Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málþing Tónskáldafélags fslands um Jón Leifs Morgunblaðið/Jón Svavarsson KJARTAN Ólafsson, formaður Tónskáldafélags íslands, kynnir þátttakendur í pallborðsumræðum um Jón Leifs. Þeir eru, frá vinstri, Atli Heimir Sveinsson, Örn Magnússon, Ævar Kjartansson, sem sljórnaði umræðunum, Sigurður A. Magnússon, Hilmar Oddsson og Hjálmar H. Ragnarsson. „Nú þurfum við að snúa okkur að tónlist Jóns Leifs“ Tónskáldafélag íslands stóð fyrir málþingi um Jón Leifs í Gerðubergi sl. laugardag, en Jón Leifs og verk hans eru í brennidepli á Myrkum músíkdögum sem nú standa yf- ir. Margrét Sveinbjörnsdóttir hlýddi á skoðanaskipti manna sem hafa haft kynni af tónskáldinu og verkum þess. ÁTTTAKENDUR í pall- borðsumræðum á málþinginu voru tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar H. Ragnars- son, Örn Magnússon píanóleikari, Hilmar Oddsson kvikmyndaleik- stjóri og Sigurður A. Magnússon rit- höfundur en umræðum stjórnaði Ævar Kjartansson, dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu. Atli Heimir kynntist Jóni fyrst á námsár- um sínum í Köln og starfaði seinna með honum innan Tónskáldafélags íslands. Ritgerð Hjálmars til meist- araprófs fjallaði um Jón Leifs og tónsmíðar hans, hann skrifaði ásamt Hilmari handritið að kvikmyndinni Tár úr steini, sem fjallaði um ævi tónskáldsins, og var jafnframt tón- listarstjóri þeirrar myndar, sem Hilmar leikstýrði. Öm hefur á und- anförnum árum spilað og frumflutt mikið af píanótónlist Jóns Leifs og nú síðast flutti hann ásamt Finni Bjarnasyni söngvara megnið af sönglögum Jóns á tónleikum í Saln- um í Kópavogi. Sigurður A. þekkti Jón persónulega frá því að hann starfaði með honum í Bandalagi ís- lenskra listamanna og hafði frá ýmsu að segja af þeim kynnum. Á málþinginu var leitast við að skipta umræðunni í þrennt og skyldi fyrst tekin fyrir tónlist Jóns Leifs, þá félagsmálastörf hans og hags- munabarátta í þágu íslenskra tónlist- armanna og að síðustu átti að beina sjónum að manninum sjálfum og ævi hans. Þegar til kom reyndist þó síður en svo auðvelt að halda verkum og persónu aðgreindum og var helst á mönnum að heyra að það yrði ekki fyrr en með enn nýjum kynslóðum áheyrenda. Því var jafnvel slegið fram að hinn mikli áhugi á persónu Jóns í kjölfar kvikmyndaiinnar Tár úr steini tæki athyglina frá tónsmíð- um hans. Atli Heimir hélt því á sínum tíma fram í eftirmælum um Jón Leifs að hann væri það langmerkilegasta sem hefði komið fram í íslenskri tónlist. „Ég er enn á þeirri skoðun,“ segir hann og bætir svo við: „Hins vegar hafa skoðanir mínar á Jóni Leifs breyst, fyrst og fremst vegna þess að á þessum tíma hafði maður ein- faldlega heyrt svo lítið eftir hann. Af þessum góðu listamönnum sem voru brautryðjendur og sköruðu fram úr á sínu sviði, var Jón sá sem var minnst þekktur og er reyndar enn þann dag í dag. Við þekkjum verk Halldórs Laxness, Steins, Kjarvals, Svavars Guðnasonar og Ásmundar, en verk Jóns Leifs eru enn ekki öll aðgengileg iyrir okkar þjóð. Og þeg- ar ég skrifaði þetta, skömmu eftir dauða hans, þá var miklu minna þekkt af verkum hans en núna. Ég nefni sem dæmi um það hve þjóðin þekkti lítið til hans að fyrst í gær var verið að frumflytja hljómsveitarverk eftir hann og fyrr í vikunni voru frumflutt fimm sönglög eftir hann. Jón var vanræktur og það var af manna völdum," segir Atli Heimir. Hjálmar lýsir því svo þegar hann barði fyrst að dyrum hjá frú Þorbjörgu Leifs árið 1978. „Hún vísaði mér upp á loft og færði í mínar hendur pappakassa. Ég opnaði kassann og þar var bréf, sem var einskonar orðsending til þess manns sem myndi hefja þessa vinnu. Það var greinilegt að Jón var því viðbúinn að einhvern tíma myndi einhver rata þarna inn og hefja þá vinnu að skrifa um hann og stúdera hans tónlist," segir Hjálmar, sem tók orðsendinguna til sín og hófst handa og úr varð ritgerð til meistaraprófs við Cornell-háskólann í Bandaríkj- unum. Nú, rúmum tveimur áratug- um síðar, segist Hjálmar ekki hafa trúað því þá að þetta rannsóknar- verkefni yrði sú gullnáma sem það reyndist vera. Aðspurður um tildrög kvikmynd- arinnar um Jón Leifs segir Hilmar frá því þegar hann var við nám í Múnchen í kringum 1980 og Hjálmar átti þar leið um. Þá ræddu þeir í gamni og alvöru hugmyndina um að gera Jón Leifs að því fyrir Islend- inga sem Grieg væri Norðmönnum og Sibelius Finnum. „Níu árum síðar hringdi ég í Hjálmar og sagði að nú væri kominn tími til að standa við stóru orðin,“ segir Hilmar. Hann segir þó einnig hafa verið persónu- legri ástæðu fyrir því að hann réðst í gerð myndarinnar. „Ég þekkti Leif Leifs, son Jóns, við vorum jafnaldrar og leikfélagar, stofnuðum saman hljómsveit og hlustuðum á Led Zeppelin. Ég var líka svolítið að gera þessa mynd fyrir Leif.“ • • Orn segir tónlist Jóns Leifs vera sér sífellt undrunarefni. „Þessi tónlist er engri annarri lík. Ég er alinn upp í tónlistar- kennslu af hinum klassíska þýska skóla, en þegar maður nálgast tónlist Jóns Leifs þá þarf maður að byrja á núllpunkti. Og í þessari vinnu við sönglögin hef ég lært mjög mikið nýtt.“ Atli Heimir segir Jón vissulega hafa sinn eigin sérstæða stíl, en vill þó ekki taka svo sterkt til orða að tónlist hans sé engri annarri lík. „En hvað um það, Jón hefur per- sónulegan stíl, svo persónulegan að maður þarf ekki annað en að hlusta á tónlist eftir hann í tíu sekúndur eða hálfa mínútu til að þekkja að þar er Jón og enginn annar. Hann er 20. aldar maður, það sem hann er að gera á sínum tíma er ekki ósvip- að því sem Béla Bartók gerir, þ.e. að gera einhverskonar nútímatón- list úr þjóðlagaefni síns lands. Þetta reyna ýmsir fleiri, Janácek í Tékkóslóvakíu, jafnvel Charles Ives í Bandaríkjunum, og að öðru leyti má jafnvel segja að Jón sé að gera það sama og Grieg í Noregi, hann er að búa til íslenska tónlist sprottna upp úr anda íslenskra þjóðlaga. Annars er Jón Leifs dálítill einfari í tónlist." „í tónlist Jóns endurspeglast svo mikið hans karakter, þegar maður hlustar á hana þá þarf ekkert að leita að kjarnanum, hann blasir við. Það er engu ofaukið, hann kemur beint fram og það er kannski það sem er best við Jón. Tilgerð var eit- ur í hans beinum. Hann var líka of- boðslegur egóisti, líka í list sinni, og það er kannski þess vegna sem tón- list hans er svona sérstök,“ segir Hjálmar og bætir við að Jón hafi átt mjög lítið sameiginlegt með þeim straumum og stefnum sem hér fóru um. „Hann átti t.d. ekkert sameig- inlegt með tólftónatónlistinni eða avantgarde-tónlistinni og þess vegna var hann kannski enn meira utangátta, ég held að það hafi þurft kynslóðir sem þekktu ekki til hans til þess að uppgötva Jón. Það þurfti póstmódernismann til þess að taka hann í sátt - hann er jaðarmaður og hans tónlist er jaðartónlist. Hún á sinn sess í listasögu Evrópu, það er ekki sess sem er eins stór og Bartóks, mér dettur það ekki í hug - og Jón á afspyrnu vond verk inn- an um perlurnar - en ég held að hans tragedía hafi verið sú að hann fékk ekki að heyra tónlist sína flutta. Og þess vegna fer hann að staðna í stílnum, þegar hann heyrir ekki verkin spiluð og fær ekki þessa hringrás sem örvar og endurnýjar sköpunarkraftinn.“ Atli Heimir er alls ekki á því að það þurfi póstmódernista til að skilja og viðurkenna verk Jóns Leifs. „Ég held að það hafi komið svo margt fleira til, á seinustu árum hefur áhugi á þessum einfórum aukist mjög mikið,“ og Hjálmar skýtur inn „með póstmódernisman- um einmitt". Atli lætur ekki sann- færast. „Ég held nú að sá áhugi hafí verið fyrir hendi áður en menn byrj- uðu að tala um póstmódernisma. Ég held að hann eigi meira sameiginlegt með tólftónamönnum þó að hann noti ekki þeirra aðferðir, hann þekkti t.d. vel verk Schönbergs," segir hann og ítrekar að hann telji að maður þurfi ekki að vera póst- módemisti til þess að geta metið verk Jóns. „Það er bara meiri áhugi á jaðarmönnum núna. I seinni tíð er líka alltaf verið að uppgötva þá menn sem urðu fyrir barðinu á nazistum og Jón er jú einn af þeim.“ Ein ástæða þess hve lítið tónlist Jóns Leifs hefur verið flutt er að mati Arnar sú hve hún er óvægin við flytjendur. „Hún gerir miklar kröfur og er ekki alltaf þægileg í flutningi," segir hann. Atli telur of mikið úr því gert að tónlist sé ekki flytjendavæn. „Ég hef þá skoðun að öll góð tónlist sé dálítið erfið í flutningi,“ segir tón- skáldið. Hjálmar veltir fyrir sér spurning- unni um það hvernig nýjar kynslóðir hlpstenda taki við tónlist Jóns Leifs. „Ég hef engar vísindalegar rann- sóknii’ en mér hefur sýnst að verk hans dragi ekki á tónleika hefð- bundna tónleikagesti, heldur miklu frekar yngra fólk. Á sinfóníutónleik- unum 1989 þegar Hekla vai- frum- flutt þá voru auð sæti þar sem áskrifendumir áttu sæti en hin voru öll troðfull," segir hann, „ég held að yngri kynslóðirnar hafi miklu meira dálæti á Jóni en þær eldri. Ég veit það fyrir víst að Hekiuupptakan varð tískufyrirbæri hjá róttækum hugs- andi unglingum og var oft sett á fón- inn í pai'tíum þegar menn vildu fá verulega mikið kikk,“ segii' Hjálmar. „Eða losna við gestina," laumai- Hilmai' að. Sigurður A. Magnússon lýsir Jóni Leifs sem sérkennilega samansettum athafna- og bar- áttumanni og svo einfara sem dreymdi fyrst og fremst um það að fá næði til þess að semja. „Hann var þrjóskari en sjálfur fjandinn og lét hvergi vaða yfir sig, stoltur, en samt svo ljúfur í viðkynningu og skemmti- legur,“ segir Sigurður, sem fyrst hafði eitthvað af Jóni að segja þegar hann efndi til mikillar tónlistarsýn- ingar í Listamannaskálanum árið 1947. Það var svo 1956 sem persónu- leg kynni tókust með þeim. Þá var Jón búinn að stofna bæði Tónskálda- félagið og Stef og var þar í farar- broddi. Þegar sigur var unninn á út- varpsstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hún farin að greiða íslenskum tónlistannönnum stefgjöld fyrii' flutning á tónlist þeirra streymdu peningamir inn. Þá tók Jón upp á því að efna til fínnar veislu á Hótel Borg einu sinni í mánuði, í hádeginu, þar sem Sigurður sat gjarnan ásamt nokkrum öðrum útvöldum. Hann segir Jón hafa verið langt á undan sinni samtíð og nefnir ýmis mál sem hann barðist fyrir en fengu ekki hljómgrunn þá. „Á þessum tíma var Viðey í algem niðurníðslu og Viðeyjarstofa til skammar fyrir þjóðina. Hann barðist fyrir því að Viðeyjarstofa yrði endurreist, vildi verða þar staðarhaldari og eyða sið- ustu árum ævinnar í að skrifa tón- verk.“ Hjálmar telur upp fleiri at- riði til að gefa sýnishorn af hinum margvíslegu hugðarefnum. „Hann fór að vinna að stofnun útgáfufé- lags, ekki bara fyi'h' tónlist heldur líka fyrir bókmenntir, hann reyndi að endurvekja menningarráð al- þjóðasamskipta, hann fór að undir- búa stofnun þjóðmenningarsam- bands, bandalags íslendinga erlend- is og sumarháskóla á íslandi, hann vildi koma upp baðhverfi á Nesja- völlum, hann vildi fá gömlu skemmtiferðaskipi lagt að bryggju í höfninni og nota sem hótel og hann fór að vinna að stofnun Listahátíð- ar. Listinn er langur og sumt tókst og sumt tókst ekki,“ segir Hjálmar og bætir við að ýmislegt hafi komist í framkvæmd löngu eftir hans dag. „Og ein hugmynd enn, hann vildi stofna hér spilavíti og arðurinn af því átti að fara til eflingar íslenskri menningu!" Ljóst er að umræða er farin af stað um Jón Leifs, verk hans og áhrif á íslenska tónlist og menningu, og enn er mikið verk fyrir höndum. „Það hefur mikið verið fjallað um örlög þessa manns en nú þurfum við að snúa okkur að tónlist Jóns Leifs. Þai' er mikill fjársjóður og mikil vinna fyrir höndum fyrir okkur tónlistarmenn þessa lands,“ segir Örn. Atli Heimh' vekur athygli á að hjá Islenskri tónverkamiðstöð sé hafin vinna að því að hreinskrifa verk Jóns Leifs og koma þeim á tölvutækt form, sem sé ekki síðra átak en að koma þeim á plötu. Þá sé hinn þekkti sænski tónlistargagn- rýnandi og fræðimaður dr. Carl- Gunnar Áhlen langt kominn með að skrifa ævisögu Jóns Leifs. „Og ég held að sú saga muni breyta nokkuð mynd okkar af Jóni,“ segir Atli Heimir, „en þar er hlutur Annie Leifs stærri og merkilegri en okkur hefur grunað."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.