Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 87 * + Þóra Briem var fædd í Edinborg í Skotlandi 25. júlí 1905. Hún andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Garðar Gíslason stórkaupmaður, f. 14.6. 1876, d. 11.2. 1959, sonur hjón- anna Gísla As- mundssonar og Þor- bjargar Olgeirs- dóttur á Þverá í Dalsmynni, og Þóra Sigfúsdótt- ir, f. 1.10. 1874, d. 9.10. 1937, dóttir hjónanna Sigfúsar Guð- mundssonar og Margrétar Kri- stjánsdóttur frá Varðgjá í Eyja- fírði. Systkini Þóru eru Bergur G. Gíslason, f. 6.11. 1907, Krist- ján G. Gíslason, f. 5.3. 1909, d. 12.12. 1993, og Margrét Garð- arsdóttir, f. 12.4. 1917. Þóra giftist 5.7. 1930 Gunn- laugi Eggertssyni Briem, fv. ráðuneytisstjóra, f. 5. febrúar 1903. Foreldrar Gunnlaugs voru Eggert Ólafur Briem hæstarétt- ardómari, f. 25.7. 1867, d. 7.7. 1936, og Guðrún Jónsdóttir Briein, f. 11.5. 1869, d. 10.1. 1943. Börn Þóru og Gunnlaugs eru 1) Guðrún hjúkrunarfræð- ingur, f. 21.3. 1932, gift Þráni í dag verður til moldar borin amma okkar, Þóra Briem. Hún var að mörgu leyti sérstök manneskja, hún var trúuð kona, hafði glaðlega framkomu og mun á sínum yngii árum hvarvetna hafa vakið athygli. Heimili afa og ömmu í Tjarnargötu eins og við kynntumst því var stórt í sniðum en án íburðar. Þaðan eigum við minningar frá heimili, sem hvíldi á gömlum merg með útsýni yfir Tjörnina í Reykjavík þar sem enda- laust mátti virða fyrir sér allan heiminn. Ríki okkar í Tjarnargötu- húsinu var fullt af skúmaskotum, sem mátti fela sig í og láta ýmsum látum, sem amma var jafnvel tilbúin að taka þátt í. Ef við vorum óþekk, sem var auðvitað fyrst og fremst hlutverk strákanna, var amma ætíð fljót að leiða okkur inn á nýtt áhugasvið með spennandi frásagn- arlist og láta okkur gleyma systk- inaerjum eða öðrum kjánagangi, hún hafði alltaf tíma fyrir okkur. A sínum yngri árum hneigðist amma til listsköpunar. Hún lærði að syngja, leika á píanó og mála á postulín. Söngur og píanóleikur fylgdi henni til elliáranna svo lengi sem kraftar entust. Afi og amma áttu sér draum sem mun hafa kviknað á stríðsárunum. Það var að rækta landskika úr hálfgerðri of- beittri, lífvana eyðimörk í skógi- vaxna gi-óðumn. Þau keyptu sér gamalt lítið hús við Elliðavatn, byggðu við það, girtu af land og hófu að rækta skóg. Af lýsingum foreldra okkar hefur land þetta þá verið einstaklega ófrjótt og illa fall- ið til ræktunar vegna fádæma lítill- ar gróðurþekju og lélegra plöntu- tegunda, sem þá voru á markaði. Þetta ræktunarverk litu þau ætíð á sem skemmtilegt tómstundagaman enda trúðu þau á að einhvern tím- ann mætti takast að klæða nokkurn hluta íslands með skógi. Þeim varð það ávallt mikið ánægjuefni í ellinni að horfa á lífstómstundastarfið vaxa sér yfir höfuðhæð og taka á móti gestum og sýna hvernig breyta eigi eyðimörk í gróðui'vin. Við munum fyrst eftir ömmu þeg- ar hún var komin til efri ára, en vegna þess hve hún var létt á fæti og létt í lund höfum við eflaust ekki áttað okkur á aldri hennar fyrr en hún var búin að missa heilsuna. Það lifa hlýjar minningar um konu, sem hafði þann einstæða eiginleika að sjá helst björtu hliðarnar á hverju máli. Hún mun að margra mati hafa stýrt bústörfum oft á erilsömu emb- ættisheimili með einstökum glæsi- Þórhallssyni prent- snnðjustjóra, börn þeirra eru Gunn- laugur viðskipta- fræðingur kvæntur Sigríði Einarsdótt- ur, börn þeirra eru Anna Guðrún og Einar, Þórhallur fomleifafræðingur, kvæntur Sif Ormarsdóttur, börn þeirra em Þráinn og Ottar, Magnús Þór verkfræðingur, kvæntur Silke Þrá- insson, barn þeirra er Catherine, og Þóra hjúkrun- arfræðingur, gift Jóni Einars- syni, barn þeirra er Ragnar Már. 2) Eggert Þórir læknir, f. 15.6. 1937, d. 3.2. 1983, kvæntur Halldóru Kristjánsdóttur, sem nú er látin, börn þeirra em Gunnlaugur Þór, Birnir Krist- ján, Eggert og Hmnd, sambýlis- maður Gunnlaugur Jónsson, barn þeirra er Andri Már. 3) Garðar tæknifræðingur, f. 1.7. 1945, kvæntur Hrafnhildi Egils- dóttur skrifstofustjóra, börn þeirra eru Egill lífefnafræðing- ur, Gunnlaugur Einar, sambýlis- kona Alda Bragadóttir, og Þóra Björg. Utför Þóru Briem fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. brag. Sátt við allt og alla var aðals- merki þessarar yndislegu konu. Megi góður guð leiða ömmu um ríki sitt til æðri stiga og vera öldruðum afa okkar líknsamur á erfiðum tímum. Egill, Gunnlaugur Einar og Þóra Björg. Elsku amma mín Þóra Briem er látin 93 ára gömul. Síðustu ár ævi sinnar átti hún við veikindi að stríða sem hún hefur nú verið losuð undan og fengið hvíld. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa fyrstu æviár mín í nágrenni við afa og ömmu í Tjarnargötu. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að tala um afa minn í leiðinni því þau eru í huga mínum órjúfan- legur hluti hvort annars. Afi horfir núna á eftir eiginkonu sinni til 68 ára. Oft eftir skóla og um helgar lá leiðin til þeirra þar sem ávallt var tekið á móti mér opnum örmum. Ef heppnin var með, sem ekki var sjaldan lagði pönnukökulyktina á móti þegar hlaupið var niður brekk- una í áttina að húsinu. Hollustan var þó aldrei langt undan því skyld- an, sem var brauðsneið með osti var ávallt lykillinn að pönnukökudiskn- um. Engum datt í hug að andmæla þeirri ráðstöfun þótt það hafi ef- laust verið gert víðast hvar annars- staðar. Amma átti stóran þátt í að móta mig á uppvaxtarárunum. Hún var mjög listfeng og menningarlega sinnuð. Hún hafði mikið dálæti á málara- og höggmyndalist sem og allri tónlist. Sjálf teiknaði hún og málaði á postulín, spilaði á píanó og söng. Hún reyndi að efla áhuga okk- ar barnanna á sögu þjóðarinnar og menningu. Þjóðminjasafnið og lista- söfn borgarinnar voru reglulega heimsótt og var í þeim ferðum mik- ið skrafað og spjallað. Á ég margar góðar endurminningar frá þessum ferðum. Afi og amma áttu sumarbústað við Elliðavatn en þangað var oft fór- inni heitið. Sem ung stelpa þótti mér þetta mikið ferðalag og var bíl- veikin iðulega farin að gera vart við sig í Ártúnsbrekkunni. Þrátt fyrir það var ávallt lagt af stað með mik- illi eftirvæntingu. Þarna höfðu afi og amma unnið ötult skógræktar- starf sem við afkomendurnir feng- um að njóta í ríkum mæli. Þrátt fyr- ir tímaskort hinna fullorðnu gaf amma sér ávallt tíma til að leika sér við okkur börnin. Hún hlóp með okkur í eltingarleik, faldi sig í felu- leik og ekki síst gerði trjáræktina að hinni mestu skemmtun. Amma hafði ávallt mikið umburð- arlyndi gagnvart okkur barnabörn- unum og lét óátalið þótt við tækjum uppá ýmsu, sem hefði kostað okkur skammir í öðrum húsum. Kjólasafn- ið fékk veglegan sess í tískusýn- ingauppfærslum og dótið á háaloft- inu var endalaus uppspretta ýmissa ævintýra. Eg væri margs fátækari ef ömmu hefði ekki notið við og vil ég þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þóra Þráinsdóttir. Nokkrar línur til þess að minnast elskulegrar systur og jafnframt til þess að geta um fyrri hluta ævi hennar. Þóra var elst fjögurra barna for- eldranna Garðars Gíslasonar og Þóru Sigfúsdóttur og hefur alltaf verið drottningin og ekki síst eftir fráfall móðurinnar snemma á öld- inni. Þóra var fædd á indælu heimili foreldranna 25. júlí 1905 í North Leith sem er úthverfi Edinborgar í Skotlandi. Hún er skrásett þar sem Thora Dora Laurina Gíslason, Du- dley Avenue, Leith. Þóra var orðin það gömul þegar hún fluttist alfarin til Islands að hún mundi að segja frá ýmsum atvikum. Þess skal getið að síðasta nafn hennar, Laurina, er tilkomið vegna alvarlegra veikinda einkasonar bestu vinahjóna þeirra sem hér Lorens, sem komst síðar til ára. Foeldrarnir voru búnir að búa lengi í Skotlandi og hafði faðirinn þegar stofnsett verslunarfyrirtæki með skoskum manni, var því allt út- lit fyrir áframhaldandi búsetu og þrjú börnin sem fæddust ytra, alin upp eins og þá gerðist í því landi. Þóra var skírð ásamt eldri bróð- urnum af séra Friðriki Friðrikssyni. Þau hjónin voru þá á hraðferð til ís- lands og átti athöfnin sér stað á Hótel íslandi þar sem þau bjuggu. Móðir hennar hafði sérstaka ánægju af garðrækt og ræktaði fal- legan garð við Hverfisgötu 50, þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár. Því miður sjást engin merki þess garðs nú, en á síðasta heimili foreldranna á Laufásvegi 53 (Laufásborg) sjást vel merki að fallegri ræktun og var þá Þóra farin að sýna þann mikla áhuga á garðrækt sem hún hafði alla tíð, og má sjá merki þess við heimili hennar og við sumarhúsið við Elliðavatn. Þóru var sérstaklega annt um velferð annarra og hugði hún sér- staklega að þjónustufólki móður sinnar þegar ellin fór að gera vart við sig hjá því. Þannig minnumst við þessarar góðu konu sem lifði langa ævi og kom sér sérstaklega vel hjá öllum sem hún kynntist. Bergur G. Gíslason. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargi-ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi-eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ÞORA BRIEM + Faðir okkar, afi og langafi, SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON fyrrverandi forstjóri, Gullteigi 12, lést á Landakoti mánudaginn 25. janúar. Sveinbjörg Sigurðardóttir, Karl F. Sigurðsson, Guðmundur Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR HANNESSON á Brekku, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum laugardaginn 23. janúar. Örn V. Einarsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Gísli V. Einarsson, Björg Guðjónsdóttir, Sigríður M. Einarsdóttir, Guðmundur I. Kristmundsson, Sævar V. Einarsson, Elín Benediktsdóttir og afabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, VIGDÍS BJARNADÓTTIR frá Fjallaskaga í Dýrafirði, Framnesvegi 57, andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 24. janúar. Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Halldór Ólafur Ólafsson, Vignir Steinþór Halldórsson, Lilja Björg Guðmundsdóttir, Jón Hákon Halldórsson, Anna Fanney Hauksdóttir. + Hjartkæri maðurinn minn, faðir okkar og afi, JÓN ÁRNASON símvirki, Réttarholtsvegi 51, er látinn. Guðrún Harðardóttir, Árni Jónsson, Hörður Jónsson, Salka Ósk Árnadóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON, Dalbraut 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 23. janúar. Hjörtur Á. Ingólfsson, Margrét Helgadóttir, Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný A. Thórshamar, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HÖGNI BJÖRN HALLDÓRSSON, Selbrekku 17, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. janúar. Steinunn Karlsdóttir, Halldór Karl Högnason, Unnur Þóra Högnadóttir. ■r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.