mörgum ár- um á spítala. Á spítalanum kynntist hún afa, bónda úr A-Húnavatns- sýslu, sem hafði líka fengið berkla. Þau urðu ástfangin og ákváðu að eyða lífinu saman. Já, Kata var konan hans afa; kona sem ég var búin að þekkja allt mitt líf; kona, sem var, að því er mér fannst, órjúfanlegur hluti af lífí mínu og dóttur minnar. Kata amma, eins og dóttir mín kallaði hana, var eina langamman, sem hún þekkti. Henni fannst gaman að koma til Kötu ömmu, setjast á kollinn við eldhús- borðið og fá kók í stórt glas og meðlæti með. Það var alltaf eitthvað gott til hjá Kötu ömmu eins og hún sagði. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér alltaf gaman að koma til afa og Kötu á Hval- eyrarbrautina í Hafnarfirðinum. Við fórum stundum í Hafnarfjarð- arstrætó í heimsókn til þeirra, mamma, Steinar bróðir og ég. Þeg- ar til þeirra kom var það stóri skáp- urinn á langa ganginum, sem freist- aði lítilla putta. Hann var nefnilega fullur af alls kyns dóti, sem Þor- varður frændi hafði átt og við feng- um að leika okkur með. Eg leit upp til Þorvarðar frænda þegar ég var yngi-i. Hann var svo stór og svo átti hann líka kærustu, hana Gunnu, sem mér fannst svo sæt. Þegar við krakkarnir höfðum leikið okkur einhverja stund á ganginum brást það ekki að Kata kallaði á okkur til að við fengjum nú eitthvað í gogg- inn. Það var svo spennandi að fá kók og gotterí með. Eftir að ég eignaðist dóttur mína rifjaðist allt þetta upp fyrir mér þegar við fór- um í heimsókn til Kötu. Sagan end- urtók sig og enn var Kata hluti hennar þó að afi væri löngu dáinn. Sorgir og vonbrigði þessa lífs hafa án efa oft gengið nærri Kötu en ekki tókst þeim að vinna á lífs- gleði hennar. Kata var alltaf til staðar og mér fannst ég alltaf geta talað um allt við Kötu. Það er und- arleg tilhugsun að eiga eftir að fara framhjá blokkinni í Bogahlíðinni, þar sem afi og Kata bjuggu, án þess að líta inn og fá kaffisopa og spjalla. Við því er ekkert að gera; Kata er farin og við sem þekktum hana erum ríkari eftir. Það munar um liðsstyrk Kötu til allra góðra verka í hennar nýju heimkynnum. Guð blessi minningu Kötu. Soffía Anna Steinarsdóttir, Húsavík. + Magnea Katrín Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1923. Hún lést á Vífils- staðaspítala 17. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 28. desem- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.