Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 33

Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 33 MENNTUN Morgunblaðið/Golli SIÐASTA þjóðhátíðin. Rympa á ruslahaugnum var áskorun fyrir börnin sem þau tóku. möguleika og einnig á auðum seðl- um og ógildum. Nemendur kjósa sér líka þjóðhöfðingja. Vilja þau konung eða keisara? Forseta eða einræðis- herra? Þetta gefur kennara færi til að kenna þeim jafnvel um keisara Rómaveldis, einræðisherra eins og Stalín og Hitler, konunga og for- seta. „Þau hafa alltaf valið sér for- seta,“ segir Herdís, „þau hafa ekki áhuga á að tign gangi í erfðir og hafna því konungsdæminu. En þau hafa svo mikinn áhuga á þessu efni að það er ótrúlegt og fínnst gaman að ræða um til dæmis Neró, Kalikúla og Napóleon og svo halda þau áfram þegar heim er komið og spyrja foreldra sína.“ Herdís skrif- ar einmitt í bók sinni um vandann að næra börnin andlega: „Við vand- ann bætist svo að litlu börnin taka ekki við hinni andlegu næringu hversu bætiefnarík sem hún er, ef þeim líður ekki vel og skemmta sér í leiðinni." (bls. 22). Börn sem hyggja að almannaheill Börnin velja heppilegt svæði fyrir höfuðborg. Þau kjósa sér síðan eigin búsetu, lögheimili og ef til vill sum- ardvalarstað og þau verða að taka mið af kortunum til að velja skyn- samlega. Þannig læra þau að hafa margt í huga við ákvörðunartöku og í ljós kemur að þéttbýli myndast annars staðar en þar sem höfuð- borgin átti að vera, _en hvers vegna? spyr Herdís þau. „Út af mengun, út af bílum,“ svara þau en gera sér fljótlega grein íyrir að í hinu nýja þéttbýli þeirra sjálfra verði senni- lega bílar og mengun. Þetta fylgir mannfólkinu. Þau gera sér jafn- framt grein fyrir hvernig borgir byija, svona byrjaði líka London og New York. Þau hyggja líka að almannaheill. Hvað vill þjóðin eiga saman og hvað vill hún reka saman og hún leggur peninga í almannasjóð og einstak- lingar telja fram til skatts. „Þau eru oft hagsýn. Einu sinni var stúlka með mörg gamalmenni á framfæri sínu og í ljós kom að hún hafði tekið eftir að það væri frádáttarbært til skatts," segir Herdís og að börnin geri einfalda skattskýrslu. Börnin fá líka einfalda gerð af ávísanaheftum. Þau fá laun en ef til vill er 40% skattur í landinu og því biýnt að lifa sparlega og nota fé í nauðsynjar fremur en lúxus. „Þau spyrja stundum eftir að hafa notað fímm til sex ávísanir og lítið er eftir: Hvemig er hægt að lifa? Þau fá sína lexíu,“ segir Herdís. Á eyjunni er sérstakur gjaldmiðill og jafnvel tungumál. „Mig langaði til að koma tungumálakennslu inn í rammann," segir Herdís sem leitaði til Baldurs Ragnarssonar sem léði henni bæk- ur um alþjóðamálið esperantó og með námi í því öðlast bömin innsýn í hvernig tungumál verða til. Áhugi hvers og eins ræður því hversu mikla stund hann leggur á esper- antó en þau hafa samið þjóðsöngva á málinu. Hvernig má efla hina ólíku hæfileika með börnum? Herdís segir áhugavert að sjá að þegar kemur að stórframkvæmdum sem krefjast erlendrar lántöku skipist krakkarnir iðulega í þrjá hópa. Einn vill drífa í að taka lán til að koma upp skólum og fleiri stofn- unum. Annar hópur færir rök fyrir því að þjóðin hafí ekki efni á því að taka nein lán og sá þriðji og jafn- fram fámennasti mælir með því að tekið verði lítið lán til að láta á það reyna hvort þau hafi efni á þessu eða ekki. „Þetta eru sáttasemjarar sem þjóðin er lánsöm að eiga,“ segir Herdís. Hún segist í kennslu sinni leggja mikla áherslu á að bömin hafi ævin- lega nóg fyrir stafni í skólanum. „Það er aldrei dauður tími, þau hafa alltaf eitthvað til að stúdera," segir hún. Stundum eru þau að búa til al- fræðibók handa þjóðinni, eða að gera þjóðbúninga, yrkja texta við þjóðlög eða hvaðeina annað. Allt tekur sinn tíma og em þau í raun tvö ár að búa sig undir þjóðhátíð eyjaskeggja sem flutt er að foreldr- um og vinum viðstöddum. „Börn þurfa ekki að fá allt strax, það er mikill misskilningur," segir Herdís. Herdís hefur óbilandi trú á böm- um en fyrir síðustu þjóðhátíðina á síðustu önninni á kennsluferlinum fór hún að efast. Hún hafði verið að stytta leikrit sitt, Rympa á rusla- haugnum, sem sýnt var á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu og ekki tekist að minnka það nema í 46 blaðsíður. „Ég var byrjuð að brjóta prinsippið mitt um að draga aldrei kjarkinn úr börnunum og sagði við þau: „Þetta er allt of þungt íyrir ykkur.“ Þau mótmæltu og 29 barna bekkur og allir með hlutverk fluttu verkið á þjóðhátíð og stóðu sig frábærlega. Herdís segist hafa grátið þegar hún var komin heim til sín. „Ég held að börn læri ekki eins mikið af neinu öðm en að setja upp leikrit og það væri ég til í að gera með þeim fram í andlátið. Ég hef ekki trú á snöggsoðnum skemmtunum," segir hún. Dagur bekkjar í landnámi er tví- skiptur hjá Herdísi. Fyrri hlutann fara þau yfír hefðbundið efni og síð- ari hlutinn er helgaður nýju landi, nýrri þjóð og svo era allar „dauðar stundir" nýttar í verkefnið stóra. Hún telur að þessi aðferð ætti að henta víða og geti almennir kennar- ar fengið sérkennara sér til aðstoð- ar til dæmis við tónlist, myndlist, smíðar og matreiðslu. Hún telur að aðferðin henti sérlega vel til að efla hina ólíku hæfileika sem búa með nemendum, rækta það sem þau gera best. Herdís miðlar aðferðinni og fékk styrk til að vinna vef á Netinu. Hann hefur hún nú opnað og er slóðin www.eentmm.is/~landnam. Fréttamiðlar sjá sjaldan fegurðina Herdís segist almennt bera kvíð- boga fyrir börnum í þessu sam- félagi. „Mörg börn eiga bara að- gang að íbúð en ekki heimili. For- eldrar þeirra era plokkfastir í vinnu og mér finnst þeir ekki hafa leyfi til að nota frítíma sinn í sig sjálfa. Ungir foreldrar þurfa að gefa bömum sínum tíma og vera kjöl- festan í lífi þeirra. Börn þurfa bara aðgang að foreldrum sínum, þau þrá nærveru þeirra en ekki pró- gramm með skemmtiatriðum. Það er hlýjan frá nærverunni sem hef- ur mest gildi,“ segir hún, „það þarf ekki svo mikið að gera, aðeins að vera.“ „Mér finnst það ansi hart ef for- eldrar telja það til fórnar að vera heima hjá sér vegna þess að þeim finnst þeir megi ekki missa af neinu. Það er ekki bara peninga- svipan sem knýr foreldra til að vera á þeytingi og láta börnin til- heyra milliköflunum í dagskránni. Það er líka menningarsvipan. Hins vegar má benda á að menning allra þjóða hefst og er á heimilinu en ekki úti í bæ.“ Herdís segir börn þarfnast sam- kvæmni hjá foreldram og að það þýði ekki að sletta í þau einu í dag og öðra á morgun. Það þarf að gæta að því hvað er borið fram fyrir þau. Ábyrgðin liggur víða, t.a.m. hjá fjölmiðlum. Ihuga ber fréttirnar sem dynja á bömum. Herdís segir að heimurinn birtist bömum í þeim líkt og hann sé að farast. Fréttirnar era um það sem miður fer og óttast þau til að mynda mjög um ósonlag- ið. Fréttamiðlar sjá sjaldan feg- urðina. Herdís vill fremur kenna börnum að dást að blómi sem alltaf vex upp úr moldinni aftur, að trúa á hið góða og að gera gott. Börn era í hennar augum björt von um betri heim. skólar/námskeið ýmislegt ■ Frá Heimspekiskólanum Fjölbreytt námskeið fyrir 5—14 ára nem- endur. Upplýsingar og innrilun í símum 562 8283 og 588 1038. http://www.islandia.is/-hskoli/ 1 tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri. 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst; 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskipta-ensku, 2ja og 4ra vikna annir. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir á kvöldin í síma 462 3625 og 862 6825. ■ Þýskunámskeið Germaniu eru hafin. Boðiö er upp á byrjend- ahóp, framhaldshópa og tal- hópa. Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 16.30-17.45 en leggja má skilaboð inn á símsvara kl. 12—21. Námskeiðin eru öllum opin. myndmennt ■ Myndlistanámskeið fyrir böm, unglinga og fullorðna — byijendur og lengra komna. Teikning, málun (vantslitir, akríl, olía, sil- kimálun), myndvefnaður, teiknimyndasö- gur, og fjöltækninámskeið lyrir böm og unglinga. Upplýsingar og innritun í síma 562 2457 og 552 6570. Myndlistaskóli Margrétar ■ MYIMD-MÁL myndlistarskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byijendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 14—21 alla daga. Sfmar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. Aðsendar greinar á Netinu vfj) mbl.is _ALLTAT= e/TTH\SAÐ AÍÝTT ÍillSISÍ A LINA k-bíllinn frá Mercedes-Benz er einn háþróaðasti fólksbíll í heimi. Hann er ekki aðeins búinn ^ótal tækninýjungum, grunnhönnun hans er í sjálfu sér bæði frumleg og byltingarkennd. Gólfið y bílnum er tvöfalt þannig að ef til árekstrar kemur ganga bæði vélin og skiptingin undir farþegagólfið án þess að valda farþegum skaða. Það er því ekki að ósekju að bíllinn hefur |verið kallaður einn öruggasti smábfll í heimi í blöðum og tímaritum. Kynntu þér kosti |bflsins sem aðrir framleiðendur taka mið af í þróun bifreiða framtíðarinnar. A140, |R4/1397 cyl/cc, 60 kw, 82 hö., verð: 1.695.000 kr. A160, R4/1598 cyl/cc, 75 kw, ^102 hö., verð: 1.795.000 kr. Hægt er að velja um þijár útfærslur: Classic, Elegance, Avantgarde. Staðalbúnaður í „Classic“-útfærslu: ABS-hemlunarkerfi, ESP- .stöðugleikakerfi með spólvörn, öryggispúði fyrir bflstjóra og farþega og í framhurðum, litað gler, samlæsing, rafdrifnir hitaðir nítispeglar, hæðarstillanlegt ökumannssæti, stillanleg hæð "aðalljósa, höfuðpúðar aftur í, mælir fyrir útihita, loftnet og 6 látalarar, rafdrifnar rúður að framan, dagljós, útispegill, grill, hurðarhandföng og hurðarlistar í svörtum lit. „Classic“-áletrun í spegilþríhymingi, val á lakki, áklæði og inniklæðningu í ýmsum útfærslum, verksmiðjuryðvöm, skráning |o.m.fl. Aukalega í „Avantgarde“-útfærslu: Utispeglar í sama lit og bíllinn, |silfurlitað grill, álfelgur, einlit afturljós, litað gler með skyggðri framrúðu, Úuggakarmar í „Avantgarde“-útfærslu, leðurklætt stýri og gírstöng, ^fílabeinslitaðir mælar, fjarstýrð samlæsing, lok yfir farangursrými, íæðarstillFpv -j^r^^rleJ'^etpjTirisjtegilbsíhyrTRigi, val á Sakki, ákliMn ila.íJLdLcAiiJLílýlnsiíÁAdrliJdJ:atlifc/\j/kalcga í |„Elegance“-útfærslu: Útispeglar og grill í sama lit og bfllinn, „Elegance“- íáletrun í spegilþríhymingi, álfelgur, tvflit afturljós, krómaðir útstigslistar fí hurðarfölsum, krómlistar á hurðjjrijróíjum, leðurklætt stýri og gírstöng, rafdrifnar rúður að aftan, fjamý|b saöilæsing, geymsluhólf undir isætum, lok yfír farangursrýMii^i^aJten á ffamsætum, hæðarstilling stýri, val á lakki, áklæði og^ninild|SÍðningu í ýmsum útfærslum. /albúnaður: Metallic-lakk, leðurálclæði, innbyggt bamasæti í aftursæti t |ir taui eða leðri, leðjVkiTæ^álfvirk kúpling, -gíra sjálfskiptiiJ^ii-fe^ilsfVUM-MiftÍH^/tíliðujjálfskiptingu), ráttarkrókur, þjófavamarkisfi|M®||Jp*!|#|Sægra framsæti, rafdrifnar Irúður að aftan, álfelgur, rafhituð framsæti, fjarstýrð samlæsing o.m.fl. |Ræsir hf. Skúlagötu 59, sími 540-5400, http://www.raesir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.