Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís HELGI Gíslason skrifstofustjóri upplýsinga- og menningarskrifstofu utanríkisráðuneytis, Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, Stefán Haukur Jóhannesson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu og Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið vill auðvelda almenningiaðgang að EES-samningnum „Mikil vanþekking á samningnum“ „VIÐ verðum að viðurkenna að það er heilmikil vanþekking á EES- samnningnum til staðar í Evrópu- sambandinu og við þurfum að leggja stöðugt mikla vinnu í að halda hon- um lifandi og viðhalda þekkingu á honum í stjórnkerfínu í öðrum lönd- um,“ segir Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra. Hann kynnti nýjungar í starfí ráðuneytisins sem flestar miða að því að auðvelda aðgang al- mennings að upplýsingum um efni EES-samningsins, en um þessar mundir eru fímm ár síðan hann tók gildi hérlendis. Viðskiptaskrifstofa ráðuneytisins hefur gengið frá útgáfu tveggja upp- lýsingarita um réttindi, skyldur og tækifæri innan EES á sviði mennt- unar og atvinnu, sem hafa yfírskrift- ina „Njóttu réttinda þinna í nýrri Evrópu“. Gert er ráð fyrir að 5-7 bæklingar muni koma út til viðbótar þar sem reynt verði að skýra út efni samningsins á aðgengilegan hátt. Upplýsingagjöf stjórnvalda ábótavant „Þetta er langviðamesti alþjóða- samningur sem Island hefur gert og það er á mjög færra færi að villast ekki í því völundarhúsi sem þessi samningur er. Hann breytist þar að auki stöðugt, eða mánaðarlega, þar sem sameiginlega EES-nefndin tekur nýjar ákvarðanir. Það er enginn vafí á að skort hefur á að upplýsingar séu veittar af stjórnvöldum um þennan samning. Þess vegna erum við að þessu, því við verðum varir við van- þekkingu, meðal annars í þeim fyrir- spumum sem til okkar berast. Það er mikilvægt að fólk sem vill leita að störfum eða fara til náms, viti hvað það á að gera. Menntun og atvinna eru þau atriði sem langmest er spurt um, og því fannst okkur þörf á hand- hægum bæklingum sem við gætum látið fólk fá til að það geti bjargað sér sjálft,“ segir Halldór. „Við eram að reyna að koma því til leiðar að hægt sé að nálgast þessar upplýsingar á einum stað, ekki síst upplýsingar um þau sóknarfæri sem samningurinn veitir íslenskum borgurum.“ Hann kveðst halda að í öllum Evr- ópulöndum sé til staðar vanþekking á þeim margvíslegum réttindum sem samningurinn tryggir mönnum og að mörgu leyti standi samningurinn fjarri fólki hérlendis. „En með því að auðvelda almenningu og fyrirtækjum þekkingarleit með þessum hætti, telj- um við að við séum komin framar öðr- um á þessu sviði,“ segir Halldór. „Stundum hefur verið sagt að við værum eftirbátar annaixa á þessu sviði og athugasemdir hafa verið gerðar við ýmislegt og svo verður áfram, en í sannleika sagt höfum við íslendingar unnið ótrúlegt starf mið- að við fámenni okkar að koma öllu þessu í gegn og Ijúka því starfi. Það er ýmislegt eftir, en miðað við stærð stjómkerfis held ég ekki að verði annað sagt en að embættismenn okk- ar og aðrir hafí unnið mikið afrek.“ Stöður tengiliðs og upplýsingafulltrúa Þá hefur ráðuneytið varið 600 þús- und krónum til að setja samninginn inn á heimasíður ráðuneytisins og stýrðu þeir Bjöm Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri og Pétur Gunnar Thor- steinsson sendifulltrúi því starfí. Samningurinn er um 25 þúsund blað- síður í prentaðri útgáfu, sem jafn- gildir á milli 60 og 70 þúsund blaðsíð- um í A4 stærð. Þeir hafa skilað af sér ritstjórninni til þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, sem mun um leið og hún skilar af sér þýðingum til Brussel setja þær á Netið. „Eg þori að fullyrða að eftir þessa vinnu er vefurinn fullkomnasta útgáfa af samningnum sem um getur í dag, hvort sem borið er saman við önnur EES-ríki, Evrópusambandið eða EFTA,“ segir Pétur. Þá hefur ráðuneytið ákveðið að efla viðskiptaskristofu sína til að hún sé betur í stakk búin til að veita leið- beiningar varðandi samninginn. Stofnuð verður staða upplýsingafull- trúa, sem á að vera nokkurs konar tengiliður milli almennings, fyrir- tæki eða samtök annars vegar og hins vegar þeirra sem búa yfir upp- lýsingum um möguleika á evrópska efnahagssvæðinu. Einnig verður einum starfsmanna ráðuneytisins falið að annast þau mál sem upp kunna að koma á hinum innra markaði á EES-svæðinu og talin eru stafa af vanþekkingu stjórnvalda í viðkomandi ríki. Hann yrði hluti af tengiliðaneti sem starf- rækt er í öllum EES-ríkjunum og á rætur að rekja til þess að hefð- bundnar kæru- og dómsstólaleiðir þeirra sem töldu rétt brotinn á sér þóttu hafa of mikinn kostnað og fyr- irhöfn í för með sér. Með Amster- dam-samningnum árið 1997 var ákveðið að bjóða upp á hraðvirka leið til að leiðrétta miskilning með skjót- um og ódýrum hætti, jafnvel sam- dægurs, sem annars hefði tekið mán- uði eða ár að leysa með hefðbundn- um aðferðum. Þá munu flóknari mál sem tryggja þarf skjóta málsmeðferð, vera tekin upp á reglulegum fundum háttsettra yfírmanna samræmingarskrifstofu ráðgjafanefndar Evi'ópusambands- ins um málefni innri markaðs. Sérstök fyrirtæki 1. Ein elsta billjardstofa landsins og sú þekktasta til solul strax af sérstökum ástæðum. Selst á sérlega góðum kjörum eða í skiptum fyrir íbúð, bíl eða önnur verðmæti. 2. Gistiheimili í Reykjavík, mjög vel staðsett og vaxandi aðsókn. Flott húsnæði á góðum stað. Skipti á íbúð kemut til greina. Leigt skólanemendum á veturnar. 3. Ein helsta og besta gjafa- og blómabúð borgarinnar til sölu. Mikil aukning á sölu varð á sl. ári. Vaxandi möguleikar fyrir þá sem vilja vinna og þéna peninga. 4. Góð og þekkt efnalaug til sölu sem er i eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Framtíðarfyrirtæki. Góð vinna fyrir samhent hjón. Fyrirtæki Höfum mikið úrval af öllum tegundum af fyrirtækjum, litlum sem stórum. Komið og hafið samband og lítið á skránna hjá okkur. Það gæti borgað sig. Framleiðslufyrirtæki, litlar heildsölur og önnur smá- fyrirtæki fyrir hvern sem er. Kaupendur Höfum sterka kaupendur að arðbærum fyrirtækjum, litlum sem stór- um á margvíslegum sviðum. Hafið samband, öll okkar mál eru trú- naðarmál. Sérstaklega vantar meðalstórar og stærri heildverslanir. UpplýGingar afeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE Rl SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. MORGUNBLAÐIÐ íslensk þýðing stýrikerfísins Windows 98 mælist vel fyrir hjá tölvumönnum „Fögnum þessu * sem Islendingar“ Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við vegna fregna af samningi ríkisins og Microsoft um íslensk- un á Windows 98-stýrikerfínu og Internet Explorer-vafranum, segjast fagna þessu framtaki. Mikilvægt sé að íslenskan skjóti rótum í heimi upplýsingatækninnar. „VIÐ fögnum þessu sem íslending- ar og erum ánægðir með þetta framtak,“ segir Bjarni Akason, for- stjóri Aco hf., sem er umboðsaðili fyrir Apple-tölvur, aðspurður um nýgerðan samning við Microsoft. Stýrikerfí á íslensku hefur verið til fyrir Apple-tölvur í um tólf ár, auk þess sem ritvinnsla, töflm’eiknir, gagnagrunnur og ýmis önnur forrit fyrir þær eru á íslensku. Hann tel- ur hins vegar fáránlegt að þurft hafí sérstaka íhlutun stjórnvalda til að Microsoft ákvað að þýða hug- búnað sinn á íslensku. „Apple- stýrikerfíð er þýtt, menn hafa verið að þýða Linux-stýrikerfíð, og ég sé ekki að yfírvöld eigi að vera að elt- ast við einn framleiðanda hugbún- aðar. Framkvæðið hlýtur að eiga að koma innan frá. En það getur verið að Microsoft hafi ekki nægi- lega góðan umboðsmann hérlendis fyrst að ekki er búið að þýða þetta áður, og án tilhlutunar íslenskra stjórnvalda," segir Bjarni. Staða íslands í röðinni óviss? Bjarni kveðst ekki líta svo á að íslenskun Windows 98 þrengi að sölu hugbúnaðar frá Apple-fyrir- tækinu og hann dragi í efa að markaðshlutdeild Microsoft aukist til muna þó svo að Windows 98 komi í íslenskri útgáfu. Það stýri- kerfi sé auk þess ráðandi á mark- aði í dag. „Eg er ánægður með framtakið en set þó spurningarmerki við hversu langt Microsoft-menn fara á stýrikerfinu einu saman, því ekki er búið að semja um Office-forrita- vöndulinn, auk þess sem spuming er hvar ísland verður í röðinni þeg- ar nýjar útgáfur koma á markað- inn. Sumir gera því skóna að það muni taka um ár að ganga frá þýð- ingarmálum og ennþá era þessi mál öll fremur óljós.“ Viggó H. Viggósson, fram- kvæmdastjóri Computer 2000 á ís- landi, segir að tíðindi af samningi ríkisins og Microsoft séu fagnaðar- efni, þótt segja megi að aðdragandi málsins geri það fremur fréttnæmt en samningurinn sjálfur. „Ég hefði viljað ganga út frá því sem sjálf- sögðum hlut að þessi stýrikerfi yrðu íslenskuð fyrr eða síðar,“ seg- ir Viggó. „Þetta er gleðilegt íyrir allan markaðinn og hugsanlega munum við fá samræmt tungutak sem nýt- ist í íslenskri hugbúnaðargerð. Því er mikilvægt að vel takist til um þýðinguna, þó svo að óvíst sé að svo verði þannig að allir verði sam- mála. í menningarlegum skilningi er það auðvitað stórmál að íslensk tunga öðlist rætur í upplýsinga- tækninni, og rótin er ósjálfrátt Windows, vegna þess að það og önnur forrit frá Microsoft ervinnu- umhverfi talsvert margra Islend- inga,“ segir Viggó. „En það era áreiðanlega Mka til þeir sem munu segja að ekkert sé gott við þetta verkefni, þar sem það sé óhentugt að íslendingar læri eingöngu á íslenskt Windows og kunni því ekkert á erlendar út- gáfur stýrikerfisins þegar þeir starfa ytra. Þetta er þó ekki alls kostar rétt, því menn geta ekki gengið út frá því að allar þjóðir noti enskt Windows, þannig að sá sem hafí lært á Windows á ensku geti unnið á Windows í Frakklandi án erfiðleika." Stjórnendur sæti ábyrgð? Viggó kveðst ekki halda að not- endum Windows muni fjölga til muna þótt íslensk útgáfa komi á markað, en öðra máli kunni að gegna um íslenska útgáfu á Inter- net Explorer-vafranum, því margii' kunni að freistast til að notast við íslenska útgáfu þegar haldið er inn á Netið. Islenska útgáfan gæti styrkt stöðu hans veralega hér- lendis. „Þó er ákveðin hætta á að menn lendi í erfíðleikum þegar vafranum sleppir og heimasíður á ensku taki við, með leiðbeiningum og skipunum á þeirri tungu. Við verðum þó aldrei verra sett en aðr- ar þjóðir í því sambandi," segir hann. Hann kveðst jafnframt ímynda sér að auðveldara verði að hafa eftirlit með sölu leyfa fyrir hug- búnaðinn og notkun eftir að búið er að íslenska stýrikerfið. Hins vegar sé hálf neyðarlegt að ráðast þurfi í íslenskun hugbúnaðarins til að fá fram átak gegn notkun ólög- mæts hugbúnaðar. „Það er samt sem áður jákvætt að ríkið ætlar að taka til heima hjá sér með þeim aðferðum sem það hefur tiltækar og vísar menntamálaráðherra til ríkisendurskoðanda hvað það varðar. Hins vegar vaknar sú spurning hvort stjórnendur hjá ríkinu verði gerðir ábyi-gir fyrir því að hafa sín mál á hreinu og hversu langt verður gengið í þeim efnum,“ segir Viggó. Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, kveðst fagna samningi ríldsins og Microsoft og hann sjái ekki neina neikvæða þætti samfara því að stýrikerfið og vafrinn verði á íslensku. Hann hafi að vísu heyrt af áhyggjum um að skólabörn muni ekki læra nægilega vel ensk hug- tök sem notuð era í upplýsinga- tækninni, en hann hafi svo mikla trú á skólabörnunum að hann telji það engu skipta. „Ég er fylgjandi valkostum og tel að fólk eigi að geta valið sér tungumál. Það ætti ekki að há neinum, miðað við reynslu annarra þjóða,“ segir hann. Verði ekki skylda Frosti bendir á að samfara þessu verkefni er mikill kostnaður. „Ég er á móti því að skattborgarar þurfi að bera hann og tel því ágætt að Microsoft axli þennan kostnað. Ég vona einnig að fyrirtæki eða stofnanir verði ekki neyddar til að kaupa endilega þessa útgáfu af hugbúnaðinum, og þess í stað verði boðið upp á hana sem valkost sem stjómendur fyrirtækja og stofnana geta annaðhvort tekið inn eða sleppt. Markaðurinn verður að fá að ráða,“ segir Frosti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.