Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 51 Sveit Þrastar Ing’imarssonar Reykj anesmeistari Morgunblaðið/Arnór REYKJANESMEISTARARNIR í sveitakeppni 199. Talið frá vinstri: Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson, Þröstur Ingimarsson, Ragnar Jónsson og Þórður Björnsson. BRIDS Félagsheimilið á Mánagrund f Keílavík REYKJANESMÓT í SVEITAKEPPNI og UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS 16.-17. janúar 199. 15 sveitir. SVEIT Þrastar Ingimarssonar sigraði í Reykjanesmótinu í sveita- keppni sem fram fór um helgina. Sveitin vann tólf leiki og tapaði þremur með litlum mun. Sveit VIS varð í öðru sæti eftir fremur lakan endasprett og var eina sveitin sem veitti sigursveitinni keppni. Sveit Drafnar Guðmundsdóttur varð svo í þriðja sæti. I sigursveitinni spil- uðu ásamt Þresti bræðurnir Her- mann og Ólafur Lárussynir, Ragn- ar Jónsson og Þórður Björnsson. Silfurliðið er að mestu skipað sömu mönnum og komust í úrslit ís- landsmótsins í fyrra. Þeir eru feðgarnir Kjartan Ólason, Óli Þór Kjartansson, Garðar Garðarsson, Bjarni Kristjánsson, Karl Her- mannsson og Arnór Ragnarsson. Bronsliðið var skipað Dröfn Guð- mundsdóttur, Asgeiri Asbjörns- syni, Jóni Alfreðsyni, Guðbrandi Sigurbergssyni og bræðrunum Halldóri og Friðþjófí Einarssyni. Tólf sveitir spiluðu um Reykja- nesmeistaratitilinn. Lokastaða efstu sveita: Þröstur Ingimarsson 211 VÍS Keflavík 192,5 Dröfn Guðmundsdóttir 176 Sigurjón Harðarson 175 Jóhann Magnússon 164,5 Undankeppni Islandsmóts Mótið var jafnframt undankeppni fvrir Islandsmót og spiluðu 15 sveit- ir um 5 sæti í undankeppninni, sem fram fer um páskana. Tvær efstu sveitirnar í Reykjanesmótinu unnu sér rétt til að spila og auk þeirra Guðmundur Pétursson og pjakk- arnir, sveit Þróunar og Bílaspítal- ans. í sveit Gumma Pé og pjakk- anna eru auk Guðmundar þeir Sverrir Rristinsson (jr.), Ai-on Þorfínnsson, Snorri Karlsson, Jón Hilmarsson og Ragnar Hermanns- son. I sveit Þróunar spila Georg Sverrisson, Bernódus Kristinsson, Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurðs- son, Hróðmar Sigurbjörnsson og Stefán Stefánsson. í sveit Bflaspít- alans spila Kristinn Kristinsson, Friðjón Margeirsson, Eðvarð Hall- gi-imsson, Valdimai- Sveinsson og Öli Björn Gunnarsson. Lokastaðan í undankeppninni: Þröstur Ingimarsson 284 Gummi Pé og pjakkarnir 276 Bflaspítalinn 250 Þróun 244 VÍS 242,5 Dröfn Guðmundsd. 235,5 Sigurjón Harðarson 235 Guájón Svavar Jensen 233,5 í paraútreikningnum urðu Hauk- ur Arnason og Sigurjón Harðarson efstir með 16,84%. Aron Þorfinns- son og Snorri Karlsson urðu í öðru sæti með 16,68% og Óli Þór Kjart- ansson og Kjartan Ólason þriðju með 16,53% skor. Dýr mistök Til tilbreytingar ætlar undirritað- ur að segja ófarasögu af sjálfum sér en mistök hans kostuðu sveit VÍS sjö vinningsstig.. Óhapp undirritaðs varð í 3. umferð þegar VÍS spilaði gegn sveit Njáls Sigurjónssonar og var svona (áttum snúið til hagræðis fyrir lesendur): Norður ♦ K102 V 98 ♦ Á9 ♦ ÁKG973 Austur III * G764 V KD lll ♦ KG876 * 65 Suður AÁD95 y Á1032 ♦ D3 *D108 Við Karl Hermannsson lukum ekki sögnum fyi-r en við vorum komnir í 6 grönd og útspil vesturs var lítið hjarta. Austur fékk þann slag á drottningu og spilaði kóngn- um. Ég drap á ásinn og spilaði nú laufunum í botn. Mér láðist reyndar að spila tígulásnum fyrst en pressan er öll á austri sem bæði þarf að verja tígulkóng og spaðagosa fjórða. Austur henti spaða og þar með benti allt til þess að ég væri kominn með 4 slagi á spaða og þar með 12 slagi. Hins vegar þurfti ég líka að henda í laufasúpuna og henti tíguldrottningu í 6. laufið og geymdi hjartatíuna. Eg gleymdi svo að taka tígulásinn í borðinu og varð að gefa á hjartagosa í 13. slag. Þannig var það nú. Trausti Harðarson sá um út- reikninga og keppnisstjórn og er þetta eitt rólegasta mót sem haldið hefir verið um árabil. Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Lokið er 10 umferðum af 19 í Reykjavíkurmótinu en 20 sveitir spila um meistaratitilinn. Staða efstu sveita: Stilling 206 Landsbréf 204 Samvinnuferðir/Landsýn 203 Þrír frakkar 187 Grandi 173 Þórður Sigurðsson 167 Nýherji 160 Mótinu verður fram haldið á fimmtudag en lýkur um helgina. Bridsfélagið Muninn Miðvikudaginn 13. janúar hófst þriggja kvölda meistaratvímenning- ur með þátttöku 16 para og er staða efstu manna eftir 5 umferðir þessi: Óli P. Kjartansson - Kjartan Ólason 28 Porgeir Halldórsson - Kristján Kristjánsson 21 Randver Ragnarsson - Pétur Júlíusson 20 Svavar Jensen - Birkir Jónsson 16 Næsta umferð verður miðviku- daginn 20. jan. og eru þeir sem komast ekki beðnir um að fá par til að spila fyrir sig. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 12.jan. sl. spiluðu 24 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftii-talin pör efst í N/S: Birgir Isleifsson - Guðjón Sigurðss. 259 Pórður Jörundsson - Olafur Lárusson 256 Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 245 Lokastaða efstu para í A/V: Þórarinn Arnason - Þorleifúr Þórarinss. 269 Helga Helgad. - Júlíus Ingibergss. 254 Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinsson 230 A föstudaginn var spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. - Valdimar Láruss. 276 Jón Stefánsson - Magnús Halldórss. 275 Alfreð Kristjánss. - Albert Þorsteinsson 259 Lokastaðan í A/V: Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason 272 Eystánn Einarsson - Lárus Hermannss. 264 Lárus Amórsson - Þórður Jörundsson 232 Meðalskor var 216 báða dagana. Vestur ♦ 83 VG7654 ♦ 10542 *42 FÉLAGSSTARF Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði Fundur fulltrúaráðs Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Flafnarfirði boðar til fundar í Sjálf- stæðishúsinu í dag, þriðjudaginn 19. janúar. Bæjarfulltrúar munu kynna fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 1999 og svara fyrirspurnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00. Stjórn fulltrúaráðs. TILBOÐ/ÚTBOÐ Útboð Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju óskareftirtilboð- um í verkið „Safhaðarheimili Keflavíkur- kirkju — útboð 4". Verkið fellst í innanhússfrágangi safnaðar- heimilisins. Veggir og loft skulu fullfrágengin, öll gólfefni (nema flísalagnir og steingólf), inn- réttingar og önnur smíði. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2000. Boðið verður upp á vettvangsskoðun þann 25. janúar 1999 kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf., Hafnargötu 58, Keflavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Kirkjulundi við Kirkjuveg miðvikudaginn 10. febrúar 1999 kl. 11.00. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju. FUMOIR/ MANIVIFAGNAÐUR Kynningarfundur Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur kynningarfund um starfsemi deildarinnar miðviku- daginn 20. janúar nk., kl. 20.00, í Sjálfboðamiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Umræður um starf og stefnumörkun deildar- innar. Allir eru velkomnir. Hollvinasamtök Háskóla íslands Árshátíð Háskólans verður haldin 30. janúar nk. á Hótel Sögu. Allir hollvinir velkomnir. Miðar eru seldir á skrifstofu Hollvinasam- takanna. HUSNÆÐI OSKAST VELAVERS íbúð óskast Globus-Vélaver hf. óskar eftir 3ja til 4ra herb. íbúð fyrir starfsmann sinn, helst í Kópavogi. Nánari upplýsingar veita Kjartan eða Gunnar í síma 588 2600. Globus-Vélaver hf., Lágmúla 7, Reykjavík. Einbýlishús/raðhús óskast Óskum eftir að taka á leigu, í 4—6 mánuði, ein- býlishús, raðhús eða stóra íbúð í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi helst frá næstu mánaða- mótum. Traustir, reglusamir og reyklausir leigjendur. Upplýsingar í síma 561 8064 eða 862 4117. Einbýlishús/raðhús óskast Óskum eftir að taka á leigu, í 2-3 ár, einbýlis- hús, raðhús eða stóra íbúð í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi, helst frá næstu mánaðamótum. Traustir, reglusamir og reyklausir leigjendur. Upplýsingar i síma 551 6661. HÚSNÆOI f BOÐI Skrifstofuherbergi til leigu á 3. hæð á Laugavegi 13, stærð 26 fm. Upplýsingar gefur HGK ehf. í síma 551 7172, fax 551 7179, gsm 893 4303. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 5999011919 I H.v. □ EDDA 5999011919 III I.O.O.F. RB. 4 ■ 1481198 ■ □ Hamar 5999011919 I FERÐAFÉLAG W ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 20. janúar kl. 20.30. Myndakvöld Fyrsta myndakvöld ársins er miövikudagskvöldið 20. janúar í Ferðafélagssalnum i Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. Ólafur Sigurgeirsson sýnir úr nokkr- um góðum ferðum síðastlið- ins árs. Þær eru þorraferð í Höfðaþrekku, dagsferðir t.d. um Síldarmannagötur og vel heppn- aðar sumarleyfisferðir til Fær- eyja í júní og Norðurlandsferð er farin var í lok júlímánaðar. ( Norðurlandsferðinni var m.a. farið fyrir Vatnsnes og Skaga, um Siglufjarðarskarð, siglt í Drangey og ekið um Kjöl. Þorraferð í Borgarfjörð 30.— 31. janúar með þorraþlóti og gistingu í Hótel Reykholti veröur kynnt, einnig þorragangan nk. laugardagskvöld, 23. janúar, frá Mörkinni 6 í Perluna með þorra- blóti þar. Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr. (kaffi og með- læti innifalið). Allir velkomnir. Ferðafélag fslands. Aðaldeíld KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Sr. Frank M. Halldórsson segii frá ferð um Þýskaland - á slóðunr Lúthers. Allar konur hjartanlegó velkomnar. 1oo KFUM ■ KFUK KFUM og KFUK, Aðaistöðvar við Holtaveg. Fyrsti hádegisverðarfundurinn á 100 ára afmæli KFUIVI og KFUK verður á morgun, mið- vikudaginn 20. janúar, kl. 12.10. Efni: Er kristinfræðin að hverfa úr skólakerfinu? Gunnar J. Gunnarsson, guðfræðingur og lektor við KHÍ. Allir velkomnir og fólk hvatt til að fjölmenna. EINKAMÁL Vill kynnast fslenskri konu Bandarískur, myndarlegur mið- aldra maður, I góðu starfi, vill kynnast fallegri, gáfaðri og að- laðandi íslenskri konu, (aldur 21—39), með vinskap, giftingu og fjölskyldu í huga. Getur heim- sótt hana á fslandi (á vini hér). Sendu svar merkt: „B — 7316" á afgreiðslu Mbl. með lýsingu á sjálfri þér, áhugamálum, metnaði og framtíðarplönum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.