Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 27 Rússnesk rómantík Steindir tónar TOIVLIST Kirkjulivol I SÖNGTÓNLEIKAR Alína Dúbik og Gerrit Schuil fluttu sönglög eftir Gabriel Fauré, Nikolaí Rimskíj-Korsakov, Alex- ander Borodin, Mikaíl Glinka og Pjotr Tsjaíkovskíj. Laugardag kl. 17.00. ALÍNA Dúbik mezzósópran söng á ljóðatónleikum í Garðabæ á Jaug- ardaginn í forföllum Elínar Oskar Oskarsdóttur, en eins og ætíð á tón- leikum þar lék Gerrit Schuil með á píanóið. Að stofni til var þetta sama efnisskrá og á tónleikum þein-a Alínu og Gerrits í Gerðubergi í nóv- ember. Alína Dúbik hefur starfað hér sem söngkona um árabil. Hún hefur sungið einsöng með kórum í stærri kórverkum, og sungið í kammertón- list, - en ekki oft á einsöngstónleik- um. Það er miður, því Alína Dúbik er söngkona sem sannarlega verð- skuldar athygli. Hún hefur hlýja út- geislun í söngnum, og túlkar ljóð af innileik og einlægni. Annað sem gerir hana sérstaka er söngtæknin, sem er ólík því sem maður heyrir hjá söngvurum hér; - líkari frönsk- um og rússneskum söngstíl, þar sem mótun sjálfs tónsins er öðru vísi en í þýskum og enskum stfl. Þennan fallega söngstíl heyrir mað- ur þó frekar hjá eldri rússneskum söngkonum eins og Vishnévskæju og Davydovu heldur en þeim yngri. BÆKUR Ritgerðasafn RITGERÐIR I. GREINAR, MANNAMINNI, ÁSTARSAGA eftir Sigurð Sigurmundsson frá Hvít- árholti. Utg.: Sigurður Sigurmunds- son, 1998, 155 bls. EINS og fram kemur í undirtitli bókarinnar er efni hennar þríþætt. Raunar inniheldur fyrsti þátturinn tvenns konar efni. Annars vegar eru ritgerðir um skáld-Guðmundana þrjá (Magnússon, Friðjónsson og Guðmundsson) og hins vegar deilu- greinar og stjórnmálagrein eins og lýst verður nánar. Annar þátturinn er sautján minningargreinar um látna sveitunga og samferðafólk. Loks er þýðing á hinni alkunnu smásögu eftir Paul Heyse, L’Arra- biata. Þeim, sem þetta ritar, er ávallt fagnaðarauki að fá í hendur bækur, sem ritaðar eru af íþrótt. Þar sem íslensk tunga fær að njóta sín, hrein, látlaus og ómenguð, ef svo má segja. Sú íþrótt verður því mið- ur sjaldgæfari með hverju árinu sem líður. En hinn aldraði bóndi úr Arnesþingi, Sigurður Sigurmunds- son, veldur henni vel. Ritgerðir hans um skáldin þrjú eru snilldarvel skrifaðar. Einkum var það þó sú fyrsta, um Guðmund Magnússon (Jón Trausta), sem hreif huga minn. Hún er fógur perla, sem á skilið að geymast lengi. Eftirminnileg má hún og vera ungum höfundum og þá ekki síður ritdómurum. Fáir höf- undar hafa fengið jafn harkalega út- reið í upphafi ferils síns og Jón Trausti („aftaka“ er það víst kallað nú), né afsannað réttmæti hennar jafn rækilega. Raunar mátti svipað segja um hið mæta skáld Guðmund á Sandi. Annars byi'jaði Sigurður Sigur- mundsson höfundarferil sinn með ritdómi eða öllu heldur með athuga- semd um bók Benedikts frá Tónleikarnir hófust á fimm lög- um eftir Frakkann Gabriel Fauré. Strax í forspili fyrsta lagsins, Hausts, við ljóð eftir Ai'mand Silv- estre, var sleginn tónn djúprar og áhrifaríkrar túlkunar; - þungt og blautt haustið lagðist yfir eins og voð, og söngur Alínu Dúbik var barmafullur af trega þessa fallega ljóðs. Onnur lög Faurés voru flutt af sama músíkalska innileik. Pí- anóleikur Gerrits var frábær, svo fullkomlega yfii'vegaður og mús- íkalskt úthugsaður, en samt svo lifandi og líðandi. Sjaldgæft er að heyra hér sung- ið á rússnesku. Þeim sem heyi'ðu í Galínu Gortsjakóvu á Listahátíð í vor verður sá söngur sjálfsagt lengi minnisstæður. Því er enn meira gaman að fá tækifæri til að rifja upp kynnin af þessu hljóm- fagra tungumáli, og það í tvígang, því ekki eru nema liðlega tveir mánuðir liðnir frá rússneskum tón- leikum þeirra Alínu og Gerrits í Gerðubergi. Þau rússnesku sönglög sem hér voru flutt, eftir Rimskíj-Korsakov, Borodin, Gl- inka og Tsjaíkovskíj tilheyra öll rússneskri rómantík. Viðfangsefni ljóðanna er yfirmáta ljóðræna; - tregi og depurð eru ætíð nálæg, ástin og hverfulleiki hennar sömu- leiðis, - einnig náttúran; trén og fuglarnir, blómin, vindurinn og máninn; en kannski þó fyrst og fremst ljóðið sjálft. Þetta eru ljóð- ræn ljóð um ljóð. Orðin og hljóm- fall þeirra virðast hafa sjálfstætt gildi í ljóðinu. Þetta skilja tón- skáldin, og þessi yndislega tónlist Hofteigi, Smiður Andrésson. Er sú athugasemd birt hér. Hún tengist Jóni Trausta. Benedikt hafði ráðist allharkalega á sögutúlkun Jóns Trausta í einu skáldverka hans (Veislan á Grund). Sig- urður tekur nú upp hanskann fyrir Jón Trausta og sýnir fram á, að Benedikt hefur Jón Trausta fyrir rangri sök. Enda þótt Sigurður sé vel einarð- ur í andmælum sínum er hann engu að síður hinn prúðmannlegasti og sýnir Benedikt fulla virðingu sem fræði- manni. Athugasemd þessi er á marga lund hin áhugaverðasta og má ýmislegt af henni læra. Eins og nærri má geta svaraði Benedikt. Sigurður svaraði aftur með stuttri grein, „Kveðjuorð til Benedikts Gíslason- ar“. Þar er haldið fast um penna, en án allra stóryrða. Eins og mörgum mun kunnugt vann hinn sjálfmenntaði bóndi, Sig- urður í Hvítárholti, það afrek að læra spænsku af sjálfum sér og semja spænsk-íslenska orðabók, sem gefin var út. Um þá bók kom ritdómur. Líklega hefur hann verið harkalegur, því að Sigurði hefur greinilega sárnað og hann fann sig knúinn til að birta við hann athuga- semdir. Nú er ég vitaskuld ekki þess umkominn að meta hversu rangur eða réttur þessi dómur var. En Sigurður er ekki í neinum vand- ræðum með að hrekja aðfinnslurnar með sterkum rökum. Þá eru tvær aðrar greinar í þess- um kafla bókarinnar. Önnur fjallar um stjórnmál og er eina greinin þess eðlis, sem höfundur hefur skrifað. Hin er „Opið bréf‘ til Stangaveiðifélags Reykjavíkur vegna netalagna í Hvítá. En þar átti bóndinn í Hvítárholti vitaskuld hagsmuna að gæta. er ein samfelld lýn'k mettuð heitum tilfinningum, þar sem hverju orði er valinn staður þannig að áhrifa- máttur þess verði sem mestur. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra tónskálda og einstakra laga. Lag Borodins um Sjávar- prinsessuna var þó sérstaklega sterkt í flutningi Alínu og Gerrits, þar sem Gerrit túlkaði á áhrifarík- an hátt þunga undirölduna og vaggandi báru hafsins þar sem sjávarprinsessan býr og lokkar til sín sjómenn. Alína Dúbik var í orðsins fyllstu merkingu heillandi hafmey. Lag Rimskíjs-Korsakovs, A hæðum Georgíu við tregafullt ástarljóð Púshkins var líka sér- staklega áhrifaríkt í flutningi þeirra. Lög Glinka voru hvert öðru fallegra. I dramatíska ljóðinu Efa, við ljóð Kukolniks drógu þau upp sterkar myndrænar lýsingar á heitum ástríðum og í vögguvísunni Sofðu, engillinn minn, söng Alína blítt og yndislega sefandi „bajú, bajú“ undir „svellandi stormi lífs- ins“. Af lögum Tsjaíkovskíjs stend- ur lokalag tónleikanna uppúr, Að gleyma svona fljótt, við ljóð eftir Apúktín. Þar er orðið „gleyma“ í aðalhlutverki, - þar sem skáldið notar það eins og síendurtekið þrástef til að rifja upp glataða ást. Sögnin „að gleyma“ verður lykill- inn að minningunni. Mag.,að lag og stórkostleg túlkun. Það var stemmning í salnum, og fögnuðu viðstaddir vel og lengi í tónleikalok. Þá kemur að aðalkafla bókarinn- ar, sautján minningargreinum. Eins og allir vita eru eftirmælagreinar oftar en hitt fremur lítilsigldar. Þar úir og grúir af hvers kyns klisjum, lítt merkum upprifjun- um um hversdagsleg málefni og trúarstagli. Stundum er jafnvel svo langt gengið, að grein- arnar eru eins konar sendibréf til hins látna. Minna fer fyrir snjöll- um persónulýsingum, yfirliti yfir æviferil og fjölskylduhagi. Maður staldrar við ef góð eftir- mæli rekur á fjörurnar, svo sjaldséð eru þau. Skyldu þá ekki fáir standa undir því að birta eftir sig sautján minningargreinar í röð í sömu bók, án þess að lesturinn verði endur- tekningasamur og meira en lítið þreytandi? Af því þarf ekki að hafa áhyggjur hvað Sigurð í Hvítárholti varðar. Á þessu sviði rís hann hátt yfir allan fjöldann. Hann hefur þá fágætu list á valdi sínu að skrifa þannig um fólk, að það verði bæði eftirminnilegt og lærdómsríkt. Persónan, sem um er ritað, verður lifandi fyrir sjónum lesandans og manni verður vel ljóst hvaða kost- um hún var búin og hver varð eftir- tekja af ævistarfinu. Mannlýsingar bera svipmót kunnáttumannsins og þarf það engan að undra, sem veit hversu handgenginn Sigurður er gömlu Njálu. Síðast í bók er þýðing á smásög- unni L’Arrabiata. Þýðing sú er vel gerð. Sigurður hefur áður þýtt eina bók (Hljómkviðan eilífa) og þá úr spænsku, ef ég man rétt. Þetta ritgerðasafn er fyrsta bindi. Það bendir til að höfundur eigi fleira í fórum sínum. Gaman væri að fá að sjá fleira frá þessum ritsnjalla höfundi. Sigurjón Björnsson TOIVLIST Tjarnaibío MYRKIR MÚSÍKDAGAR Áskell Másson: Nývaktar sýnir (frumfi.); Ríkharður H. Friðriksson: Sýnheimar (frumfl.); Tapio Tuomela: 4 bagatellur (frumfl. á ísl.); Jónas Tóinasson: Glorioso (frumfl. á ísl.); Kjartan Ólafsson: Gullveig (frumfl.); Elías Davíðsson: Ur söngvum Ba- býlons (frumfl.). Áskell Másson, slag- verk; Ríkharður H. Friðriksson, tölv- ur; Camilla Söderberg, hlokkflautur; Guðrún Óskarsdóttir, semball; Elías Davíðsson, steinaspil. Tjarnarbíói, föstudaginn 22. janúar kl. 20.30. HUGMYNDATENGSL hlust- enda eru oftast óíyrirsjáanlegasti meðsköpunarþáttur tónsmíða, enda ærið einstaklingsbundin. Þó kann að vera að fleiri en undirrit- aður hafi séð nýlega náttúrulífs- mynd í sjónvarpi með tónlist eftir Áskel Másson og ósjálfrátt tengt verk hans - með því viðeigandi nafni „Nýjar sýnir“ - við undraver- öld íslenzkrar náttúru, þó að vísu veki ákveðið gervibragð af þeirri klissjukenndu áráttu útlendinga að klína ásjónu landsins við hvert ís- lenzkt tónverk sem þeir heyra. Það er auk þess mannleg náttúra að upplifa tilfinningahlið tónlistar fyrst, form hennar síðast. A.m.k. voru fyrstu skilyrtu pavlovsku við- brögð manns að skynja verk Áskels sem kjörinn áhrifsbak- grunn við frónskt vetrarlandslag, og þó kannski sérstaklega við dropasteina og grýlukerti myrkra hraunhella. Burtséð frá því sýndi verkið vel litaauðgina sem kreista má úr fjölbreyttu forðabúri slag- verkshljóðfæra, og endaði á til- þrifamikilli tokkötu í þreföldum hrynrænum kontrapunkti á eitt af uppáhaldsamboðum höfundar, mið- austurlenzka darabuka-trommu, áður en yfir lauk með dulúðugu morgunlenzku höggi á tam-tam. Stykkið var í meginatriðum spunn- ið á staðnum, en ekki áhrifaminna fyrir það. Titill „Sýnheima" Ríkharðs H. Friðrikssonar vakti eftirvæntingu um sjónræna aukagetu, enda fyrir kvittur um að þetta tölvuverk (handstýrt af höfundi) myr.di bregða upp litum í takt við tónlist- ina. Sjáöldur áheyrenda urðu þó af því áreiti að sinni, en á móti kom, að forritaðir ómheimar verksins voru lengst af sannkall- aður Aladdinshellir í öllum regn- bogans tónalitum íyrir hug og hlusthimnur, þar sem „út- feidandi" effektalykkjur tón- skáldsins ófu glitrandi gimsteina- vef, er jafnaðist á við litskrúðug- ustu norðurljós. Maður sat þess albúinn að slá því föstu að hafa hér heyrt eitt áhrifamesta tölvu- verk Ríkharðs til þessa, eða þar til hjakk-kenndur seinnihlutinn fór að teygja lopann lengur en góðu hófi gegndi. Hefði hitt efalítið set- ið eftir, ef téðum kafla hefði verið naumar skammtað - og bláendir- inn fengið að fjara hægar og nið- urlagslegar út. Þó að Myrkir músíkdagar séu fyi-st og fremst helgaðir íslenzkum verkum, var hálfburalegt að sjá hvergi aukatekið orð á prenti um finnskan höfund næsta verks, „4 bagatellur“ fyrir blokkflautu og sembal eftir Tapio Tuomela, jafnvel þótt örstutt væri. Ytri formgerðin (hægt-hratt-hægt-hratt) minnti lauslega á kirkjusónötu, en að yfir- bragði var verkið nútímaleg útgáfa af expressjónisma nýja Vínarskól- ans, hnitmiðað og hið bezta flutt. Þær Camilla og Guðrán gerðu einnig Glorioso Jónasar Tómasson- ar góð skil; fremur óljóst stykki byggt á Gloría-þætti úr messu hans „Missa tibi Iaus“, þar sem barokk- minni á við skrautnótur, trillur og tokkötuáferð - ásamt viðloðandi hárkolluhljóm hljóðfæranna - vó sérkennilega salt við nútímalegt tóntak. Hvort „Gullveig", þyggð á draumsýn Kjartans Olafssonar, hafi á einhvern hátt tengzt nöfnu sinni geirum studdu úr Völuspá, kom ekki fram af tónleikaskrá, þó að hljóðumgjörð þessa íyrsta ís- lenzka verks fyrir kontrabassa- blokkflautu og tónband hafi óneit- anlega minnt á annarlegan hrá- slagaleika jötunheima. Ferlíkið sem Camilla settist með á sviðinu leiddi raunar hugann að gjörólíkum heimi, því kubbsleg flautan líktist í sjón mest af öllu martröð úr Lególandi; dýpst hljómandi loft- klofi blásaraættar sem hér hefur heyi'zt, eða heilli fimmund neðar en bassaþverflauta Kolbeins Bjarna- sonar. Þó að tónbandshliðin (auð- heyi-anlega byggð á hljóðritsteyg- um frá flautunni) væri oftast of há-. vær til að flautan nyti sín að fullu, mátti stundum gi'eina af innlifuðum blæstri Camillu, að hér hefði nýr og gagnlegur litur bætzt í hljómsarp landsmanna. Lokaatriðið, „Ur söngvum Ba- býlons“ eftir Elías Davíðsson og . flutt af höfundi á heimagert steina- spil hans úr íslenzku graníti, var meir til þess fallið að kynna hljóð- færið sem slíkt en verkið. Tóntakið var hefðbundið og barnslega lát- laust, lengst af með e.k. tangó- hljóðfalli, og endaði á lagstúf er gæti hafa sprottið úr þjóðlagaarfi austur-evrópskra gyðinga. Verkið var nettilega spilað, en sérþjálfaðir slagverkssnillingar munu eflaust j eiga eftir að kveða enn betur úr steindum tónum þessa grjótharða en velhljómandi hljóðfæris. Ríkarður Ö. Pálsson Lokað í dag þriðjudag UTSALAN hefst á morgun, miðvikudag kl. 9 SKOVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3 • SÍMI 554 1754 Bergþóra Jónsdóttir Ritgerðir Sigurðar í Hvítárholti Sigurður Sigurmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.