Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 36
V 36 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 HESTAR Reiðmennskuráð Atla Slökunin tryggir skiln- ing og vellíðan hestsins Slökun er einn af grundvall- arþáttum reiðmennskunnar. Slökunin gerir hestinn móttækilegan fyrir lærdóm auk þess sem slökun er at- hvarf hestsins á milli erf- iðra æfinga. Valdimar Kristinsson heimsótti Atla Guðmundsson á Hestamið- stöðina Dal og ræddi við hann um gildi slökunar. HESTURINN þarf að vera í andlegu og lík- amlegu jafnvægi til að takast á við þau verkefni og þær kröfur sem reiðmaðurinn gerir til hans. Slökun í upphafí reiðtímans skapar þetta ástand. Atli leggur ríka áherslu á að eitt sé að slaka hestinn og annað að svæfa hann. Algengt er að menn misskilji hvernig knapanum beri að vinna þegar hann slakar hestinn. Blæbrigða- munur getur verið á því hvort um er að ræða viðkvæman hest eða hest sem er frekur og dof- inn. Um leið og hestinum eru boðin þægindi slökunarinnar verður knapinn að gæta þess að virkja afturhluta hestsins og viðhalda góðri spyrnu um leið og honum er boðið að fella háls- inn. Hálsinn fellur í baugnum Hestur í slökun á að ganga frekar röskum löngum skrefum með hálsinn felldan. Losa þarf hestinn af beislinu og viðhalda með því mýkt í munni. Riðnir eru endurteknir baugar (litlir hringir) með innri taum leiðandi og leysandi, ytri taumur stillandi. Innri fótur hvetur fram og varnar því að hesturinn minnki hringina um of. Ytri fótur knapans sem er aftan við gjörð er stillandi og vamar því að hesturinn gangi með afturhlutann út úr hringnum. Það sem margan undrar þegar byrjað er á slökunarvinnu og -reyndar í almennri reið er hversu stöðugt knap- inn þarf að vinna í að losa hestinn af beislinu, eða með öðrum orðum hversu mikill gerandi knapinn þarf að vera. A þetta sér í lagi við þegar farið er að ríða hestum á þennan máta sem hef- ur verið riðið, hlutlaust án mikilla bendinga eða reiðmerkja. Slíkir hestar verða með tímanum daufir og sýna lítil viðbrögð við taumtaki eða hvatningu. A þarna vel við hið fornkveðna; „svo er hestur sem hann er hafður“. Laus til hliðanna Atli segir mikilvægt að losað sé um hliðar hestsins í slökunarvinnunni. Með því að ríða bauga felli hestar hálsinn fyrr en ella og þeir losa um stífni eða spennu í vöðvum neðan á hálsi. Þá losnar einnig um vöðvakerfíð sem ligg- ur frá bóg og aftur á lend. Atla er tíðrætt um að lengja þurfí yfirlínu hestsins í slökuninni, en það gerist einmitt þegar hestur fellir hálsinn og kemur örlítið upp með bakið. Mjög algengt er að hestar séu mótaðir í öfuga átt, það er að yfirh'na hálsins sveigist upp og bakið verður fatt og áð- umefnt vöðvakerfí fær ekki þá losun og upp- byggingu sem nauðsynleg er ef styrkja á bak hestsins. Atli leggur mikla áherslu á að þjálfa og styrkja bak hestsins. Hesti með sterkt bak er síður hættara við bakvandamálum ýmiskonar og hann er betur í stakk búinn að ganga rétt stillt- ur með góðu framtaki og gefur knapanum fleiri ánægjustundir í hnakknum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KNAPINN notar leiðandi taumhald þegar hestinum er boðið að fella hálsinn og teygja vel á bakvöðvum. Baugreið er einnig góð til að kenna hesti að fella hálsinn og njóta slökunarinnar. EFTIR upphitun á feti er gott að skipta yfír á brokk með sömu stillingu og fá hestinn áfram til gefa eftir til hliðanna. Seint verður mikilvægi slökunar gerð full skil. Hún er eitt af því fyrsta sem góður tamninga- maður kennir trippinu eftir að farið er að ríða því, hún er upphaf og endir í öllum góðum út- reiðartúmm og sömuleiðis æfíngatímum í lok- uðu rými. Þá er slökunin einnig góð þegar hrossinu eru kenndar ei'fíðar æfingar, til að nota inn á milli. Með því sér hrossið alltaf fyrir endann á erfiðinu. Slökunin nýtist vel þegar knapinn hefur farið of geyst í þjálfuninni og ef til vill lent í öngstræti. Þá er slökunin rétta að- ferðin til að snúa til baka og fínna nýjar leiðir til framfara hjá hestinum. Að slaka en ekki svæfa Full ástæða er til að undirstrika að þótt slök- unarvinnan sé til að fá hestinn í andlega ró er GÓÐ æfing er að láta hestinn sveigja sig vel til hliðanna í kyrrstöðu og kyssa ístöðin sem kallað er. Þá nemur munnur hestsins við ístöð og hesturinn gefur fullkomlega eftir. alls ekki átt við að svæfa eigi hestinn. Allar bendingar knapans verða að vera skýrar og ákveðnar, allar verða þær að kalla fram við- brögð af hestsins hálfu. Að öðrum kosti eru þær marklausar. Svari hestur ekki til dæmis taum- taki verður að auka virkni þess og nota ákveðna hvatningu með, svo dæmi sé tekið. Sömuleiðis er umbunin mikilvæg, svari hesturinn bendingu. Sé tekið í taum og hesturinn gefur eftir umbun- ar knapinn með því að gefa tauminn örlítið á móti. Umbun sem hesturinn skilur tryggir skilning hans á bendingu knapans og úr verður það sem kallað hefur verið samspil manns og hests. Markviss slökunarvinna gerir hestinn lif- andi og mjúkan í munni, hann svarar vel minnsta taumtaki og fer að víkja undan hliðar- hvetjandi fæti. Snæfellingur með mót á Kaldármelum f MÓTSKRÁ LH, sem birtist ný- r lega í hestaþætti, var vakin at- hygli á því að ekkert mót væri skráð á Kaldármela sem er á fé- lagssvæði Snæfellings en félagið þess í stað með mót sitt skráð í Stykkishólmi. Lárus Hannesson formaður félagsins hafði sam- band við hestaþáttinn og sagði { þetta ekki rétt því ætlunin væri að halda mótið á Kaldármelum. Hann benti einnig á að dagsetn- ingin væri ekki alveg rétt því í skránni segi að mótið verði hald- ið 23. til 25. jlilí en eigi að vera 24. til 25. júlí. Hvað varðaði samstarf hesta- mannafélaganna á Vesturlandi um Kaldármela upplýsti Lárus að skipuð hefði verið nefnd til að fara ofan í saumana á þessu samstarfi og verði vafalaust tekin ákvörðun um með hvaða hætti verði staðið að rekstri Kaldármelanna í náinni framtíð þegar þessi nefnd hefði skilað af sér. Frá sxðasta fjórðungs- móti sem haldið var þar hefur Snæfellingur haft með rekstur svæðisins að gera en fram kom í máli Lárusar að tap hefði orðið á mótinu. MORGUNBLAÐIÐ Methöfnun LH kærð til UMSK ANDVARAME NN hafa kært höfnun stjórnar Landssam- bands hestamannafélaga á umsókn þeirra um staðfest- ingu á árangri Loga Laxdal og Gráblesu frá Efstadal sem ís- landsmeti í 150 metra skeiði til héraðsdómstóls Ungmenna- sambands Kjalarnesþings. Agúst Hafsteinsson hjá Andvara sagði að þeir teldu þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við ræsingu fyllilega í samræmi við það sem tíðkast hefur við notkun á rásbásum undanfarin ár. Sagði hann að þeir hefðu fengið nokkra knapa sem voru með hesta á kappreiðunum á haustmóti þeirra til að staðfesta það með undirskrift sinni. Hann sagði ennfremur að þeir teldu að þetta væri fyllilega í samræmi við reglurnar en þar segði að ræsir mætti hafa tvo aðstoðar- menn. Jón Albert Sigurbjörnsson formaður LH sagði það í góðu lagi þótt þessi niðurstaða væri kærð. Stjórnarmenn hefðu talið þessi vinnubrögð sem viðhöfð voru á umræddum kappreiðum á gráu svæði og bara gott að fá úrskurð um það. Heimsmeistaramót- ið í hestaíþróttum LH semur við > * Urval Utsýn LANDSSAMBAND hesta- mannafélaga hefur gert samn- ing við Urval-Utsýn um hóp- ferð á heimsmeistaramótið í hestaíþróttum sem haldið verður í nágrenni við bæinn Rieden í Þýskalandi. Meðal þess sem boðið verð- ur upp á má nefna leiguflug til Miinchen og ferð til Prag og fleiri staða. Ferðaskrifstofan mun bjóða margvíslega þjón- ustu við þá sem hyggjast fara á mótið fyrir utan flug, gist- ingu og bílaleigubíla. Mikill áhugi virðist fyrir þessu móti og þykir ljóst að Islendingar muni fjölmenna þar. Þá er í ráði að bjóða forseta íslands, herra Olafi Ragnari Gríms- syni, á mótið og eru væntan- legir í vetur fulltrúar mótsins í því augnamiði. Kaupin á Galsa Vestur-Hún- vetningar óákveðnir um þátttöku ENN er ekki ljóst hvort verð- ur af kaupum á stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki með þátttöku Sunnlendinga, Skag- firðinga og Húnvetninga. Dalamenn hafa afsagt þátt- töku í kaupunum en spjótin standa á Vestur-Húnvetning- um sem ekki hafa ákveðið hvort þeir hyggist vera með. Formaður Hrossaræktar- sambands Vestur-Húnvetn- inga, Ingi H. Bjarnason, sagði að haldinn yrði almennur fundur um málið innan viku og þá réðist hvort þeir yrðu með. Kristinn Guðnason formaður Hrossaræktarsamtaka Suður- lands sagði að ef Vestur-Hún- vetningar féllu út væri önnur hugmynd um eignarsamsetn- ingu í burðarliðnum en vildi ekki á þessu stigi málsins upp- lýsa hvaða aðili kæmi nýr inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.