Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 26

Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bill Clinton Bandarikjaforseti flytur stefnuræðu í miðjum réttarhöldum í öldungadeildinni Verjendur hyggjast sýna fram á gloppur Washington. Reuters. VERJENDUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefja í dag vörn forsetans fyrir öldungadeildinni en „saksóknarar" fulltrúadeildarinnar luku málflutningi sínum á laugar- dag. Þrátt fyrir réttarhöldin hyggst forsetinn flytja stefnuræðu sína á þinginu í dag og er talið að hann muni reyna að nota tækifærið til að sýna fram á að hann láti rétt- arhöldin ekki trufla störf sín. Er forsetinn m.a. sagður ætla að leggja mikla áherslu á menntamál í ræðu sinni. Lögfræðingamir Charles Ruff og Greg Craig eru í forsvari lögfræð- ingasveitar forsetans en talsmaður þeirra sagði að þeir hlökkuðu til að hefja málsvömina. „Við munum sýna fram á að engin efnisatriði styðja ásakanimar né heldur eigi þær sér stoð í lögum. Það er því ekkert sem réttlætir að niðurstöður kosninga séu ógiltar og forseta vikið frá störfum,“ sagði Jim Kennedy, talsmaður verjendanna. Þá yrðu dregnar fram gloppur í málflutningi repúblikana og bent á að þeir hefðu rangtúlkað vitnisburð og sönnunar- gögn í málinu. Ekki verður tekin ákvörðun um Friðar- gæslu hætt í Angóla? ' Luanda. Rcutcrs. HUGSANLEGT er, að Sameinuðu þjóðimar hætti öllu friðargæslu- starfí í Angóla vegna harðra bar- daga milli stjómarhersins og skæraliða Unita-hreyfingarinnar. Er það raunar lagt til í skýrslu, sem Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur lagt fyrir öryggis- ráðið. í 26 síðna skýrslu, sem dreift var í gær, segir Annan, að ljóst sé, að stríðandi fylkingar í Angóla hygg- ist gera upp sín mál á vígvellinum og því sé ekki lengur nokkurs frið- ar að gæta. Þá hefðu tvær flugvél- ar samtakanna verið skotnar niður í landinu á síðustu fjóram vikum og væri sá „fyrirlitlegi glæpur“ beint tilræði við starfsemi þeirra í land- inu. Kvaðst hann búast við, að mestur hluti SÞ-liðsins, um 1.000 manns, yrði farinn þaðan fyrir 20. mars. Reynt að halda uppi hjálparstarfi Talsmaður SÞ í Luanda, höfuð- borg Angóla, sagði í gær, að verið væri að draga úr starfseminni en áfram yrði reynt að halda uppi ein- hverju hjálparstarfí. Eftir öðram var haft, að um 300 manns myndu vinna við það að koma vistum til um 200.000 flóttamanna í þremur borgum, sem Unita situr um. það hvort vitni verða kölluð fyrir fyrr en saksóknarar og verjendur hafa lokið málflutningi sínum. Margir öldungadeildarþingmenn úr röðum repúblikana sögðu hins veg- ar um helgina að vaxandi líkur væra á því að sú yrði raunin. „Ég held að það yrði erfitt undir þessum kring- umstæðum að kalla ekki til vitni,“ sagði Orrin Hatch, formaður dóms- málanefndar öldungadeildarinnar í fréttaþættinum „Meet the Press“ á sjónvarpsstöðinni NBC. Hatch sagði málflutning saksóknara hafa verið „öflugan" og að erfitt hlutverk biði lögmanna forsetans. Vitni talin nær óhjákvæmileg Demókratar og fulltrúar Hvíta hússins hafa hins vegar lagst gegn því að draga fram vitni og benda á að þar með myndu réttarhöldin lík- lega dragast fram á sumar. Að sögn blaðsins Washington Post í gær era hins vegar nánustu aðstoðarmenn Clintons farnir að sætta sig við þá tilhugsun að ekki verði komist hjá vitnaleiðslum. Lanny Davis, fyrrverandi lög- maður Hvíta hússins, sagði í sjón- varpi á sunnudag að þau vitni sem líklegast yrðu kölluð fyrir, s.s. Betty Currie og Vemon Jordan, yrðu lík- lega forsetanum hagstæð. Öldungadeildarþingmaðurinn Charles Schumer, demókrati frá New York, sagði flesta þingmen ætla að bíða og sjá áður en þeir gerðu upp hug sinn og flokksbróðir hans Byron Dorgan frá Norður-Da- kóta sagðist telja óhjákvæmilegt að vitni yrðu kölluð fyrir þótt hann væri sjálfur andvígur því. „Það hef- ur ekkert hneykslismál verið jafnít- arlega rannsakað og fengið jafn- mikla umfjöllun og þetta. Eg er bú- inn að sitja héma í þrjá daga og hef ekkert nýtt heyrt. Ég á ekki heldur von á að heyra neitt nýtt þegar Hvíta húsið kynnir málflutning sinn,“ sagði Dorgan. Þingmenn hafa einnig velt fyrir sér undanfama daga hvort rétt sé að forsetinn beri sjálfur vitni. Bill McCollum, einn saksóknara full- trúadeildarinnar, sagðist telja rétt að forsetinn yrði kallaður fyrir ef önnur vitni yrðu yfirheyrð. Annar saksóknari, James Sensenbrenner, sagðist vera þeirrar skoðunar að ef forsetinn bæri vitni og segði sann- Reuters Þrír fórust er sfldar- bátur sökk við Noreg Óstó.JtcutÆrs. ÞRIR menn fórast er norski síld- arbáturinn „Borg0ygutt“ sökk í slæmu veðri fýrir norðan Bodo að- faranótt sl. laugardags. Þremur tókst að bjarga upp í þyrlu. Báturinn, sem var 22 metra langt, 34 ára gamalt tréskip, var á leið á síldarmið innst inni í Vest- fjorden þegar hann sökk og er ‘ ekki vitað hvað olli. Sumir hafa þó getið sér til, að skipið hafi verið búið að taka inn á sig mikinn sjó enda var veðrið mjög slæmt og ölduhæð mikil. Eins og fýrr segir tókst að bjarga þremur mannanna en einn þeirra var hætt kominn vegna of- kælingar. Þyrluflugmenn fundu síðar lík tveggja þeirra, sem fórast, og kafari náði því þriðja. „Alþýðu- hátíð“ í Minnesota JESSE Ventura, fyrrverandi glímukappi og núverandi ríkis- sljóri í Minnesota í Bandaríkjun- um, efndi til mikillar „alþýðuhátíð- ar“ í Minneapolis sl. laugardag og sóttu hana um 16.000 manns. Hér fagnar hann fólkinu með sínum hætti en hátíðina hélt hann í stað hins hefðbundna ríkisstjóraballs. Reuters TVEIR starfsmenn Hvíta hússins, Elena Kagan og Michael Waldman, fylgjast með Bill Clinton æfa flutning stefnuræðu sinnar. leikann væri hægt að ljúka málinu á nokkrum dögum. Þeir repúblikanar sem tjáðu sig um málið sögðust þó vera andvígir því að stefna forsetan- um ef hann neitaði að bera vitni. „Ég tel að öldungadeildin eigi aldrei að stefna forseta og það á einnig við um núverandi forseta," sagði Larry Craig, öldungadeildarþingmaður frá Idaho. Vilja rannsókn á Flynt Stofnun í tengslum við Repúblikanaflokkinn hefur farið þess á leit við bandariska dóms- málaráðuneytið að það rannsaki til- raunir Larrys Flynts, útgefanda klámritsins Hustler, til að grafa upp upplýsingar um framhjáhald hátt- settra flokksmanna Repúblikana- flokksins. I erindi Landmark Legal Foundation er vísað til lagaákvæða um að utanaðkomandi sé óheimilt að hafa afskipti af þingrannsókn. Jim Nicholson, formaður Repúblikanaflokksins, sagði að það eina sem vekti fyrir Flynt væri að reyna að ógna og þagga niður í þingmönnum sem hefðu gagnrýnt forsetann. Skæruliðaforingi Kúrda segist vart eiga annan kost en hefja vopnaða baráttu á ný • • Ocalan farinn frá Ítalíu Róm, Ankara. Reuters. MASSIMO D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að tyrknesk stjómvöld hefðu á sínum tíma gert mistök þegar þau höfnuðu boði ítal- skra stjómvalda um að kúrdíski skæruliðaforinginn Abdullah Öcalan yrði leiddur íýrir alþjóðlegan glæpa- dómstól. Öcalan yf- irgaf Italíu um helgina og vissu menn í fýrstu ekk- ert hvert hann fór. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagðist hins vegar í gær hafa áreiðanlegar heimildir fýrir því að Öcalan væri kominn til Rússlands. „Tyrkland lét gott tækifæri til að sjá Öcalan leiddan fyrir rétt renna sér úr greipum. Sú afstaða að halda því til streitu að Öcalan yrði fram- seldur til Tyrklands var alls ekki raunsæ,“ sagði D’Alema. Ummælin féllu eftir að ítölsk dagblöð greindu frá innihaldi bréfs, sem Öcalan skrif- aði áður en hann yfirgaf Ítalíu, þar sem hann sagðist vart sjá að hann ætti annars úrkosta en taka aftur upp vopnaða baráttu fyrir réttindum Kúrda. Öcalan var handtekinn þegar hann kom til Ítalíu frá Moskvu 12. nóvem- ber síðastliðinn í samræmi við al- þjóðlega handtökuskipun á hendur honum sem Þjóðverjar höfðu lagt fram. Þjóðverjar drógu handtöku- beiðnina hins vegar til baka af ótta við að til átaka kæmi heima fyrir milli tyrkneskra og kúrdískra inn- flytjenda í landinu ef efnt yrði til réttarhalda þar yfir Öcalan. Var Öcalan í kjölfarið frjáls ferða sinna enda höfðu ítalskir dómstólar úrskurðað að ekki væri hægt að framselja Öcalan til Tyrklands þar sem ítölsk lög bönnuðu framsal manna til ríkja þar sem dauðarefs- ing er viðhöfð. Neituðu Tyrkir boði Itala um að Öcalan yrði leiddur fyr- ir alþjóðlegan glæpadómstól og voru samskipti landanna afar erfið um nokkra hríð enda Tyrkir allt annað en ánægðir með ákvörðun Itala. Grikkir vilja ekki fá Ocalan í heimsókn Öcalan yfirgaf Ítalíu með leynd á laugardag en ekki er vitað hvert hann fór. Gátu ítölsk dagblöð sér þess til í gær að hann hefði líklega farið til einhverra af fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna. Héldu dagblöð í Grikklandi því fram í gær að Öcalan hefði viljað koma þangað en grísk stjórnvöld neitað beiðni hans. Virtist D’Alema afar feginn því að sjá á bak skæra- Hðaforingjanum. „Ég veit ekki hvar hann er og ef ég á að vera fullkom- lega hreinskilinn þá er mér nákvæm- lega sama.“ í bréfi til D’Alemas, sem gert var opinbert í gær, sagðist Öcalan harma þann þrýsting sem stjórn D’Alemas hefði sætt af hálfu Tyrkja. Sagðist Öcalan hafa yfirgefið Ítalíu af „fús- um og frjálsum vilja“ og að hann vonaðist til að geta snúið aftur til Evrópu þegar aðstæður væra réttar fyrir úrlausn Kúrdadeilunnar. í öðru bréfi, sem birt var í ítölsk- um dagblöðum í gær, sagðist Öcal- an hafa vonast til að dvöl sín á ítal- íu yrði til þess að efnt yrði til al- þjóðlegrar friðarráðstefnu um rétt- indi kúrdísku þjóðarinnar en kvaðst nú óttast að enginn mögu- leiki væri eftir í stöðunni annar en sá að hefja á ný vopnaða baráttu fyrir réttindum þeirra. í síðasta mánuði hafði Öcalan lýst því yfir að hann hefði slitið öll tengsl við skæruliðasveitir PKK, sem átt hafa í blóðugu stríði við tyrkneskar ör- yggissveitir allt frá því Öcalan stofnaði PKK árið 1978. Abdullah Öcalan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.