Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 V araformaður • • Ory rkj abandalagsins beðinn um skýringar Grettir Hundalíf Ferdinand Frá Kristjáni Benediktssyni: í JÓLAHROTUNNI á Alþingi varð að lögum frumvarp um breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar m.a. að því er varðar elli- og örorkulífeyri. Skömmu áður hafði heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, efnt til blaðamanna- fundar þar sem hún gerði grein fyrir efni frumvarpsins. Kom þar m.a. fram í máli hennar að draga ætti verulega úr skerðingarákvæð- um vegna tekna maka. I þessum stutta pistli verður ekki fjallað um inntak þessara breytinga, þar er vissulega margt til bóta þótt meira hefði sjálfsagt mátt gera. Hins vegar vil ég víkja að viðtali sem Sjónvarpið átti við varaformann Öryrkjabandalagsins, Garðar Sverr- isson, eftir umræddan blaðamanna- fund og valdið hefur mér nokkurri umhugsun síðustu daga. Þar fullyrti hann með nokkrum þjósti að ráð- herrann hefði svikið loforð um að af- nema skerðinguna með öllu nú þeg- ar. Þessi yfirlýsing kom mér vissu- lega á óvart þar sem ég hafði oftar en einu sinni heyrt ráðhen-ann greina frá því í fjölmiðlum fyrr í vet- ur að ætlunin væri að stíga verulegt skref til að draga úr skerðingará- kvæðum þeim sem væru í núgild- andi lögum og hefðu verið þar lengi. Nú held ég að engum blandist hugur um að með nýju lögunum var stigið verulegt skref til að af- nema hjá öryrkjum skerðingu vegna tekna maka. Að því leyti er afgreiðsla þessa máls í samræmi við það sem ráðherrann hefur sagt opinberlega áður. Hvað varafor- maðurinn hefur fyrir sér um svik veit ég að sjálfsögðu ekki en vildi gjarnan vita. Það hefur til þessa þótt dálítið svæsið að kalla ein- hvern svikara ekki síst þegar slíku er varpað út á öldur ljósvakans til landsmanna. Það er því ekkert óeðlilegt þótt þess sé farið á leit að sá sem viðhefur slíkt orðbragð finni orðum sínum stað eða dragi orð sín til baka ella. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur að mínum dómi verið fremur spör á yfirlýsingar og loforð á opinberum vettvangi en kappkostað að standa við það sem hún hefui- sagt. Ég held líka að hún sé þeirrar gerðar að standa við það sem hún lofar. Mér yrðu það því mikil vonbrigði ef annað kæmi í ljós. Til þeirra sem taka að sér for- ystu fyrir almannasamtök og tjá sig í nafni þeirra verður að gera þá kröfu að þeir gæti hófs í málflutn- ingi og finni orðum sínum stað. Því væri mér þökk í því ef varaformað- ur Öyrkjabandalagsins gi-eindi frá því opinberlega hvar og hvenær heUbrigðisráðherra gaf það loforð sem hann segir að nú hafi verið svikið. KRISTJÁN BENEDIKTSSON, Eikjuvogi 4, Reykjavík. Fiskveiðistj órnun Frá Hrólfí S. Gunnarssyni: NÚ ER verið að þrefa og þrátta um veiðar smábáta. Sitt sýnist hverjum og engin er fundin lausnin og verð- ur ekki fundin með svokallaða kvótagrýlu í kollinum. I mínum huga er aðeins ein lausn á þessum vanda, hún er sú að veiðar dagróðr- arbáta, sem veiða með línu eða handfærum, svokallaðra ki-ókabáta, verði gefnar frjálsar. Með þeim reglum að hver bátur megi aðeins veiða með einni handfærarúllu fyrir hvern einn mann sem á bátnum er. Á línuveiðum á bátum sem koma daglega að landi til löndunar má að- eins hafa í línulengd tvö þúsund króka fyrir hvern einn mann sem í skiprúmi er á sjó. Það þýðir að tveir menn megi róa með fjögur þúsund króka í línulengd og þrír með sex þúsund og þá fjórir átta þúsund og þá fimm með tíu þúsund króka. Með þessu útgerðarmynstri er ég hand- viss um að þótt allir þeir Islending- ar, sem á sjó nenna og hafa vilja til að veiða fisk, geti róið næstu tiu ald- ir með króka, án þess að nokkur merkjanlegur samdráttur verði sjá- anlegur í þorskstofninum. Línuveiðar eru vistvænar. Þær eyðileggja ekki sjávargróður. Með þeim veiðist aðeins fiskur sem næst helst ekki í önnur veiðarfæri, t.d. keila, langa, skata, steinbítur, hlíri, svo eittvað sé nefnt, og síðast en ekki síst svangur þorskur, sem er einn af mestu ránfískum sjávar. Þorskurinn étur allt sem fyrir hon- um verður sé hann með tóman maga, svo sem humar, rækju, síld, loðnu, nánast allar tegundir af seið- um, jafnvel eigin afkvæmi ef svo ber undir. Ég hef séð flatningshníf í maga þorsks, svo ýmislegt lætur hann ofan í sig. Krókabátar henda engum fiski fái þeir frelsi til veiða. En smábátar í kvótakerfi henda tveimur af hverj- um þremur fiskum sem inn í bátinn koma séu þeir að veiða með netum. Ég myndi gjarnan vilja sjá fimmtán hundruð báta gerða út til veiða með krókum, en því miður held ég að illa gengi manna þann flota, þegar stór hluti þjóðarinnar er sestur við að gambla með bréf í útgerðarfyrirtækjum. Þegar ég settist við spilaborð og spilaði uppá peninga og græddi fé varð einhver við borðið að tapa því fé græddist. Það gilda víst önnur lög- mál á verðbréfamörkuðunum eða er ekki svo? HRÓLFUR S. GUNNARSSON, skipstjóri. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.