Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 60
MOROUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islenskur vísindamaður í forystu norræns rannsóknarhóps Bankar Milljarður til rannsókna á fylgikvillum sykursýki DR. Karl Tryggvason, prófessor í læknisfræði- legri efnafræði við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, tók í gær við styrk, sem nemur rúmlega einum milljarði íslenskra króna, úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þetta er einn stærsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið til læknisfræðilegra rann- sókna í heiminum. Dr. Karl er í forystu fyrir hópi um 100 norrænna vísindamanna sem rann- sakar sykursýki og fylgikvilla hennar. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð sykur- sjúkra fá margir sjúklingar alvarlega fylgi- kvilla, eins og kransæðastíflu, heilablóðfall, nýrnabilun, blindu og æðaþrengsl sem leitt geta til aflimunar. Nær helmingur allra sykursjúkra sem þurfa að taka insúlín þarfnast á endanum meðferðar vegna fylgikvilla sjúkdómsins. Það er talið að skemmdir í nýrum og augum verði vegna bilana í smáæðakerfínu. Nákvæm orsök þess vanda er ráðgáta, sem rannsóknarhópur- inn hyggst leysa. Ahugi á samstarfí við islenska visindamenn Astráður B. Hreiðarsson, yfirlæknir á göngu- deild sykursjúkra á Landspítalanum, segir að það sé mikill heiður fyrir Island að það skuli vera íslenskur vísindamaður sem er í forsvari fyrir hópnum sem tekur við þessum styrk. Hann sagðist vita að margir færir vísindamenn hefðu keppt um að fá styrkinn. Astráður sagði að Karl hefði leitað eftir sam- Morgunblaðið/Peter Eilertsen KARL Tryggvason tekur við styrknum úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar. starfí við vísindamenn á íslandi sem rannsakað hafa sykursýki. Vilji væri til þess að þarna yrði komið á samstarfí, en frá því hefði ekki verið gengið. Hann sagði að sykursjúkir hlyti að binda miklar vonir við þessar rannsóknir. Bilanir í smáæðum hefðu valdið miklu tjóni, t.d. væru um 6.000 manns blindir í Danmörku vegna afleið- inga sykursýki. Vísindamenn leita að gölluðu geni „Það, sem Karl og hans samstarfsmenn hafa m.a. mikinn áhuga á að rannsaka, er að kanna hvort hægt er að fínna gen sem valda því að fólk er frekar útsett fyrir því að fá þessar smáæða- skemmdir. Það hefur komið í ljós að u.þ.b. þriðjungur þeirra sem eru með insúlínsykur- sýki fá nýrnaskemmdir en hinn hlutinn ekki. Rannsóknirnar munu m.a. ganga út á að reyna að komast að því hvort þessi hluti er með eitt- hvert gen sem útsetur þá fyrir skemmdirnar. Það er hugsanlegt að íslenskir vísindamenn komi að þessum hluta rannsóknanna," sagði Astráður. Hérlendis hefur tekist að halda fylgikvillum sykursýki í lágmarki og er t.d. blinda og nýma- bilun mun sjaldgæfari en gerist á Vesturlönd- um, en þó hefur þetta vandamál farið vaxandi. Á hverjum degi greinist einstaklingur með sykur- sýki hér á landi. ■ Einn hæsti styrkur/31 lækka vexti um næstu mánaðamót VEXTIR lækka hjá sparisjóðum og viðskiptabönkum um næstu mán- aðamót og er lækkunin á bilinu 0,10-0,25%. íslandsbanki, Búnaðar- banki og sparisjóðirnir hafa til- kynnt um vaxtalækkun á verð- tryggðum inn- og útlánsvöxtum og Landsbanki ætlar að tilkynna um vaxtalækkun um næstu helgi. Ástæða vaxtalækkunarinnar er fyrst og fremst sú að ávöxtunar- krafa verðtryggðra skuldabréfa til langs tíma hefur lækkað á síðustu vikum. Islandsbanki reið á vaðið með vaxtalækkanir og segir Björn Bjömsson, framkvæmdastjóri hjá bankanum, að hann sé bærilega bjartsýnn á frekari lækkanir á ár- inu. Undir það taka forsvarsmenn hinna bankanna. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins mun ekki lækka vexti á lánum. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, segir að vaxtalækkun sé ekki mögu- leg vegna eðlis þeirra lána sem bankinn sé með í útlánasafni sínu. Hann segir að þau lán sem bankinn erfði við stofnun sína hafí verið í er- lendri mynt og háð svokölluðum LIBOR-vöxtum, sem eru breytileg- ir millibankavextir. Því sé ekki hægt að hækka né lækka vexti á eldri lánum í erlendri mynt í takt við innlenda vaxtaþróun. ■ Vextir lækka/16 Áfram snjóflóðahætta í S-Þingeyjarsýslu Vegurinn í Laxárdal " enn lokaður ENN er viðvarandi snjóflóðahætta í S-Þingeyjarsýslu, í Laxárdal, Ljósa- vatnsskarði og Fnjóskadal. Snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar á Húsavík hafa enn ekki ráðist til at- lögu við flóðið sem féll í Laxárdal á fimmtudag með þeim afleiðingum að aldraður bóndi frá Kasthvammi lést. Sigurður Brynjúlfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, sagði nauð- synlegt að meta vel hvemig staðið yrði að snjómokstri í Laxárdalnum, þar sem fast við flóðið sem féll á fimmtudag væri miklu stærri fleki laus í hlíðinni. „Þessi stóri fleki hefur sigið um eina 10-15 em þegar flóðið ** féll og hlíðin er öll sprungin. Það þarf því að skoða vel með hvaða hætti staðið verður að því að opna veginn." Reyndu að koma siyó- fleka af stað Félagar í Hjálparsveit skáta í Að- aldal gerðu á laugardag tilraun til að koma flekanum af stað með því að skjóta öflugum flugeldum yfir ána og upp í hlíðina en það gekk ekki. Sig- urður sagði að snjóflóðahættan minnkaði jafnan eftir því sem lengra liði frá snjósöfnun en taldi ástæðu fyrir fólk að fara að öllu með gát á 4 ferðum sínum. Níu manna almannavarnanefnd fyrir Suður- og Norður-Þingeyjar- sýslur kom saman til síns fyrsta fundar á Húsavík í gær, eftir sam- einingu nefndanna. Sigurður sagði að íyrst og fremst hefði verið um að ræða kynningarfund, auk þess sem nýjum nefndarmönnum hefði verið 9 gerð grein fyrir þeirri vinnu sem framkvæmd hefði verið síðustu daga. Jólapósturinn var loks boriim út á Akureyri í gær Morgunblaðið/Kristján JÓDÍS og Hjálmar skoða jólapóstinn sinn af áhuga. JÓN INGI Cæsarsson var að bera út jólapóst í gærkvöld. Hér er hann að afhenda Arnbirni Randverssyni jólapóstinn. „SJÁÐU, hérna eru Rúnar Júl. og Mæja með allan hópinn sinn, börn og barnabörn,“ sagði Jódís Kristín Jósefsdóttir við kærasta sinn, Hjálmar Júlí- usson, en þau settu sig í hátíð- legar stellingar síðdegis í gær þegar þau skoðuðu jólapóstinn sinn. Þau búa við Norðurgötu á Akureyri en þar og í næstu götum voru starfsmenn ís- landspósts í óða önn að bera út jólapóst síðdegis í gær og fram á kvöld. Tveir piltar höfðu tek- ið að sér að bera út póst í hverfinu, en starfið reyndist þeim ofviða þannig að þeir söfnuðu honum saman í far- Saknaði jóla- korta frá trygg- um vinum angursgeymslu bifreiðar ann- ars þeirra, alls um 80 kfióum. Bifvélavirki fann jólapóstinn þegar farið var með bfiinn í viðgerð. Jódis og Hjálmar notuðu eft- irmiðdaginn í gær til að skoða jólakort, en alls fengu þau 42 jólakort nú „annan í jólum“. „Okkur fannst vanta dálítið af kortum, sérstaklega frá frænd- fólki Hjálmars, utan af Dalvík og víðar, héldum kannski að fólkið hefði ekki hugsað sér að senda okkur kort fyrir þessi jól, en það er mjög gaman að þetta skuli skila sér,“ sagði Jódís. Auk jólakortanna fékk hún reikning fyrir farsímanotkun, sem greiða átti í byrjun árs, en sagði að Islandspóstur myndi greiða áfallna dráttarvexti. Þá fékk hún einnig blaðið Séð og heyrt, þijú eintök af sama blaðinu sem Jódís hafði gerst áskrifandi að og hafði hótað útgefendum að segja því upp þar sem blaðið bara kæmi alls ekki til sín. ■ Komu póstinum undan/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.