Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti íslands hvetur til vakningar gegn reykingum Sjúkdómavaldur fær frið til að vinna skemmdarverk Vísar til baráttunnar gegn berklum fyrr á öldinni SAMS konar vakning þarf að verða gagnvart reykingum og gegn berklum fyrr á öldinni og hjartasjúkdómum á síðari árum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Islands, í ávarpi á ráð- stefnu Tannlæknafélags íslands, Tóbak og tannheilsa, síðastliðinn fóstudag. Hann lýsti undrun á þeim friði sem hinn mikli sjúk- dómavaldur, tóbakið, fengi til að vinna skemmdarverk sín í samfé- lagipu. „íslendingar sýndu fyrr á öldinni hvaða árangri var hægt að ná í bar- áttunni gegn berklum, sem áður fyrr orsökuðu dauða þúsunda landsmanna. Samvinna lækna og áhugafólks hefur einnig á síðari ár- um skilað verulegum árangri í gh'munni við hjartasjúkdóma. Þar hefur fræðsla og stöðug umfjöllun með lækna og heilbrigðisstéttir í fararbroddi breytt lífsstíl fjölda fólks, aukið h'fslíkur og reyndar að auki dregið verulega úr kostnaði heilbrigðiskerfísins," sagði forseti Islands. „Sams konar vakning þarf að verða gagnvart reykingum, helsta sjúkdómavaldi samtímans, sem árlega leggur að velli hundruð Islend- inga og milljónir manna um allan heim.“ Forsetinn sagði að forsenda framfara hefði verið sú að mað- urinn væri skynsemis- vera, sem tæki mið af rannsóknum og lærði af reynslunni. Mann- kynið fagnaði oft á ári framförum í rannsókn- um og tækni sem stuðluðu að betri heilsu, lækningu sjúk- dóma og lífsbjörg fyrir fjölda fólks. „Hvernig stendur þá á því að í þessum gróðursæla ræktunargarði skynsemi, vísinda og rökhyggju skuli reykingar, afleiðingar tóbaks- notkunar á unga og aldraða, áhrif þeirra á börn í móðurkviði, á aukna eiturlyfjaneyslu unglinga og út- breiðslu krabbameins og hjarta- sjúkdóma vera nánast vemduð fyr- ir herskárri gagnrýni og fordæm- ingu? Hvernig stendur á því að þessi útbreidda dauðaorsök og mikli sjúkdómavaldur fær slíkan frið til að iðka sín skemmdar- verk?“ spurði Ólafur Ragnar. Fórnardauði reykinganna Hann varpaði fram þeirri spurningu hver viðbrögð samfélagsins yrðu ef tvær farþega- þotur, fullskipaðar fólki, færast á tæpu ári á leiðinni Reykja- vík-Kaupmannahöfn og svaraði því til að viðbrögðin yrðu stór- fréttir í öllum fjölmiðlum heims, rannsóknir sérfræðinga og jafnvel málaferli. Hann sagðist leika sér með svona hryllingssögur í upphafi virðulegi-ar ráðstefnu í þeirri við- leitni að vekja til umhugsunar um „fórnardauða reykinganna í okkar litla samfélagi. Mikinn fjölda dauðsfallanna hérlendis - rúmlega 3.000 manns á áratug og síðan áfram ár af ári, áratug eftir áratug - má rekja beint til reykinga og eru þá ótaldir ýmsir sjúkdómar og veikindi sem með ýmsum hætti eiga rætur í reykingum“. Helgar skyldur lækna Hann rakti að þau hjónin, hann og Guðrún Katrín, hefðu oft rætt um að vonandi yrði hliðstæð vakn- ing á íslandi og í Bandaríkjunum í tóbaksvörnum. Að frumkvæði Guð- rúnar Katrínar hefðu Bessastaðir verið gerðir reyklausir og hefði reynslan sýnt að sú framkvæmd hefði gengið með ágætum. Hann sagði jafnframt að þau hjón hefðu verið sannfærð um að læknar gætu gegnt lykilhlutverki í baráttu gegn reykingum og slíkt forvarnarstarf væri í samræmi við helgar skyldur lækna, að forða heilbrigðum frá sjúkdómum og hvetja til öflugrar atlögu gegn banvænum faraldri. „Vonandi verður framtak Tann- læknafélagsins til þess að önnur samtök lækna og heilbrigðisstétta láti meira að sér kveða á þessu sviði,“ sagði forseti Islands í ávarpi sínu á ráðstefnu Tannlæknafélags- ins. Ólafur Ragnar Grímsson Norðurál Mengun inn- an eðlilegra marka ÓLAFUR Pétursson, forstöðumað- ur mengunarvarna Hollustuvernd- ar, segir að álverið Norðurál við Grundartanga hafi farið 20% fram yfir flúormengunarmörk í lofti þeg- ar gangsetning hófst í júní 1998. Það sé hins vegar ekki óeðlilegt og í samræmi við það sem búist hafði verið við. I starfsleyfi fyrirtækisins sé mið- að við að mengunarstaðlar taki gildi einu ári eftir að starfsemi hefjist og býst Ólafur við því að flúormagn í lofti verði komið undir leyfileg mörk í apríl á þessu ári. -------------- Banaslys á Tálknafirði BANASLYS varð á Tálknafirði á laugardagskvöld. Maður var að gera við bifreið er slysið varð og er talið að hún hafi fallið ofan á hann. Þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð til en beiðnin afturköll- uð eftir að ljóst varð að maðurinn var látinn. Hann hét Stef- án Jóhannes Sigurðsson, fæddur ár- ið 1945. Hann lætur eftir sig eigin- konu og fimm börn. Bygging 100 þúsund tonna verksmiðju í athugun Niðurstöður forathugunar jákvæðar IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneyti hefur látið fara fram forathugun á hagkvæmni þess að reisa 100 þúsund tonna verksmiðju hér á landi, sem nota myndi 120 þúsund tonn af sykri eða sterkju. Verksmiðjan á að fram- leiða polyol sem er lífrænt grunnefni sem hingað til hefur verið unnið úr olíu. Efnið er notað í plastiðnaði og I íramleiðslu á matvælum, lyfjum og snyrtivörum. Niðurstöður athugunarinnar eru jákvæðar sem meðal annars byggist á aðgangi að jarðgufu og kælivatni auk hagkvæmra sjóflutninga á hrá- efnum og fullunnum vörum. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er staddur í Suð- ur-Afríku ásamt föruneyti, en til- gangur ferðar hans er að festa í sessi samvinnu landanna á sviði nýsköp- unar í iðnaði. Einkum er um að ræða verkefni þar sem sérstaða Islands; að geta boðið ódýra gufuorku, gerir landið að samkeppnishæfum kosti fyrir fjárfesta. Fjórar verkefnahug- myndir hafa einkum verið til athug- unar. Bandaríska fyrirtækið Polyol Chemicals, sem hefur þróað fram- leiðslu á lífræna grunnefninu polyol, hefur byggt tilraunaverksmiðju í Suður-Afríku í samvinnu við heima- menn, sem ráðgera að taka ákvörðun um að byggja polyol-verksmiðju í lok þessa árs. „Áhugi Suður-Afríku- manna á framleiðslu á polyol byggist á ódýrum sykri sem þeir hafa mikið af. Ahugi iðnaðarráðuneytisins bein- ist fyrst og fremst að aðgangi að til- raunarekstrinum í Suður-Afríku og þeirri tæknilegu og rekstrarlegu þekkingu sem af honum mun leiða. Sú þekking getur haft verulega þýð- ingu fyrir endanlega ákvörðun um byggingu slíkrai- verksmiðju hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Heims- markaður fyrir polyol er um 15 millj- ónir tonna á ári og vex árlega um 360 þúsund tonn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kátir piltar að leik ÞAÐ ríkti mikil kátína hjá þessum piltum, sem voru sem aldnir hafa nýtt sér vel snjóinn sem þekur að Ieika sér í Selásbrekkunni um helgina. Ungir grundir nú um stundir. ■ * tL Heimili Sjö ár í frystikistunni hjá Bogdan / B2 •••••£••••••••••••••••• Tvö Isiandsmet hjá Jóni Arnari / B6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.