Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
V I N
A U G
G A
MARKAÐSFULLTRUI
Morgunblaðið óskar eftir að ráða við-
skiptafræðing eða einstakling með
sambærilega menntun til að gegna
starfi markaðsfulltrúa í markaðs- og
þróunardeild Morgunblaðsins.
Markaðs- og þróunardeiIdin er stoð-
deild og heyrir beint undir fram-
kvæmdastjóra. Hlutverk deildarinnar er
að hafa umsjón með öllum auglýsinga-
og kynningarmálum fyrirtækisins, ann-
ast markaðsáætlanir, markhópagrein-
ingu, markaðsrannsóknir og tölfræði-
lega úrvinnslu. Þátttaka í þróunarverk-
efnum fyrirtækisins, mótun og fram-
kvæmd nýrra hugmynda ásamt því að
finna ný markaðstækifæri í samstarfi
við aðrar deildir fyrirtækisins.
Vörur útgáfufélagsins eru Morgun-
blaðið, sérblöð þess, blaðaukar og
sérútgáfur, Morgunblaðið á Netinu -
mbl.is, prentverk, innskot, Gagnasafn
og Myndasafn Morgunblaðsins.
Starfsmenn deildarinnar þurfa að búa
yfir menntun og hæfni sem nýtist til
að sinna verkefnum sem tilheyra
markaðs- og þróunarmálum. Lögð er
áhersla á að starfsfólk sé áhugasamt
og hafi yfir að ráða frumkvæði og hug-
myndaauðgi. Starfsfólk deildarinnar
þarf að geta unnið saman í hóp en
einnig hefur hver og einn ákveðið
verksvið. Starfsfólk þarf að kunna skil
á helstu forritum eins og Word, Excel
og PowerPoint, auk annarra forrita sem
notuð eru í markaðsstarfinu. Starfs-
menn deildarinnar eru reyklausir.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
markaðsstjóri, Margrét Kr. Sigurðardótt-
ir, sími 569 1100 eða margret@mbl.is.
Umsóknum skal skilað í afgreiðslu
Morgunblaðsins, Kringlunni 1, á
eyðublöðum sem þar fást. Umsókn-
arfrestur er til 25. janúar n.k.
ÍMorgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og
Jeru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt
( skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Viltu efnast
og hefja nýtt líf?
Loitum að duglegu og ósérhlífnu fólki sem er
tiibúið að taka frumkvæði.
Tækifæri sem gæti breytt þínu lífi
Miklar tekjur, ferðalög og fríðindi fyrir duglegt
fólk. Sendu E-mail í hf@sentrum.is og fáðu
nánari upplýsingar eða hringdu núna í Sverri
í síma 862 1600.
Fossakot
— einkarekinn leikskóli
Vegna opnunar nýrrar deildar vantar leikskóla-
kennara eða vana starfsmenn við einkarekinn
leikskóla. Góð laun í boði fyrir hæfa starfsmenn.
Einnig vantar starfsmann í 60% stöðu í eldhús.
Allar nánari upplýsingar veita Guðríðurog Þor-
steinn í síma 586 1838 kl. 9—18 daglega.
Leikskólinn Fossakot,
Fossaleyni 4,112 Reykjavík,
sími 586 1838.
Létt smíðavinna
Óskum eftir að ráða húsgagnasmið eða mann
vanan húsgagnaframleiðslu við létta frágangs-
og samsetningarvinnu.
Upplýsingar á staðnum og í síma 555 6900 í
dag og næstu daga.
HURÐIR
Hvaleyrarbraut 39, Hafnarfirði.
í Er mikið álag á skiptiborðinu?
Árstíðasveifia, námskeið, veikindi?
Láttu okkur iviira í símann
Getum gefið beint samband í beina innanhússíma
Traust þjónusta, góð reynsia Verð frá 8.500 á mán.
Sím©þjénu§t§in B©!li Símimitr
Sími: 520 6123 http://korund.is/sima
H á rg rei ðsl ustof a n
Klappastíg
óskar eftir hársnyrti eða nemanda langt komn-
um í námi.
UpplýsingargefurSigurpáll í síma 551 3010
og á kvöldin í síma 557 1669.
„Au — pair"
íslensk/dönskfjölskylda í Brussel meðtvö
lítil börn vill strax ráða „au — pair" manneskju
til 1. júlí nk. (í 6 mánuði) helst ekki yngri en 19
ára. Upplýsingar í síma 565 7405.
Förðunarfræðingar
Vantarförðunarfræðinga strax. Erum að fá
frábæra snyrtivörulínu.
Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt:
„F - 7376".
Trésmiðir
Þrír trésmiðir geta bætt við sig verkefnum.
Vanir allri viðhalds- og breytingavinnu ásamt
nýbyggingum. Tilboð eða tímavinna.
Upplýsingar í síma 895 3430.
STYRKIR a TIL SÖLU 1 TILKYIMIMINGAR
FITUR
Samstarf íslands og Færeyja
um ferðamál
Fitur auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki til verkefna, sem aukið gætu samstarf
íslands og Færeyja á sviði ferðaþjónustu og
e.t.v. annarra málaflokka á þessu ári.
Þeir, sem áhuga hafa á að sækja um styrki til
slíkra verkefna, skili umsóknum á dönsku eða
ensku með greinargóðum upplýsingum fyrir
15. febrúar nk.
FITUR,
c/o Ferðamálaráð íslands,
Lækjargötu 3,101 Reykjavík.
KENIMSLA
Þýskunámskeið Germaniu
Námskeiðin hófust á ný 18. janúar og er kennt
í stofu 205 í Odda, Háskóla íslands. Boðið er
upp á byrjendahóp, fjóra framhaldshópa
og tvo talhópa. Upplýsingar eru veittar í síma
551 0705 kl. 16.30-17.45 á virkum dögum en
leggja má skilaboð inn á símsvara í sama núm-
er kl. 12—21 og verður þá hringttil baka.
Námskeiðin eru öllum opin.
Stjórn Germaniu.
Tryggið rafmagn
í framtíðinni
Fjárfestið í vararafstöð frá Masons. Bresk gæði.
Lyftuþjónustan,
Krókhálsi 10,
sími 587 3398, myndsími 872 1060,
vefsíða: www.hugmot.is/lyftur
Eru ástæðurnar fleiri?
„Aðförað landsbyggðinni" var umsögn 17
stjórnar- og landsbyggðarþingmanna, vegna
áskorunar 105 prófessora, á Alþingi um að
virða jafnræðis- og kvótadóm Hæstaréttar.
Rannsaka þarf ástæður hruns byggða. Skýrsla
um samfélag, fæst í Leshúsi, Reykjavík.
Til sölu
Volvo F-10 vörubifreið, árgerð 1988, þriggja
öxla með drifi á báðum afturhásingum, hliðar-
sturtum og búnað fyrir snjótönn. Ekinn ca 330
þús. km.
Nánari upplýsingar í síma 554 1576 á vinnu-
tíma. Tilboð óskast.
Ríkharður Jósafatsson,
sérgrein: Austræn læknisfræði,
tilkynnir opnun sína í húsi World Class, Fells-
múla 24, Reykjavík.
Ríkharður hefur starfað í Bandaríkjunum síð-
astliðin 9 ár sem nuddfræðingur, Doctor of
Oriental Medicine og Acupuncturist.
Hann mun taka að sér nýja sjúklinga frá
22. janúar 1999. Sími 553 0070.
Hryssa í óskilum
í óskilum hjá Hestamannafélaginu
Fáki er ca 2 vetra rauðstjörnótt
hryssa sem var í hausthaga félagsins í Arnar-
holti, Kjalarnesi. Réttureigandi er beðinn að
vitja hennar hjá félaginu sem fyrst.
Upplýsingar í síma 567 2166 & 898 8445.
Þorrablót
Þorrablót Hestamannafélagsins
Fáks verður haldið í félagsheimil-
inu laugard. 23. jan. nk. Húsið opn-
að kl. 17.00. Komið og fáið ykkur þorramat á
vægu verði og hittið félagana. Allir velkomnir.
Nefndin.