Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 31 LISTIR Morgunblaðið/Ásdís VERÐLAUNAHAFARNIR í ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar. Urslit í ljóða- og smá- sagnakeppni Æskunnar ANDREA Signrðardóttir, 11 ára, og Kristján Már Gunnarsson, 10 ára, hlutu aðalverðlaun í ljóða- og smásagnakeppni barnablaðsins Æskunnar fimmtudaginn 14. janúar sl., Andrea fyrir Ijóðið Hamingjan og Kristján Már fyrir söguna Anna tekur til sinna ráða. Verðlaunin voru ferð fyrir barn og foreldra til Minneapolis í Bandaríkjunum. Auk þess hlutu tuttugu börn aukaverðlaun, myndbönd, bækur og geislaplötur. Þau eru: Sigurrós Ösp Rögnvaldsdóttir, Eva Kristín Elfarsdóttir, Helgi Steinsson, Nína Óskarsdóttir, Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, Ýmir Guð- mundsson, Sigríður Mjöll Björns- dóttir, Lena Hrönn Marteinsdótt- ir, Bjarni Jóhann Lúthersson, Unnur Margrét Unnarsdóttir, Birta Sæmundsdóttir, Ása Bryndís Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Dagrún Inga Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Árna- son, Steinunn Harðardóttir, Arna Huld Jónsdóttir, Grétar Matthías- son og Diego Björn Vaiencia. Um eitt þúsund börn á aldrinum 7-12 ára tóku þátt í keppninni sem haldin er í samvinnu við Flugleið- ir hf. og Ríkisútvarpið. Námskeið um kenn- ingar Nietzsches HIÐ íslenska bókmenntafélag efnir til lærdómsnámskeiðs, þar sem hugmyndir Nietzsches í Lær- dómsritinu Hand- an góðs og ills verða ræddar og skýrðar. Nám- skeiðið verður vikulega í fimm vikur og hefst fimmtudaginn 21. janúar kl. 20 í sal- arkynnum Þjóðskjalasafns íslands, Lauga- vegi 162. Þeirri spurningu verður varpað fram hvaða erindi heimspeki Nietzsches eigi til okkar nú, í lok 20. aldar. Handan góðs og ills kom út sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins árið 1994 í þýðingu Þrastar Ás- mundssonar og Arthúrs Björgvins Bollasonar. Lærdómsnámskeið Bók- menntafélagsins eru nýlunda, en til- efnið eru Lærdómsrit Bók- menntafélagsins, sem eru orðin 38 talsins. Þátttakendum gefst kostur á að eignast ritin á sérstöku til- boðsverði. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Arthúr Björgvin Bollason. Skráning hefst frá og með 20. janú- ar. ----------------- Sýning-um lýkur Gallerí Horn SÝNINGU Dæsusar, Úr einu í allt, lýkur fimmtudaginn 21. janúar. Sýningin er opin alla daga kl. 11-24, sérinngangur kl. 14-18. Nútíma Hrói höttur KVIKMYNPIR R e g n b o g i n n HERSHÖFÐINGINN „THE GENERAL" ★ ★ ★ Leikstjórn, handrit og framleiðsla: John Boorman. Kvikmyndatöku- stjóri: Seamus Deasy. Tónlist: Richie Buckley. Aðalhlutverk: Brendan Gleeson, Adrian Dunbar, Sean McGinley, Jon Voight. Svart/hvít. Irland. 1998. EINN fremsti leikstjóri Breta, John Boorman, gerir þessa dæma- laust fínu mynd um eins konar nútíma Hróa hött Dyflinnarbúa, Martin Cahill, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt íyrir einum fimm árum. Hann var goðsögn í lifanda lífi sem þjófur og krimmaforingi sem lék sér að lög- regluyfirvöldum og rétti þurfandi hjálparhönd. Að vísu hefur Boor- man verið álasað fyrir að draga upp fallega og rómantíska mynd af manninum, sem er til þess fallin að ýta undir goðsögnina. Menn vilja halda því fram að hann hafi ekki verið sá öðlingur sem leikstjórinn lýsir honum. Hvað sem því líður er myndin bráðskemmtileg og Martin þessi hinn mesti grallari og ein- staklega hugvitsamur og bíræfinn þjófur, frábærlega leikinn af Brendan Gleeson. Boorman kýs að hafa myndina svari/hvíta, án þess að sýnileg ástæða sé fyrir því. Hún rekur fer- il Martins frá því hann er ungling- ur á hlaupum undan löggunni með fangið fullt af sætabrauði og dreifir því til nágranna sinna og þar til hann er orðinn miðaldra og lögreglan vaktar hús hans og hvert hans fótspor. í millitíðinni kynn- umst við einkar geðslegum fjöl- skyldumanni er þolir ekki yfirvald af neinu tagi og hefur það að háði og spotti hvenær sem tækifæri gefst. Og tækifærin eru ófá. Hann rænir demantaheildsala og mál- verkasöfn og í einu sérlega vel heppnuðu bankaráni rænir hann aftur peningunum sem hann var að leggja inn í bankann. Þeir sem minna mega sín leita til hans og ef hann grunar menn sína um svik gengur hann hart að þeim. Gleeson leikur Martin með til- þrifum án þess nokkurn tímann að ofleika. Honum er einkar lagið að draga fram hið sérkennilega í fari mannsins m.a. hvernig hann held- ur höndunum fyi’ir andliti sér við yfírheyrslur og á opinberum vett- vangi. Fyrir honum er allt sem hann gerir leikur. Jon Voight er ágætur sem lögreglufulltrúi þótt stundum vanti upp á írska hreim- inn og liðið sem Martin safnar í kringum sig er með eindæmum írskt. Arnaldur Indriðason Forvitnilegir fjórir dagar KVIKMYNPIR Iláskólabfó FJÓRIR DAGARí SEPTEMBER („0 QUE É ISSO, COMPAN- HEIRÓ?“) irtrk Leikstjóri Bruno Barreto. Brasilía 1997. BARRETO er einn kunnastur nokkurra, ágætra, brasilískra leik- stjóra. Á hann frægð sína (á Vest- urlöndum, a.m.k.), að mestu leyti að þakka Donnu Flor and Her Two Husbands, sem einnig lenti í endurgerðarfabrikku Drauma- borgarinnar. Að þessu sinni er Barreto grafalvarlegur, rifjar upp rán vinstrimanna á bandaríska sendi- herranum í Ríó á sjöunda áratugn- um. _ Á þessum árum réð illræmd einræðisstjórn ríkjum í þessu sól- skinslandi sambadansa. Upp spruttu margir, litlir öfgahópar til vinstri. Einn hugsjónamaðurinn fékk þessa frábæru hugmynd, eða hitt þó heldur; að ræna sendiherr- anum. Barreto lýsir gjörla geiTæðinu á bak við verknaðinn. Rómantískir ungkommar gera allt rangt - löngu áður en þeir gera sér almennt grein fyrir gjörðum sín- um. Þá er það um seinan og af- leiðingamar ömurlegar. Vissulega athyglisverð mynd en hefði gjarn- an mátt vera áhrifaríkari. Barreto er greinilega enginn Costa-Gavras, er betri gamanmyndasmiður en þjóðfélagsgagnrýnandi. Engu að síður er Fjórir dagar ... (var til- nefnd til Oskarsverðlaunanna í fyrra), forvitnileg mynd og vafa- laust heiðarleg. Alan Arkin fer sómasamlega með hlutverk sendi- herrans, þótt það gangi þvert á þau furðuhlutverk sem hann hefur gert að sínu vörumerki í þrjá ára- tugi. Má vera að það trufli. Annars er myndin misvel leikin, þau bera af, leikkonan Tomes, sem leiðtogi hópsins - áður en alvörumenn taka við stjórnartaumunum, og Pedro Cardoso, sem hugsjónamaður á villigötum. Sæbjörn Valdimarsson Úti í geimnum HEIMILPAR- MYNP Regnbogi im OUT OF THE PRESENT Leikstjóri: Andrei Ujika. Real Fiction 1995. í ÞESSARI þýsk/rússnesku heimildamynd er fylgst með tveim- ur rússneskum geimförum í leiðangrinum Ozon að geim- stöðinni Mir. Myndefnið er um margt forvitnilegt því mestöll kvikmyndin er tekin í geimfarinu úti í geimi og gefur góða mynd af lífi geimfaranna. Efnistökin eru hins vegar mjög ófrumleg. Myndin er langdregin, það vantar útgangs- punkt og sögumaður er full líflaus. Það er helst að votti fyrir húmor af hálfu tökumannsins. Þetta er þó án efa mynd sem hentar miklum áhugamönnum um geimferðir. Hildur Loftsdóttir Fúgur, Qör og frískir menn TÓNLIST Gerðuberg MYRKIR MÚSÍKDAGAR Páll Pampichler Pálsson: Expromptu (1997); Jón Ásgeirsson: Fjörleikur (1998); Burrell: Blásarakvintett (1990); Cage: Music for Wind Instru- ments (1938); Jón Leifs: Hestavís- ur/Sorgarlausn/Fuglavísur (úts. PPP). Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilkinsson, flauta; Daði Kolbeinsson, óbó; Einar Jóhannesson, klarínett; Jósef Ognibene, horn; Haf- steinn Guðmundsson, fagott). Menn- ingarmiöstöðinni Gerðubergi, laugar- daginn 16. janúar kl. 16. TÓNLEIKAR Blásarakvintetts Reykjavíkur sl. laugardag eru minnisverðir fyrir tvennt: hnit- miðaðar pallborðsumræður að leikslokum um manninn og tónskáldið Jón Leifs í tilefni aldar- afmælis hans, og óvenju fjölbreytt- an og skemmtilegan tréblástur, þar sem m.a. voru ílutt tvö ný íslenzk verk. Þar af var „Fjörleikur" eftir Jón Ásgeirsson frumfluttur að manni skilst, og „Expromptu“ Páls Pampichlers í seinna tilkominni kvintettútgáfu verksins líklega frumflutt á íslandi við þetta sama tækifæri, þótt hvorugt kæmi fram af tónleikaskrá. Eins og heyra mátti í viðtals- spjalli við Einar Jóhannesson í „út- varpsrás hins hlustandi manns“ fyr- ir skömmu bera viðfangsefni blásarakvintettsgreinarinnar um- fram flest keim af nýklassík 20. ald- ar. Má þar til sanns vegar bæta við, að þó að raeturnar liggi í klassík og snemmrómantík Reichas og Danzis, og þó að töluvert hafi bætzt í sarp- inn á seinni helmingi okkar aldar, þá er eins og þessi litskrúðugasta áhöfn meðal hefðbundinna hljóm- listarhópa höfði sérstaklega til nýklassískra hljómfyrii'mynda - í ákveðinni andstöðu við bæði sam- felldan „massa“ síðrómantíkur og formsprengingu módernismans. Má enda segja, að nýklassískur andi hafi svifið yfir meirihluta dagskrár, bæði í verkum þeirra jafnaldra Páls Pampichlers og Jóns, þótt ólík væru að öðru leyti, og m.a.s. líka í verki Johns Cages. I samanburði kom eina andstæðan, Kvintett Díönu Burrells, fyrir sem meðvitaður mótþrói við innsta eðli greinarinn- ar, þótt væri annars velheppnað verk frá módernískum sjónarhóli. Handan við þessa umræðu var svo „verk“ Jóns Leifs í lokin, enda sú samsetning hvorki frumsamin fyrir áhöfnina, né heldur fellur sérstæð- ur stíll hans undir neina megin- stefnu 20. aldar. „Expromptu" Páls - skv. tónskrá byggt á Impromptu Schuberts í B - var upphaflega samið fyrir fiðlu og píanó 1997, en endurritað fyrir blásarakvintett sama ár; ákaflega fallega hljómandi lítið verk, sem í nýklassískum/postrómantískum anda sínum gat stundum minnt á tærleika Carls Nielsens, og auk þess fleytifullt af bæði dulúð og gáska í snjöllum flutningi Blásarak- vintettsins. „Fjörleikur" nefnist nýsammn kortérslangur kvintett eftir Jón Ás- geirsson sem þeir félagar fluttu hér opinberlega í fyrsta sinn. I þessu bráðskemmtilega verki tókst Jóni að sameina þjóðlegar rætur sínar fornar og dívertímentóhefðir Mið- Evrópu á sérlega þokkafullan og heilsteyptan hátt með næmri til- finningu fyrir raddfærslu, form- rænum andstæðum og lit- brigðanægtahorni miðilsins. Undir- ritaður man ekki eftir að hafa heyrt jafn fágaða tónsmíð eftir Jón um langa hrið, og mætti jafnvel segja, að með þessu verki sé sú þjóðlega tónsköpun, sem hófst með Jóni Leifs, loks orðin í sölum hæf í alþjóðlegum skilningi. Bræðing þenna kórónaði Jón með „Stefju“ (fúgu) í lokin eftir kúnstarinnar reglum, s.s. viðsnúningi, radd- skörun, lengingu o.fl., sem þrátt fyrir ytra tormelti „lærða“ stílsins varð ímynd upphafningar léttleik- ans í dansandi innlifuðum leik þeirra félaga. Verk hinnar brezku Díönu Burrells var hvasst en ferskt með beitingu íski'andi andstæðna, sem héldu engu að síður athygli lang- leiðina að enda, þrátt fyrir nokkrar lopateygingar á síðustu mínútum. Gaman var og að stykki meistara Cages frá sveifluárinu mikla 1938, þegar djassinn var enn nógu ungur til að verka nýstárlegur á ódáins- völlum fagurtónlistar, enda var greinanlegur endurómur af hryn- heimi Goodmans og Ellingtons und- ir niðri, þótt ekki hafi hann kannski verið meðvitaður á skrifandi stund. Furðu velhljómandi lítið verk eftir þennan nafntogaða tónspeking til- viljana, og glimrandi útfært af þeim fimmmenningum, sem í lokin bættu um betur með látlausri útsetningu Páls Pampichlers á Hestavísum og Fuglavísum Jóns Leifs, auk tón- réttrar umritunar á sálmalagi hans Sorgarlausn sem skotið var inn í miðju. Ríkarður Ö. Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.