Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 62
»*>2 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ FOLK I FRETTUM BYRJA A ÞVIAÐ KAUPA MÉR NÆRFÖT ULRICH Thomsen nývaknaður við morgunverðarborðið. G HELD að vinsældir Veislunnar séu ekki Dogma-reglunum að þakka heldur megi fyrst og fremst rekja þær til góðs hand- rits, leikstjórnar og frambærilegs leiks,“ segir Thomsen. „Eg kann ekki við að segja að leikurinn hafí verið meira en frambærilegur," bætir hann við af hógværð og bros- ir. Thomsen situr í morgunverðar- sal Hótels Skjaldbreiðar á hvítum nærbol og er nývaknaður. Á borð- inu er diskur með tveimur ristuðum brauðsneiðum, eggi og malakoffí. Þar er líka hálffullt mjólkurglas. Þegar ljósmyndarinn segir við Thomsen að hann ætli að bíða með að mynda hann þangað til hann er búinn með morgunverðinn segir Thomsen honum að gjöra svo vel að taka mynd. „Er það ekki í anda Dogma-reglnanna?“ bætir hann við og kímir. Leikstjóri leikaranna Veislan fjallar um fjölskylduföður- inn Helge Klingenfeldt sem býður fjölskyldu sinni og vinum í stór- veislu vegna sextugsafmælis síns. Þangað mætir sonur hans Christi- an, sem leikinn er af Thomsen, og er hann með ræðu um fóður sinn í farteskinu þar sem ýmislegt óvænt á eftir að koma upp á yfirborðið. Veislan er ekki fyrsta mynd sem Thomsen gerir með leikstjóranum unga, Thomas Vinterberg. Hann lék í sjónvarpsmynd Vinterbergs, Góð ágiskun, árið 1993 og annað að- alhlutverkið í fyrstu bíómynd Vinterbergs, Hetjumar miklu, árið 1996. Fyrir þá rullu fékk hann verðlaun dönsku kvikmyndaaka- demíunnar fyrir besta leik í aðal- hlutverki. „Það er frábært að vinna með Vinterberg,“ segir Thomsen. „Hlut- verkið er skrifað með mig í huga og hlutverk vonda bróðurins með Thomas Bo Larsen í huga. Þegar Vinterberg skrifar handrit er hann yfirleitt kunnugur þeim leikurum sem hann ætlar að vinna myndina -»tneð. Ástæðan fyrir því að við erum í myndinni er sú að honum líkar að EIÐUR einfaldleikans hefur verið undirritaður af íjórum dönskum leikstjórum og verða tvær af myndunum fjórum, sem fylgja eiga hinum svokölluðu Dogma-reglum, sýndar á Kvik- myndahátíð í Reykjavík. Eru það Veislan eftir Vinterberg og Fávitarnir eftir von Trier. Myndir hinna leikstjóranna verða frumsýndar erlendis síðar á þessu ári. Reglurnar skapa fastmótaða ■iimgjörð um myndirnar þar sem kveðið er á um að ekki megi fela neitt fyrir áhorfendum eða beita þá biekkingum. Hér á eftir fer sáttmálinn sem leikstjórarn- ir skrifuðu undir: „Ég heiti að gangast undir eftir- farandi reglur sem samdar eru og staðfestar af Dogma ‘95: 1. Tökur verða að fara fram á sögustað. Ekki má búa til leik- muni eða leikmynd (ef tiltekinn leikmunur er ómissandi fyrir söguna verður að selja upp fcögusviðið þar sem leikmuninn er að finna). 2. Hljóð má aldrei búa til nema það verði til á sögusviðinu. (Ekki má nota tónlist nema hún sé leikin þar sem tökur fara fram. 3. Upptökuvélin verður að vera handheld. Sú hreyfíng eða kyrr- staða sem hægt er að ná í hend- Ulrich Thomsen hefur verið lofaður fyrir góða frammistöðu í dönsku myndinni Veislunni sem er opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Pétur Blöndal snæddi með Thomsen yfír morgun- verði og var samtalið í anda Dogma-mynd- anna dönsku. RÆÐAN örlagaríka sem Christian heldur í Veislunni. vinna með okkur. Á milli okkar er nógu mikið traust til þess að hann rétti mér handritið, bendi mér á nokkrar áherslur og segi svo: „Nú er það þitt hlutverk að taka við og vinna úr þessu.“ Hann er leikstjóri leikaranna og vill að þeir fái að njóta sín. Sumir leikstjórar hafa allt annað verklag. Til dæmis var Lars von Trier mjög tæknilega sinnaður á árum áður og stílbragðið skipti öllu í myndum hans eins og glöggt má sjá í Evrópu. Leikararnir þjónuðu Hvað er inni er leyfileg. (Kvikmyndatak- an má ekki fara fram þar sem upptökuvélin stendur; tökur verða að fara fram þar sem kvikmyndin gerist). 4. Kvikmyndin verður að vera í lit. Sérstök lýsing er ekki leyfi- Ieg. (Ef birtan er of lítil fyrir tökur verður að sleppa töku- staðnum eða festa aðeins einn lampa við upptökuvélina). 5. Ljósfræðileg vinna og ljóssíur eru ekki leyfðar. 6.1 kvikmyndinni má ekkert gerast aðeins á yfirborðinu. (Morð, vopn o.s.frv. má ekki koma fyrir í myndinni). 7. Tímabundnar og Iandfræði- legar skekkjur mega ekki eiga sér stað. (Myndin verður að ger- ast hér og nú). 8. Myndir sem flokkast undir ákveðnar kvikmyndastefnur eru ekki leyfðar. 9. Gerð filmunnar verður að vera Academy 35 mm. 10. Leikstjórinn má ekki setja sjálfan sig á kreditlistann. Ennfremur heiti ég því sem leikstjóri að halda aftur af mín- um persónulega smekk! Eg er ekki lengur listamaður. Ég heiti svipuðu hlutverki og þessi vasi,“ segir Thomsen og bendir á blóma- vasa á borðinu." Alltaf á eftir tiskunni I nýlegu viðtali líkir Vinterberg þeim Thomsen og Bo Larsen við James Caan og A1 Pacino í Guðfóð- urnum. „Honum dettur það nú bara í hug vegna þess að hann heldur mikið upp á Guðfóðurinn,“ segir Thomsen og hlær. „Fjölskyldu- mynstrið er vissulega dálítið í ætt við Guðfóðurinn en ég held að per- sónurnar séu það ekki. Það er sígilt þema í kvikmyndum að stilla upp bræðrum sem eru ólíkir andspænis föðurvaldinu." Thomsen segist vantrúaður á að von Trier eða Vinterberg geri fleiri Dogma-myndir. „Helsti hvatinn að myndunum var að brjóta upp hefð- irnar. Ef þeir gera aðra Dogma- mynd eru þeir þvert á móti að fylgja hefðinni. Það væri því mun frekar í anda Dogma-reglnanna að gera algjörlega frábrugðna mynd með förðun, búningum, leikmynd og öllu tilheyrandi. Mér skilst að Lars von Trier sé einmitt að vinna að mynd sem nefnist Dancer In the Dark sem verði algjör kúvending. En ég gæti vel trúað að Dogma yrði eins konar athvarf sem þeir gætu leitað í öðru hvoru þegar þeir eru að drukkna í öllum tækniatriðunum og umgjörðinni." Ein af játningum Vinterbergs var að Thomsen hefði notað far- síma í myndinni sem hefði ekki verið í hans eigu, jafnvel þótt sím- inn hefði verið tiltækur á töku- staðnum. En á Thomsen farsíma núna? „Ekki ennþá,“ svarar hann og hlær. „En einhvern tíma á ég eftir að eignast farsíma. Ég er nefnilega alltaf langt á eftir öllum öðrum. Ég eignaðist ekki kúreka- stígvél fyrr en löngu eftir að þau voru dottin úr tísku. Ég byrjaði að leika en bara alltof seint. Ég er því alltaf á eftir.“ Pizzusendill í Hollywood „Ulrich Thomsen fæddist árið 1963. Þegar hann lauk menntaskóla fór hann til Beverly Hills þar sem hann Dogma? EKKI má fela neitt fyrir áhorf- endum samkvæmt reglum Dogma og fylgir Lars von Trier því í hvívetna. því að forðast að skapa „verk“ vegna þess að mér finnst andar- takið mikilvægara en heildin. Höfuðmarkmið mitt er að kreista fram sannleikann úr persónum mínum og sögusvið- inu. Ég heiti því að gera það með öllum tiltækum leiðum jafnvel þótt það sé á kostnað góðs smekks og fagurfræði- legra viðmiðana. Síðar fann Vinterberg sig knúinn til að skrifa játningu um vann fyrir sér sem pizzusendill." Þannig hefst ferilsskrá Thomsens. „Þetta kallast að gera langa sögu stutta,“ segir Thomsen og hlær. „Mönnum hefur bara fundist þetta spaugilegt. Við fórum þangað fjórh- tvítugir strákar og unnum í ár á veitingastað. En þetta var nú ekk- ert stórmál. Þegar ég kom heim ætlaði ég í viðskiptanám en í milli- tíðinni fór ég í leikprufu á West Side Story hjá áhugaleikhúsi og ég heillaðist svo gjörsamlega að eftir það var aldrei spurning hvað ég ætlaði mér.“ Thomsen segist ætla að taka sér nokkurra mánaða leyfi frá leiklist- inni til þess að fylgja eftir Veisl- unni. „Myndin hefur gengið vel um allan heim og ég er með umboðs- mann í Lundúnum sem ætlar að reyna að koma mér á framfæri. Ef ekkert breytist leik ég í bíómynd undir leikstjórn Jonas Elmers eftir hvíldina. Hann leikstýrði svarthvítu myndinni „Let’s Get Lost“ sem vann verðlaun gagnrýnenda í Dan- mörku í fyrra. Að því loknu fer ég til Grænlands og leik í mynd fyrir danska sjónvarpið. Og vonandi tekst mér svo að koma mér á fram- brot á eiðstafnum þótt hann tæki fram að myndin hefði verið samþykkt sem Dogma-mynd þar sem aðeins hefði verið um eitt raunverulegt brot á reglunum að ræða. Annað flokkaðist undir siðferðileg brot. Þar sagðist hann hafa sett svart tjald fyrir glugga í einni töku sem hefði ekki aðeins verið aukahlutur í sviðsmynd- inni heldur væri einnig hægt að líta á það sem lýsingarráð- stöfun. Að auki viðurkenndi hann launahækkun sem hefði verið yfirskin til að Thomas Bo Lar- sen, Trine Dyrholm og Therese Glahn gætu keypt sér föt fyrir myndina. Þá viðurkenndi hann að hafa sett upp móttökuborð í anddyri hótels fyrir Veisluna. Þó tók hann fram að móttökuborðið hefði verið tiltækt á tökustaðn- um. Einnig að farsími Christi- ans hefði ekki verið í hans eigu en hann hefði verið tiltækur á tökustaðnum. Loks viðurkenndi Vinterberg að myndavél í einni töku hefði ver- ið fest á arm fyrir hljóðnema og þess vegna aðeins handheld að hluta til. Að öðru leyti fylgdi Vinter- berg Dogma-reglunum til hins ýtrasta. færi erlendis. Ég fæ líklega aldrei betra tækifæri en núna.“ Þá er að klífa tindinn Það er sem sagt kominn tími til að festa sig í sessi í Bandaríkjunum eftir að hafa haslað sér völl sem pizzusendill í Beverly Hills? „Svo sannarlega,“ svarar Thomsen og hlær. „Ég var þarna í fyrra þegar tvær danskar stuttmyndir voru til- nefndar til óskarsverðlauna. Ég veit ekki hvernig en einhvern veg- inn tókst mér að verða mér úti um miða á afhendinguna." Hvað segirðu!? hváir blaðamað- ur. „Já,“ heldur Thomsen áfram og er nú skellihlæjandi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hátíðin vai- sú sjötugasta í röðinni og allir ósk- arsverðlaunahafar frá upphafi mættu og söfnuðust saman á svið- inu.“ Þetta hefur ekki verið Dogma. „Svo sannarlega ekki,“ svarar Thomsen. „Þetta var hátindur Hollywood. Nú er bara að komast þangað aftur! - Annars verð ég víst að byrja á því að leita að verslun hérna á Islandi sem selur nærföt því ég gleymdi öllum nærfótunum mínum heima.“ kvikmyndahátíð í REYKJAVÍK Sýningar í dag: Regnboginn Kl. 23:20 Gabbeh (enskur texti) Kl. 23.20 The Mighty (enskt tal) Laugarásbíó Kl. 21.00 Velvet Goldmine (ísl. texti) Bíóborgin Kl. 16.50 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 18.55 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 21.00 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 23.10 Eve’s Bayou (enskt tal) Stjörnubíó Kl. 19.00 The Ugly (enskt tal) Háskólabíó Kl. 17.00 Tango Lessons (enskt tal) Kl. 19.00 My Son the Fanatic (enskt tal) Kl. 21.00 Men with Guns (enskur texti) Kl. 23.10 Four Days in September (danskur texti)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.