Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
14. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Serbar gera harðar árásir á þorp í Kosovo eftir morð á 45 Albönum
Vísa yfírmanni eftir-
litssveita OSE úr landi
Reuters
LOUISE Arbour, saksóknari stríðsglæpaddmstóls Sameinuðu þjóð-
anna, ræðir við blaðamenn eftir að henni var meinað að fara yfir
landamærin til Kosovo frá Makedóníu í gær.
Racak, Moskvu, Róm. Reuters.
SERBAR storkuðu í gær Samein-
uðu þjóðunum og Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) með því að gera
árásir á þorp í Kosovo, vísa yfir-
manni alþjóðlegra eftirlitssveita úr
landi og meina saksóknara stríðs-
glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna
að rannsaka morð á 45 albönskum
íbúum héraðsins.
Júgóslavnesk yfírvöld tilkjmntu
síðdegis í gær að William Walker,
yfirmaður eftirlitssveita Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE),
væri ekki æskilegur í landinu og
yrði að fara þaðan innan tveggja
daga. Walker hafði sakað serbnesk-
ar öryggissveith' um að hafa myrt 45
íbúa þorpsins Racak á föstudag.
„Þessi ákvörðun er algjörlega
óviðunandi og kann að stofna öllu
eftirliti ÖSE í hættu,“ sagði Knut
Vollebæk, utanríkisráðherra Nor-
egs, sem fer fyrir stofnuninni.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi fjöldamorðin í gærkvöldi
og krafðist þess að þau yrðu rann-
sökuð og að Serbar féllu frá þeirri
ákvörðun að vísa Walker úr landi.
Bandaríkjastjórn og Rússar,
gamlir bandamenn Serba, for-
dæmdu einnig grimmdarverkin og
skoruðu á júgóslavnesk yfírvöld að
heimila alþjóðlega rannsókn á þeim.
Slobodan Milosevic, forseti Júgó-
slavíu, sambandsríkis Serbíu og
Svartfjallalands, lét þó allar áskor-
anir um að binda enda á blóðsúthell-
ingarnar sem vind um eyru þjóta.
Eftirlitsmenn ÖSE sögðu að svo
virtist sem júgóslavnesku öryggis-
sveitirnar hefðu hafið skipulegar
árásir á Racak og fleiri þorp með
það að markmiði að hrekja þaðan
skæruliða í Frelsisher Kosovo
(KLA). Fréttaritarar sáu serbneska
lögi'eglumenn beita stórskota-
liðsvopnum, sprengjuvörpum og vél-
byssum í árásinni á Racak og búðir
Frelsishers Kosovo, sem berst fyrir
sjálfstæði héraðsins.
Segja skæruliða hafa sett
fjöklamorðin á svið
Embættismenn í Júgóslavíu neit-
uðu því að sérsveitir lögreglunnar
hefðu myrt óvopnaða borgara með
köldu blóði. Þeir sökuðu KLA um að
hafa sett fjöldamorðin á svið með
því að sýna lík skæruliða, sem hefðu
fallið í átökum við serbnesku örygg-
issveitirnar, og sögðu að eftirlits-
menn ÖSE hefðu tekið þátt í „blekk-
ingunni".
Louise Arbour, saksóknari stríðs-
glæpadómstóls Sameinuðu þjóð-
anna, reyndi að fara til Kosovo frá
Makedóníu í því skyni að rannsaka
fjöldamorðin en júgóslavneskir
landamæraverðir meinuðu henni
það. Hún kvaðst þó ætla að reyna
aftur að komast yfir landamærin.
Massimo D’Alema, forsætisráð-
herra Italíu, sagði að herþotur
NATO myndu fá að nota flugvelli á
Ítalíu ef bandalagið ákvæði hernað-
aríhlutun í Kosovo. Atlantshafs-
bandalagið var þó ekki tilbúið að
hefja strax loftárásir til að binda
enda á blóðsúthellingarnar.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, sagði að bandalagið myndi
ekki beita hervaldi nema það ætti
einskis annars úrkosti. Ekki væri
hægt að leysa deiluna um Kosovo á
einni nóttu og menn yrðu að vera
þolinmóðir. Hann bætti við að
NATO myndi ekki breyta þeirri
stefnu sem bandalagið tók upp í
október þegar hótanir þess um loft-
árásir urðu til þess að Milosevic lof-
aði að flytja serbneskar hersveitir
frá Kosovo.
Hershöfðingjarnir
látnir biða
Wesley Clark, yfirmaður herafla
NATO í Evrópu, og Klaus Dieter
Naumann, formaður hennálanefnd-
ar bandalagsins, hugðust í gær fara
til Belgrad til að ræða við Milosevic.
Flugvél þeirra varð hins vegar að
bíða á flugvelli í Belgíu og ferðinni
var frestað í gærkvöldi þar sem
hershöfðingarnir fengu ekki skila-
boð frá Milosevic um að hann vildi
ræða við þá.
Naumann spáði því að bandalagið
myndi ekki gera loftárásir á Júgó-
slavíu fyrr en eftir „langar samn-
ingaviðræður" vegna ágreinings
meðal aðildarríkjanna.
■ Ráðaleysi einkennir/24
Kveðja
til saka-
manna
London. Reuters.
LÖGREGLAN í London hefur
tekið upp þann sið að senda
glæpamönnum afmæliskveðju
með mynd af lögreglustöðinni í
hverfi þeirra til að minna þá á
hvað bíður þeirra haldi þeir
áfram á glæpabrautinni.
Lögreglan sendir mönnun-
um kort og inni í því er mynd
af fangaklefa og afmæliskveðj-
an: „Við hugsum til þín á af-
mælisdeginum."
A afmælislista lögreglunnar
eru einkum menn sem grunað-
ir eru um eiturlyfjasölu og rán.
„Markmið okkar er að færa
óttann frá fórnarlömbunum til
glæpamannanna," sagði Gary
Copson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í London. „Við viljum að
glæpamennimir viti að við
þekkjum þá og vini þeirra og
vitum hvað þeir hafast að.“
Jeltsín á sjúkrahúsi
Skurðaðgerð
hugsanleg
Moskvii. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
var færður á sjúkrahús á sunnudag
með blæðandi magasár og læknir
hans sagði í gær að líklega yrði
hann þar í tvær til þrjár vikur, ef
magasárið greri vel.
Læknirinn bætti þó við að ef
lyfjameðferð verkaði ekki vel á for-
setann væri hugsanlegt að skera
þyrfti hann upp og þá gæti sjúkra-
hússdvölin orðið lengri.
■ Tímabært að forsetinn/25
Mál Pinochets tekið upp á ný
Einstaklingar
sagðir fremja
glæpi - ekki ríkið
London. Reuters.
SPÆNSKIR lögfræðingar hófu í
gær málflutning fyrir lávai'ðadeild-
inni, æðsta dómstól Bretlands, og
héldu þvi fram, að sækja mætti
Augusto Pinochet, fyrrverandi ein-
ræðisherra í Chile, til saka fyrir
morð, mannrán og pyntingar annars
staðar en í heimalandi hans.
Dómstóll, skipaður fimm lávörð-
um, úrskurðaði í nóvember, að fram-
selja mætti Pinochet til Spánar en
ákveðið var að endurskoða þá niður-
stöðu þegar í ljós kom, að einn dóm-
aranna var nátengdur Amnesty
Intemational. Að þessu sinni er
dómstóllinn skipaður sjö mönnum.
Búist er við, að málflutningurinn nú
muni standa í viku.
Alun Jones, formaður spænsku
lögfræðinganefndarinnar, sagði að
alþjóðlegir samningai' gerðu það að
verkum, að Pinochet væri ekki und-
anskilinn lögsókn erlendis þótt hann
væri fyrrverandi þjóðhöfðingi.
„Þetta mál snýst um glæpaverk og
það eru einstaklingar, sem bera
ábyrgð á þeim. Ríkið getur ekki
framið glæp,“ sagði Jones.
Bretlandsdvölin getur
dregist á ianginn
Verði dómur lávarðanna Pinochet
í vil mun hann hverfa strax til síns
heima en gangi hann gegn honum
mun hann verða áfram í Bretlandi
eða þangað til fjallað hefur verið um
framsal hans á ýmsum dómstigum.
22 lögfræðingar í Chile hafa birt
yfirlýsingu þar sem þeir segja, að
hugsanleg réttarhöld yfir Pinochet
verði engin móðgun við fullveldi
landsins. Glæpirnir, sem framdir
voru á valdatíð hans, hafi hins vegar
verið það.
" U|
i&tft |
Þrettándagleði í Moskvu
GRÍSK-kaþólska rétttrúnaðar- þrettándann, til minningar um hófust í gær og þessir Moskvu-
kirkjan og hinar austrænu komu vitringanna þriggja að jötu búar böðuðu sig í ísköldu vatni í
kirkjudeildir halda í dag upp á Krists í Betlehem. Hátíðahöldin Moskvufljóti.