Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 47 FRÉTTIR Fyrirlestrar fyrir almenn- ing í Sjóminjasafni Islands HEIMIR Þorleifsson sagnfræð- ingur ríður á vaðið fímmtudaginn 28. janúar nk. í nýrri röð almenn- ingsfyrirlestra í Sjóminjasafni Is- lands, Hafnarfirði, en undanfarin misseri hefur safnið staðið fyi-ir slíkum fyrirlestrum í samvinnu við Rannsóknarsetur í sjávarút- vegssögu í Reykjavík. Fyrirlestr- arnir verða haldnir í Sjóminja- safni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. í fréttatilkynningu segir um fyrirlestrana: „Um hefur verið að ræða erindi með víðtæka skírskotun til hafsins, einkum á sviði sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði, þjóðfræði og menn- ingarsögu yfirleitt. Leitast hefur verið við að fá til liðs við fyrr- greindar stofnanir ýmsa fræði- menn sem hafa yfir að búa sér- þekkingu hver á sínu sviði. Meðal fyrirlesara hafa verið dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, dr. Jón Þ. Þór sagnfræðingur og dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. Fyrirlestrarnir, sem fluttir hafa verið með tilstyrk Hafnarfjarðarbæjar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafa hlotið góðar undirtektir og verið vel sóttir. Auk þess hafa erlendir fræðimenn haldið fyrirlestra á Hafrann- sóknastofnun í boði Rannsókna- seturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Islands.“ Fyrirlestrar verða sem hér seg- ir: Fimmtudagur 28. janúar: Póst- skip og póstsiglingar við Island fram til 1918. Fyrirlesari Heimir Þorleifsson sagnfræðingur. Fimmtudagur 18. febrúar: Þjóðsögur og þjóðtrú sem tengj- ast sjó og vötnum. Fyrirlesari dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson pró- fessor. Fimmtudagur 18. mars: „Hans skóli var hjá útsynningi og öld- um.“ Um fiskifræði sjómanna. Fyrirlesari Jónas Allansson mannfræðingur. Fimmtudagur 15. apríl: Hval- veiðar við Island. Fyrirlesari Trausti Einarsson sagnfræðingur. Vinstrihreyfingin - grænt framboð stofnuð á Vestfjörðum STOFNFUNDUR kjördæmisfé- lags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Vestfjarðakjör- dæmi var haldið á Isafirði á sunnu- dag. Stofnfélagar eru um 30 tals- ins. Gunnar Sigurðsson á Bolungar- vík var kjörinn formaður félagsins en aðrir í stjórn eru Gústaf Gústafsson, Patreksfirði, Már Ólafsson, Hólmavík, Ágústa Guð- mundsdóttir, Flateyri, Eiríkur Norðdahl, ísafirði, Þóra Þói'ðar- dóttir, Stað í Súgandafirði og Torfi Bergsson, Felli í Dýrafirði. Þá var kjörin þriggja manna uppstillinga- nefnd til að vinna að undirbúningi framboðs með stjórninni. Hana skipa Gísli Skarphéðinsson, Isa- firði, Gígja Tómasdóttir, ísafirði og Birkir Friðbertsson, Birkihlíð í Súgandafirði. I gærkvöld var svo haldinn al- mennur stjórnmálafundur á Hótel Isafirði þar sem þau Lilja Rafney Magnúsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu landsmálin og sátu fyrir svöinm. Fyrirlestur um framtíð æskulýðs- starfs HELGI Gíslason, æskulýðsfulltnái KFUM og KFUK, mun flytja er- indi á hádegisverðarfundi í aðal- stöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á morgun, miðvikudag- inn 27. janúar, kl. 12.10 um framtíð æskulýðsstarfs félaganna. Liðin eru 100 ár frá því að æsku- lýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriks- son stofnaði KFUM og KFUK og mun því fróðlegt að heyra í núver- andi æskulýðsfulltrúa félaganna 100 árum eftir stofnun þeirra um framtíð æskulýðsstarfsins. Allir ei'u velkomnir á hádegis- verðarfundinn og er fólk hvatt til að fjölmenna. Verð á máltíð er 500 kr. Námskeið í tantra HALDIÐ verður sex vikna nám- skeið í tantra frá 2. febrúar nk. Kennt verður einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn. Leiðbeinandi er Guðjón Berg- mann hatha yoga kennari og þýð- andi bókarinnar Tantra: listin að elska meðvitað. Námskeiðið verð- ur haldið í húsnæði Sjálfeflis, Ný- býlavegi 30. Mánaðar framhaldsnámskeið í Hatha jóga verður frá 1. febrúar þar sem kennd er líkamsstaða, öndun og slökun. Kennt er þrisvar í viku, alls tólf skipti, einn og hálf- an tíma í senn. Leiðbeinandi er Guðjón Bergmann. Námskeiðið verður haldið í Fínum línum, Ár- múla. Myndband um Akranes AKRANESKAUPSTAÐUR hefur látið gera 10 mínútna kynningar- myndband um bæinn. Síðast var gerð mynd um Akra- nes árið 1974 á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar. Kvikmyndasafn íslands hefur látið Akranesbæ í té myndbönd af öllum hreyfimyndum sem tengjast Akranesi og eru til á safninu. Á næstu mánuðum verður þetta safn skoðað til að sjá hvort ástæða er til að gefa það út eða hluta þess í ein- hverju formi. Opið hús hjá Heimahlynningu HEIMAHLYNNING verður með samverstund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Islands, Skógarhlíð 8. Sr. Sigurður Pálsson fjallar um börn og sorg. Kaffi og meðlæti á boðstólum. á mbl.is Taktu þátt í umsátri á mbl.is og þú gætir unnið aðra af tveimur 10.000 króna úttektum í verslun- um Skífunnar, fjölskylduveislu frá Pizzahúsinu, Umsáturs-bol eða miða fyrir tvo á myndina. Spennumyndin Umsátrið (The Siege), með þeim Denzel Washington og Bruce Willis í aðalhlutverkum, verður frumsýnd á næstunni. Mynd- in fjallar um öldu hryðjuverka í New York sem hafa í för með sér að herlög eru sett í borginni. Taktu þátt í leiknum á mbl.is og hver veit! H)mbl.is _ALLTAf= e!TTH\SA£> IMÝTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.