Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 51
Sveit Þrastar
Ing’imarssonar
Reykj anesmeistari
Morgunblaðið/Arnór
REYKJANESMEISTARARNIR í sveitakeppni 199. Talið frá vinstri: Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson,
Þröstur Ingimarsson, Ragnar Jónsson og Þórður Björnsson.
BRIDS
Félagsheimilið
á Mánagrund
f Keílavík
REYKJANESMÓT í
SVEITAKEPPNI og
UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS
16.-17. janúar 199. 15 sveitir.
SVEIT Þrastar Ingimarssonar
sigraði í Reykjanesmótinu í sveita-
keppni sem fram fór um helgina.
Sveitin vann tólf leiki og tapaði
þremur með litlum mun. Sveit VIS
varð í öðru sæti eftir fremur lakan
endasprett og var eina sveitin sem
veitti sigursveitinni keppni. Sveit
Drafnar Guðmundsdóttur varð svo
í þriðja sæti. I sigursveitinni spil-
uðu ásamt Þresti bræðurnir Her-
mann og Ólafur Lárussynir, Ragn-
ar Jónsson og Þórður Björnsson.
Silfurliðið er að mestu skipað sömu
mönnum og komust í úrslit ís-
landsmótsins í fyrra. Þeir eru
feðgarnir Kjartan Ólason, Óli Þór
Kjartansson, Garðar Garðarsson,
Bjarni Kristjánsson, Karl Her-
mannsson og Arnór Ragnarsson.
Bronsliðið var skipað Dröfn Guð-
mundsdóttur, Asgeiri Asbjörns-
syni, Jóni Alfreðsyni, Guðbrandi
Sigurbergssyni og bræðrunum
Halldóri og Friðþjófí Einarssyni.
Tólf sveitir spiluðu um Reykja-
nesmeistaratitilinn.
Lokastaða efstu sveita:
Þröstur Ingimarsson 211
VÍS Keflavík 192,5
Dröfn Guðmundsdóttir 176
Sigurjón Harðarson 175
Jóhann Magnússon 164,5
Undankeppni Islandsmóts
Mótið var jafnframt undankeppni
fvrir Islandsmót og spiluðu 15 sveit-
ir um 5 sæti í undankeppninni, sem
fram fer um páskana. Tvær efstu
sveitirnar í Reykjanesmótinu unnu
sér rétt til að spila og auk þeirra
Guðmundur Pétursson og pjakk-
arnir, sveit Þróunar og Bílaspítal-
ans. í sveit Gumma Pé og pjakk-
anna eru auk Guðmundar þeir
Sverrir Rristinsson (jr.), Ai-on
Þorfínnsson, Snorri Karlsson, Jón
Hilmarsson og Ragnar Hermanns-
son. I sveit Þróunar spila Georg
Sverrisson, Bernódus Kristinsson,
Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurðs-
son, Hróðmar Sigurbjörnsson og
Stefán Stefánsson. í sveit Bflaspít-
alans spila Kristinn Kristinsson,
Friðjón Margeirsson, Eðvarð Hall-
gi-imsson, Valdimai- Sveinsson og
Öli Björn Gunnarsson.
Lokastaðan í undankeppninni:
Þröstur Ingimarsson 284
Gummi Pé og pjakkarnir 276
Bflaspítalinn 250
Þróun 244
VÍS 242,5
Dröfn Guðmundsd. 235,5
Sigurjón Harðarson 235
Guájón Svavar Jensen 233,5
í paraútreikningnum urðu Hauk-
ur Arnason og Sigurjón Harðarson
efstir með 16,84%. Aron Þorfinns-
son og Snorri Karlsson urðu í öðru
sæti með 16,68% og Óli Þór Kjart-
ansson og Kjartan Ólason þriðju
með 16,53% skor.
Dýr mistök
Til tilbreytingar ætlar undirritað-
ur að segja ófarasögu af sjálfum sér
en mistök hans kostuðu sveit VÍS
sjö vinningsstig.. Óhapp undirritaðs
varð í 3. umferð þegar VÍS spilaði
gegn sveit Njáls Sigurjónssonar og
var svona (áttum snúið til hagræðis
fyrir lesendur):
Norður
♦ K102
V 98
♦ Á9
♦ ÁKG973
Austur
III * G764
V KD
lll ♦ KG876
* 65
Suður
AÁD95
y Á1032
♦ D3
*D108
Við Karl Hermannsson lukum
ekki sögnum fyi-r en við vorum
komnir í 6 grönd og útspil vesturs
var lítið hjarta. Austur fékk þann
slag á drottningu og spilaði kóngn-
um. Ég drap á ásinn og spilaði nú
laufunum í botn. Mér láðist reyndar
að spila tígulásnum fyrst en pressan
er öll á austri sem bæði þarf að
verja tígulkóng og spaðagosa
fjórða. Austur henti spaða og þar
með benti allt til þess að ég væri
kominn með 4 slagi á spaða og þar
með 12 slagi. Hins vegar þurfti ég
líka að henda í laufasúpuna og henti
tíguldrottningu í 6. laufið og geymdi
hjartatíuna. Eg gleymdi svo að taka
tígulásinn í borðinu og varð að gefa
á hjartagosa í 13. slag. Þannig var
það nú.
Trausti Harðarson sá um út-
reikninga og keppnisstjórn og er
þetta eitt rólegasta mót sem haldið
hefir verið um árabil.
Arnór G. Ragnarsson
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
Lokið er 10 umferðum af 19 í
Reykjavíkurmótinu en 20 sveitir
spila um meistaratitilinn.
Staða efstu sveita:
Stilling 206
Landsbréf 204
Samvinnuferðir/Landsýn 203
Þrír frakkar 187
Grandi 173
Þórður Sigurðsson 167
Nýherji 160
Mótinu verður fram haldið á
fimmtudag en lýkur um helgina.
Bridsfélagið Muninn
Miðvikudaginn 13. janúar hófst
þriggja kvölda meistaratvímenning-
ur með þátttöku 16 para og er staða
efstu manna eftir 5 umferðir þessi:
Óli P. Kjartansson - Kjartan Ólason 28
Porgeir Halldórsson - Kristján Kristjánsson 21
Randver Ragnarsson - Pétur Júlíusson 20
Svavar Jensen - Birkir Jónsson 16
Næsta umferð verður miðviku-
daginn 20. jan. og eru þeir sem
komast ekki beðnir um að fá par til
að spila fyrir sig.
Bridsfélag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 12.jan. sl. spiluðu 24
pör Mitchell-tvímenning og urðu
eftii-talin pör efst í N/S:
Birgir Isleifsson - Guðjón Sigurðss. 259
Pórður Jörundsson - Olafur Lárusson 256
Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 245
Lokastaða efstu para í A/V:
Þórarinn Arnason - Þorleifúr Þórarinss. 269
Helga Helgad. - Júlíus Ingibergss. 254
Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinsson 230
A föstudaginn var spiluðu 24 pör
og þá urðu úrslit þessi í N/S:
Vilhjálmur Sigurðss. - Valdimar Láruss. 276
Jón Stefánsson - Magnús Halldórss. 275
Alfreð Kristjánss. - Albert Þorsteinsson 259
Lokastaðan í A/V:
Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason 272
Eystánn Einarsson - Lárus Hermannss. 264
Lárus Amórsson - Þórður Jörundsson 232
Meðalskor var 216 báða dagana.
Vestur
♦ 83
VG7654
♦ 10542
*42
FÉLAGSSTARF
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði
Fundur fulltrúaráðs
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Flafnarfirði boðar til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu í dag, þriðjudaginn 19. janúar.
Bæjarfulltrúar munu kynna fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar
fyrir árið 1999 og svara fyrirspurnum.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00.
Stjórn fulltrúaráðs.
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Útboð
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju óskareftirtilboð-
um í verkið „Safhaðarheimili Keflavíkur-
kirkju — útboð 4".
Verkið fellst í innanhússfrágangi safnaðar-
heimilisins. Veggir og loft skulu fullfrágengin,
öll gólfefni (nema flísalagnir og steingólf), inn-
réttingar og önnur smíði.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí
2000. Boðið verður upp á vettvangsskoðun
þann 25. janúar 1999 kl. 14.00.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Suðurnesja ehf., Hafnargötu 58, Keflavík, gegn
10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð í Kirkjulundi við Kirkjuveg
miðvikudaginn 10. febrúar 1999 kl. 11.00.
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju.
FUMOIR/ MANIVIFAGNAÐUR
Kynningarfundur
Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands heldur kynningarfund um
starfsemi deildarinnar miðviku-
daginn 20. janúar nk., kl. 20.00,
í Sjálfboðamiðstöðinni, Hverfisgötu 105.
Umræður um starf og stefnumörkun deildar-
innar. Allir eru velkomnir.
Hollvinasamtök
Háskóla íslands
Árshátíð Háskólans
verður haldin 30. janúar nk. á Hótel Sögu.
Allir hollvinir velkomnir.
Miðar eru seldir á skrifstofu Hollvinasam-
takanna.
HUSNÆÐI OSKAST
VELAVERS
íbúð óskast
Globus-Vélaver hf. óskar eftir 3ja til 4ra herb.
íbúð fyrir starfsmann sinn, helst í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veita Kjartan eða Gunnar
í síma 588 2600.
Globus-Vélaver hf., Lágmúla 7, Reykjavík.
Einbýlishús/raðhús óskast
Óskum eftir að taka á leigu, í 4—6 mánuði, ein-
býlishús, raðhús eða stóra íbúð í Reykjavík
eða á Seltjarnarnesi helst frá næstu mánaða-
mótum. Traustir, reglusamir og reyklausir
leigjendur.
Upplýsingar í síma 561 8064 eða 862 4117.
Einbýlishús/raðhús óskast
Óskum eftir að taka á leigu, í 2-3 ár, einbýlis-
hús, raðhús eða stóra íbúð í Reykjavík eða á
Seltjarnarnesi, helst frá næstu mánaðamótum.
Traustir, reglusamir og reyklausir leigjendur.
Upplýsingar i síma 551 6661.
HÚSNÆOI f BOÐI
Skrifstofuherbergi til leigu
á 3. hæð á Laugavegi 13, stærð 26 fm.
Upplýsingar gefur HGK ehf. í síma
551 7172, fax 551 7179, gsm 893 4303.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ FJÖLNIR 5999011919 I H.v.
□ EDDA 5999011919 III
I.O.O.F. RB. 4 ■ 1481198 ■
□ Hamar 5999011919 I
FERÐAFÉLAG
W ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 20. janúar
kl. 20.30. Myndakvöld
Fyrsta myndakvöld ársins er
miövikudagskvöldið 20. janúar í
Ferðafélagssalnum i Mörkinni 6
og hefst það kl. 20.30. Ólafur
Sigurgeirsson sýnir úr nokkr-
um góðum ferðum síðastlið-
ins árs. Þær eru þorraferð í
Höfðaþrekku, dagsferðir t.d. um
Síldarmannagötur og vel heppn-
aðar sumarleyfisferðir til Fær-
eyja í júní og Norðurlandsferð er
farin var í lok júlímánaðar. (
Norðurlandsferðinni var m.a.
farið fyrir Vatnsnes og Skaga,
um Siglufjarðarskarð, siglt í
Drangey og ekið um Kjöl.
Þorraferð í Borgarfjörð 30.—
31. janúar með þorraþlóti og
gistingu í Hótel Reykholti veröur
kynnt, einnig þorragangan nk.
laugardagskvöld, 23. janúar, frá
Mörkinni 6 í Perluna með þorra-
blóti þar. Góðar kaffiveitingar í
hléi. Verð 500 kr. (kaffi og með-
læti innifalið). Allir velkomnir.
Ferðafélag fslands.
Aðaldeíld KFUK, Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Sr. Frank M. Halldórsson segii
frá ferð um Þýskaland - á slóðunr
Lúthers. Allar konur hjartanlegó
velkomnar.
1oo
KFUM ■ KFUK
KFUM og KFUK,
Aðaistöðvar við Holtaveg.
Fyrsti hádegisverðarfundurinn
á 100 ára afmæli KFUIVI og
KFUK verður á morgun, mið-
vikudaginn 20. janúar, kl.
12.10.
Efni: Er kristinfræðin að hverfa
úr skólakerfinu? Gunnar J.
Gunnarsson, guðfræðingur
og lektor við KHÍ.
Allir velkomnir og fólk hvatt til
að fjölmenna.
EINKAMÁL
Vill kynnast fslenskri konu
Bandarískur, myndarlegur mið-
aldra maður, I góðu starfi, vill
kynnast fallegri, gáfaðri og að-
laðandi íslenskri konu, (aldur
21—39), með vinskap, giftingu
og fjölskyldu í huga. Getur heim-
sótt hana á fslandi (á vini hér).
Sendu svar merkt: „B — 7316" á
afgreiðslu Mbl. með lýsingu á
sjálfri þér, áhugamálum, metnaði
og framtíðarplönum.