Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjármálaráðherra kynnir batnandi stöðu ríkissjóðs og áætlun um lánamál 1999 Stefnt að lækkun skulda ríkisins um 21 milljarð STEFNT er að því að lækka skuldir ríkissjóðs á árinu 1999 um 21 millj- arð króna. Fyrirhugaðar afborganir af lánum ríkissjóðs á innlendum lánamarkaði á árinu eru um 16 milljarðar króna umfram lántökur og jafnframt er stefnt að því að lækka erlendar skuldir um fímm milljarða króna á árinu. Geir H. Haai'de fjármálaráðherra segir að þessi þróun hafi í för með j-isér að þrýstingur ríkissjóðs á vaxta- - stig á innlenda lánsfjármarkaðinum fari stöðugt minnkandi og tilhneig- ingin eigi því að vera sú að vextir muni iækka. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem fjármála- ráðherra hélt í gær. Fyrr um dag- inn boðaði fjármálaráðherra full- trúa fjármálafyrirtækja á sinn fund þar sem hann kynnti þeim stöðu ríkissjóðs og áform um lántökur og afborganir lána á þessu ári. Vextir lækka um 3 milljarða Bætt afkoma ríkissjóðs og lækk- un skulda hefur í fór með sér mikla lækkun vaxtaútgjalda ríkisins og er nú áætlað að gjaldfærðir vextir rík- isins verði þremur milljörðum króna lægri á árinu 1999 en þeir voru á síðasta ári, þegar þeir voru tæplega 16 milljarðar króna. Fjár- málaráðherra sagði að markflokka- kerfið í verðbréfaútgáfu ríkissjóðs yrði áfram hornsteinn innlendrar lántöku ríkisins. Fyrirhugað er að fækka markflokkunum og styrkja þá sem eftir verða til að stuðla að virkari og betri markaði fyrir ríkis- bréf. Þá er stefnt að því að selja rík- isbréf og spariskírteini fyrir allt að sex milljarða króna á þessu ári. Greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins Ákveðið hefur verið það nýmæli að ríkissjóður borgi nú í fyrsta sinn inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins (LSR) til að minnka eldri lífeyr- isskuldbindingar sjóðsins. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um hversu há sú fjárhæð verður sem greiða á inn í sjóðinn á þessu ári en að sögn ráðherra gæti hún orðið á bilinu einn til tveir milljarðar. Þá verður gerð sú tilraun 27. janúai' nk. að innleysa ákveðinn flokk spariskírteina með útboðs- formi, þar sem ríkið mun bjóðast til að kaupa bréfin á sem hagstæðust- um kjörum í útboði. ■ Vextir ættu/10 Bilun í 20.000 síma- númerum BILUN varð í miðbæjarstöð Landssímans í gær laust eftir kl. 18.30 sem olli því að yfir 20.000 símanúmer í mið- og vesturbænum í Reykjavík urðu óvirk í um hálfa klukku- stund. Olafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsingamála hjá Landssíma fslands hf., segir að bilunina megi rekja til hugbúnaðarvillu í búnaði stöðvarinnar. Stöðin var endurræst og var komin í lag kl. 19.04. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað orsakaði hugbúnaðarvilluna en sérfræðingar eru staddir hér á landi frá framleiðandan- um, LM Ericsson, til að skoða það. Blíða eystra MEÐAN óveður geisaði á vestan- --s'erðu landinu á þriðjudag var einmuna veðurblíða á Austur- landi. Sólin skein líkt og vor væri í lofti þótt snjór væri í fjöllunum og frost við fjöruna þar sem þessar álftir sátu í Lónsfirði. Landssíminn innheimti ekki gjöld fyrir Tal ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- ■BOg póstmála hefur fellt úr gUdi bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar um að Landssíman- um beri að innheimta gjöld fyrir millilandasímstöð Tals hf. Telur úr- skurðamefndin að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi ekki tilgreint lagaleg rök fyrir úrskurðinum. Úrskurðamefndin bendir á að í forsendum Póst- og fjarskiptastofn- unar liggi ekki fyrir mat á hugsan- legu tjóni sem Tal hefði af því að beðið væri endanlegrar efn- isákvörðunar. Þá segir að ekki sé að finna í ákvörðuninni upplýsingar um hvort Tal hefði ekki sjálft getað ann- ast innheimtu fyrir millilandasímtöl. Olafur Þ. Stephensen, talsmaður / —Jí.andssímans, segir að úrskurðar- nefnd hafí tekið undir öll sjónarmið Landssímans. „Niðurstaðan stað- festir að vinnubrögðum Póst- og fjarskiptastofnunar hafi verið áfátt og ekki verið lagaheimild fyrir úr- skurðinum, sem hafi verið íþyngj- andi fyrir Landssímann." Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals, segir ákvörðunina ganga gegn hagsmunum neytenda. „Með úr- skurðinum er því slegið á frest að símnotendur hér á landi geti hringt til útlanda á 20% lægra verði en ■■Landssíminn býður. Með þessu sýn- ir Landssíminn stofnuninni lítils- virðingu,“ sagði Amþór. Gústav Arnar, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, lýsir í samtali við Morgunblaðið vonbrigðum sín- um með úrskurðinn og segir að áfram verði unnið að málinu og _reynt verði að sætta deiluaðila. ■ Póst- og ljarskiptastofnun /22 Morgunblaðið/RAX Bætur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hækka vegna aðlögunarsamninga Greiðslur LSR hækkuðu um 800 milljónir ÚTGJÖLD Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hækkuðu um 800 milljónir króna á síðasta ári saman- borið við fyrra ár eða úr 3,7 milljörð- um krópa árið 1997 í 4,5 milljarða króna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til hækkunar á dagvinnulaun- um ríkisstarfsmanna vegna gerðar svokallaðra aðlögunarsamninga á síðasta ári þar sem lífeyrisgreiðslur til ríkisstarfsmanna taka mið af launum eftirmanns, en einnig að nokkm leyti til fjölgunar lífeyris- þega um 7% milli ára. Fleiri starfsstéttir en ríkisstarfs- menn borga til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Lætur nærri að um helmingur greiðandi sjóðfélaga nú sé ríkisstarfsmenn, en hlutfall þeirra var hærra áður og telur Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, að nærri láti að 70-75% lífeyrisþega sjóðsins séu fyrrverandi ríkisstarfsmenn. Þeim fjölgaði um rúmlega 400 á síðasta ári og voru rúmlega 6.500 talsins í desembermánuði síðastliðnum. 140 milljarða skuldbinding Samkvæmt síðustu trygginga- fræðilegu úttekt sem gerð var á sjóðnum vegna ársins 1997 námu skuldbindingar hans þá um 140 milljörðum króna. Haukur sagði að ný tryggingafræðileg úttekt yrði gerð í tengslum við gerð ársreikn- ings hans vegna síðasta árs og mætti búast við að hún lægi fyrir á vormánuðum. Hann sagði að ljóst væri að skuldbindingarnar hefðu aukist verulega vegna þeirra hækkana sem orðið hefðu á dagvinnulaunum ríkisstarfsmanna. Haukur sagði að útgjöld lífeyris- sjóðsins hefðu aukist jafnt og þétt allt síðasta ár. Unnið hefði verið að því að reikna út lífeyri lífeyrisþega í samræmi við breyttar forsendur allt árið og þótt búið væri að fara yfir flestar ríkisstofnanir væru ennþá einhverjar eftir, þannig að búast mætti við að einhver hækkun ætti enn eftir að koma fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.