Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frávisunarkrafa ríkislögmanns í máli Sigurðar Gizurarsonar Engar forsendur fyrir framhaldi skaðabótamáls Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Gizurarson, fyrrverandi sýslumaður á Akranesi og hæstaréttarlögmaður, flytur mál sitt sjálfur í Héraðsdómi Reykjavíkur og segir að verði skaðabótamáli hans vísað frá eins og ríkislögmaður krefst verði ráðherrum opnuð leið til að brjóta stjórnarskrá lýðveldisins. Dómari er Hjörtur O. Aðalsteinsson, sem kveð- ur upp úrskurð sinn 1. febrúar. RÍKISLÖGMAÐUR, Jón G. Tóm- asson, og Sigurður Gizurarson, fyi-rverandi sýslumaður á Akra- nesi, tókust á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar ríkislög- maður ílutti kröfu um frávísun skaðabótamáls Sigurðar á hendur ríkinu fyrir að flytja sig úr embætti sýslumanns á Akranesi til Hólma- víkur síðastliðið sumar. Ríkislög- maður hafði sýknu ríkisins til vara. Frávísunarkröfuna byggði ríkis- lögmaður m.a. á því, að úrskurður dómsins skipti ekki máli fyrir stöðu Sigurðar þar sem hann hefði ekki lengur lögvarinna hagsmuna að gæta þar sem hann hefði valið lausn frá störfum í stað þess að hlíta ákvörðun ráðuneytisins og flytjast til Hólmavíkur. Sagði hann að enginn skynsamlegur tilgangur væri í því að halda málinu fram af hálfu Sigurðar þar sem úrskurður- inn myndi ekki hafa raunhæft gildi fyrir réttarstöðu hans, enda væri sú forsenda skilyrði fyrir úrskurði dómstóla. Gagnrýndi hann einnig framsetningu málsins af hálfu Sig- urðar og sagði að í stefnu hans væri ekki minnst á atburði sem gerðust á 25 daga tímabili, frá því þegar ráðherra tilkynnti Sigurði flutninginn til þess þegar skaða- bótamál hans var þingfest. Hafði þá m.a. komið fram að Sigurður hefði að eigin ósk valið lausn frá störfum með ríflegar eftirlauna- greiðslur og þar með hefði ríkið fallið frá ákvörðun sinni um flutn- ing hans til Hólmavíkur. Teldist framsetning Sigurðar ekki í sam- ræmi við einkamálalög þar sem kveðið er á um skýrleika svo sam- hengi verði ljóst. Þá væri sjö millj- óna króna bótakrafa Sigurðar órökstudd í stefnu hans og hvergi væru viðhlítandi rök fyrir staðhæf- ingum um miska er hann varð fyrir . vegna ákvörðunar ríkisins. Ólögleg ákvörðun dómsmálaráðherra Sigurður svaraði fyrir sig og sagði að hann hefði verið skipaður sýslumaður með skipunarbréfi frá forseta Islands og forseti þyiíti að undirrita ákvörðun ráðherra um flutning hans til Hólmavíkur. Það hefði hann ekki gert og því hefði dómsmálaráðherra brotið 18. og 19. grein stjómarskrárinnar með ákvörðun sinni. Sagði hann að mál- ið varðaði ekki bara einn lítinn sýslumann heldur grundvallaratriði stjómarskrárinnar. Vitnaði hann til danska lögfæðingsins Pauls Ander- sens, sem sagði að flutningur emb- ættismanns til í embætti með þeim hætti sem hér hefði verið fram- kvæmdur jafngilti brottvikningu. Sagði Sigurður að ef dómurinn féllist á frávísunarkröfu ríkislög- manns hefði ráðherram verið opn- uð leið til að brjóta stjórnarskrá lýðveldisins. Um þann þátt er varð- aði ákvörðun sína að fara á eftir- laun í stað þess að una ákvörðun ráðherra og fara til Hólmavíkur sagði Sigurður að sá kostur hefði valdið sér stórfelldu tjóni, sem og tveir aðrir nauðungarkostir, sem honum stóðu til boða í stöðunni. Sýslumannslaun Sigurðar á Akranesi vora 450-500 þúsund krónur á mánuði en eftirlauna- greiðslur sem hann fær nú era 180 þúsund krónur á mánuði. Dómari er Hjörtur 0. Aðalsteins- son og mun úrskurður hans um hvort málinu verður vísað frá eða dómtekið verða kveðinn upp 1. febrúar. Húsnæði Gjald- heimtunnar selt Eimskip hef- ur lýst áhuga á húsinu HÚSNÆÐI Gjaldheimtunnar í Reykjavík við Tryggvagötu verður auglýst til sölu næsta haust en hús- næðið er í eigu ríkissjóðs. Að sögn Þórhalls Arasonar, skrifstofustjóra í fjánnálaráðuneytinu, hefur Eim- skipafélag Islands hf. sýnt áhuga á húsnæðinu sem er við hhð Eim- skips. Gjaldheimtan var lögð niður í lok ársins 1997 og tók embætti Toll- stjórans í Reykjavík þá við þeirri innheimtu sem Gjaldheimtan hafði annast. Hluti af þeirri starfsemi er þar enn. Einnig er þar afgreiðsla Ti-yggingastofnunar ríkisins á meðan breytingar fara fram á hús- næði hennar. Að sögn Þórhalls er gert ráð fyr- ir að húsnæði verði rýmt í Tollhús- inu með haustinu og flyst þá inn- heimtustarfsemin sem nú er í gjaldheimtuhúsinu þangað. Þá verður húsið væntanlega auglýst til sölu á almennum markaði. --------------- Prófkjör Samfylkingar á Reykjanesi Magnús Jón í framboð MAGNÚS Jón Árnason, fyrrver- andi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hef- ur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi. Hann segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, að hann stefni á eitt af efstu sætunum. Magnús Jón hef- ur tekið virkan þátt í að leiða fé- lagshyggjuflokkana saman í eitt framboð. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu rennur út í dag. Próf- kjörið fer fram fyrstu helgina í febrúar. Athugasemd vegna próf- kjörsgreina í GREINUM um prófkjör Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra og Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi sem birtust í Morgunblaðinu í gær og fyrra- dag er sagt frá afstöðu manna til einstakra frambjóðenda á þann hátt sem ég undirritaður blaðamaður get ekki staðið við. Annars vegar er um að ræða fullyrðingu um að Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri og fleiri á skrifstofum kaupfélagsins séu stuðnings- menn Ama Gunnarssonar. Þórólfur hefur gert athuga- semd við þessi ummæli eins og fram kom í blaðinu í gær. Hins vegar er um að ræða eftirfarandi orð í grein um prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi: „Forystumenn flokksins í kjördæminu skipt- ast á milli þeirra [Ambjargar og Alberts] en þó virðist meiri- hluti formanna sjálfstæðisfé- laganna hallast að stuðningi við Albert Eymundsson." Því miður hafa heimildir mínar ekki reynst nægilega traustar og ég biðst velvirð- ingar á því að hafa skrifað um afstöðu manna með þessum hætti í umræddum greinum. Helgi Bjarnason Athugasemdir dansks farþega við flugferð Svör Flugmálastjórnar og Flugleiða stangast á Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÁSTÆÐAN fyrir því að ég skrifaði bréf til Flugleiða og Flugmálastjórnar og óskaði skýr- inga var að mér fannst atburðurinn í umræddri flugferð langt handan við það sem eðlilegt getur talist í annars alveg eðlilegu farþegaflugi, þó ég geri mér líka grein fyrir að það er erfitt að skýra nákvæmlega frá því sem gerðist," segir Joachim Lahav verkefnisstjóri. „Ég hef aldrei áður lent í neinu þessu líku og heldur aldrei áður gert fyrir- spum af þessu tagi.“ I Morgunblaðinu á miðvikudag var skýrt frá því að hann hefði gert athugasemdir við flugferð með Flugleiðum 28. september. I svari við fyrir- spurnum blaðsins segir Jens Bjamason, flug- rekstrarstjóri Flugleiða, að flugstjórinn í um- ræddu flugi hafi skömmu síðar farið í sjúkraleyfi, sem ekki tengist fluginu. Af bréfi sem Lahav fékk frá Flugmálastjórn virðist hins vegar sem tengsl séu milli atviksins og þess að umræddur flugstjóri hafi ekki flogið síðan. Fyrirspurn sína sendi Lahav bæði Flugleiðum og Flugmála- stjórn, en hefur aðeins fengið svar frá Flugmála- stjórn. Langt handan við eðlilegt útsýnisflug í bréfi 1. október til Flugleiða og Flugmála- stjórnar segir Lahav að flugstjórinn hafi um kl. 12.35 tilkynnt að eftir fimm mínútur yrði flogið yfir Reykjavík og síðan lent í Keflavík. „Nokkram mínútum síðar, meðan flogið var yfir Reykjavík, og án viðvöranar tók flugstjórinn ki-appa hægri beygju, um leið og hann lækkaði flugið og augnabliki síðar tók hann krappa vinstri beygju, sem stóð lengi yfir, meðan vélin lækkaði flugið ört. Við flugum yfir Reykjavíkurflugvöll og áfram yfir sjóinn, alltaf á leiðinni niður og í krappri vinstri beygju. Flugvélin var komin mjög nálægt yfírborði sjávar. Flugstjórinn tók þá stefnuna upp á við í viðeigandi hæð, lækkaði síð- an flugið og lenti í Keflavík." Lahav lýsir því síð- an að andrúmsloftið í flugvélinni hafi verið þrungið spennu og margir farþegar mjög hrædd- ir. „Við hliðina á mér sat kona, sem þrýsti að sér barni sínu og spurði ákaft hvað væri um að vera. Sjálfum var mér mjög brugðið og sama var með fleiri," segir Lahav í samtali við Morgunblaðið. Flugmaðurinn gaf að sögn Lahavs enga skýringu á atvikinu í hátalarann. Eftfr lendingu safnaðist hópur farþega fyrir í ílugstöðinni til að spyrjast fyrir um hvað gerst hefði og að því spurði Lahav flugstjórann. „Við fengum skyndilega beiðni um myndatöku frá jörðu,“ svaraði flugmaðurinn eftir því sem Lahav man best. Flugstjórinn var að sögn Lahavs brosandi, glaður og ánægður og bar þess engin merki að neitt hefði komið fyrir. Vildi vita hvernig flugmaðurinn upplifði atburðinn Um mánuði eftir fyrirspurn sína fékk Lahav svar frá Flugmálastjórn um að málið væri í at- hugun. Það tæki tíma því einn þeirra er viðriðinn væri málið væri í leyfi, en ekki var sagt að það væri flugstjórinn. Eftir að hafa ítrekað fyrir- spurn sína fékk hann svo svar 21. desember frá Flugmálastjórn, þar sem sein svör eru afsökuð. Einnig segir: „Hér með tilkynnist að flugmaður í flugi FI 213 frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur 28. september 1998 var leystur undan allri flug- skyldu eftir það flug og hefur ekki verið við störf síðan. Athugun á áðurnefndu flugi stendur enn yfir.“ Af svarinu virðist sem samband sé milli áður- nefnds atviks og þess að flugmaðurinn hafi ekki verið við störf síðan, en í samtali við Morgunblað- ið sagði Jens Bjarnason flugstjórann hafa farið í sjúkraleyfi skömmu eftir atburðinn, en það tengdist ekki umræddu fiugi. Lahav hefur enn ekki fengið formlegt svar um að rannsókn væri lokið og frá Flugleiðum hefur hann aldrei heyrt. „Mér skilst á frétt í Morgunblaðinu að hvorki starfsmaður Flugleiða né Flugmálastjómar hafi neitt við atvikið að athuga," segir Lahav, sem tekur undir að vissulega geti útsýnisflug verið ánægjulegt sé allt með felldu. „Ég hafði ekki á tilfinningunni að flugvélin væri undir fullri stjórn þessar mínútur yfir Reykjavík, en treysti þó orð- um Flugleiða og Flugmálastjórnar um að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað. Vel má vera að engar reglur hafi verið brotnar, en kjarni málsins er að ekki má fljúga þannig að farþegum finnist þeir vera í hættu. Það er hægt að gera margt rangt áður en kemur að hættumörkum, en ég vildi gjarnan vita hvernig flugmaður vélarinnar sér atburðinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.