Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBÖND
fslenskur strákur nær langt í poppheiminum
Krúttlegur
hryðju-
verkamaður
Denni dæmalausi snýr aftur
(Dennis Strikes Again)_
Barna/gaman iiivihI
★ ‘/2
Leikstjórn: Charles T. Kangais. Aðal-
hlutverk: Don Rickles og George
Kennedy. 72 nn'n. Bandarísk.
Warner myndir, desember 1998.
Óllum leyfð.
ÞEIR sem nutu þeirrar gæfu sem
börn að hafa aðgang að dagblaðinu
Tímanum muna án efa eftir Denna
dæmalausa, ómót-
stæðilegum sein-
heppnum hryðju-
verkadreng sem of-
sótti aldraðan ná-
granna sinn Hr.
Wilson. „Dennis
Strikes Again“ er
önnm- myndin um
piltinn ógurlega og
miklum mun síðri en hin fyrri; ódýr
og metnaðarlaus sjónvarpsfram-
leiðsla sem er markaðssett í skjóli
gæða fyrri myndarinnar. Enginn af
þeim gæðaleikurum sem skipuðu
hvert hlutverk í fyrri myndinni sést
hér og staðgenglarnir eru mun síðri.
Sömu sögu er að segja um sviðs-
mynd og tæknileg gæði. Myndin fær
það sem hún fær út á nokkra vel
heppnaða brandara sem hitta í mark
hjá hópnum sem hún er ætluð,
ærslabelgi frá 5-10 ára.
Guðmundur Asgeirsson
------«-«-»----
Gæði
skipta máli
Godzilla
(Godzilla)________________
Spennumyiid
>/2
Framleiðandi: Dean Devlin. Leik-
stjóri: Roland Emmerich. Handrits-
höfundar: Dean Devlin og Roland
Einmerich. Kvikmyndataka: Ueli St-
eiger. Aðalhlutverk: Matthew
Broderick, Jean Reno, Maria Pitillo
og Hank Azaria. (134 mín) Banda-
rísk. Skffan, janúar 1998. Ekki við
hæfi barna.
MENNIRNIR sem stóðu á bak
við geimtryllinn „Independence
Day“ ráðast hér í gerð stórmyndar
um eðluskrímslið
Godzillu, sem er
hugarfóstur jap-
anskrar kvik-
myndagerðar. En í
stað þess að vinna
á einhvem hátt
með sjarmerandi
B-mynda-lélegheit
japönsku mynd-
anna, nálgast Hollywood-garparnir
viðfangsefni sitt af fullri alvöru. Út-
koman er sýnidæmi um hvers kyns
roteggjum Hollywood er fært um að
verpa, þegar gróðasjónarmið fá öllu
ráðið.
Ekki er að finna sjálfstæða hugs-
un í handritinu sem stelur óspart frá
þeim geim-, hamfara- og skrímsla-
myndum sem hendi eru næstar. Þá
eru samræður svo klisjumettaðar að
sjálfir leikararnir roðna við að mæla
þær fram. Atburðarás er staglkennd
og þvæld og þróast út í furðanlega
óskammfeilna „Jurassic Park“-eftir-
hermu á tímabili. Tæknibrellur bera
vott um mikið fjármagn en ekkert
hugvit og er áberandi hvernig stöðug
rigning er notuð til að draga úr
skyggninu í brelluatriðunum.
Vesalings stirðbusalega Godzillan
sem allt umstangið er í kringum vek-
ur fremur meðaumkun en ótta, því
hún virðist ekkert vita hvað hún á 'af
sér að gera þarna á miðri Manhatt-
an-eyju, en þangað kom hún aðeins í
sakleysi sínu til að verpa.
Heiða Jóhannsdóttir
►UNGLINGA-
STJÖRNURNAR
í 98 Degrees
brostu fyrir
myndavélarnar
þegar þær
mættu á opnun
Motown Cafe í
Universal
Studios
CityWalk í
Orlando um
helgina.
Hljómsveitin
vinsæla kom
fram ásamt
fleiri tón-
listarmönnum
við þetta
tækifæri, en
hana skipa frá
vinstri: Jeff
Timmons,
Drew Lachev,
Justin Jefferes
og Nick Lachev.
ARNÞÓR Birgisson er bæði
poppstjarna og upptökustjóri
í Svíþjóð þar sem hann hefur
búið frá tveggja ára aldri.
Hann kemur heim á hverju
sumri og hefur alltaf talað ís-
lensku við foreldrana og nú
við kærustuna.
Þótt hann sé bara 22ja ára
hefur hann öðiast mikla virð-
ingu fyrir upptökustjóm við
fyrirtækið Merlin Music í
Stokkhólmi, auk þess að
semja lög fyrir erlendar
hljómsveitir sem hann stýrir
upptökum fyrir.
Arnþór gaf út sína fyrstu
sólóplötu fyrir tveimur árum
og er núna við upptökur á
sinni annarri plötu, ásamt því
að vinna fyrir aðra aðila.
1,2 milljónir eintaka
„Ég hef verið 1 tónlistar-
skóla frá tíu ára aldri. Þegar
ég var táningur lék ég mikið í
djasshljómsveitum, og þá var
kontrabassinn mitt hljóðfæri.
Ég byrjaði að semja lög svona
fimmtán ára og þá notaði ég mikið
píanó. Vinir mínir hvöttu mig óspart
því þeim líkaði lögin mín, og þar
sem mér fannst það mjög gaman þá
gerði ég það. Ég sleppti þvi að fara í
háskóla eins og vinimir og fór að
vinna í tónlistargeiranum, og lærði
ýmislegt á tæknilegum námskeið-
um. En það er bara að semja og
semja og vinna með fólki, maður
lærir mest af því.“
- Og núna ertu með lag á lista í
Bandaríkjunum ?
„Já, ég samdi lag sem heitir
„Because of You“ fyrir hljómsveitin
98 Degrees. En þeir sömdu lag með
Stevie Wonder fyrir teiknimyndina
Mulan. Lagið mitt er komið út á
smáskífu og er í þriðja sæti á Billbo-
ard-listanum, og hefur selst í 1,2
milljónum eintaka. Það hefur verið
þónokkuð spilað í Evrópu og kemur
vonandi til Islands núna í janúar.“
Gæti orðið ríkur
- Pú lifir og hrærist í tónlistinni
dag og nótt?
„Já, ég vinn voða mikið, en
kærastan mín skilur það mjög vel.
Hún er íslensk stúlka sem ég hitti
hér í Svíþjóð. Við búum saman og
erum trúlofuð og svona. Já, það hef-
ur verið mikið að gera í haust.
Breska hljómsveitin Boyzone kom
og ég var að vinna með þeim, og
nokkrum öðrum svona strákahljóm-
sveitum. Það var mjög gaman.“
- Hvaða fleiri þekkta aðila hefur
þú samið fyrir og stjórnað upptök-
um hjá?
„Eg veit ekki alveg hverjir eru
þekktir á íslandi og hverjir ekki.
ARNÞÓR er á fljúgandi uppleið.
Frelsi til að
gera það
skemmtilega
Arnthor er íslenskur tónlistarmaður í
Svíþjóð sem starfar m.a. með Boyzone og
á lag í þriðja sæti Billboard-listans.
Hildur Loftsdóttir spjallaði við þennan
afskaplega hógværa, unga mann.
Veistu hver Jay-Z er? Hann er með
stærri röppurum í Bandaríkjunum.
Svo er það söngkonan Hinda Hicks,
sem er vinsæl í Evrópu. Platan með
henni kemur útí febrúar."
- Ertu ekki orðinn forríkur?
„Nei, en það gæti faríð þannig, ef
ég held áfram að vinna í þessum
geira, og lögin seljast alltaf vel þá
fæ ég mjög vel borgað fyrirþað. Eg
hef það fínt núna og þarf ekki að
hafa áhyggjur af ýmsu eins og áður
fyrr. Það er ótrúlega þægilegt og
gefur manni frelsi til að gera það
sem mann langar."
Kýs að vinna með
strákahljómsveitum
- Hvernig tónlist semur þú
helst?
„Mest sál, hip hop, eigin-
lega allt frá gítarpopptónlist
til mun þyngri tónlistar.
Bara það sem mér finnst
gaman að vinna með.“
- Attu auðvelt með að
setja þig inn í hvaða tónlist-
arstíl sem er?
„Já frekar, nema mjög
mikla danstónlist eins og t.d.
teknótónlist. En ég geri bara
það sem mér finnst spenn-
andi og þar af leiðandi vinn
ég mikið með strákahljóm-
sveitum eins og Back Street
Boys og fleirum."
- Færðu ný tilboð á hverj-
um degi?
„Já, það hefur orðið þannig
núna eftir að lagið komst á
lista í Bandaríkjunum. Þá hef
ég fengið mjög mikið af til-
boðum frá hljómsveitum sem
vilja samstarf, líka sþngvur-
um og söngkonum. Ég verð
bara að taka því sem mér
finnst mest spennandi og
skemmtilegast að starfa við.
Þannig er mjög gaman hjá
mér, það er nóg að gera.“
- Hvort kýstu að starfa
með einhverjum sem að-
hyllist tónlist sem þér finnst
skemmtileg eða mjög fræg-
um tónlistarmanni?
„Bæði og. Það er gaman að
vinna með þeim sem maður
veit að mun selja mikið af
plötum, en samt er alltaf
skemmtilegast að vinna við það sem
manni sjálfum finnst gott, en hefur
kannski ekki slegið í gegn. Það er
svo gaman að vinna að og vera með
í því sem kannski mun slá í gegn.“
Lag á íslensku
- En hvernig verðurplatan þín?
„Þetta verður venjuleg poppplata
og ég stefni að því að koma smá-
skífu út fyrir sumarið og plötunni
sjálfri í byrjun hausts.
Við ætl-
um að
reyna
að fá
plötuna
utgefna á
Islandi,
því eitt
laganna er
á íslensku.
Af fyrri
plötunni
minni kom
út eitt lag á
Pottþétt-
plötu, en þar
sem Island
hefur bara
samning við
Warner á Bret-
landi en ekki í
Svíþjóð, þá gat
hún ekkþkomið
út á íslandi.
Næsta plata
verður hins veg-
ar gefin út á Bret-
landi og þá getur ís-
land tekið hana inn.“
Ný tilboð
streyma til
Arnþórs á
hverjum
degi