Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vonir, vald og vonbrigði Morgunblaðið/Ásdís í HEILD er þetta sterk og athyglisverð sýning, segir m.a. í uinfjölluninni. Guðbjörg Thoroddsen og Margrét Akadóttir í hlutverkum sínum. LEIKLIST llviinndagsleí kluisii) FRÚ KLEIN eftir Nicholas Wright í íslenskri þýðingu Sverr- is Hólmarssonar. Leikstjórn og leikmynd: Inga Bjarnason. Leikarar: Margrét Akadóttir, Guð- björg Thoroddsen og Steinunn Olafsdóttir. Lýs- ing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Búningar: Ás- laug Leifsdóttir. Sýningarstjórn og leikskrá: Sigiaín Valgeirsdóttir. Iðnd, 24. janúar. KENNINGAR austurríska sálkönnuðarins Melanie Klein, sem var samtímamaður Freuds, höfðu geysimikil áhrif á þróun sál- greiningarinnar á fyrstu áratugum þessarar aldar, á þeim tíma sem sálgreiningin var að verða til sem fag og læknisaðferð. Og enn í dag má sjá áhrif frá skrifum Klein í verkum fræðimanna á borð við Júlíu Kristevu og ílen-i póstmódernískra fræðimanna beggja vegna Atlantshafsins. Það eru hins vegar ekki kenn- ingar Melanie Klein sem eru í brennidepli í þessu leikverki Nicholas Wrights, heldur öðru fremur hennar eigin sálartlækjur, erfitt sam- band hennar við einkadótturina Melittu, sem einnig var sálgreinandi, svo og viðbrögð henn- ar við dauða sonarins, Hans, sem dó af slys- förum 27 ára gamall. Kenningar Melanie Klein svífa hins vegar sífellt yfir vötnunum í leiktextanum, ef þannig má komast að orði, enda sneru þær ekki síst að sambandi móður og barna, og sérstaklega að reynslu bamsins í frumbernskunni en þá reynslu taldi Klein hafa úrslitaáhrif hvað varðaði þroska og líf hvers einstaklings. Kjarni leikritsins felst í persónulýsingu frú Klein og hér er um flókna og samsetta mann- lýsingu að ræða. Margrét Ákadóttir fer sann- arlega á kostum í túlkun sinni á frúnni sem sveiflast á milli djúprar örvæntingar og dep- urðar annars vegar, og frekju og tilætlunar- semi hins vegar; á milli væntumþykju og fyr- irlitningar, mildi og harðneskju, svo nokkuð sé nefnt. Margrét túlkaði allan tilfinningaskal- ann af innlifun og fagmennsku, svo unun var á að horfa. Sú mynd sem eftir lifir af frú Klein er mynd af skarpgreindri en dálítið hroka- fullri konu sem (eins og flestir gáfaðir kenn- ingasmiðir) á bágt með að þola gagnrýni, en heldur alltaf húmor og beitir óvæginni íroníu, bæði á sjálfa sig og aðra. Túlkun Margrétar er sigur, bæði fyrir hana sjálfa og leikstjórann. Helstu átök verksins felast hins vegar í samskiptum frú Klein og dóttur hennar Melittu, sem Steinunn Olafsdóttir leikur. Hlutverk Melittu er ekki auðvelt. Hér er um að ræða fullorðna manneskju sem hefur fetað hina erfiðu leið í fótspor frægi'ar móður sem hún bæði elskar og hatar. Þetta er hið „dæmi- gerða“ ástar-hatur samband móður og dóttur, þar sem flestar gjörðir dótturinnar eru í senn viðurkenning á og andóf gegn móðurvaldinu. Faglegur ágreiningur ríkir á milli mæðgn- anna, frú Klein elskar dóttur sína en er meinilla við hana sem fagmann. Þessi ágrein- ingur leiddi síðar til algjörra sambandsslita þeirra tveggja. Melitta kemur áhorfendum fyrir sjónir sem manneskja beygð af ofui'valdi hinnar sterku móður, andóf hennar gegn móð- urinni kemur ekki síst niður á henni sjálfri: hún er taugatrekkt, veik fyrir víni og auðsær- anleg. Steinunn Olafsdóttir naut sín ekki sem skyldi í hlutverkinu. Raddbeiting hennar var annarleg á köflum og virkaði ómarkviss og það sama má segja um túlkun hennar í heild. Það var sem óöi’yggi persónunnar smitaði út frá sér yfir í leik Steinunnar. Steinunn hefur hins vegar mjög sterka návist á sviði og býr yfir einni bestu rödd íslenskra leikkvenna, að mínu mati, en hún hefði þurft að fá hér mun ákveðnari leikstjórn en raun ber vitni. Guðbjörg Thoroddsen fer með hlutverk Paulu Heiman, sem var nemandi og tiyggur íylgismaður Melanie Klein lengst af, þótt hún síðar yfirgæfi hana líkt og margir fleiri. Texti Paulu er ekki mikill þótt viðvera hennar á sviðinu sé mikil. Guðbjörg náði góðum tökum á hlutverkinu, jafnt í þögn sem tali, og náði vel að sýna þá virðingu og væntumþykju sem nemandinn ber til lærimeistarans þrátt fyrir augljósa galla hans. Inga Bjarnason, leikstjóri, gerir einnig leik- myndina sem er íyrst og fremst raunsæisleg og skapar verkinu trúverðuga umgjörð. Það sama má segja um búninga Áslaugar Leifs- dóttur, þeir studdu vel persónusköpun kvenn- anna þriggja. Lýsing Alfreðs Sturlu Böðvars- sonar var á köflum ómarkviss og virtist ein- hver frumsýningarvandi vera þar á ferðinni. Reyndar gildir það einnig um fleiri hliðar sýn- ingarinnar, þannig var nokkuð um ómarkviss- ar innkomur í textaflutningi og jafnvel bar á því að textinn gleymdist á stöku stað. En þessa erfiðleika má skrifa á reikning frumsýn- ingarótta og er engin ástæða til að ætla annað en þessir vankantar sniðist fljótt af. í heild er hér um að ræða sterka og athyglisverða sýn- ingu sem ætti að höfða til áhugamanna um sálgreiningu og bókmenntafræði (þar koma kenningar Klein víða inn) ekki síður en leik- húsáhugamanna. Soffía Auður Birgisdóttir Tímarit • ÁRNESINGUR V hefti rit Sögu- félags Árnesinga er komið út. Ritið kom fyrst út árið 1990 og hefur kom- ið út með tveggja ára millibili síðan. í i-itinu eru tólf greinar um marg- vísleg efni og meirihluti höf- unda hefur ekki átt greinar í Ár- nesingi áður. Dr. Helgi Þorláksson fjallar um Hruna og ástæður þess að Haukdælir völdu sér búsetu þar á þjóðveldis- öld, Gunnar heit- inn Markússon á grein um Hjalla í Ölfusi og þá einkum sögu kirkjunnar þar. Skúli Helgason segir frá „Kirkjusmiðnum norðlenska Bjarna Jónssyni“ sem byggði kirkjur og bæjarhús í Árnes- og Rangárþingum um miðja 19. öld. Steinþór Gestsson ritar um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi og einnig er birt grein um ljóðagerð Valdimars eftir Olaf heitinn Briem. Jón Karlsson í Gýgj- arhólskoti lýsir baráttu bænda í Laugardal við hart vor 1920 og Kristrún Matthíasdóttir á Fossi rit- ar tvær greinar, að mestu eftir frá- sögn Guðlaugar systur sinnar. Heit- ir önnur greinin „Sauðaleitin" og fjallar um upprekstur Gnúpverja á geldfé í afrétt fyrir sumarmál og hin „Búnaður fjallamanns fyrh' 1940“ og fjallar um heimabúnað fjallamanna. Sigurður Pétursson magister ritar grein um samskipti Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar við Bræðratungu- fólkið og Ásdís Egilsdóttir magister segir frá jarteinum (kraftaverkum) Þorláks biskups Þórhallssonar. Dr. Gunnar Karlsson fjallar um upphaf byggðar í Skálholti, sem hann hygg- ur jafnvel eldri en áður hefur verið talið, og tengir tímatal Ara fróða við nýjustu rannsóknir á Grænlands- jökli. Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík segir frá Brunna-Brynka, kynlegum kvisti, sem leitaði vatnsbóla með hríslu í hönd, oft með undraverðum árangri. Þá er í ritinu mannanafna- skrá fimm f.yrstu bindanna. Útgefandi er Sögufélag Árnes- inga, til húsa hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi. Ritið er prent- að í Prentsmiðju Suðuriands og er 271 bls. Valdimar Briem „Framliðu móksýniru BÆKIJR Ljóö SKÁLDA Eftir Olaf Grétar, eigin útgáfa, Reykjavík, 1998, 74 bls. í FYRSTA lagi: strangtrúað hreintungustefnufólk skyldi halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Skáldu. Bókin samanstendur af tveimur löngum ljóðabálkum og þriðji hlutinn er samsafn styttri ljóða. Ljóðabálk- arnir Tregarímur og Okólnir eru lík- lega að jöfnum hluta á íslensku og samblandi af ensku, dönsku, þýsku og slettum úr þeim málum: Irófánus dystófarsa transfix empýr egómalíon sólpax nómótóm furia plex, stenófllistín (Tregarímur, bls 14) Gerðar voru ýmsar tilraunir með þetta fyrr á öldinni og til eru merki- leg rit eftir geðklofa höfunda sem haldnir eru ofnæmi fyrir móðurmál- inu og hafa smíðað sér sína eigin tungu til heimabrúks - ekki merki- Söng1(>nleikar í Tónlistarskóla Rangæinga SÖNGNEMENDUR Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskóla Rangæ- inga halda sameiginlega tónleika í Hvoli á Hvolsvelli á morgun, mið- vikudag, kl. 21. Alls munu tíu nem- endur syngja óperuaríur og íslensk og erlend lög efth' ýmsa höfunda. Þá munu Rangæingarnir syngja saman nokkur amerísk lög úr kvikmyndum og söngleikjum. Kennarai' þeirra era þau Ingveldur Hjaltested, Eyi'ún Jónasdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Nemendur eru að ljúka 2. til 8. stigi og einn nemandi lauk 8. stigi sl. vor og stundar nú framhaldsnám hjá Guðmundi Jónssyni óperusöngvara. leg sem heimild um sjúklegt ástand heldm- einmitt vegna þess að tungu- málið er beitt furðum sem ekki eiga sér hliðstæður. Ljóðabálkar Ólafs Grétars minna á slík skrif. I þeim er gífurlegt hlæði af vísunum, einkum í goðafræði og fomeskju; þetta er kraftaskáldskapur, særingar. Sum- staðar örlar á tóni sem svipar til ljóða Sigfúsar Bjartmarssonar sem annars er ekki hægt að taka feil á. Víða eru talsvert tignarlegir frasar en sumstaðai' verður maður hrein- lega að játa sig sigraðan gagnvart þessu hugflæði af orðum sem eru ekki til í neinum orðabókum - enda kannski ekki hugsað til að hægt sé að leggja rökrænan skilning í það. Drápurnar tvær eru settar upp einsog vísur eða rímur og eru fullar af myrku, spádómslegu óráði: Stungu rósir ofskynjunar í ókorainni refsingu. Horfðu augum skelfmgar á dauðs manns blóð og seks manns vopn. Hví glepja ei augu hví heyra eyru? Settust yfir líki áhorfendur tveir en bani í homi tærist. Hjartaó ei lengur slær hvað er nú til ráða? (Ókólnir, bls. 33) Ljóðin í þriðja og síðasta hluta bókarinnar, „Vísur og kvæði“, eru styttri, einfaldari, nálægari og ein- lægai'i. Þetta eru rímaðar stökur, rímur, vísur og kvæði, jafnvel hæk- ur. Þessi hluti er æði misjafn; marg- ar bögurnar þykja mér beinlínis vondar en best tekst skáldinu upp í myrkum vaðli í sama dúr og ljóða- bálkai'nir. Og sá stíll hæfir ekki ná- lægum texta, fegurðarhyllingu, nátt- úrumynd eða grunsemd. Skálda er óvenjuleg bók og jafnvel undarleg. En eins má fullyrða að heil- brigðasta krafan til ljóða sé sú að þau komi manni undarlega fyrir sjónir. Hermann Stefánsson Fjölskyldu- erfiðleikar KVIKMYNPIR Stjörnubfó, Laugarásbió STJÚPMÓÐIR „STEPMOM" irk Leikstjóri: Chris Columbus. Handrit: Gigi Levangie, Jessie Nelson, Steven Rogers, Karen Leigh Hopkins og Ron Bass. Aðal- hlutverk: Susan Sarandon, Julia Roberts, Ed Harris. Columbia Pictures 1998. STJÚPMÓÐIR er tragíkó- medía eftir gamanmyndaleik- stjórann Chris Columbus og segir frá áhrifum skilnaðar á fjölskyldu nokkra, nýju konunni í lífi eiginmannsins fyrrverandi, áhrifin sem skilnaðurinn hefur á börnin og þung örlög fyrri konunnar, sem líst illa á hina ungu og geislandi fögra stjúpu barnanna sinna, svo ekki sé meira sagt. Columbus er ágæt- ur gamanmyndahöfundur en virðist ekki ráða eins vel við al- varlegt efni eins og hér er á ferðinni. Það hefur örugglega ekki hjálpað honum að þurfa að eiga við alls fimm handritshöf- unda. Það eru reyndar atriði innan um og saman við sem virka ágætlega og leikurinn er mjög viðunandi en tilfmningasemin er yfirþyrmandi. Sú trausta leikkona Susan Sarandon fer með hlutverk fráskildu konunn- ar sem horfir upp á það að eig- inmaðurinn fyrrverandi yngir allhressilega upp hjá sér og það sem verra er, börnin þeirra ætla að sogast að nýju mömm- unni. Engin furða kannski. Jul- ia Roberts leikur hana, er ægi- lega flínkur tískuljósmyndari og sérstaklega skilningsrík og þol- inmóð þegar kemur að börnun- um tveimur. Ed Hams leikur síðan manninn í lífi þeirra en hefur lítið hlutverk annað en að setja upp afsökunarsvip; stelp- urnar eiga -þessa mynd enda skráðar meðframleiðendur. Og til þess að kóróna allt saman kemst Sarandon fljótlega að því að hún muni deyja innan tíðar úr krabbameini. Einhver mundi vilja fara var- færnislegum höndum um skiln- aðar-krabbameinsdrama eins og þetta en Chris Columbus stefnir beint á tárakirtlana og er gersamlega ófeiminn við til- finningasemi og væmni í alger- lega gerilsneyddu umhverfi myndarinnar. Stjúpmóðir er svo dæmigerð Hollywoodfram- leiðsla á fjölskylduharmleik að manni hálfbregður. Það er helst að maður sjái vott af raunsæi í leik Sarandon, sem virðist fær um að leika vel allt sem fyrir hana er lagt; maður sér í henni angist móðurinnar sem óttast að börnin fjarlægist hana. Að öðru leyti er allt með sama yfir- borðsgljáanum sem aðeins fæst keyptur í Hollywood. Columbus vill hafa eitthvað fram að færa um skilnaðarfjöl- skyldur; stöðu barnanna eftir skilnað, stöðu eiginkonunnar sem skilin er eftir, stöðu nýju konunnar í lífi barnanna, stöðu eiginmannsins. Honum og handritshöfundunum fimm tekst aldrei að kafa undir íðil- fagurt yfirborðið en stökkva á krabbameinsdramað sem útleið og mjólka úr því hvern dropa. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.