Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn bankanna um væntanlegar vaxtalækkanir Lækkun al- mennt um 10-25 punkta Morgunblaðið/Kristinn BANKAR, ef frá er talinn Fjárfestingarbanki atvinnuh'fsins, virðast almennt ætla að lækka vexti sína á verðtryggðum inn- og útlánum frá og með næstu mánaðamótum. BANKAR, ef frá er talin Fjárfest- ingarbanki Atvinnulífsins, virðast almennt ætla að lækka vexti sína á verðtryggðum inn- og útlánum frá og með næstu mánaðamótum vegna þróunar á verðbréfamai'kaði frá áramótum. Ástæðan er í megin- atriðum sú að ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa til langs tíma hefur farið lækkandi síðustu vikur. Islandsbanki reið á vaðið, um síðustu helgi, með að tilkynna um vaxtalækkunina, og sagðist ætla að lækka vexti um 25 punkta á næstu dögum, eða um 0,25%. Björn Björnsson framkvæmda- stjóri hjá bankanum sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera bæri- lega bjartsýnn á frekari lækkanir á árinu og hið sama segja forsvars- menn hinna bankanna. I eðlilegu samræmi við þróun á markaði Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að vextir á lang- tímabréfum hafi verið að lækka allmikið undanfarnar vikur. Hann segir það vera viðbrögð markaðar- ins við fréttum frá fjármálaráð- hen'a um að ríkissjóður hyggist leysa til sín töluvert magn af bréf- um. „Mér finnst vaxtalækkun bankanna vera í eðlilegu samræmi við þá þróun sem orðið hefur á verðbréfamarkaði og ég held að vel geti verið að vextir haldi áfram að lækka,“ sagði Birgir. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir að Sparisjóðirnir muni lækka vexti á verðtryggðum inn- og útlánum á næstunni. „Við ætlum að lækka vexti um næstu mánaðamót um 0,10-0,15%, í þessu skrefi. Þessir vextir taka að sjálfsögðu mið af því sem gerist á markaðnum og fylgja hreyfingum á honum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að sér kæmi það ekki á óvart ef verðtryggðir vextir hreyfðust niður á við áfram. „Það er meiri óvissa með óverðtryggða vexti því það var nokkur verð- bólga í janúar. Menn vilja sjá frekari tölur um verðlagsþróun áður en menn breyta óverðtryggð- um vöxtum." Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka, sagði að bankinn myndi bæði lækka vexti á verð- tryggðum og óverðtryggðum inn- og útlánum um næstu mánaðamót. „Við erum þó aðallega að lækka vexti á verðtryggðum lánum, og lækkunin á þeim nemur um 0,10-0,25% að jafnaði," sagði Stef- án. Hann sagði að frekari vaxta- lækkanir væru líklega í farvatninu þar sem ríkið yrði með lítið af út- boðum á skuldabréfum á árinu, enda er stefna ríkissjóðs nú að borga upp lán í stað þess að taka lán. Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri fyi-ii-tækjasviðs Landsbanka íslands hf., sagði að bankinn myndi tilkynna um sínar lækkanir um næstu helgi. „Við er- um að fara yfir stöðuna og tilkynn- um um næstu helgi hvað verður. Það má reikna með að við séum að stefna að lækkun í samræmi við þróunina á markaðnum,“ sagði Brynjólfur. Lán háð breytilegum LIBOR-vöxtum Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun, lík þeirri sem Islandsbanki boðar, sé ekki möguleg hjá FBA vegna eðli þeirra lána sem bankinn er með í útlána- safni sínu. Hann segir þau lán sem bank- inn erfði við stofnun sína hafi ver- ið í erlendri mynt og háð svoköll- uðum LIBOR-vöxtum sem eru breytilegir millibankavextir og hækka og lækka í samræmi við hreyfingar á alþjóðlegum mörkuð- um. Því sé ekki hægt að hækka né lækka vexti á eldri lánum í er- lendri mynt í takti við innlenda vaxtaþróun. „Þessi lán eru 70% útlána bank- ans en 30% útlánasafnsins er í ís- lenskum krónum. Flest þeirra lána eru með fasta vexti sem haldast óbreyttir þótt vextir hækki eða lækki almennt í þjóðfélaginu," sagði Bjarni, en að hans sögn eru föstu vextirnir breytilegir eftir þeim samningum sem gerðir voru. „Þannig hreyfast kjör okkar við- skiptavina með vaxtaþróun eriend- is á þeirri mynt sem þeir hafa kosið að hafa skuldir sínar.“ Hann sagði að í sambandi við ný útlán keppti bankinn við aðra banka og verðbréfamarkaði og þá taki tilboð bankans um vexti mið af því. Samskip hf. vill kaupa bif- reiðastöð KB SAMSKIP HF. og Kaupfélag Borg- firðinga hafa skrifað undir viljayfir- lýsingu um kaup Samskipa á eign- um bifreiðastöðvar kaupfélagsins og yfirtöku á rekstri stöðvarinnar. Bifreiðastöðin hefur annast alla landflutninga KB. Ólafur Olafsson, forstjóri Sam- skipa, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að kanna þyrfti ýmis atriði varðandi kaupin áður en gengið yrði til samninga, en sagðist eiga von á að skrifað yrði undir fyrir lok næsta mánaðar. „Við erum að kaupa tæki og tól félagsins og taka yfir gildandi samninga þess. Þessi kaup eru hluti af því að þétta og bæta landflutn- ingakei’fi Samskipa. Frá Borgar- nesi fara bílar í allar áttir og það er heppilegt að þetta falli saman,“ sagði Ólafur, en félagið rekur land- fiutningadeildina Landflutningar Samskip. Ólafur sagði að Landflutningar Samskip hefðu verið með flutninga- miðstöðvar í öllum landsfjórðungum nema Vesturlandi til þessa og hefðu haft hug á að bæta úr þeirri vöntun. Hann sagði að stöðin yrði áfram í Borgarnesi, ef af samningum yrði, en gerðar yrðu einhverjar breyting- ar á þjónustu hennar og rekstri. ---------------- Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Aukinn áhugi meðal fjár- festa PÁLL Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs, segist fagna því að Landsbanki íslands hf. sé að koma inn í fjármögnun ný- sköpunar og vaxtargreina í íslensku atvinnulífi með stofnun dótturfé- lagsins Landsbankinn - Framtak hf. Að sögn Páls voru mjög skiptar skoðanir um fjárfestingar í frum- stigsfyrirtækjum þegar Nýsköpun- arsjóður hóf starfsemi fyi'ir rúmu ári. „Þegar við hófum starfsemina urðum við vör við áhyggjur hjá þeim aðilum sem fjárfesta í hluta- bréfum óskráðra félaga. Töldu þeir að við myndum ráðast inn á mark- aðinn þar sem þeir væru fyrir á en þessir aðilar fjárfesta meii'a í fyrir- tækjum sem eiga eitt til þrjú ár í að sækja um skráningu á Verðbréfa- þingi Islands en við höfum einbeitt okkur að fyrirtækjum sem eru lengra frá skráningu. Við höfum fengið ágæt viðbrögð og finnum fyr- ir vaxandi áhuga fjármagnsmark- aðsins að nálgast okkur og koma að nýsköpunartengdari verkefnum þar sem áhættan er óneitanlega meiri en einnig arðsemisvonin.“ Mikil gerjun í gangi Páll segir að Nýsköpunarsjóður hafí átt gott samstarf við þá aðila sem eru á markaðnum, svo sem Burðarás, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn og Þróunarfélag Is- lands. í ágúst bættist Uppspretta, sem er áhættufjárfestingasjóður í vörslu Kaupþings, við og að sögn Páls hefur Nýsköpunarsjóður einnig átt gott samstarf við sjóðinn við fjármögnun verkefna. Þá segist Páll sjá fram á aukið vægi íslenska hugbúnaðarsjóðsins á þessum markaði en Landsbankinn - Fram- tak hafa umsjón með rekstri hans. „Það er greinilega mikil gerjun í gangi og ekkert nema gott um það að segja,“ segir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðsins. Morgunverðarfundur á Hótel Borg Fimmtudaginn 28. janúar 1999, kl. 8:00 - 9:30 HIN HLIÐIN Á 2000 VANDANUM • Hver á að borga fyrir aðlögun tölvukerfa? • Hver ber ábyrgð á hugsanlegu tjóni? • Getur athafnaleysi stjórnenda leitt til ábyrgðar? • Hvað um tryggingaþáttinn? • Hvað með viðskiptavildina? FRAMS Ö GUMENN: ____________________________________________________^ Guðjón Rúnarsson hdl., aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar ehf. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tölvumynda hf. Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingafélaga Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Athugið að fundurinn verður á Hótel Borg. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.