Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANTTAR 1999 19 Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Við Fellsmúla Simi 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 ES RADCREIÐSLUR ÚR VERINU Tilboð baðherbergissett! NÝR bátur hefur bæst í flota Hólmara. Á myndinni eru eigendurnir Guðbjörg Egilsdóttir og Guðbrandur Björgvinsson ásamt áhöfn sinni fyrir framan skipið í Stykkishólmshöfn. Nýtt fiskiskip í Hólminn Stykkishólmi. Morgunblaðið. NYR bátur hefur bæst í flota Stykkishólms. Hann mun bera nafnið Arnar SH 157. Báturinn er keyptur frá Árskógsströnd og hét áður Sólrún EA. Arnar SH er 147 tonn á stærð og 30,52 m á lengd. Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1960 lengdur árið 1978 og byggt yf- ir hann árið 1985. Eigendur Arnars eru hjónin Guð- björg Egilsdóttir og Guðbrandur Björgvinsson. Fyrir áttu þau 22 tonna bát með sama nafni Sá bátur hefur verið seldur og er kaupandi Þórsnes hf. í Stykkishólmi og mun hann verða gerður áfram út á skel. Skelkvótinn fylgdi bátnum í skipt- um fyrir þorskkvóta. Að sögn Guðbrands verður mikil breyting á útgerð hans með tilkomu nýja skipsins. Guðbrandur hefur stundað skelveiðar frá því að hann hóf útgerð og hafði yfir að ráða 327 tonnum af skel. Hann segir nú skilið við skelveiðar og snýr sér að bol- fískveiðum. Nýi báturinn verður gerður út til netaveiða. Þorskkvóti nýja bátsins verður um 420 tonn og er ætlunin að gera bátinn út allt ár- ið. Guðbrandur verður skipstjóri á Arnari og með honum verða 7 menn í áhöfn. Báturinn fer á netaveiðar strax í byrjun febrúar. Með komu skipsins fjölgar í sjómannastétt í Stykkishólmi. Kr. 23.000,- stgr. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm VERSLUN FYRIR ALLA ! Loðnan gengin upp landgrunnið „Þetta er allt samkvæmt bókinni“ FREMUR dræm loðnuveiði var um helgina, en skipstjómai-menn gera ráð fyrir að veiði glæðist á allra næstu dögum. Slæmt veður á mið- unum og mikil kvika hefur tvístrað loðnunni töluvert, en nú bendir margt til þess að loðnan sé gengin upp á landgrunnið. Veiði gæti því hafíst á grunnslóð innan fárra daga og hafa mörg skip þegar skipt yfir í grynnri nætur. Enginn kastaði í fyrrinótt „Það kastaði enginn í nótt [fyrr- inótt], enda eru torfurnar sem við höfum verið að kasta á síðustu daga horfnar," sagði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Erni KE, í samtali við Morgunblaðið í gær, en skipið var þá statt um 12 mílur suðaustur úr Hvalbak. „Við höfum séð mikið af loðnu í landgrunnskantinum en hún er alveg hoi-fin núna. Loðnan er að öllum líkindum gengin upp á land- grunnið og birtist væntanlega í fjör- unum á allra næstu dögum. Skipin hafa leitað á stóru svæði út af land- grunninu og fíkra sig nú nær land- inu. Þetta er allt samkvæmt bók- inni, ef svo má segja, loðnan gengur vanalega upp að landinu um þetta leyti, nema hvað í fyrra var svo gott sem engin veiði í janúar. Við höfum fengið góða loðnu og erum því býsna bjartsýnir á góða vertíð,“ sagði Sævar. Hrognafyllingin 9-10% Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang- ursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sagði í gær að enn hefði lítið sést af loðnu upp á land- grunninu en þó væru ýmsar vís- bendingar um að veiði gæti hafíst á grunnslóð innan fárra daga. Hann sagði loðnuna stóra og fallega og hrognafyllingin væri þegar orðin 9- 10%. Loðnan þykir orðin frysting- arhæf fyrir Japansmarkað þegar hrognaíyllingin hefur náð um 15%. Fundu sfld fyrir austan Loðnuskipin fundu síldartorfu í svokölluðu Litladýpi, norðaustur af Kvalbak, um helgina og fékkst upp úr torfunni væn síld. Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF voru á leiðinni á svæðið í gær. Húnaröst SF land- aði um 200 tonnum af síld á Horna- firði í gærmorgun sem fékkst á mið- unum suður úr Snæfellsnesi. Að sögn Jóns Axelssonar, skipstjóra, var talsvert minna að sjá af síld á svæðinu og því væri vel þegið að fá fréttir af síld fyrir austan. Ekkert sfldarskip var á þessum slóðum í gær, en Hoffell SU hefur síðustu daga veitt sfld í troll fyrir Austur- landi. Festi ehf. Ræða kaup á bræðslu ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi ehf. í Grindavík, sem gerir út nótaskipið Þórshamar GK, hef- ur átt í viðræðum við Búlandstind hf. á Djúpavogi um kaup á fískimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Sigmar Björns- son, framkvæmdastjóri Festis ehf., staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði ekki liggja fyrir endanlega niður- stöðu í málinu, viðræður væru enn í gangi og vildi hann því ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.