Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Menningarárið 2000 hringt inn á gamlárskvöld Björk syngur með fjölþjóð- legum ung- mennakór BJÖRK Guðmundsdóttir hefur lýst sig reiðubúna til þess að syngja eigin tónlist með kór skipuðum ungmennum frá öll- um níu menningarborgum Evr- ópu árið 2000 næstkomandi gamlárskvöld. Viðburðurinn verður sýndur í beinni útsend- ingu hérlendis og erlendis. Stjórnandi kórsins verður Þorgerður Ingólfsdóttir og Atli Heimir Sveinsson tónskáld inun annast útsetningu tónlistar. Að sögn Þórunnar Sigurðar- dóttur, stjórnanda Reykjavík 2000, er þetta stærsta sam- starfsverkefni menningarborg- anna níu. „Framkvæmdastjóri menningarborga Evrópu, sem hefur aðsetur í Brussel, mun koma hingað til lands seinna í þessum mánuði og verða með okkur í því að undirbúa þetta verkefni, enda er umfangið gríðarmikið. Kórinn mun koma hingað tvisvar, fyrst í kringum gamlárskvöld og svo aftur síðla sumars árið 2000 þegar hann mun dvelja hér við æfingar áð- ur en hann heldur í tónleika- ferðalag til allra borganna níu.“ Sendiherrar borga sinna „Hugmyndin er sú að ungmenn- in verði eins konar sendiherrar sinna borga. Það má segja að það sé lán í óláni að mörg af fyrirhuguðum samstarfsverk- efnum borganna hafi lent í ýms- um hremmingum og jafnvel dottið upp fyrir og því beina þeir í Brussel augum mjög að þessu verkefni.“ Þórunn segir að enn eigi eftir að fá skriflegt samþykki frá öll- um sljórnendum hinna borg- anna fyrir þátttöku í verkefn- inu og að verið sé að vinna í því að skipuleggja hlut Bjarkar í viðburðinum á gamlárskvöld í samstarfi við umboðsmann hennar. -------------- Nítján árekstrar á átta tímum NÍTJÁN árekstrar urðu í Reykja- vík frá klukkan 7 til 15 í gær. Að sögn lögreglu urðu ekki teljandi slys á fólki en eignatjón varð veru- legt. Mikil hálka var í höfuðborginni í gær eftir snjókomu aðfaranótt fimmtudags og frost í gær. Spáð er norðanátt næstu daga með harðn- andi frosti. FRÉTTIR Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanrfkisráðherra í Danmörku Ráðherra kynnt danskt hugvit og þekking Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristian Linnemann FORSETI danska þjóðþingsins, Ivar Hansen, tók á móti Halldóri Ásgrímssyni í þinghúsinu. HUGVIT, vísindi og þekking var á dagskrá á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Halldórs Asgrímssonar og Sigurjónu Sigurðardóttur konu hans í Danmörku í gær, auk heim- sóknar í danska Þjóðþingið. Skoðuð voru mannvirki á Kastrup og við Eyrarsund og Carlsberg-verksmiðj- an heimsótt. Nýja álman á Kastrup var skoð- uð, bæði verslunar- og stjórnsvæði hennar og síðan haldið að fram- kvæmdunum við Eyrarsund, þar sem Soren Langvad verkfræðingur var einn af þeim sem tóku á móti utanríkisráðherrahjónunum og fóruneyti þeirra. Þrátt fyrir brælu á miðunum var siglt út að tilbúnu eyjunni í Eyrarsundi, þar sem jarðgöngin frá Kastrup koma upp og sjálf Eyrarsundsbrúin mun taka við. Farið var yfir sjálfar fram- kvæmdirnar, en einnig hverja þýð- ingu þær gætu átt eftir að hafa á mannlíf og efnahagslíf svæðisins. I Carlsberg-samsteypunni var bæði kynnt saga fyrirtækisins, sá stuðningur sem fýrirtækið veitir menningu og listum og starfsemi þessa alþjóðlega fyrirtækis, sem ekki lítur aðeins á sig sem ölgerð, heldur hugvitsfyrirtæki. í móttöku í þinghúsinu síðar um daginn tók Iv- ar Hansen, þingforseti og þingmað- ur Venstre, systurflokks utanríkis- ráðherra, á móti Halldóri. Þar hitti hann auk þess ýmsa aðra leiðtoga þingsins. Hittir Danadrottningu í dag I gærkvöldi sátu hjónin svo kvöldverð dönsku utanríksráð- herrahjónanna. í dag hefst dag- skráin með heimsókn Halldórs til Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar, en síðan mun hann heim- sækja danska Ríkislistasafnið, eiga viðræður við Niels Helveg Peter- sen, starfsbróður sinn, hitta blaða- menn og aðila sem eiga viðskipti við ísland í móttöku í íslenska sendi- ráðinu. Á morgun heimsækir utan- ríkisráðherra verslanir sem selja ís- lenskar vörur. Flutningabifreið rann stjórnlaus á hús að Staðarfelli í Dölum Glerbrotum rigndi yfir heimilisfólk Mjólkurflutningabifreið frá Mjólk- ursamsölunni rann niður brekku hjá meðferðarheimili SÁA að Stað- arfelli í Dölum í gærmorgun og hafnaði á einu húsanna á bænum með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu og glerbrotum rigndi inn í stofu þar sem fólk var samankomið. Að sögn lögreglunnar í Búðardal hafði kastað snjóéli á svellrunna vegi og var því mjög hált í gær. Bifreiðin var að flytja mjólkurvörur að bænum og var efst í bröttum af- leggjara þegar bílstjóri hennar komst ekki lengra, heldm- spólaði í brekkunni. Hemlai’ héldu ekki og fór bíllinn að renna aftur á bak. Vegna örlítils hliðarhalla rann flutn- ingabíllinn rólega út af afleggjaran- um, niður brekku, sem er í stöllum, og rak afturendann í húsvegg. Sagði lögreglan að höggið hefði ekki verið mikið. ÁJklæðning á bílnum hefði krumpast og bifreiðin rekist í þrjá litla glugga undir þak- brún þannig að glerbrot féllu inn í stofuna. Fram kom að bam hefði verið í stofunni, en glerið fallið beint niður og barnið verið það langt frá glugganum að það sakaði ekki. Erfiðlega gekk að draga bílinn frá húsinu vegna hálkunnar. Fenginn var veghefill og þegar keðjum hafði verið komið á öll hjól flutningabílsins tókst eftir nokkr- ar atrennur að koma honum aftur upp sömu leið og hann rann niður. Magnús Lárusson, forstöðumað- ur á Staðarfelli, sagði að fjölskyld- an hefði verið að borða morgunmat í stofunni sem er sambyggð eld- húsinu þegar bíllinn skall á veggn- um. „Það er u.þ.b. fjögurra metra lofthæð þar sem bfllinn rakst á vegginn og tankurinn gægðist inn um glugga upp undir rjáfri. Okkur brá mikið. Maður veit alltaf af þessum möguleika. Eg heyrði bfl- inn fara framhjá húsinu. Skömmu seinna lenti hann á veggnum og ég vissi strax hvað var að gerast. Það hefur stundum munað litlu að bflar færu þama niður,“ sagði Magnús. Hann sagði að það hefði rignt inn glerbrotum og líklega hefði veggurinn látið undan hefði hrað- inn verið meiri á bílnum. Hæstiréttur um ákvörðun viðurlaga af hálfu lögregluyfírvalda Heimilt að vinna eftir stöðluðum skrám SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær er eðli- legt að lögregluyfirvöld vinni sam- kvæmt föstum og stöðluðum skrám við ákvörðun viðurlaga vegna um- ferðarlagabrota eins og þeim sem fram koma í umdeildri reglugerð nr. 280/1998 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðar- lögum. Dómstólar séu hins vegar ekki bundnir við slíkar skrár. Mál þetta var áberandi í fjölmiðl- um í fyrrasumar, enda hið fyrsta af nokkrum sem kærð voru til dóm- stóla. í málinu var Fjölnir Þor- geirsson ákærður fyrir umferðar- lagabrot með því að hafa ekið á 64 km hraða á klst. á mótum Njarðar- götu og Hringbrautar í Reykjavík þar sem leyfður hámarkshraði var 30 km á klst. Staðfesti Hæstiréttur ákvörðun héraðsdóms um sakfell- ingu, þó að teknu tilliti til vikmarka við radarmælingar, sem næmu 3 km hraða á klst. Hvað snertir gildi reglugerðar nr. 280/1998 sagði Hæstiréttur eðlilegt að lögregluyf- irvöld ynnu samkvæmt föstum og stöðluðum skrám, s.s. þeim sem þar kæmu fram, við ákvörðun við- urlaga vegna umferðarlagabrota til að gæta samræmis og jafnræðis við ákvarðanir sínar. Hins vegar leiddi af 2. gr. stjómarskrárinnar að dómstólar yrðu ekki bundnir við þannig skrár og bæri þeim að meta viðurlög sjálfstætt á grundvelli um- ferðarlaga og mætti þá m.a. líta til ákvarðana lögregluyfirvalda á þessu sviði. Vítaverður akstur að mati dómsins í dómnum segir að ákærði hafi ekið á ríflega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðai’hverfi, þar sem götur voru þröngar, gatnamót varhugaverð og leikskóli barna í nánd. Þótti akstur þessi mjög víta- verður en það er skilyrði ökuleyfis- sviptingar samkvæmt 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga. Því var hafnað sem ákærði hélt fram að dómvenja stæði til þess að svipting ökuréttar kæmi aldrei til fyir en ökuhraði færi meira en 50 km fram úr leyfð- um hámarkshraða. Var ákvörðun héraðsdóms um sviptingu ökurétt- ar í einn mánuð og greiðslu 25.000 kr. sektar staðfest. Málið fluttu Bogi Nilsson ríkis- saksóknari af hálfu ákæruvaldsins og Tómas Jónsson hrl. íyrir hönd ákærða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.