Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 47 + Þorsteinn Þor- steinsson var fæddur í Reykjavík hinn 9. september 1944. Hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 3. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Selfosskirkju 9. jan- úar. Látinn er ágætur vinur minn og sam- ferðamaður til margra ára, Þorsteinn Þor- steinsson, eða Steini Þorsteins, eins og við kölluðum hann gjarnan. Það er 614311 að sætta sig við þá hugsun að Steini Þorsteins sé farinn, hann sem aldrei lét sig vanta þegar kosningar vora framundan og þjóðmálaum- ræðan var í hámarki. En það verð- ur ekki við allt ráðið, Steini barðist hetjulegri bai-áttu við illvígan sjúk- dóm sem lagði hann að velli langt um aldur fram, á nýbyi'juðu ári. Okkar leiðir lágu fyrst saman gegnum knattspyrnuna á Selfossi á árunum 1964-65. Steini var eins og aðrir ungir menn á þessum áram áhugasamur um knattspyrnu, bæði sem leikmaður og síðar sem stjórn- armaður. Það var mjög þægilegt að starfa með Steina að stjórnarstörf- um í knattspyrnuráði. Hann var úrræðagóður og reyndist góður fé- lagsmálamaður og átti m.a. sinn þátt í að ná fram deildaskipting- unni árið 1971, innan Ungmennafé- lags Selfoss. Við áttum margar góðar stundir saman á þessum vettvangi, á fund- um og sérstaklega á nokkrum minnisstæðum knattspyrnusam- bandsþingum. Árið 1980 liggja leið- ir okkar saman á ný, nú á vettvangi stjórnmálanna. Steini var mikill sjálfstæðismaður og gegndi mörgum trún- aðarstörfum lýrir sjálfstæðisflokkinn. Hann var í stjórn Fé- lags ungra sjálfstæðis- manna, formaður sj álfstæðisfélagsins Oðins, Selfossi, sat í nefndum bæjarins fyr- ir flokkinn, átti sæti í fulltrúaráði og kjör- dæmisráði flokksins, einnig sat Steini marga landsfundi. Það var ánægjulegt að fá að fylgjast með Steina í hinu pólitíska starfi, hann var af- skaplega glöggur maður, minnugur og þekkti marga og hafði oft gott til málanna að leggja. Hann var lít- illátur á sjálfan sig, en hvetjandi til annarra og ólatur að gefa góð ráð og hjálpa til. Eg veit að ég tala fyrir hönd margra sjálfstæðismanna, sem munu sakna nærveru hans í því starfi sem framundan er. Fyrir síð- ustu alþingiskosningar starfaði hann á skrifstofu flokksins og skil- aði því starfi með miklum sóma. Eg er ekki í nokkrum vafa um að hann mun fylgjast grannt með fram- gangi stjórnmálanna úr fjarlægð að þessu sinni, þegar vora tekur. Þorsteinn gegndi mörgum trúnað- arstörfum innan sinnar starfsstétt- ar, var m.a. formaður Félags raf- iðnaðarmanna á Suðurlandi í ára- tug. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Þorsteini Þorsteins- syni framlag hans til félagsmála á Selfossi. Við erum öll þakklát fyrir störf hans og dugnað, en hann tók ávallt virkan þátt í þeim störfúm sem hann tók að sér. Að lokum langar mig að þakka Steina góð kynni, gott samstarf og góðan stuðning. Ég votta eiginkonu hans, sonum og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð og vona að góður Guð veiti þeim styrk í sorginni. Minningin um góðan dreng mun lifa. Björn Ingi Gíslason. Kveðja frá sjálfstæðisfélaginu Óðni Við leiðarlok langar okkur félag- ana í sjálfstæðisfélaginu Oðni á Selfossi að þakka allar þær góðu stundir sem Þorsteinn veitti okkur með nærveru sinni og krafti, og fyrir mikil og góð störf í þágu fé- lagsins. Þorsteinn vai- félagi í Óðni um áratugaskeið. Faðir hans Þor- steinn Sigurðsson var lengi for- maður félagsins, og seinna tók Þor- steinn sonur við því hlutverki, en hann var formaður félagsins á ár- unum 1972-1973. Kosningar vora Þorsteini hug- leiknar og fór hann þá jafnan á kostum og hleypti lífi í starfíð. Hann þekkti alla Selfyssinga og skarpskyggni hans og pólitískt inn- sæi var með ólíkindum. „Þessi er okkar“ var stundum viðkvæðið þegar verið var að fara yfír kjör- skrár til að athuga hverja ætti að hringja í. Þú átt að hringja í þenn- an og þessi í þessa, hann kunni þetta allt saman. Þetta var okkur, sem störfuðum í þessu, ómetan- legt, og er nú skarð fyrir skildi. Það kom reyndar strax í ljós í síð- ustu sveitarstjómarkosningum að Þorstein vantaði, hann tók reyndar þátt eftir bestu getu frá sjúkrabeði og helsjúkur kom hann á kjördag upp í sjálfstæðishús. Þess æðru- leysis og þeirrar karlmennsku verður lengi minnst. Fyrir hönd Óðins færum við fjöl- skyldunni dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja hana í sorg sinni. Guðrún Jóhannsdóttir, form. Óðins, Ólafur Björnsson, fyrrv. form. Óðins. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON + Þuríður Guð- inundsdóttir (Gógó) fæddist á Karlsstöðum í Vaðlavík í Helgu- staðahreppi 31. október 1920. Hún lést á Landspítalan- uin 31. desember síðastliðiun og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. janúar. Gógó var ung þegar hún fór frá Karlsstöð- um. Hún var vinnu- kona hjá ýmsu fólki á Norðfirði og víðar. Hún varð fyrir því óhappi þegar hún var ung að handleggs- brotna. Það var mjög vont brot og varð hún aldrei söm eftir það. Þessu þurfti hún bara að lifa með. Gógó var ráðskona við vertíðarbáta sem gerðir voni út frá Hornafirði. Guðbrandur og Gógó fluttu til Reykjavíkur og bjuggu í Herskála- kampi við Suðurlandsbraut. Þá var nú öðruvísi aðstaða í Reykjavík en er í dag. Þá þurfti að sækja allt vatn sem þurfti að nota fyrir heim- ilið og fara með allan þvott suður í þvottalaugar. Ég sem þetta rita var tímabil hjá þeim. Nútímakon- um fyndist það erfítt. Svo taka þau sig upp og flytjast að Melabergi við Sandgerði. Þar eru þau með kúabú. Þegar þau voru búin að vera þar góðan tíma, þá veikist Gógó. Var flutt til Akur- eyrar, þar sem hún gekkst undir eifiðar aðgerðir. Þá þurfti að koma börnunum fyrir. Þau fóru til fóður- ömmu og móðurömmu. Gógó náði svo með tímanum allgóðri heilsu og börnin tekin heim. Svo kom að því að þau skilja Guðbrandur og Gógó. Fer hún til Reykjavík- ur með börnin og bjó ein eftir þetta með börnin. Það er sárt að kveðja hana Gógó fóst- ursystur því það var alltaf svo gott sam- starf á milli okkar. Það er sagt svo að tíminn græði öll sár, en í dag eru það góðar minn- ingar sem hún skilur eftir. Gógó var myndar- kona til allra verka, en saumaskapur var hennar áhugamál. Hún fór á nokk- ur námskeið en það var eins og hún væri fædd með þessa hæfileika. Hún hafði mjög gaman af að skemmta sér. Hún elskaði að dansa og var hrókur alls fagnaðar þar sem hún var. Hún átti líka góða vini, karla sem konur. Hún vann lengi á Þórskaffí og víða á skemmtistöðum. Eins vann hún við húshjálp. Það var mjög gestkvæmt heima fyrir og alltaf nóg pláss að hýsa fólk. Mín fjölskylda fór ekki varhluta af því að gista þar. Við fóstursysturnar áttum það sameig- inlegt að hafa gaman af því að ferð- ast um landið. Eftir að ég eignaðist bíl gátum við komið því við að ferð- ast um landið. Við áttum sömu ömmuna sem var ættuð úr Meðallandinu. Við tókum okkur saman þrjár ásamt föður mínum og fórum á æskuslóð- ir ömmu. Það var ógleymanleg ferð. Það var alls staðar svo vel tekið á móti okkur. Einu sinni tók- um við okkur til og fórum út í Grímsey. Gógó kom fljúgandi frá Reykjavík til Akureyrar, en ég var mætt á bílnum á vellinum. Fórum við svo fljúgandi til Grímseyjar. Vorum þar í tjaldi í þrjá daga. Þeg- ar upp á land var komið þá var keyrf um Norðurland og síðan haldið heim til mín og var Gógó vön að dvelja hjá okkur hjónunum á sumrin þegar heilsa hennar leyfði. En oft var það svo að hún var heilsubetri fyrir austan en í Reykjavík. Við vorum búnar að fara í marga steinaleiðangra. Oft var komið með fallega gersemi. Elsku fóstursystir hafði yndi af kristalsvösum og styttum. Hún var svo lagin við það að koma þessu fyrir alveg á dásamlegasta máta þótt plássið væri ekki mikið. Og gamla hluti gat hún gert sem nýja. Ég kom til hennar í ágúst sl. sum- ar. Þá var hún sæmilega hress. Svo ég fékk mér bíl og við fórum út að versla. Þegar ég kom til hennar 14. desember þá var hún á hjartadeild Landspítalans en búin að ná sér eftir eitt kastið. Þá sagði hún við mig að þau hefðu komið sér vel inn- kaupin okkar til blessaðra barna- barnanna. Þau fengu sína jólagjöf. Ég veit að ég tala fyrir hönd bai-na Gógóar, tengdabarna og barnabarna þegar ég segi að hún hafí verið einstök sem móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Hún bar umhyggju fyrir þeim öll- um og reyndi eins og kostur var að gleðja hópinn sinn ásamt öðrum sem þurftu þess með. Elsku Gógó, hafðu þökk fyrir allt gott. Hvíl þú í friði við hlið móður og ömmu á þínum æskuslóðum. 0, Drottinn lát þú ljóma þitt ljós í vorri sál og hjörtun enduróma þitt elsku dýrðarmál. Með sálaraugum sjáum að svip þinn berum vér og ætíð fundið fáum þinn frið á jörðu hér. (V.J.) Blessuð sé minning þín. Þín fóstursystir, Þóra Ólöf. ÞURIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma PÁLÍNA VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hlíð í Álftafirði, verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugar- daginn 23. janúar kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Jón Ragnarsson, Þóra Ragnarsdóttir, Ásdís Ragnarsdóttir, Bragi Ragnarsson, Kjartan Ragnarsson, Svanur Jóhannesson, Sigurður Guðjónsson, Ásthildur Torfadóttir, Magnús Steindórsson, Hjalti Samúelsson, Bryndís Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR MATTHÍASDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fimmtudaginn 14. janúar sl., fer fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Stefán Svavars, Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir og fjölskyldur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARÍA HAFLIÐADÓTTIR, Kópavogsbraut 1, er lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið þriðju- daginn 12. janúar, verður jarðsungin frá Lága- fellskirkju á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, kl. 13.30. Hafliði Örn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Jón Frímann Eiríksson, Sigríður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSFRÍÐAR GÍSLADÓTTUR frá Viðey, Hæðargarði 29. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarþjón- ustu Karitas fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þorvaldur ísleifur Helgason, Haukur H. Þorvaldsson, Málfríður Á. Þorvaldsdóttir, Helgi Þorvaldsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Þorvaldur í. Þorvaldsson, Sigurður Þorvaldsson, Guðleif Sigurðardóttir, Stefán Pálsson, Aileen A. Þorvaldsson, Guðmundur Gíslason, Hrefna Brynjólfsdóttir, Guðrún S. Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR, Bakkagerði 9, Reykjavík. Systkini og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.