Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Kennsluaðferð Herdís Egilsdóttir kennari nemur nú ný lönd á námskeiðum og á Vefnum. Kennsluaðferð
hennar er ögrandi en skynsamleg. Hún hrífur að minnsta kosti börnin. Gunnar Hersveinn átti samtal við
Herdísi. Hún hvetur jafnt foreldra sem kennara til að gera líf barnanna ríkara af andlegum ávöxtum.
Virðing
fyrir gáfum
barna
# „Gefum börnunum okkar ekki
bein að naga, þau þrá veislu“
# „Mörg börn eiga bara aðgang að
íbúð en ekki heimili“
Morgunblaðið/Ásdís
BÖRN eru akur og Herdís hefur tamið sér að sá í hann góðum fræjum. „Börnin þurfa næringu
til að geta þroskast og blómstrað," segir hún.
Börn búa yfir hæfileikum sem oft fá ekki
að eflast í skólastofum. Hvers á barn að
gjalda sem býr yfir hæfileikum sem
kennarar hafa engan áhuga á að efla og
erfitt er að mæla? Sérhver nemandi
hefur eitthvað að gefa sem aðrir hafa
ekki. Hvernig er hægt að hjálpa honum
til að miðla gáfu sinni?
BÖRN nema land og þurfa
að glíma við verkefni
nýrrar þjóðar og taka
veigamiklar pólitískar
ákvarðanir sem varða heill og ham-
ingju einstaklinga eins og um bú-
setu, landbúnað, sjósókn, verslun og
viðskipti, menntamál, trúmál og
heilbrigðismál og einnig um stjórn-
arhætti og þjóðhöfðingja. Börnin
læra um byrjanir. Hvemig varð
landið til? Hvernig urðu lögin til og
hvernig lýðræðið? Hvers vegna em
sameiginlegir sjóðir, hvers vegna
skattar, hvers vegna refsingar við
afbrotum?
Herdís Egilsdóttir kennari er
höfundur kennsluaðferðar sem veit-
ir börnum innsýn í upphaf hluta,
byrjun og forsendur og aðferðar
sem hjálpar þeim til að takast á við
óleyst verkefni. Nemendur hennar
fengu svörin ekki fram borin á silf-
urfati til að læra utanbókar. Herdís
vildi frekar kveikja með þeim ljós
skilningsins en að þjálfa með þeim
minnistækni. Markmið hennar er
meðal annars að opna augu barn-
anna fyrir lífínu í kringum sig og í
lífsbaráttunni, efla sjálfstæða hugs-
un, hvetja þau til fróðleiksleitar og
að skapa virðingu og samstöðu um
velferð lands og þjóðar. „Fræðslan
er ekki í fyrsta sæti ef rækta á
börn,“ segir Herdís, „fræðsluefnið
er notað til að rækta manneskjur en
markmiðið er að vekja fróðleiksfýsn
og skilning."
Herdís Egilsdóttir hefur undan-
farið verið að miðla aðferð sinni við
kennslu sem hún beitti í ísaksskóla.
Aðferðin nefnist landnám og
spannaði tvö ár fyrir bekki Herdís-
ar í skólanum. Hún notaði hana 12
sinnum og börnin byggðu þar af
leiðandi 12 samfélög frá eldsum-
brotum til þjóðhátíðar á lokadegi
námsins í 3. bekk. Herdís hefur
meðal annars farið til Kanada til að
kynna landnám barna sinna og í
haust fór hún í 8-10 skóla hér á
landi til að miðla og nokkrir kennar-
ar hafa tekið upp aðferð hennar.
Einnig gaf Mál og menning út
bókina „Nýtt land - ný þjóð, Land-
námsaðferðin - samþætting náms-
greina í grunnskóla". I henni gerir
Herdís grein fýrir aðferðinni og
tekur saman verkefni ásamt
Kristínu Einarsdóttur. Af henni er
augljóst að Herdís vill virkja gáfur
bama, gáfur sem oftast liggja utan
ramma skólans virðist henni sér-
stakt keppikefli að efla. „Börnin
þurfa næringu bæði til líkama og
sálar til að geta þroskast og
blómstrað. Hugsum okkur að við sé-
um að bjóða börnunum til náms-
veislu. Á fotum og diskum ætti að
vera gnægð kræsilegra rétta úr lífi,
leik og list, en í stað hnífa, gaffla og
skeiða væru lestur, skrift og reikn-
ingur, hin ómissandi tæki til að geta
tileinkað sér fæðuna," skrifar Her-
dís í bókina (Nýtt land, ný þjóð,
MM 1998, bls. 22). Þessa bók er nú
verið að þýða yfir á ensku.
Forsendan er skemmtilegt efni
og forvitni
Aðferð Herdísar hefur spurst út.
Kverið Kisuland sem hún samdi
fyrir tíu árum var þýtt á dönsku og
m.a. notað sem ítarefni við skoskan
háskóla. Indversk kona sem
stofnaði Montessory-skóla á Ind-
landi hefur veitt aðferðinni brautar-
gengi.
Aðferðin eflist áfram þótt Herdís
sé hætt en hún notaði hana fyrst
fyrir 23 árum. „Ég hef aldrei fengið
nóg af að vera með krökkunum,"
segir hún, „ég var forviða á hæfi-
leikum þeirra. Þau eru klár en við
sveltum þau í skólakerfinu með því
að matreiða allt of smáa skammta
ofan í þau.“
í ísaksskóla er kennt upp í fjórða
bekk grunnskólans og í landnámi
Herdísar gátu 2. og 3. bekkur verið.
„Forsendan fyrir árangri með þeim
er annars vegar að hafa efnið for-
vitnilegt og spennandi og hins vegar
að láta þau aldrei gata á efninu, því
þá hætta þau að ganga glöð til leiks.
Þetta er tími sáningar en ekki upp-
skeru. Kennarinn má heldur ekki
þykjast vita allt. Þau eiga að vera
með kennaranum í að læra eitthvað
nýtt. Hann á ekki að draga krakk-
ana niður heldur lyfta þeim upp.“
Herdís segir að landnámsað-
ferðin hafi komið líkt og skýfall nið-
ur í hug hennar eftir að hafa hugsað
um hvernig hún gæti lagt áherslu á
háleita textann í námskránum um
alhliða þroska barna í skólum. „Þar
er skrifað um skapandi starf með
börnum og að einstaklingar eigi að
fá að njóta sín,“ segir hún. Hins
vegar er óljóst hvemig eigi í raun
að rækta böm. Það er þó víst að
hugmyndin er ögrandi fyrir böm að
þykjast flytja fullorðin með fjöl-
skyldur til lands þar sem allt er
ógert.
„Bömum er byrjunin framandi.
Þau eru vön að fá allt í búðum og
þau vita ekki hvað er dýrt og hvað
ódýrt eða hvað er nauðsynlegt og
hvað óþarfi,“ segir Herdís, „hins
vegar er það þeim eiginlegt að búa
sig undir lífið með leikjum. Skólinn
þarf því líka að birtast sem leikur
en jafnframt rammasta alvara.“
Undirtitill bókarinnar er
„samþætting námsgreina í grann-
skóla“ og Herdís segir að samþætt-
ing sé ekki tískuorð. „Lífið allt
spennir greipar saman og því er
samþætting allra faga eðlileg og
passar best fyrir unga nemendur,"
segir hún. ísaksskóla lýkur eftir 3.
bekk og Herdís segir að hún hefði
haldið áfram með landnámið með
eldri krökkum ef hún hefði haft
tækifæri til. Hún segir að kennslu-
kona í Danmörku noti aðferðina á
unglinga og sé mjög ánægð með
árangurinn.
Að byggja land
Rammi aðferðinnar hefur reynst
rúmgóður og allt sem upp hefur
komið fallið innan hans. Herdís ger-
ir ekki áætlanir innan hans langt
fram í tímann enda væri það í ósam-
ræmi við duttlungana í mannlífinu
sjálfu. „Þetta líf lýtur rökvísinni og
ný verkefni spretta sífellt fram. Það
er ekki endilega gott að allt gangi
vel fyrir sig. Best er ef það gengur
erfiðlega. Þeir reyna meira á hug-
ann.“
Herdís segist ekki keppast við að
komast yfir sem mest efni. Dýptina
meti hún meira. „Kennarinn þarf að
fara lengra en nemendur kunna
annars þokast þau ekki fram á við,“
segir hún en markmiðið með aðferð
kennar er að víkka sjóndeildarhring
barnsins. „Manneskja lík mér er
ekki nauðsynleg til að kenna þetta,
aðeins sá sem getur mætt lífinu með
skynsemi sinni.“ Hugmyndin er að
börn þykist vera fullorðið nútíma-
fólk með fjölskyldur sínar og vini.
Slagorðið er: Gefum börnunum okk-
ar ekki bein að naga, þau þrá veislu!
Herdís og nemendur hennar hafa
iðulega byrjað landnámið með því
að stilla hugann út í geiminn og
horft þaðan á sólkerfið okkar og
hugsað síðan um jörðina. Næst gera
þau heimsálfunum skil og einbeita
sér að Evrópu, Norðurlöndunum og
loks íslandi. Eftir kynni af landi og
þjóð eignast þau nýja ímyndaða
óbyggða nágrannaeyju við Island. Á
sama hátt myndu ítölsk börn skapa
eyju í nánd við heimkynni sín.
Þarna eiga þau að búa og geta ekki
látið íslensk stjórnvöld leysa
vandamál sín heldur þurfa þau að
gera það sjálf.
Börnin fræðast um hvernig land
verður til og einnig um sögu gróð-
urs og þau útbúa ýmiss konar kort
af þeim sökum, t.d. gróðurkort,
jarðhitakort, veðurkort og íbúakort
eftir því hvar þau hafa valið sér bú-
setu. Hvar er t.a.m. hægt að leggja
vegi? Hvar er jarðhiti? Hvar er
heppilegt að virkja?
Knúð til að huga að
glæpum og refsingu
„Hlutverk þeirra er að vera
ábyrgir íbúar. Þau eru þingmenn
landsins og eru öll jöfn með jafnan
atkvæðisrétt. Ég er hins vegar
verkstjóri og örlaganom," segir
Herdís, „ég ræð því sem þau geta
ekki ráðið eins og lögun eyjarinnar
og færi þeim það sem þau vilja ekki
en fá ekki ráðið við eins og afbrot.
Þau verða áhyggjufull þegar ég til-
kynni þeim að glæpur hafi verið
framinn, t.d. sauðaþjófnaður. Þau
samþykkja ekki að hægt sé að
fremja glæpi á eyjunni, en gera sér
svo grein fyrir að stundum gerist
það sem enginn vill.“
Það er breytilegt hvað hver þátt-
ur í sköpun samfélagsins tekur
langan tíma og fer það eftir börnun-
um sjálfum. Umræður um glæpi og
refsingar geta til að mynda enst í
hálfan mánuð og segir Herdís að
„djúpu skaflarnir" sem þau þurfi að
komast yfir færi þeim mestan
þroska.
Bömin þurfa ævinlega að glíma
við allar gi'undvallarspurningar um
samfélag og mannlíf, t.a.m. áður en
þau flytja frá íslandi á eyjuna sína.
Sá sem ætlar að taka sjónvarp með
sér rekur sig á að ekkert rafmagn
er á eyjunni. Sá sem ætlar að fljúga
þangað uppgötvar fljótlega að á eyj-
unni nýju eru engin mannvirki og
þar af leiðandi enginn flugvöllur.
Skip er skynsamlegi’i kostur en þó
þarf að gera sér grein fyrir að engin
höfn hefur verið gerð og því þarf ef
til vill að fara á bátum í land. Skipið
má líka sennilega nota síðar til
veiða. Fleira mælir því með skipi
því þar má einnig búa áður en hús
eru reist. Herdís kennir börnunum
líka að margt óheppilegt geti gerst
á skipum og vandasamt sé að
stjórna þeim. Maður getur farið fyr-
ir borð og ef til vill sé gott að kunna
skyndihjálp. Ferð barnanna er ekki
inn í ævintýralandið heldur inn í lík-
an af hinu raunverulega lífi.
Einnig þarf að velta fyrir sér
hvaða dýr gott sé að taka með. Kýr
og hundar gætu komið sér vel. Og
þau íhuga á hvaða árstíð best sé að
flytja því byggja þarf áður en það
kólnar og sá þarf til uppskeru. Lífið
til að byrja með snýst um nauðþ-
urftir og hráefni. „Það er lógískt
samhengi í hlutunum á þessari eyju
og mannlífinu á henni,“ segir Her-
dís.
Hvor er betri, kóngur
eða forseti?
Börnin búa til líkan af landinu,
kortleggja það með vötnum, fjöll-
um, dölum og vegum, og kjósa um
nafn. Nöfnin hafa verið Fáksland,
Svaney, Hrafnsey, Fossey, Ljósa-
land, Hanaland, Uggey, Tröllaland,
Kisuland, Nautland, Birkiland og
Skagey. Þau nefna einnig staði og
velta örnöfnum fyrir sér, hvernig
þau verða til og sögum sem skapast
um þau með hliðsjón af Islands-
sögu. Þegar þau kjósa um þýðingar-
mikil mál er kjörskrá útbúin, kjör-
klefi og þau ganga til kosninga. Svo
er talið og prósentur reiknaðar milli