Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ofsóknir RÚV
Frá Jóni Jónssyni:
AÐ UNDANFÖRNU hefur heyrst í
fréttum að Ríkissjónvai'pið flytji í
Efstaleiti í júlí 1999. Ég held að nú
sé rétta tækifærið
til að annaðhvort
leggja niður
þessa stofnun eða
breyta rekstrar-
forminu. I allri
þessari hf. eða
ehf. dellu sem
hefur tröllriðið
þjóðfélagi okkar
síðustu ár hefur
stj órnmálamönn-
um ekki hugkvæmst að láta það
ganga yfir þessa stofnun líka. Þessar
línur rita ég vegna þeirra ofsókna
sem ég og fjölskylda mín höfum mátt
þola af hendi innheimtustjóra Ríkis-
sjónvarpsins árum saman (á annan
áratug). Hann lætur lögmanninn Jón
Egilsson mæta heima hjá mér á
sendibil, fullum af sjónvarpstækjum,
sem hann hefur stolið af einfeldning-
um, með fangið fullt af pappíi-um
sem hann segir vera rukkanir o.fl.
frá Ríkissjónvarpinu og segist vera
kominn til að gera eignarnám í sjón-
varpinu mínu. Ég sagði honum að
koma sér í burt sem hann gerði. Og
hve oft hef ég ekki fengið menn frá
þessari ofsóknarstofnun í heimsókn
á alls kyns forsendum, með „sjón-
varpsleitargreiður", gerandi kannan-
ir á því hvernig tegund sjónvarps ég
sé með o.þ.h. Þeir segjast „sjá“ sjón-
varp yfir öxlina á mér eða inn um
gluggann. I hvernig bananalýðveldi
búum við eiginlega? Eru þetta ekki
ofsóknir eða gluggagægjur? Og öll
lögfræðibréfin frá Lagastoð. Eða
vita kannski lögfræðingar Lagastoð-
ar ekki að það þarf „stoð í lögum“ til
að senda fólki hótunarbréf, þ.e. í
þessu tilviki þarf viðkomandi að eiga
sjónvarp sem ekki hefur sannast á
mig? Svo er til fólk meðal almenn-
ings sem er alveg hneykslað á þess-
um „mótþróa“ mínum í garð Ríkis-
sjónvarpsins og telur þessar ofsóknir
réttlætanlegar á þeirri forsendu að
þetta sé útvarp/sjónvarp allra lands-
manna, með öflugt og dýrt dreifi-
kerfi. I hverslags veruleika lifir
þetta fólk eiginlega? Er það virki-
lega réttlætanlegt að ég, höfuðborg-
arbúinn, þui-fi að greiða fyrir dreifi-
kerfi handa fólki sem endilega vUl
búa á einhverju krummaskuði norð-
ur eða austur á landi. Ef þetta fólk
vill endilega horfa á sjónvai-p þá get-
ur það bara stofnað sína eigin sjón-
varpsstöð eða flutt til Reylgavíkur.
Svo er til önnur hlið á þessu máli:
aðrar sjónvarps- og útvarpsstöðvar,
einkareknar í mjög ósanngjarnri
samkeppni við ríkisimbann. En sum-
ar þeirra virðast samt ætla að ná að
skáka „stóra bróður“ með frábærri
dagskrá eins og t.d. Stjarnan FM
102,2 og Gull 90,9. En hvernig ætli
standi á því að Ríkissjónvarpið þorii'
ekki að ganga alla leið og draga
„menn eins og mig“ fyi-h- dómstóla?
Svarið er einfalt: Það er vegna þess
að ef þeir myndu tapa málinu myndi
það hafa fordæmisgildi og ríkisimb-
inn yrði af milljónatekjum. í lögum
er mér sagt að standi að hver sá sem
á útvarps- eða sjónvarpstæki skuli
greiða af því afnotagjald, jafnvel þó
hann horfi/hlusti aldrei á RUV.
Sanngjarnt? Ég ætla því að hvetja
samborgara mína til að HÆTTA að
greiða afnotagjald til þessarar einok-
unarstofnunar eða skrá tæki sín á
einhverja aðra, t.d. gæti stór fjöl-
skylda skráð sín viðtæki á afa gamla.
Og eins þegar fólk kaupir sér sjón-
varpstæki sem kosta oft mikla pen-
inga þá á það að segja við verslunar-
manninn að það fari bara eitthvað
annað með sín viðskipti ef hann ætli
að tilkynna söluna til RÚV. Af
hverju fæ ég aldrei rukkanir frá Sýn
- Stöð 2 - Fjölvarpinu - 102,2 - Gull
90,9 - 95,7 - 97,7 - 88,5 o.s.frv.? Það
er vegna þess að þessar stöðvar eru
reknar með nútímaformi = frelsi til
að velja, þ.e. þeirra einu tekjur eru
af auglýsingum og afnotagjöldum
með afruglurum. En einmitt til að
horfa/hlusta á þessar útvarps/sjón-
varpsstöðvar þá þarf til þess sjón-
varps- eða útvarpstæki. Og sá sem
það á þarf þá um leið að borga RUV
afnotagjald. Gerum smá samanburð:
Maður kaupir sér bíl. Hann fer og
kaupir á hann tryggingu hjá Trygg-
ingu hf. en þarf samt að kaupa
tryggingu hjá „Ríkistryggingafélag-
inu“. Eg skil hins vegar ekki af
hverju eigendur einkareknu stöðv-
anna láta aldrei í sér heyra gegn
þessu óréttlæti. Eina sanngjarna
lausn þessa máls er sú, að RÚV taki
upp afruglarakerfi. Stjórnendur
RÚV verða að fara að átta sig á því
að í dag er árið 1999 en ekki myrkar
miðaldir. Ég vil að lokum nota þetta
tækifæri til að biðja RÚV-menn að
láta af ofsóknum á hendur mér. Og
þið hin, sem endilega viljið borga til
RÚV, gerið það endilega fyrst þið
hafið ekkert þarfara við peningana
að gera.
JÓN JÓNSSON,
vagnstjóri,
Hraunbæ 160, Reykjavík.
Jón Jónsson
Svar til Þórólfs
Antonssonar
Frá Jóni Stciníiri Gunnlaugssyni:
í BRÉFI til blaðsins 12. janúar birt-
ir Þórólfur Antonsson hugleiðingu
sína um grein eftir mig sem birtist í
Morgunblaðinu 19. desember og
fjallaði um túlkun ,veiðileyfadóms“
Hæstaréttar frá 3. desember. Varp-
ar hann til mín spurningu sem varð-
ar lögmæti þess að heimila í settum
lögum framsal á úthlutuðum kvóta.
Ég tel ekkert standa því í vegi, að
löggjafinn kveði svo á, að þeir sem
fái úthlutað kvótum megi framselja
þá öðrum. Ein af þeim heimildum
sem talin er felast í eignarrétti er
heimild til framsals réttindanna.
Líklega hefði löggjafinn í upphafi
mátt banna þeim sem fengu úthlutað
kvóta að framselja rétt sinn. Regl-
urnar um úthlutunina þurftu aðeins
að uppfylla kröfu um að úthlutað
væri á málefnalegum grunni. í því
felst aðallega, að ekki hafi mátt mis-
muna þeim sem eins var ástatt um
og ekki mátti þá heldur skerða eign-
arréttindi annarra. Þegar ég sagði í
grein minni, að vegna 1. gr. laganna
um fiskveiðistjórnun hefði ekki verið
stofnað til endanlegs og óafturkall-
anlegs eignarréttar að fiskveiðiauð-
lindinni, átti ég ekki við að handhöf-
um kvóta hlyti af þessari ástæðu að
vera óheimilt að framselja rétt sinn.
í þessu ákvæði felst að mínum dómi
fyrst og fremst áskilnaður um að
löggjafanum sé heimilt að gera síðar
breytingar á stjórnkerfi fiskveið-
anna, sem t.d. kynni að fela í sér aft-
urhvarf til hins fyrra fyrirkomulags,
þai- sem allir máttu veiða, án þess að
handhafar kvóta gætu þá byggt rétt
á því að slík breyting bryti á þeim
rétt.
Ekki var að mínum dómi réttar-
brot fólgið í því, að úthluta kvótanum
aðeins til útgerðarmanna en ekki til
vörubílstjórans, eiganda frystihúss-
ins eða annarra sem störfuðu beint
eða óbeint við meðferð á fiski eftir að
hann var á land kominn. Þessir aðil-
ar byggðu atvinnu sína á þessu sviði
með einum eða öðrum hætti á við-
skiptum við útgerðina sem veiddi
fiskinn. Það breyttist ekki þegar
kvótakerfið var leitt í lög. Að mínu
mati var því sú regla málefnaleg og
uppfyllti allar stjómskipulegar kröf-
ur, sem batt úthlutunina við útgerð-
armenn.
Rétt er að ítreka, að grein mín 19.
desember var bundin við lögfræðina
í málinu en hafði ekki að geyma póli-
tískar skoðanir mínar. Svo er einnig
um þetta svar mitt til Þórólfs Ant-
onssonar.
JÓN STEINAR
GUNNLAUGSSON,
hæstaréttarlögmaður.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 55
skiptinemar
Erum að taka við
umsóknum til landa
með brottför í júlí
- september 1999.
í nefinu
i
Hafið samband
sem fyrst.
Ingólfsstræti 3
2. hæð
sími 552 5450
www.itn.is/afs
ORDABÆKURNAR
TILBOÐ
íslensk ***
þýsk(S)
oríabék^ %5*Sk
orðabók
Ulanáiuh'Ocwtith
Wörterbwih
frönsk
íslensk
íslensk
íslensk
orðabók
orðnbók (19961
• Kkw** ifc-'A
orðnbók
Ensk
íslensk
orðobók
EngRsk'í«:fantlíc
Ðirtior.cr/
Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann,
ó skrifstofuna og í ferðalagið ^
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
>>
%%