Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Andanefju rak á
fjöru undan Enni
Hellissandi.
ísland aðili að samningi um tímabundna ráðmngarsamninga
Launþeg’um sé ekki mis-
munað í starfskjörum
ALLTAF þykja það nokkur tíð-
indi þegar hval rekur á fjöru. A
morgunflóðinu sl. laugardag var
6 metra löng andanefja rekin á
fjöru undan Ennisfjalli milli
Olafsvíkur og Hellissands, innan
til við Harðakamb, ekki langt frá
þeim stað sem nefnist Rauðu-
steinar og skiptu áður merkjum
milli Neshrepps og Ólafsvíkur.
Hvalrekinn var mikill viðburð-
ur fyrir marga, sem lögðu á sig
að klöngrast niður í fjöruna til að
skoða dýrið, ekki síst börn og
unglinga. Hún virtist vera nýlega
dauð og var fuglinn farinn að
gera sér úr henni æti.
Andanefja er tannhvalur af
andhvalaætt. Gjarnan er hún
grásvört með hátt og langt trýni
sem svipar til fuglsgoggs. í neðri
skolti sýnist hún hafa tvær stutt-
ar tennur. Sagt er að andanefja
lifi aðallega í Norður-Atlantshafi
og vestanverðu Norður-Ishafi og
nærist þar nær eingöngu á
smokkfiski. Andanefjan getur
náð 7-9 metra lengd að sögn, við
góð þroskaskilyrði. Hún hefur
verið alfriðuð frá 1972.
EVRÓPUSAMTÖK launafólks
(ETUC) og Evrópusamtök atvinnu-
rekenda (UNICE/CEEP) hafa gert
með sér nýjan samning um tíma-
bundna ráðningarsamninga. Verði
samningurinn staðfestur af fram-
kvæmdastjórnum aðildarsamtak-
anna og af framkvæmdastjórn og
ráði Evrópusambandsins munu
ákvæði hans öðlast gildi á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu sem hluti af
EES-samningnum. ASÍ og VSÍ eru
aðilar að samkomulaginu.
Að sögn Halldórs Grönvold, ski'if-
stofustjóra ASI, hafa tímabundnir
ráðningai’samningar ekki verið mjög
útbreiddir á Islandi en samningurinn
veitir þó, að hans mati, ákveðna
vernd gegn misnotkun á slíku ráðn-
ingarformi hér á landi. „I ýmsum
nýjum vaxtargreinum er þetta form
að ryðja sér nokkuð til rúms, s.s. í
tölvubransanum og í tengslum við
fjölmiðlun og útgáfustarfsemi,“ sagði
hann.
Vernd gegn niismunun
í starfskjörum
Meginmarkmið hins nýja samn-
ings er að tryggja að launafólki með
tímabundna ráðningarsamninga sé
ekki mismunað í starfskjörum og
njóti jafnrar meðhöndlunar á við
launafólk í varanlegu ráðningarsam-
bandi á vinnumarkaði.
Að sögn Halldórs mun samningur-
inn einkum gagnast launafólki í
Bretlandi og á Irlandi þar sem at-
vinnurekendur í þessum löndum hafi
í vaxandi mæli beitt þessu ráðning-
arformi til að skjóta sér undan ýms-
um skyldum gagnvart starfsmönn-
um sínum.
Halldór bendir á að hvað íslensk-
an vinnumarkað varðar ættu opin-
berir starfsmmenn að njóta sæmi-
legrar verndar af ákvæðum nýju
laganna um réttindi og skyldur op-
inberra starfsmanna gagnvart mis-
notkun tímabundinna ráðningar-
samninga. Á almenna vinnumark-
aðinum sé hins vegar ekki að finna
reglur sem takmarka beitingu
tímabundinna ráðningarsamninga.
Þó megi ætla að skv. starfskjara-
lögum frá 1980 ætti starfsfólk með
tímabundna ráðningarsamninga að
njóta sömu kjara og aðrir, en hann
sagði að skoða þyrfti sérstaklega
hvort svo væri í reynd. Kvaðst
Halldór t.d. vera sannfærður um að
pottur væri brotinn hvað varðaði
tækifæri fólks með tímabundna
ráðningarsamninga til starfs- og
endurmenntunar.
STÓR mynd birtist af Guð-
inundi Helga á forsíðu Denver
Post sl. laugardag.
Isklifrari í
fremstu röð
GUÐMUNDUR Helgi Christensen
náði fjórða sæti á hinum árlegu X
vetrarleikum, Winter X Games, í
Crested Butte í Colorado í Banda-
ríkjunum í ísklifri sl. fimmtudag.
Það er íþróttasjónvarpsstöðin
ESPN2 sem stendur að leikunum
og voru þeir núna lialdnir í þriðja
sinn. Til þátttöku í ísklifri var 12
helstu klifrurum heims boðið. Það
eitt að vera boðin þátttaka í mótinu
er talin mikil viðurkenning.
Auk ísklifurs er keppt á snjó-
brettum, fjallahjólakeppni á ís og
fleiri greinum. Jórunn Harðardótt-
ir, eiginkona Guðmundar Helga,
segir að Guðmundur Helgi hafi
einnig tekið þátt í tveimur mótum,
svonefndum Arctic Wolf-keppnum,
í ískiifri sl. laugardag. í fyrri
keppninni lenti hann í þriðja sæti
og í níunda sæti í þeirri síðari.
Sömu keppendur voru á þessum
þremur mótum.
-----------------
Lítið af loðnu
að lokinni brælu
ENGIN loðnuveiði var í fyrrinótt en
10 skip voru komin á miðin í gær eft-
ir óveðrið um helgina. Talsvert hafði
sést af loðnu á miðunum austur af
Hvalbak fyrir helgina en að sögn
skipstjómarmanna var nokkuð
minna að sjá þar í gær. Þeir eru
engu að síður bjartsýnir á að loðnan
gefi sig af krafti þegar líður lengra á
mánuðinn. Tvö rannsóknarskip Haf-
rannsóknarstofnunar eru fyrir aust-
an en þau hafa lítið geta athafnað sig
vegna veðurs til þessa.
Samtals hafa borist tæp 13 þúsund
tonn af loðnu á land frá áramótum og
heildarafli að sumar- og haustvertíð-
um meðtöldum er því um 306 þúsund
tonn. Enn eru þannig eftir um 382
þúsund tonn af útgefnum loðnu-
kvóta.
-------♦“♦-♦-----
Uppsagnir
hjá Meleyri
25 MANNS hefur verið sagt upp
störfum í rækjustöð Meleyrar hf. á
Hvammstanga. Guðmundur Tr.
Sigurðsson framkvæmdastjóri segir
að gripið sé til uppsagnanna vegna
hráefnisskorts.
Hann segii' að væntaniega verði
allir endurráðnir þegar líður fram á
vetur. Hann segir líklegt að
starfsfólkið missi vinnuna frá
miðjum febrúar til loka mánaðarins.
Líklega færu flestir á
atvinnuleysisbætur á meðan.
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
Háþrýstingur meðal alvarlegustu heilbrigðisvandamála
Milli 25 og 30% miðaldra
fólks fá háþrýsting'
HÁÞRÝSTINGUR er meðal alvarlegustu heil-
brigðisvandamála hérlendis, sem og víða á Vestur-
löndum, en milli 25 og 30% miðaldra fólks eru með
háþrýsting og fer slíkt vaxandi með aldrinum. Sé
hann ekki meðhöndlaður getur hann til dæmis
leitt til hjarta- og nýrnasjúkdóma svo og heila-
blóðfalls.
Þetta kom fram á málþingi um háþrýsting sem
Fræðslustofnun lækna og framhaldsmenntunar-
ráð læknadeildar Háskóla íslands standa fyrir og
er liður í fræðsluviku eða símenntunarnámskeiði
lækna sem stendur út vikuna. Emil L. Sigurðs-
son, heilsugæslulæknir i Hafnarfírði, stýrði mál-
þinginu um háþrýsting í gær og flutti einnig inn-
gangserindi. Auk hans töluðu Runólfur Pálsson
og Magnús Böðvarsson, Landsjðítala, og Þorkell
Guðbrandsson frá Akureyri. I gær var einnig
fjallað um niðurgang og málþing voru um sýking-
ar og um tóbaksvá.
Háþrýstingur er skilgreindur þegar blóðþrýst-
ingur mælist 140/90 en eðlileg mörk eru 120/80.
Emil segir háþrýsting einkennalausan, hann geti
þó komið fram sem höfuðverkur en oft leiti menn
læknis vegna annars kranleika, hugsanlega veik-
inda sem háþrýstingur kann að hafa orsakað og
þá komi hann í ljós. Þá segir hann blóðþrýsting
yfirleitt mældan við almenna læknisskoðun og
þannig geti hann einnig uppgötvast. Gefi ein
mæling hjá lækni háþrýsting til kynna er við-
komandi mældur tvisvar til viðbótar með nokkru
millibili til að ganga úr skugga um hvort háþrýst-
ingurinn sé viðvarandi. Sé hann það ekki við end-
urteknu mælingarnar þarf ekki að fást frekar um
hann, hár blóðþrýstingur við eina mælingu gæti
hafa orðið vegna skyndilegrar streitu, kaffi-
drykkju, reykinga eða annars slíks skömmu áður
en mæling fór fram. Háþrýstingur meðal íslend-
inga hefur einkum komið fram í hóprannsóknum
Hjartaverndar.
Styttir lífslíkurnar
Háþrýstingur er meðhöndlaður með lyfjagjöf
og segir Emil meðferð iðulega þurfa að standa
ævina út. Hann segir nýjungar á sviði meðferðar
einkum vera nýja flokka lyfja sem auðveldi sjúk-
lingum að takast á við þennan vanda.
Omeðhöndlaður háþrýstingur styttir lífslíkur
manna þar sem hann kann að valda nýrnasjúk-
dómum, hjartabilun og auknar líkur eru á að há-
þrýstingssjúklingar fái heilablóðfall. Stafa þessir
sjúkdómar meðal annars af þeim aukna þiýstingi
sem verður á æðakerfið þannig að það getur gef-
ið sig.
Orsakir háþrýstings sagði Emil vera flókið
samspil margra þátta. Til að forðast háþrýsting
væri almennt hollt mataræði mikilvægt, einnig að
stunda hreyfingu, halda kjörþyngd og reykja
ekki.
Björn Magnússon, læknir á Reykjalundi,
ræddi um reykingar á heilbrigðisstofnunum og
sagði hann reykingabann á bandarískum heil-
brigðisstofnunum hafa dregið úr reykingum bæði
sjúklinga og starfsmanna. Hann vitnaði til könn-
unar um málið sem sýndi að heilsufar þeirra
batnaði og að með því væru stofnanimar að
senda almenningi skilaboð um skaðsemi reyk-
inga.
Yfír 300 dauðsföllaf völdum reykinga
Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofn-
uninni sagði Bjöm um þrjár milljónir manna í
heiminum deyja árlega af völdum reykinga og
þetta hefði verið nefnt drepsótt 20. aldarinnar.
Hann sagði að rekja mætti um 300 dauðsföll hér
á landi til reykinga, sumir segðu þau vera 350 til
400. Samkvæmt könnunum mætti gera ráð fyrir
að um 50 þúsund íslendingar á aldrinum 18-69
ára reyktu og væri talið að það myndi draga
helming þeirra til dauða. Fjórðungur reykinga-
hópsins myndi deyja fyi'ir aldur fram og þetta
þýddi kringum 300 manns á ári hérlendis.
Björn kvaðst oft hafa undrast andvaraleysi
lækna gagnvart reykingum en oft væri varpað
fram spurningunni um siðferði og mannréttindi
þegar reykingabann væri til umræðu. Hann
sagði það hins vegar spurningu hvort það stang-
aðist ekki á við siðareglur lækna að láta vera að
vara við reykingum, þær bentu læknum að stuðla
að heilbrigðu líferni og koma í veg fyrir sjúk-
dóma.