Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANIJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf íJ/i/n Qnf honumbessa fáranUgt ' inniskó é jöíagjóf ( Bn þak skrýino 1) V_. er... \ J (. hann er hrjfynn a f þeim ! T- G2J O 1 3 l~. ° O 0 2 :—o Mlm 12/28 Á A IlM jrf F ©Associated DistbyTrib Ljóska faetla eíithL '&ífcfi ogþLi u/ii e&ti áb > ho nctrv þ’m þurtc- .AÚ aJda. ■ ■ eh. $xtt tríaá falltoa hugtaÓ með hei/n ■ .//iðeipf^fy um brúökaups- Smáfólk Þegar þú giftir þig, Magga, þá ætla ég ekki að koma í gjafaboðið þitt... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kynþættir og þjóðerni Frá Grétari H. Gunnarssyni: NU I dag er svo komið fyrir í þess- um heimi að hvítur maður getur vart kallað sig þjóðernissinna án þess að vera stimplaður kynþátta- hatari. Vegna þeirrar stigvaxandi tilhneigingu heimsins að fletja allt út í einn stóran meðalmennsku- gi'aut þar sem enginn sker sig úr getur hinn hvíti nútímamaður ekki lengur státað sig af hraustum mönnum og konum síns þjóðernis án þess að fá á sig neikvæðan stimpil. Þessi neikvæði stimpill fel- ur í sér fordæmingu þess sem sér skýrt og einlæglega vænleika eigin þjóðar eða eigin kynstofns. En ég bara spyr: Er slíkt stolt kynþátta- hatur eða rembingur sem nær út fyrir þann ramma sem flokkast skynsamlegur og eðlilegur? Ef svo er þá er barátta Islendinga gegn erlendum menningaráhrifum angi af slíku. í framhaldi af þvl mætti segja hreintungustefnu Islendinga óeðlilegt dekur við sérkenni þjóðar- innar. Sem dæmi má taka íslensku mjólkurfernurnar. Þær gætu hæg- lega flokkast sem áróðursplagg sem elur á óstjórnlegri ánægju Is- lendinga með sjálfa sig. En þar sem mjólkurfernurnar breiða einungis úr sér á sviði tungumáls og málvís- inda þykir allt sem tengist mál- farsáróðri þeirra gott og blessað. En þessi hugsunarháttur, eða rétt- ara sagt öfuguggahugsunarháttur, að þjóðerniskennd sem tengist lík- amlegum sérkennum sé eitthvað verri en sú sem beinist að tungu- málinu, er býsna merkilegur. Fólk er mjög upptekið af því að slétta allt út sem snýr að þeim mun sem er á kynþáttunum og finnst það iðu- lega komið á grátt svæði ef það kannast við þau sérkenni sem hver kynþáttur býr yfir. Tungumálið hjálpar heldur ekki upp á sakirnar í þessu efni. Hugtakið þjóðernissinni virðist t.a.m. í hugum flestra hrapa beint yfir í „nasistakúltúrinn", þ.e. tengjast Þýskalandi Hitlers og þeim sem gengu erinda hans. Það er kannski ekkert undarlegt með tilliti til þess að orðið nasisti þýðir þjóðernissinnaður sósíalisti. Hins vegar snerist hugtakið upp í eitt- hvað allt annað í Þýskalandi Hitlers og það hatur sem rak Þjóðverja út í fjöldamorð á Gyðingum á ekkert skylt við upphaflegu merkingu orðsins. Það að fólk vilji ekki kannast við dyggðir eigin kynstofns eða þjóðar á þannig rætur sínar að rekja til slæmrar samvisku vegna herferðar Hitlers til að hefja einn kynstofn til vegs og virðingar á kostnað annars í nafni þjóðernishyggju. En hefðu Þjóðverjar unnið seinni heimsstyrj- öldina og risið upp sem mesta veldi Evrópu væru sömu manneskjurnar og afneita þjóðerniskennd sinni nú vafalaust með þá einlægu innræt- ingu að hata gyðinga og baktala svertingja þar sem ríkjandi þjóðir á Vesturlöndum hafa ætíð lagt línurn- ar um hvað sé rétt og hvað rangt. Og þar sem þær þjóðir sem unnu styrjöldina höfðu verið í eins konar hugsjónastríði við nasismann var allt sem honum líktist þurrkað út og Þjóðverjar Iýstir glæpaþjóð. Það urðu því vægast sagt mikil og snögg umskipti þegar stríðinu lauk og eðlilega varð mikið uppnám i sálar- lífi fólks vegna þeirra fólskuverka sem höfðu verið unnin í nafni hins hvita kynstofns. Fólk gætti sín vel á þvi að segja ekkert vanhugsað né nokkuð sem gæti orkað tvímælis. Skömmin vegna hinna brjálæðis- kenndu hugmynda Hitlers um yfir- burði hvíta kynstofnsins lagðist eins og þungt farg yfir þá sem hófu að bygg)a UPP nýjan heim eftir stríð. Þetta farg liggur án efa enn yfir þjóðum, ekki síst þeim hvíta kyn- stofni sem Hitler ætlaði aðalhlut- verk í framtíðinni. Upp úr þessu urðu kynþættir feimnismál og það hefur farið lítið fyrir umræðu um einkenni og/eða kosti/galla kyn- stofna eftir hina afdrífaríku seinni heimsstyrjöld. Þjóðremba er hins vegar alls staðar til staðar og við hana er dekrað á ýmsa vegu. En á meðan menn halda sig við tungu- málið og hætta sér ekki um of yfir á svið hins líkamlega er það látið óá- talið. Af þessum sökum væri það skynsamlegt fýrir fólk að íhuga þessi mál upp á nýtt í stað þess að ganga inn í fyrirfram ákveðinn ramma sem hefur verið smíðaður um þessi mál. Hann er, þegar allt kemur til alls, kannski ekki svo ýkja skotheldur ef grannt er skoðað. GRÉTAR H. GUNNARSSON, Úthlíð 14, Reykjavík. Hróp hinna nauðstöddu Frá Eggerti E. Laxdal: EKKI var rausnin mikil á þessum bæ, hjá þeim, sem úthlutuðu hækk- unum hjá olnbogabörnum þjóðar- innar. Þau fengu 4% hækkun, sem mun nema rúmum 2.000 kr. á mán- uði, og vasapeningafólkið fékk ekk- ert. 12.000 kr. á mánuði var látið duga fyrir það. Lengi skal lítils beiðast. Það er langt síðan bikarinn var fullur, en nú flóir útúr, óréttlætið ríður ekki við einteyming og kær- leikurinn kólnar óðum. Mér varð litið í Biblíuna og fann þar orð, sem Salómon konungur í Israel hefur skrifað í Orðskviðum sínum, 21. kap. versunum 13-14, og eru á þessa leið: „Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bæn- heyrslu.“ Ég álít að þessi orð eigi erindi til okkar allra, enn í dag og að tími sé til kominn að taka sinnaskiptum með kærleiksverkum, bæði þeir, sem hátt eru settir og hinir, sem skipa lægri sess. I 22. kap. Orðskviðanna, versun- um 22-23, er enn fastara kveðið að orði og vilji menn kynna sér inni- hald þeirra, þá er ráð að fletta því upp. EGGERT E. LAXDAL, rithöfundur, box 174, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.