Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 14

Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuleysisbætur til félaga í verkalýðsfélögum í Eyjafírði Um 184 millj- ónir greiddar á liðnu ári Framkvæmdir í viðbyggingu Sundlaugar Akureyrar í fullum gangi - Morgunblaðið/Kristján IÐNAÐARMENN vinna nú af krafti við frágang og NYJA 25 metra laugin á sundlaugarsvæðinu var innréttingu á viðbyggingu Sundlaugar Akureyrar tekin í notkun í sumar og einnig nýr útipottur. og er stefnt að því að taka hana í notkun í vor. Húsnæðið tekið í notkun i maí ALLS fengu félagsmenn í fímmtán verkalýðsfélögum í Eyjafirði greiddar atvinnuleysisbætur á síð- asta ári að upphæð um 184 milljónir króna. Svæðisvinnumiðlun Norður- lands eystra sér nú um að greiða út atvinnuleysisbætur og þegar horft er til alls kjördæmisins kemur í ljós að 246,7 milljónir króna hafa verið greiddar út á liðnu ári. Áður en Svæðisvinnumiðlun var stofnuð á síðasta ári sá Verkalýðsfé- lagið Eining um greiðslu bóta fyrir stærstu félögin í Eyjafirði, eða tíu talsins og nam upphæð útborgaðra bóta árið 1997 alls 168,5 milljónum króna. Á síðasta ári fengu félags- menn þessara tíu verkalýðsfélaga alls 182 milljónir króna í bætur, þannig að upphæðin hefur hækkað um rúmar 15 milljónir á milli ára. Félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Einingu fengu 113,2 milljónir króna í atvinnuleysisbætur á liðnu ári, en Eining er langstærsta félagið í Eyjafirði. Upphæðin er heldur hærri en var árið á undan, þegar 100,6 milljónir króna voru greiddar í atvinnuleysisbætur. Sama upphæð var greidd til fé- laga í Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri bæði í fyrra og árið á undan eða 33,8 milljónir króna. Félagsmenn í Iðju fengu 19,2 milljónir greiddar á síðasta ári sem er örlítið meira en var árið á undan UMBOÐSMENN erfingja Kristín- ar Jónasdóttur, Aðallandi 3 í Reykjavík, afhentu forsvarsmönn- um Háskólans á Akureyri andvirði íbúðar hennar við athöfn sem efnt var til í sal háskólans á Sólborg í gær. Kristín Jónasdóttir var gift Geir Jónassyni, borgarskjalaverði í Reykjavík. í kjölfar stofnunar Há- skólans á Akureyri árið 1987 ánafnaði Kristm háskólanum bók- um þeirra hjóna og voru þær með- al fyrstu bóka bókasafns hans. Þær eru að mestu á sviði íslenskra fornbókmennta og sögu og hafa verið bókasafninu ómetanlegar, enda margar þeirra löngu ófáan- legar í verslunum landsins og dýr- keyptar væru þær falar annars staðar frá. Geir fæddist á Akureyri árið 1909, en hann lést 1985. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk magistersprófi í sagnfræði frá Óslóarháskóla. St- arfaði hann sem framkvæmda- stjóri bókaútgáfunnar Eddu á Akureyri og var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, en þegar 18,8 milljónir voru greiddar í bætur. Svo til sama upphæð var einnig greidd félagsmönnum í Sjó- mannafélagi Eyjafjarðar, 7,3 millj- ónir í fyrra en 7,4 árið á undan og hið sama er að segja um Sjómanna- félag Ólafsfjarðar, 1,3 milljónir á móti 1,1 árið þar á undan. Félagsmenn í Félagi bygginga- manna í Eyjafirði fengu 1,7 milljón- ir í atvinnuleysisbætur á móti 1,9 árið 1997, en tölurnar hjá Félagi málmiðnaðarmanna eru 2,1 milljón í fyrra á móti 1,7. Hjá Verkstjórafé- lagi Akureyrar og nágrennis voru atvinnuleysisbætur 1,6 milljónir á liðnu ári en 1,5 milljónir árið á und- an. Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga greiddi um 620 þús- und í bætur á liðnu ári en þær námu tæpri milljón árið á undan. Alls var hálf milljón greidd í atvinnuleysjs- bætur til félaga í Vélstjórafélagi ís- lands/Eyjafirði en 700 þúsund árið á undan. Tvö félög, Félag framreiðslu- manna og Rafiðnaðarfélag Norður- lands greiddu um hálfa milljón í fyrra í atvinnuleysisbætur og Félag kjötiðnaðarmanna rúmlega 400 þús- und. Þá fengu félagar í Félagi mat- reiðslumanna 332 þúsund í atvinnu- leysisbætur og 235 þúsund voru greiddar út til félagsmanna í Múr- arafélagi Akureyrar. árið 1944 hóf hann störf á Lands- bókasafni og var bókavörður þar allt til ársins 1972 er hann gerðist borgarskjalavörður. Kristín var fædd að Stuðlum við Reyðarfjörð en ólst upp á Bakka. Hún fluttist til Reykjavíkur og starfaði m.a. hjá Glitni, Islenskum heimilisiðn- aði, Borgarskjalsafni og síðast á Árbæjarsafni. Snortnir yfír hlýhug og velvilja Bækur þeirra Geirs og Kristín- ar hafa verið Bókasafni Háskólans á Akureyri mikill fengur. Með erfðafénu skapast færi á að kaupa vönduð og eftirsótt íslensk rit fyr- ir bókasafnið, m.a. bókmenntir fornar og nýjar, bókmenntafræði og safnfræðirit auk rita um ís- lenska menningu og atvinnulíf sem nýtast munu nemendum og kennurum háskólans við nám sitt, kennslu og rannsóknir í framtíð- inni. Fram kom við athöfnina að starfsmenn og nemendur Háskól- ans á Akureyri eru snortnir yfír þeim hlýhug og velvilja sem há- skólanum er sýndur með ofan- greindum gjöfum. IÐNAÐARMENN vinna hörðum höndum við að innrétta viðbygg- ingu Sundlaugar Akureyrar en stefnt er að því að framkvæmdum við húsið ljúki í kringum 20. maí í vor. Byggingu nýrrar laugar er lokið og var hún tekin í notkun í byrjun júlí á síðasta ári og einnig nýr útipottur. Áfallinn kostnaður við fram- kvæmdir á svæði sundlaugarinnar frá árinu 1993 og til síðustu ára- móta er um 275 milljónir króna en áætlaður heildarkostnaður við end- urnýjun og uppbyggngu á sund- laugarsvæðinu er áætlaður um hálfur milljarður króna og jafnvel rúmlega það. Kostnaður við hönn- un er áætlaður um 10% af heildar- kostnaði. Magnús Garðarsson, eftirlits- maður framkvæmda á sundlaugar- svæðinu, sagði að eftir væri því að framkvæma fyrir um 225 milljónir króna. Á þessu ári eru lagðar til 80 milljónir króna í framkvæmdina og sagði Magnús að sú fjárhæð ætti að duga til að taka nýbygginguna í notkun. Hann sagði að einnig væri vilji til að ráðast í framkvæmdir vegna aðkomu að aðalanddyri við- byggingarinnar en ekki væri ljóst á ÓVEÐRIÐ um helgina og slæm færð í kjölfar þess setti mark sitt á prófkjör Framsóknarflokksins í báðum Norðurlandskjördæmun- um. Var því ákveðið að hafa kjör- staði opna í dag, þriðjudag, en talið verður á miðvikudag. Vegir voru víðast hvar mokaðir í gær þannig að flestir ættu að komast á kjör- stað. Árni V. Friðriksson, formaður kjörstjórnar á Norðurlandi eystra, sagði að víða hefði gengið hálfbrös- uglega og einhverjar kjördeildir verið alveg lokaðar um helgina, en betur hefði gengið annars staðar. Þannig var kjörfundi lokið á Rauf- arhöfn um helgina, en opið var á Þórshöfn í klukkustund í gær, mánudag. „Almenna reglan er sú að kjörstaðir verða opnir á þriðju- dag, 19. janúar, frá kl. 16 til 22,“ sagði Árni. Að sögn Arna kusu um 550 manns á Akureyri um helg- ina en um 900 til 1.000 manns þessari stundu hvort fjárveiting fengist til þeirra framkvæmda á þessu ári. Framkvæmdir þokkalega á áætlun Magnús sagði að áætlaður kostnaður við aðkomuna væri um 22 milljónir króna en jarðvegs- skiptum væri lokið og að eftir stæðu framkvæmdir upp á um 18 milljónir króna. „Aðkoman að Sundlauginni tengist einnig að- komunni að íþróttahúsinu við Laugagötu, þar sem í framtíðinni er gert ráð fyrir að snúa anddyrinu í íþróttahúsinu." Framkvæmdir eru þokkalega á áætlun, að sögn Magnúsar, en framkvæmdahraðinn hafi ráðist af fjárveitingum til verksins. Við- byggingin er samtals um 1.265 fer- metrar, kjallari, hæð og stigahús. Öllum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir í kjallara viðbyggingar- innar en á fyrstu hæð eru pottasal- ur, anddyri og kvennaklefar. Töluvert eftir enn Frá því að framkvæmdir við endurnýjun mannvirkja og sund- laugarsvæðis hófust er búið að höfðu kosið í kjördæminu öllu. Áætlað er að talning atkvæða hefj- ist kl. 16 á morgun, miðvikudag, og úrslit liggja væntanlega fyrir þá um kvöldið eða fyrri part að- faranætur fimmtudags. Góð kjörsókn Magnús Ólafsson, formaður kjördæmissambands Framsóknar- flokksins í Norðurlandi vestra, sagði að allar kjördeildir yrðu opn- ar í dag, þriðjudag, frá kl. 17 til 22. Þegar hafa um 1.600 manns tekið þátt í kosningu í prófkjörinu og var Magnús ánægður með þátttökuna. Hann sagði veður víða í kjördæm- inu hafa verið ágætt á sunnudaginn og þá hefði kjörsókn verið góð, m.a. á Sauðárkróki og Siglufirði. Talning atkvæða hefst í Fram- sóknarhúsinu á Sauðárkróki seinni partinn á morgun, miðvikudag, og úrslit liggja væntanlega fyrir síðla kvölds eða fyrri part nætur. gera upp svæðið norðan við sund- laug, byggja nýja 25x16,6 metra sundlaug, steypa nuddpott og tengigang milli viðbyggingar og íþróttahúss í Laugagötu og steypa upp viðbyggingu. Einnig er búið að byggja eim- bað, setja upp vatnsrennibrautir með tilheyrandi lendingarlaug, gera barnalaug, steypa stoð- og skjólveggi, reisa geymslu- og sölu- skúr, endurnýja heita potta, hellu- leggja svæði í kringum potta, lend- ingarlaug og vaðlaug, leggja lagnir og gróðursetja tré og runna. Þá er búið að helluleggja og ganga frá svæði í kringum nýju laugina, tengja eldri lagnir, setja upp hreinsibúnað og lagnir fyrir eldri laug, girða af fjölskylugarð og skipta um jarðveg í aðkomu að að- alanddyri. Þótt mikið hafi verið framkvæmt á svæðinu er töluvert eftir enn. Magnús sagði að mikill áhugi væri fyrir því að ljúka byggingafram- kvæmdum á næsta ári en þær snúa m.a. að gamla húsnæðinu og gömlu lauginni. Akvörðun um slíkt væri hins vegar í höndum framkvæmda- nefndar bæjarins og bæjaryfir- valda. Samfylkingin í N orðurlandskj ör- dæmi eystra Prófkjör um efstu sætin FULLTRÚAR Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks í Norð- urlandskjördæmi eystra hafa undirritað samkomulag um val frambjóðenda á sameigin- legan framboðslista til Al- þingis í vor. Þar er gert ráð fyrir opnu prófkjöri um skip- an fjögurra efstu sæta listans en þó að fulltrúar sama fram- boðsaðila geti ekki fengið bæði 1. og 2. sætið. Öllum félögum flokkanna sem að prófkjörinu standa, svo og óflokksbundnum ein- staklingum, er heimilt að bjóða sig fram í prófkjörinu. Framboðsfrestur er til 25. janúar nk. en prófkjörið fer fram 13. febrúar nk. Niður- staða prófkjörsins er bindandi en allir kosningabærir stuðn- ingsmenn listans í kjördæm- inu eiga atkvæðisrétt. Morgunblaðið/Kristján AUÐUR Jónasdóttir, til hægri, systir Kristínar afhendir Sigrúnu Magnúsdóttur peningagjöf við athöfn í Háskólanum á Akureyri. Háskólanum á Akureyri færð höfðingleg gjöf Prófkjör Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmunum Kjörstaðir opnir í dag vegiia óveð- urs um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.