Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 42
* 42 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR KRISTJÁNSSON, Hjallalundi 22, Akureyri, lést á heimili sinu miðvikudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Þóra Gunnarsdóttir, Rögnvaldur Reynisson, Kolbrún Á. Ingvarsdóttir, Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG LÁRUSDÓTTIR frá Sarpi, Skorradal, Grænuhlíð 16, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 24. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín og tengdamóðir okkar, RÓSA GÍSLADÓTTIR, andaðist á heimili sínu, Jöklafold 12, að kvöldi laugardagsins 23. janúar. Útförin verður tilkynnt síðar. Gísli Gunnlaugsson, Borghildur Magnúsdóttir, Bjarni Ómar Jónsson. + SVEINN STEFÁNSSON, til heimilis í Smárahlíð, Hrunamannahreppi, áður bóndi á Útnyrðingsstöðum, varð bráðkvaddur á heimili sínu mióvikudaginn 20 febrúar. Útför hins látna fer fram frá Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal mánudaginn 1. febrúar. Fjölskylda hins látna. + Dr. Phil JAKOB BENEDIKTSSON, Stigahlíð 2, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laug- ardaginn 23. janúar. Aðstandendur. + Móðir okkar og amma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, lést á Sólvangi mánudaginn 25. janúar. Erla Sveinbjörnsdóttir, Jón Ingi Sigursteinsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA REIMARSDÓTTIR lést á Landspítalnaum föstudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. GUÐLAUG BERGMANN + Guðlaug Berg- mann símamær fæddist á Akureyri 19. september 1930. Hún lést á Land- spítalanum 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Björn Kristinn Halldórsson vél- stjóri á Akureyri og kona hans Aðal- heiður Sveinbjörns- dóttir, húsmóðir. Systkini Guðlaugar eru: 1) Sveinbjörn Kristinsson, kjöt- iðnaðarmaður hjá SS og síðar sjómaður, látinn. 2) Margrét Dóra Kristinsdóttir húsmóðir og gangavörður á Akureyri. Þegar moldin umiykur þigvinur og þú ert laus úr búri þínu sé ég þig svífa eins og frjálsan fugl frámér syngjandi af gleði. Ég vildi ég gæti flogið með þér í ónumin lönd ogáttvmáttuþína þar sem hér áður. En vinur ég kemst ekki með þér núna svo ég ósia þér góðrar ferðar. (Gísli Gíslason frá Ólafsíirði.) Elsku Lilla, við minnumst þín ætíð fyrir hve glæsileg þú varst, svo tekið var eftir hvar sem þú fórst, og fyrir hve vel þú hlúðir að heimili ykkar hjóna og öllum fallegu hlut- unum ykkar, og fyrir allar glæsi- legu veislumar sem þú hefur haldið í gegn um árin og góða matinn sem þú lagðir þig sérstaklega fram við að gera sem bestan og lystugan fyr- ir gestina þína. Já, svona minnumst við þín, allt svo flott hjá henni Lillu. Lífshlaup hvers manns er miserfitt, þitt var erfitt en þú stóðst það með reisn. Þú hafðir þann eiginleika að geta lifað hvern dag fyrir sig. Síð- ustu árin þín eftir að þú gi’eindist með sjúkdóminn sem endaði líf þitt, einnig þá sýndir þú hvað þú varst sterk kona, og þrátt fyrir sjúkdóm- inn varst þú alltaf jafn giæsileg. Þú kveiðst fyrir því að þurfa að nota staf, en þegar þar að kom varst þú jafn glæsileg sem áður. Við vitum að síðustu mánuðirnir í lífi þínu voru erfiðir, bæði þér og öllum þín- um nánustu ættingjum. Hugur okk- ar var meira og minna alla daga hjá þér síðustu mánuðina, því það var svona eitt og annað sem átti eftir að ræða, tala um, en lífið gekk þannig til, að um það var aldrei rætt, ekki að þessu sinni. En ef maður trúir á annað líf þá ert þú nú kannski búin að sjá það. Iraun eru dagamir aldrei nógu langir samt verður Guðlaug giftist Grétari Bergmann verslunarmanni í Reykjavík 16. aprfl 1960. Barn Guð- laugar er Aðalheið- ur Óladóttir Helle- day bókasafnsfræð- ingur og kennari í Sollentuna í Sví- þjóð. Maður hennar er Nils Helleday málarameistari í SoIIentuna. Börn þeirra eru Liz og Peter. Dóttir Liz er Sandra. Utför Guðlaugar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hver hvíldinni feginn sérhvert kvöld í raun er lífið ekki nógu langt samt verður hver hvíldinni feginn að lokum. (Gísli Gíslason.) Okkur langar að lokum til þess að þakka þér samfylgdina í gegn um árin. Það er svo margt að segja en erfitt að skrifa. Pabbi, Allí, Nisse, Liz, Peter og Sandra, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Verið hugrökk. Kveðja, Aslaug, Sigurður, Jakob, Jóakim og Sigrún. Jæja, Lilla mín, þá er þessari jarðvist þinni lokið. Við höfum þekkst mestan hluta minna fullorð- insára. Þú og Grétar bróðir minn fóruð að vera saman þegar ég var rúmlega tvítugur og síðar giftust þið. Samskipti okkar voru mikil öll árin, nema þau allra síðustu. I minningunni ert þú brosandi, góð- leg, velviljuð og glæsileg kona. Hvernig þú gast alltaf iitið svona vel út í fallegum fötum, vel til höfð og með þitt vel hirta fallega hrafn- svarta hár, hvað sem á bjátaði, skildi ég aldrei. Jafnvel núna sfðast þegar við hittumst þegar sonarson- ur minn, sonur Ola, var skírður varstu glæsileg, brosandi og sterk í þínum hjólastól. Þú áttir verulega erfitt með að tala vegna þíns mis- kunnarlausa sjúkdóms, en samt lékstu á als oddi og varst miðpunkt- ur veislunnar. Þarna gátum við tal- að saman eins og í gamla daga og það var gott. Mikið er ég þakklátur fyrir þessa stund og þegar ég hugsa núna til baka finnst mér stórkost- legt hvernig þú tókst örlögum þín- um. Líf þitt var svo sannarlega ekki alltaf dans á rósum. Tíminn þegar Grétar barðist við sinn stóra áfeng- isvanda var vægast sagt erfiður. Hvernig þú sigldir í gegnum það tímabil er mér líka óskiljanlegt. En + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINN STEFÁNSSON fyrrum bóndi, Víðihóli, Fjöllum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður Löngumýri 12, Akureyri, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 30. janúar kl. 14.00. Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja S. Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. mér er líka ljúft að minnast þess þegar Grétar bróðir hætti að drekka, hversu allt varð gott hjá ykkur og þið bjugguð ykkur yndis- legt heimili. Ég hafði orð á því við konuna mína hversu gott var að koma til ykkar Grétars hér áður fyrr, því allt var svo afslappað og þið áttuð svo vel saman. Þú fékkst samt mörg prófin. Að mínum dómi stóðstu þau öll með glæsibrag. Þið þurftuð að takast á við mikil veikindi, Grétar við sitt krabbamein og þú við þennan ólæknandi sjúkdóm. Alltaf hélstu ró þinni og þar held ég að þetta ótrú- lega skap, þetta jafnaðargeð hvað sem á gekk, hafi komið þér að best- um notum. Eftir ósætti okkar Grétars var ekki mikið um samneyti okkar á milli og ég vissi að þér þótti það mjög leiðinlegt og hvattir okkur oft til að leysa okkar mál en svona er lífið. Ég trúi því að allt sé í guðleg- um farvegi, Lilla mín, og þessi ágreiningur okkar Grétars muni leysast þegar rétti tíminn kemur, en það verður þegar við erum búnir að læra nóg af þessari vitleysu. Ég er stoltur yfir því að hafa átt þig fyrir mágkonu og sakna þín en ég veit að við eigum eftir að hittast heima þegar sá rétti tími kemur. Takk fyrir allt, Lilla mín, og þá sér- staklega fyrir hvað þú varst Grétari bróður góð eiginkona. Núna trúi ég því að þér líði vel og ég bið að heilsa öllum vinum okkar og vandamönn- um sem farnir eru yfir móðuna miklu. Grétar minn, Allí, Nissi, Liz, Pet- er og Sandra, ég votta ykkur samúð mína. Þið getið svo sannarlega litið til baka og verið stolt af Guðlaugu Kristinsdóttur Bergmann. Guðlaugur Bergmann. Dúa sagði alltaf að lífið hefði gefið sér yndislegar tengdadætur. Ekki það, að hinir aðsópsmiklu synir hennar væru líklegir til þess að þakka ástkærri móður öðruvísi. Alls ekki. Þeir erfðu margt það besta frá foreldrum sínum, ekki síst hæfileik- ann til að gleðja aðra og meta um- hverfi sitt að verðleikum. Reyndar, þegar best hefur gengið á stundum, átt sérstaklega auðvelt með að hefja aðra til skýjanna og láta þá njóta sín. Hitt vita allir, að lífið krefst stundum lausna og svo ótímabærrar yfirferðar, að jafnvel hinum mestu gæðingsefnum hlýtur að fipast takt- ur. Slíkt reynir fyrst og fremst á þá, sem næst standa, og ástrík móðir þakkar þá af hjarta, þegar taugin heldur. Guðlaug kom inn í líf Grétars frænda míns, þegar svörtu byljimir stóðu yfir. Hún haggaðist aldrei, þótt margur veðrahamurinn brotn- aði á henni. Fögur, sem geislandi Eyjafjörðurinn, sem ól hana. Traust, sem norðlensk fjöll, gegn fimbulátökum íshafsins. Hún blés Grétari kjark í brjóst, þegar kaldast var og allt sýndist að hruni komið. Studdi líka Dúu tengdamóður sína í löngu veikindastríði síðustu árin og fylgdist með systrum hennar. Guðlaug var símamær hjá Pósti og síma í marga áratugi, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Flestir eru sjálfsagt núna búnir að gleyma þeim tíma, þegar ekki var hægt að hringja á milli bæja eða húsa, öðru- vísi en að njóta aðstoðar símastúlkn- anna, sem leystu öll mál af lipurð og þolinmæði og stilltu á símanúmerin. Stundum stóð líka misjafnlega á hjá viðmælendum og þá reyndi sérstak- lega á þessa mikilvægu stétt. Guðlaug og Grétar bjuggu í þrjú ár úti í Svíþjóð og fékk Guðlaug þeg- ar starf á símstöðinni í Stokkhólmi, - trúnaður, sem frændur vorir Svíar sýna ekki öllum. Eftir heimkomuna starfaði hún hjá Loftleiðum, Hafskip og DV. Tal- aði hún jafnan um stórforstjórana Hörð Einarsson, Svein R. Eyjólfs- son og Björgólf Guðmundsson sem einkavini sína og stórkostlega menn og ekki var ritstjóri DV Jónas Krist- jánsson síður í uppáhaldi. Tuttugu ára stjórnarstarf Grétai-s í SÁÁ hefur krafist mikils tíma og álags á heimilið, ekki síst þau mörgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.