Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 29

Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 29 LISTIR Þriðju tónleikar Poulenc-hátíðarinnar í Iðnó „Maður nærist á þessari tónlist“ ÞRIÐJU og næstsíðustu tón- leikarnir á Poulenc-hátíðinni í Iðnó verða haldnir í kvöld, þriðjudagskvöld, og heijast kl. 20.30. Á efnisskrá eru tvær sónötur, tríó og sextett, auk ljóðaflokks. Fyrsta verkið á tónleikun- um, Sónata fyrir óbó og pí- anó, var samið 1962, ári áður en Poulenc lést, og tileinkað minningu Sergej Prokofíevs. Eydís Franzdóttir, óbóleikari og umsjónarmaður hátiðar- innar, segir verkið bera þroskuðum listamanni vitni, bæði með hliðsjón af hljóma- gangi og öðru. Þá er í verk- inu að finna „eina sorglega kaflann sem Poulenc samdi“, að því er Eydís fullyrðir. Er tónskáldið þar að minnast starfsbróður síns, Prokofíevs. Annað verkið á tónleikun- um, Sónata fyrir píanó fjór- hent, samdi Poulenc 1918, ár- ið sem hann vakti fyrst athygli. Eydís segir hann hafa samið mikið í stíl annarra tónskálda á þessum tíma og sónatan sé undir sterkum áhrifum frá Igor Stravinskíj. „Verkið ber samt sterk Poulenc- einkenni og glöggt má greina að það er samið af manni sem var frá- bær píanóleikari sjálfur." Tríó fyrir óbó, fagott og píanó er næst á efnisskrá. Er það skrifað árið 1926 og segir Eydís auðséð að Poulenc hafði þá þroskast mikið sem tónskáld. „Þetta verk er gjör- ólíkt sónötunni frá 1918. Það er létt, glettið og fjörugt - rosalega skemmtilegt." Unni ljóðlistinni Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona, sem flytja mun Ijóðaflokkinn Fiancelles pour rire, eða Spaugi- lega trúlofun, ásamt Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur píanóleikara, segir ekki um eiginlegan ljóða- flokk að ræða, miklu frekar röð ólfkra og fjölbreyt.ilegra Ijóða. Textinn er sóttur í smiðju til skáld- konunnar Louise de Vilmorin. „Mörg af bestu verkum Poulencs eru sönglög," segir Þóra fullum Morgunblaðið/Ámi Sæberg EYDÍS Franzdóttir og Þóra Einarsdóttir verða í sviðsljósinu á tónleikum Poulenc-hátíðar í Iðnó. fetum. „Hann unni ljóðlistinni og hefur greinilega haft góða tilfinn- ingu fyrir textum, treysti í því efni frekar á eigin eðlishvöt og hjarta en gáfur.“ Þóra segir ljóðin meðal annars fjalla um ástina á ólíkan hátt, unga ást, þrá eftir ást, tilgang(sleysi) ástarinnar og glataða ást. Þá er eitt ljóðanna lagt í munn líki, sem lýsir síðustu augnablikum lífs síns. „Húmor og léttleiki Poulencs kem- ur vel fram í þessum lögum en einnig ótnileg einlægni." Þóra og Helga Bryndís hafa flutt Spaugilega trúlofun áður, síð- ast í Carnegie Hall í New York í október síðastliðnum. Kveðst Þóra ánægð með undirtektir í því nafn- kunna húsi. Af Þóru er það annars að frétta að í nóvember sem leið söng hún í frumsýningu á glænýrri óperu eft- ir Simon Holt, The Nightingale is to Blame, á samtímatónlistarhátíð í Huddersfield á Englandi. Sýning- in er á vegum Opera North. Af verkefnum sem bíða hennar á þessu ári má nefna jólatónleika með útvarpshljómsveitinni í Berlín. Leggjast þeir vel í hana. Þóra mun á næstunni flytj- ast búferlum til Máhneyjar en gerir eigi að síður ráð fyr- ir að hennar helsti starfsvett- vangur verði áfram England. „Þegar maður er lausráðin skiptir ekki öllu máli hvar bækistöðvar manns eru, svo framarlega sem þær eru ná- lægt flugvelli," segir söng- konan og hlær. Á markaðstorgi En aftur að tónleikunum í Iðnó. Lokaverk þeirra verður Sextett fyrir píauó og blást- urshljóðfæri, samið 1932 og endursamið 1939-40. Eydís segir tónsmíðina iða af lífi og fjöri en telja má að hugmynd- in að henni hafi komið frá Parísarborg, sem Poulenc unni af öllu hjarta. „Maður getur ímyndað sér að maður sé staddur á markaðstorgi í París.“ Eydís segir verkið einnig ein- kennast af afar erfiðum píanóparti en „Poulenc hafði svo stórar hend- ur, svo rosalegt grip, að margir pí- anóleikarar eiga erfitt með að leika verk hans.“ Eydís er hæstánægð með Pou- lenc-hátíðina. Vel hafi til tekist. „Þetta hefur verið rosalega gaman enda var Poulenc alveg frábært tónskáld. Það hefur ekki síst verið ánægjulegt hvað tónlistarfólk hef- ur haft mikinn áhuga á því að taka þátt í hátíðinni, fólk hreinlega brennur í skinninu að leika þessa tónlist. Það er því óhætt að full- yrða að fiytjendur hafi ekki skemmt sér síður en áheyrendur.“ „Það er ekki skrítið,“ skýtur Þóra þá inní. „Maður nærist á þessari tónlist.“ Flytjendur á tónleikunum, auk Eydísar, Þóru og Helgu Bryndfsar, verða Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarínettuleikari, Kristín Mjöll Jakobsdótt.ir fagottleikari, Anna Sigurbjörnsdóttir hornleikari og píanóleikararnir Brynhildur Ás- geirsdóttir, Unnur Vilhelmsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. Svarthempa vakin upp LEIKLIST Sjónleikur í Tjarnarbfði SVARTKLÆDDA KONAN Höfundur hinnar upphaflegu skáldsögu: Susan Hill. Höfundur leikgerðar: Stephen Mallatratt. Þýðing: Ottó G. Borg. Leiksljóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðar- leikstjóri: Bryndís Petra Braga- dóttir. Hljóðmynd: Kjartan Kjart- ansson. Lýsing: Þorsteinn Sigur- bergsson. Leikmynd, búningar og leikmunir: Charlotta Eriksson, Isold Grétarsdóttir og Rannveig Eva Karlsdóttir. Leikarar: Viðar Eggertsson og Vilhjálmur Hjálm- arsson. Laugardaginn 16. janúar. í TJARNARBÍÓI gefst nú kostur á að sjá á ný hryllings- leikritið um þá svartklæddu sem vakin hefur verið upp eftir fimm vikna hlé. Þar eð Viðar Eggertsson leikur nú hlutverk Arthurs Kipps í stað Arnars Jóns- sonar þykir ástæða til að fjalla aftur um sýninguna. Til að koma í veg fyrir að meló- dramatísk sagan virki hjákátlega á nútímaáhorfendur er leikritið þannig úr garði gert að þeir fylgjast með leikara cg viðvan- ingi takast á við þann vanda að setja á svið brot úr ævi hins síð- arnefnda. Leikritið segir sögu sem gerist á þremur stigum í tíma: Hinn aldraði Kipps og leik- arinn sviðsetja hér og nú atburði sem gerðust þegar Kipps var ungur maður. Þá varð hann fyrir reynslu sem tengdist atburðum sem áttu sér stað sextíu árum fyrr. Áhorfendur fylgjast því með viðbrögðum Kipps jafnt sem ungs og gamals manns við atburðarás sem hafði víðtæk áhrif á líf hans allt. Jafnframt þessu vex Kipps ásmegin í leik- listinni eftir því sem sýningunni vindur fram. Framsögn hans er mjög áfátt í byrjun, hann leikur illa og ofleikur, auk þess sem hann les textann af handritinu. I lokin hefur hann náð tökum á leiknum og er gert að verða að þeim persónum sem hann túlk- ar. Hlutverk Kipps er því meira krefjandi sem jafnframt þvi sem Kipps fetar sín fyrstu og síðustu spor í leiklistinni er honum upp- álagt að túlka mjög ólíkar per- sónur. Vegna þess hvernig leikgerðin er uppbyggð er oft og tíðum erfitt fyrir áhoifendur að gleyma sér á sýningunni, þ.e. að vera sér þess ekki meðvitandi allan tímann að þeir eru að horfa á leiksýningu. Inn- lifun Viðars í hlut- verk sitt er slík að þessi augnablik eru mun fleiri en ella. Hann túlkar per- sónu Kipps, sem líf- ið hefur leikið grátt, af nærfærni, hægð og þroska og dreg- ur með líkamsbeit- ingunni upp mjög sannfærandi smá- myndir af þeim per- sónum sem Kipps leikur. Skilin milli hinna leikhúslegu hréyf- inga og framburðar hins „lærða leikara" í hlutverki hins unga Kipps, fulls Iífsgleði og sjálfstrausts, annars vegar og hins vegar hins þjakaða Kipps verða enn skýrari og heildar- mynd sýningarinnar meira sann- færandi. Viðar er fjölhæfur leikhús- maður og hefur lítið sinnt því að leika á sviði hin síðari ár. Það er því sérstaklega gaman að sjá hann aftur og sannreyna að hann hefur engu gleymt. Sveinn Haraldsson Viðar Eggertsson QOkhar besta verðQ Hreinsum allt út á óvíðjafnanlegu verðl Peysur Buxur Pils Vesti Jakkar o.m.fl. (Suelle Quelle Quelle TT?T?imi ur • sími 564 2 alvegur 2 • K

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.