Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gengisflot realsins mælist vel fyrir á mörkuðunum Sao Paulo. Reuters. Aðgerðir í ríkisfjármálunum munu skera úr um framhaldið STJÓRNVÖLD í Brasilíu hafa ákveðið að láta markaðinn ráða gengi gjaldmiðilsins, realsins, og ætla ekki að grípa inn í nema til að koma í veg fyrir skyndilegar sveifi- ur. Hefur þessi ákvörðun mælst vel fyrir á fjármálamörkuðunum. Brasilíski seðlabankinn tilkynnti í gær, að realinn yrði látinn fljóta en það var ákveðið til bráðabirgða fyrir helgi. Var þetta afráðið eftir viðræð- ur, sem Pedro Malan, fjármálaráð- herra Brasilíu, átti við fulltrúa IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og banda- ríska embættismenn í Washington um helgina. Gengi realsins lækkaði strax í kjölfarið en efnahagssérfræðingai' segja, að mestu skipti, að lækkunin verði ekki svo mikil, að hún hafi veruleg áhrif á samkeppnisstöðu annarra ríkja í Suður-Ameríku. Þessari ákvörðun hefur verið fagnað á fjármálamörkuðum um all- an heim og gengi realsins hefur ekki lækkað nema um 15% frá því í síð- ustu viku en ekki um 50-100% eins og sumir óttuðust, að gæti orðið. Þessi ráðstöfun stöðvaði þegar á föstudag mesta dollaraflóðið frá Brasilíu en þá nam það rúmlega 22 milljörðum ísl. kr. en var 126 millj- arðar kr. á fimmtudag. A hálfu ári hefur Brasilíustjórn notað 2.800 milijarða kr. til að halda uppi gengi realsins og hefði ekkert verið að gert, hefði hún fljótlega orðið uppi- ski-oppa með erlendan gjaldeyri. Eftir fjármálahrunið í Rússlandi í ágúst sl. voru veikleikar efnahags- lífsins í Brasilíu augljósari en áður en þar hefur verið gífurlegur halli á ríkissjóði eða um 8% af þjóðarfram- leiðslu. Tillögur Fernando Henrique Cardosos forseta um úrbætur hafa enn ekki verið samþykktar á þingi en sérfræðingar segja, að framhaldið ráðist af því. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn, sem ákvað í nóvember að lána Brasilíustjórn næiri 2.900 milljarða ísl. kr., mun líka halda að sér hönd- um með greiðslur þar til ljóst er, að stjórnvöld ætli að taka á vandanum. Hækkun á mörkuðum Nokkur hækkun varð á fjármála- mörkuðunum i Asíu í gær vegna þeirrar hækkunar, sem varð í Wall Street á fóstudag. Það sama var uppi á teningnum í Evrópu og þar var því fagnað, að Brasilíustjórn skyldi hafa ákveðið að láta realinn fljóta. Við- skipti voru þó ekki mjög mikil og að- allega vegna þess, að markaðirnir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær vegna Dags Martin Luther Kings. Canaan Banana dæmdur CANAAN Banana, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Zimbabwe, yfirgefur réttarsal í Harare í gær ásamt eiginkonu sinni, Ja- net, eftir að hafa verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar, en þar af eru níu ár skilorðsbundin, fyr- ir kynferðisárás og fyrir að hafa brotið lög í landinu sem banna samkynhneigð. Banana, sem er sextíu og tveggja ára, var fundinn sekur um að hafa ráðist á fyrrverandi í fangelsi aðstoðarmann sinn, Jefta Dube, nauðgað honum og neytt til að eiga í kynferðissambandi við sig. Hyggjast lögmenn Bananas áfrýja dómnum en verði hann staðfestur mun Banana verða að afplána eitt ár í fangelsi nema Robert Mugabe, forseti landsins, náði hann. Ovíst er hins vegar hvort Mugabe mun beita sér í málinu enda hefur hann lýst sam- kynhneigðum sem „óæðri jafnvel svínum og hundum“. Reuters Eru reiki- stjörnurnar oftaldar? London. The Daily Telegraph. HUGSANLEGT er, að reiki- stjörnunum í sólkerfinu okkar fækki brátt um eina, þ.e.a.s. ef sumum stjörnufræðingum verður að ósk sinni. Um er að ræða Plútó, minnstu reikistjörnuna og þá, sem er einna lengst frá sólu. A undanförnum árum hefur þeim fjölgað stöðugt, sem segja, að hann sé í raun engin reiki- stjarna og hefði aldrei átt að fá það sæmdarheiti. Plútó er nefnilega 500-sinnum minni en jörðin og því vilja margir líta á hann sem ofvaxinn loftstein eða í besta falli sem dverg- vaxna reikistjörnu. Það var Clyde Tombaugh, stjarnfræðingur við Lowell- stjörnurannsóknastöðina í Arizona, sem uppgötváði Plútó árið 1930 og fimm árum síðar fóru að heyrast raddir um, að hann væri of vesældarlegur til að geta kallast reikistjarna. Halarófa af „Plútóum" Ahangendur Plútós urðu fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum árum þegar stjarn- fræðingar uppgötvuðu Kuiper- beltið, halarófu af 60 „Plútó- um“ eða loftsteinum, sem var þá á leið í gegnum sólkerfið. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir lát Tombaughs 1997, að fyrir alvöru var lagt til við Alþjóðastjarnfræðifélagið, að reikstjörnunum yrði fækkað um eina. Stendur nú yfir at- kvæðagreiðsla um þetta. Fjöldamorð Serba á Kosovo-Albömim síðastliðinn föstudag harðlega gagnrýnd um allan heim Ráðaleysi einkenn- ir afstöðu NATO Brussel, Racak, Genf. Keuters, The Daily Telegraph. Reuters UNGT barn heldur sér dauðahahli í gamlan mann eftir hafa virt fyrir sér lík þeirra Kosovo-Albana sem Serbar myrtu sl. föstudag. VIÐBRÖGÐ fulltrúa Atlantshafs- bandalagsins (NATO) við ódæðis- verkum Serba við bæinn Racak í Kosovo, þar sem serbneskar her- sveitir myrtu a.m.k. 45 Kosovo-Al- bana á föstudag, Jtykja til marks um það ráðaleysi og óeiningu sem ríkir innan bandalagsins og óttast margir að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, muni nýta sér tregðu NATO til að beita hörku út í ystu æsar á næstu vikum í viðleitni sinni til að berja Kosovo-Albana til hlýðni. Ódæðisverkið á föstudag er versta einstaka fjöldamorðið í átök- unum í Kosovo, sem hófust í fyrra- vetur. Voru fulltrúar aðildarrfkja NATO kallaðir á neyðarfund á sunnudagskvöld eftir að lík Kosovo- Albananna fundust í skurði í ná- grenni Racak á laugardagsmorgun. Varð niðurstaða fundarins sú að fordæma aðgerðir Serba harðlega og jafnframt að senda tvo æðstu hershöfðingja baridalagsins, þá Wesley Clark og Klaus Naumann, til fundar við Milosevic til að gera honum ljóst hversu alvarlegum aug- um umheimurinn liti þessi nýjustu voðaverk, sem ganga þvert á þá samninga sem Milosevic skuldbatt sig til að hlíta í nóvember sl. Sagði Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, að Milosevic yrði að standa við þau loforð sem hann gaf bandalaginu, en hætt var við loftárásir á Júgóslavíu á síðustu stundu síðastliðið haust þegar Milosevic samþykkti skilmála NATO. Ekki var gengið svo langt að tala um hemaðaríhlutun léti Milosevic sér ekki segjast, en full- trúar NATO létu þó hafa eftir sér að sú heimild til loftárása, sem sam- þykkt var 27. október, væri enn í fullu gildi. Vakti það ekki síst reiði að stuttu áður en sendiherrar NATO komu saman til fundar á sunnudag bárust fregnir af því að serbneskar her- sveitir hefðu að nýju hafið árásir á Racak, áður en íbúum þorpsins hafði gefist tækifæri til að jarðsetja mennina sem Serbar myrtu á fóstu- dag. Létu Serbar það ekki hafa áhrif á sig né heldur að í þorpinu var fjöldi eftiriitsmanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÓSE. NATO lamað Aðgerðir Serba hafa verið for- dæmdar og bæði Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Mary Robin- son, framkvæmdastjóri Mannrétt- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sögðu mikilvægt að þeim sem stóðu að morðunum yrði refsað. Á hinn bóginn er það samdóma álit fréttaskýrenda að NATO sé nánast lamað í málinu og ólíklegt að samstaða náist um hernaðaríhlutun í Kosovo. Að minnsta kosti þurfi fleiri slík ódæðisverk að koma til áð- ur en af aðgerðum geti orðið. Deilt er um hvort NATO geti yfirhöfuð beitt sér í Kosovo án þess að hafa til þess fullt umboð Sameinuðu þjóð- anna og er t.d. bent á að aðgerðir NATO í Bosníustríðinu vora gerðar með samþykki SÞ. Bretum og Bandaríkjamönnum tókst ekki að tryggja sér umboð til að hóta Milosevic loftárásum í sept- ember á síðasta ári og enn ólíklegra er að slíkt tækist nú, enda eru Rússar afar mótfallnir aðgerðum gegn Serbum. Þar sem samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru þegar nokkuð erfið, í kjölfar árása Breta og Bandaríkjamanna á írak í desember, væri varasamt að egna þá aftur til reiði nú, og það vegna Serba sem standa langtum nær hjarta Rússa en írakar. Það hefur einnig áhrif á afstöðu nokkurra NATO-ríkja, t.d. Frakka, að þau telja liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA) ekki síður eiga sök á þeirri stöðu sem nú er komin upp í Kosovo. Óttast mai-gir að KLA muni nú sjá sig tilneyddan til að svara fyrir fjöldamorð Serbanna sem aftur á móti gæti orðið til að Milosevic fyrirskipaði enn harka- legri aðgerðir í Kosovo en sést hafa hingað til. Á það er bent að Milos- evic geri sér fyllilega grein fyrir því að hann muni komast upp með ansi margt áður en kemur til hernaðarí- hlutunar utanaðkomandi afla. Frekari átök í vændum? Þótt flestir séu sammála um að Slobodan Milosevic sé meginskúrk- urinn í deilunni þá hefur enginn ut- anaðkomandi aðili tekið undir kröf- ur KLA um fullt sjálfstæði Kosovo, sem er hérað í Serbíu, frá sam- bandsríki Júgóslavíu. Og hvert væri þá verkefni NATO-herja ef þeir færu inn í Kosovo? Segja má að NATO sé fast milli tveggja elda. Færu NATO-herir inn I Kosovo einfaldlega til að berja á Serbum fyrir hátterni þeirra yrði það óhjákvæmilega til að efla KLA og baráttu skæruliðanna. En það kærir NATO sig ekki heldur um. Vildi bandalagið því koma í veg fyr- ir sjálfstæði Kosovo eftir að hafa barið á Serbum yrði væntanlega næst að snúa sér að Kosovo-Albön- unum og berja á þeim fyrir óbil- gjarnar kröfur þeirra um sjálfstæði. Ráðaleysi einkennir því afstöðu NATO til Kosovo-deilunnar og á meðan svo er er erfitt að sjá hvern- ig bandalagið getur beitt sér í Kosovo. Hitt er annað mál að litlar líkur eru á því að Serbar eða skæru- liðar KLA bíði þar til NATO geri upp hug sinn, harðnandi átök á næstu vikum gætu þýtt að NATO einfaldlega yrði að grípa í taumana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.