Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 14. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar gera harðar árásir á þorp í Kosovo eftir morð á 45 Albönum Vísa yfírmanni eftir- litssveita OSE úr landi Reuters LOUISE Arbour, saksóknari stríðsglæpaddmstóls Sameinuðu þjóð- anna, ræðir við blaðamenn eftir að henni var meinað að fara yfir landamærin til Kosovo frá Makedóníu í gær. Racak, Moskvu, Róm. Reuters. SERBAR storkuðu í gær Samein- uðu þjóðunum og Atlantshafsbanda- laginu (NATO) með því að gera árásir á þorp í Kosovo, vísa yfir- manni alþjóðlegra eftirlitssveita úr landi og meina saksóknara stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morð á 45 albönskum íbúum héraðsins. Júgóslavnesk yfírvöld tilkjmntu síðdegis í gær að William Walker, yfirmaður eftirlitssveita Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), væri ekki æskilegur í landinu og yrði að fara þaðan innan tveggja daga. Walker hafði sakað serbnesk- ar öryggissveith' um að hafa myrt 45 íbúa þorpsins Racak á föstudag. „Þessi ákvörðun er algjörlega óviðunandi og kann að stofna öllu eftirliti ÖSE í hættu,“ sagði Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, sem fer fyrir stofnuninni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fjöldamorðin í gærkvöldi og krafðist þess að þau yrðu rann- sökuð og að Serbar féllu frá þeirri ákvörðun að vísa Walker úr landi. Bandaríkjastjórn og Rússar, gamlir bandamenn Serba, for- dæmdu einnig grimmdarverkin og skoruðu á júgóslavnesk yfírvöld að heimila alþjóðlega rannsókn á þeim. Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, lét þó allar áskor- anir um að binda enda á blóðsúthell- ingarnar sem vind um eyru þjóta. Eftirlitsmenn ÖSE sögðu að svo virtist sem júgóslavnesku öryggis- sveitirnar hefðu hafið skipulegar árásir á Racak og fleiri þorp með það að markmiði að hrekja þaðan skæruliða í Frelsisher Kosovo (KLA). Fréttaritarar sáu serbneska lögi'eglumenn beita stórskota- liðsvopnum, sprengjuvörpum og vél- byssum í árásinni á Racak og búðir Frelsishers Kosovo, sem berst fyrir sjálfstæði héraðsins. Segja skæruliða hafa sett fjöklamorðin á svið Embættismenn í Júgóslavíu neit- uðu því að sérsveitir lögreglunnar hefðu myrt óvopnaða borgara með köldu blóði. Þeir sökuðu KLA um að hafa sett fjöldamorðin á svið með því að sýna lík skæruliða, sem hefðu fallið í átökum við serbnesku örygg- issveitirnar, og sögðu að eftirlits- menn ÖSE hefðu tekið þátt í „blekk- ingunni". Louise Arbour, saksóknari stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna, reyndi að fara til Kosovo frá Makedóníu í því skyni að rannsaka fjöldamorðin en júgóslavneskir landamæraverðir meinuðu henni það. Hún kvaðst þó ætla að reyna aftur að komast yfir landamærin. Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Italíu, sagði að herþotur NATO myndu fá að nota flugvelli á Ítalíu ef bandalagið ákvæði hernað- aríhlutun í Kosovo. Atlantshafs- bandalagið var þó ekki tilbúið að hefja strax loftárásir til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að bandalagið myndi ekki beita hervaldi nema það ætti einskis annars úrkosti. Ekki væri hægt að leysa deiluna um Kosovo á einni nóttu og menn yrðu að vera þolinmóðir. Hann bætti við að NATO myndi ekki breyta þeirri stefnu sem bandalagið tók upp í október þegar hótanir þess um loft- árásir urðu til þess að Milosevic lof- aði að flytja serbneskar hersveitir frá Kosovo. Hershöfðingjarnir látnir biða Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, og Klaus Dieter Naumann, formaður hennálanefnd- ar bandalagsins, hugðust í gær fara til Belgrad til að ræða við Milosevic. Flugvél þeirra varð hins vegar að bíða á flugvelli í Belgíu og ferðinni var frestað í gærkvöldi þar sem hershöfðingarnir fengu ekki skila- boð frá Milosevic um að hann vildi ræða við þá. Naumann spáði því að bandalagið myndi ekki gera loftárásir á Júgó- slavíu fyrr en eftir „langar samn- ingaviðræður" vegna ágreinings meðal aðildarríkjanna. ■ Ráðaleysi einkennir/24 Kveðja til saka- manna London. Reuters. LÖGREGLAN í London hefur tekið upp þann sið að senda glæpamönnum afmæliskveðju með mynd af lögreglustöðinni í hverfi þeirra til að minna þá á hvað bíður þeirra haldi þeir áfram á glæpabrautinni. Lögreglan sendir mönnun- um kort og inni í því er mynd af fangaklefa og afmæliskveðj- an: „Við hugsum til þín á af- mælisdeginum." A afmælislista lögreglunnar eru einkum menn sem grunað- ir eru um eiturlyfjasölu og rán. „Markmið okkar er að færa óttann frá fórnarlömbunum til glæpamannanna," sagði Gary Copson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í London. „Við viljum að glæpamennimir viti að við þekkjum þá og vini þeirra og vitum hvað þeir hafast að.“ Jeltsín á sjúkrahúsi Skurðaðgerð hugsanleg Moskvii. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, var færður á sjúkrahús á sunnudag með blæðandi magasár og læknir hans sagði í gær að líklega yrði hann þar í tvær til þrjár vikur, ef magasárið greri vel. Læknirinn bætti þó við að ef lyfjameðferð verkaði ekki vel á for- setann væri hugsanlegt að skera þyrfti hann upp og þá gæti sjúkra- hússdvölin orðið lengri. ■ Tímabært að forsetinn/25 Mál Pinochets tekið upp á ný Einstaklingar sagðir fremja glæpi - ekki ríkið London. Reuters. SPÆNSKIR lögfræðingar hófu í gær málflutning fyrir lávai'ðadeild- inni, æðsta dómstól Bretlands, og héldu þvi fram, að sækja mætti Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, til saka fyrir morð, mannrán og pyntingar annars staðar en í heimalandi hans. Dómstóll, skipaður fimm lávörð- um, úrskurðaði í nóvember, að fram- selja mætti Pinochet til Spánar en ákveðið var að endurskoða þá niður- stöðu þegar í ljós kom, að einn dóm- aranna var nátengdur Amnesty Intemational. Að þessu sinni er dómstóllinn skipaður sjö mönnum. Búist er við, að málflutningurinn nú muni standa í viku. Alun Jones, formaður spænsku lögfræðinganefndarinnar, sagði að alþjóðlegir samningai' gerðu það að verkum, að Pinochet væri ekki und- anskilinn lögsókn erlendis þótt hann væri fyrrverandi þjóðhöfðingi. „Þetta mál snýst um glæpaverk og það eru einstaklingar, sem bera ábyrgð á þeim. Ríkið getur ekki framið glæp,“ sagði Jones. Bretlandsdvölin getur dregist á ianginn Verði dómur lávarðanna Pinochet í vil mun hann hverfa strax til síns heima en gangi hann gegn honum mun hann verða áfram í Bretlandi eða þangað til fjallað hefur verið um framsal hans á ýmsum dómstigum. 22 lögfræðingar í Chile hafa birt yfirlýsingu þar sem þeir segja, að hugsanleg réttarhöld yfir Pinochet verði engin móðgun við fullveldi landsins. Glæpirnir, sem framdir voru á valdatíð hans, hafi hins vegar verið það. " U| i&tft | Þrettándagleði í Moskvu GRÍSK-kaþólska rétttrúnaðar- þrettándann, til minningar um hófust í gær og þessir Moskvu- kirkjan og hinar austrænu komu vitringanna þriggja að jötu búar böðuðu sig í ísköldu vatni í kirkjudeildir halda í dag upp á Krists í Betlehem. Hátíðahöldin Moskvufljóti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.