Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
Úr dagbók lögreglunnar
Mestar annir vegna
aðstoðar í óveðrinu
Helgin 15. til 18. janúar 1999
FÁMENNT var í miðborginni að-
faranótt laugai-dags enda hvasst
og fólk fauk til og frá, sem var á
ferðinni. Ölvun var ekki mikil og
ástandið þokkalegt. Þó þurfti að
handtaka nokkra vegna ölvunar
eða óspekta og þrír voru fluttir á
slysadeild vegna minni háttar
meiðsla. Það var einnig fámennt í
miðborginni aðfaranótt sunnudags
og ölvun ekki mikil. Fjórir menn
voru handteknir vegna óspekta og
þrír unglingar færðh- á lögreglu-
stöð vegna ungs aldurs.
Veðrið
Mikið var að gera hjá lögreglu
vegna veðursins um helgina en alls
eru 75 bókanir undir liðnum aðstoð,
veðurfar um helgina. Mest var það
vegna lausra hluta eða þakplatna
sem fuku til, en mikið var um fok á
timbri og fleiru frá nýbyggingum
víða á svæði LR. Talsvert tjón varð
vegna þessa, m.a. urðu allmargar
bilreiðh' fyrir skemmdum. Björg-
unarsveitin Ingólfur var kölluð út
um kvöldmatai’leytið á fóstudag
vegna foks á þakplötum af húsi við
Norðurgarð og hún aðstoðaði
einnig mann sem hafði fest bíl sinn
á Nesjavallavegi skammt frá Ha-
fravatni á fóstudagskvöld. Almenn-
ingsvagnar hættu að aka inn í Mos-
fellsdal um kl. 21 á fóstudagskvöld
en lögreglan aðstoði við að koma
fólki á áfangastað. Aðfaranótt laug-
ardags var lögreglan kölluð til að-
stoðar vegna muna sem fokið höfðu
út úr íbúð í Húsahverfí og bíls í
Mosfellsbæ er hurðir sviptust upp
vegna veðurs. Kl. 3 aðfaranótt
laugardags voru björgunarsveitir
kallaðar út til að hjálpa fólki í vand-
ræðum. Um svipað leyti fuku bygg-
ingamót af efri hæð á stórri ný-
byggingu í Mosfellsbæ og þurfti að
vekja upp íbúa í nágrenninu til að
láta þá færa bíla sína frá nýbygg-
ingunni. Ekki var vitað um tjón á
öðru en mótunum. Suðurlandsvegi
var lokað rétt fyrir kl. 5 á laugar-
dagsmorgun vegna veðurs og
ófærðar og stuttu síðar þurfti að
hreinsa grjót sem brimið hafði
skolað upp á Sæbraut. Fram eftir
degi á laugardag var lögreglan
mikið á Suðurlandsvegi vegna veð-
urs, ófærðar og lokana. Björgunar-
sveitir voru meira og minna
stöðugt á ferðinni þar til síðdegis á
laugardag.
Umferðin
Vinna lögreglu í tengslum við
umferð var mest vegna veðurs og
ófærðai’ en þó voru sex teknir
gi’unaðir um ölvun við akstur og 20
fyrir of hraðan akstur. Umferðar-
slys var á Vesturlandsvegi við
Blikastaði síðdegis á fóstudag.
Bifreið var ekið aftan á bifreið sem
var kyrrstæð við vegarbrún en
verið vai- að flytja farm yfir í þá
bifreið úr annarri. Annar mann-
anna sem var að flytja fai-minn
varð á milli kyrrstæðu bifreiðar-
innar og þeirrar aðvífandi og
brotnaði hann illa á báðum fótum.
Þarna var hvasst, hált og skafrenn-
ingur. Það kemur stundum fyrir,
sem gerðist á fostudag, að áminna
þurfti ökumann sem ók helmingi
hægar en leyfður hámarkshraði er
og tafði þar með umferðina. Á
laugardagskvöld missti ökumaður
vald á bifreið sinni á Skothúsvegi
og hafnaði hún úti í tjörninni. Oku-
mann sakaði ekki og lítið sem ekk-
ert tjón varð á bifreiðinni.
Innbrot og þjófnaðir
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í nokkrar bifreiðir á
Lágholtsvegi. Stolið var ferðaút-
varpstæki og geislaspilara. Um
svipað leyti var tilkynnt um inn-
brot í hús við Nýlendugötu en það-
an var stolið ýmsum hljómtækjum
og fleiru. Þá var tilkynnt um inn-
brot í fyrirtæki við Engjateig þar
sem stolið hafði verið tölvum. Þá
var brotist inn í hús í vesturbænum
og stolið verðmætum forngripum,
en lögreglan hafði uppi á gripunum
um helgina og kom þeim til skila.
Aðfaranótt laugardags var tilkynnt
um innbrot í íbúð við Vatnsstíg, en
þaðan vai’ stolið GSM-síma og
fleiru. Þá var einnig brotist inn í
íbúð við Aragötu og unnar nokkrar
skemmdh’. Sá sem þarna var að
verki var handtekinn í nágrenninu
stuttu síðar.
Annað
Nokkrir piltar réðust á unglings-
stúlku í Foldahverfí síðdegis á
fóstudag. Meiðsli hennar voru
minni háttar. Hald var lagt á nokk-
urt magn af landa í Breiðholts-
hverfi á föstudagskvöld og tveir
menn handteknir. Þá var einnig
sprengdur flugeldur í ruslatunnu
sem eyðilagðist. Bifreið var stöðv-
uð á Laugavegi á fóstudagskvöld
og reyndist ökumaður hafa lítil-
ræði af fíkniefnum meðferðis. Á
laugardagsmorgun varð vinnuslys í
Vogahverfi er maður missti framan
af þremur fingrum í hjólsög. Hann
var fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 49
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð-
ur. Samverustund foreldra ungra
barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs-
félaginu kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl.
20.30.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára
böm kl. 17.
Laugarneskirkja. Fullorðins-
fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með
Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund.
Seltjarnarneskirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðs-
starf íyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í
safnaðarheimili kl. 10-12.
Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl.
20 á vegum KFUM & K og Digra-
neskirkju.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára stúlkur kl. 17.30.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar,
opið hús kl. 13.30. Söngur, spil,
spjall og handavinna. Veitingar í lok
samverustundarinnar. „Kirkju-
krakkar" í Rimaskóla. Börn 7-9 ára
kl. 17-18. KFUM íyrir drengi 9-12
ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf
fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22 í kirkj-
unni.
Hjallakirkja. Bæna- og kyn’ðar-
stund kl. 18.
Prédikunarklúbbur presta kl.
9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12.
Frikirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Vídalínskirkja. Opið hús fyi’ir eldri
borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13 og
16 alla þriðjudaga í sumar.
Vfðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9
ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur
og fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr-
ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn
Strandbergs. Ki-istin íhugun í Stafni,
kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22.
Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest-
ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorgunn
í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og
12. Helgistund í kirkjunni sömu
daga kl. 18.30.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára)
hefja starfið að nýju á nýju ári.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
&ui//kyV Brúðhjón
Allur boröbúnaöur - Glæsileg gjafavara - Briiöhjónalistar
/VityVyV-. VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Taktu fyrsta skrefið
Internetinu
Ef þú ert að hugsa um að koma þaki yfir
höfuðið geturðu gert þitt eigió
bráðabirgðagreiðslumat á Internetinu.
Með því að fara inn á slóðina
www.ibudalanasjodur.is,
geturðu á einfaldan og skilvirkan *
hátt reiknað út h»e,su dýra íbúðalánasjóður
fasteign þú ræður við að kaupa. Opnar dyr að eigin húsnæði
Suðuriandsbraut 24 | 108 Reykjavík I Stmir 569 6900 | Fax: 569 6800 | www.ibudalanasioduEÍs
ÁHUGAFÚLK
um bætt kjör aldraðra siúkra og öryrkja: Munið LANDSÞINGIÐ 23. - 24. jan.
að Borgartúni 6 [Rugbrauðsgerðinl.
, FRJALSLYNDI nDMKURINN
v Vlðbooumbreytingar Hlíðasmári 10, 200 Kópavogur. Sími 564-6050. Fax 564-2090. Netfang: frjalslyndiflokkurinn@centrum.is