Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 4

Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 4
4 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/1 - 30/1 ►VEXTIR banka og spari- sjóða lækka um næstu mán- aðamót á bilinu 0,10 til 0,25%. Ástæða lækkunarinn- ar er fyrst og fremst lækkun á síðustu vikum á ávöxtunar- kröfu verðtryggðra skulda- bréfa til langs tíma. ►VERIÐ er að undirbúa út- boð vegna styrkja til flugs á nokkrum áætlunarleiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi á Evrópska efnahagssvæð- inu. Er það í fyrsta sinn sem útboð íslenskra flugleiða fer fram á EES-svæðinu. ►ÚTLIT er fyrir að nýtt smjörfjall sé að myndast í landinu þar sem mjólkur- framleiðsla á Suðurlandi hefur í vetur verið 12-14% meiri en á síðasta vetri. Ástæða aukinnar framleiðslu er betri nyt kúnna og að- gerðir mjólkursamlaga til að auka framleiðslu. Haldist þessi aukning út verðlagsár- ið er útlit fyrir um 5 til 8 milljarða lítra umframfram- leiðslu, sem þýðir myndun fjalls úr mjólkurdufti og smjöri. ► ISLENSKIR vísindamenn hafa sýnt fram á gagnsemi þess að nýta tvö nikótínlyf saman sem gefur þeim betri árangur sem vilja hætta að reykja. Séu niktótínplástur og nefúði notuð saman í allt að eitt ár verður árangur tvöfalt bet.ri hjá þeim en hjá fólki sem aðeins hefur notað eitt lyf. Milljarður til sykur- sýkisrannsókna KARL Tryggvason, prófessor í læknis- fræðilegri erfðafræði í Svíþjóð, fékk síð- astliðinn mánudag afhentan styrk til að rannsaka fylgikvilla sykursýki. Novo- Nordisk sjóðurinn veitir styrkinn en hann er eignarhaldsaðili Novo-Nordisk lyfjafyrirtækisins. Karl fer fyrír hópi norrænna vísindamanna sem fá sem svarar einum milljarði króna sem greiddur verður út á 10 árum. Einkaleyfí á vindaflstöðvum VINDORKA hf. hefur fengið alheims- einkaleyfi á vindaflstöð sem byggð er á hugmynd og hönnun Nils Gíslasonar uppfinningamanns. Tekur einkalejdið bæði til útfærslu burðarþols vindafl- stöðvarinnar og til raforkuframleiðsl- unnar sjálfrar. Rúm þrjú ár eru síðan sótt var um einkaleyfið og skiptir kostn- aður við það nokkrum tugum milljóna króna. Hafa ýmsar innlendar stofnanir styrkt tiltækið. Bandarísk áhættufjár- magnsfyrirtæki hafa sýnt verkefninu áhuga og innlendir aðilar sömuleiðis. Penguin gefur út fslendingasögur BÓKAÚTGÁFAN Penguin-Press hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Bókaútgáfu Leifs Einkssonar um út- gáfu á 10 bókum með Islendingasögum. Utgáfan mun tryggja meiri útbreiðslu Islendingasagnanna í enskumælandi löndum en áður hefur þekkst en Pengu- in-útgáfan er bresk-bandarísk. Fyrstu bækurnar eiga að koma út í haust og síðan nokkrar á ári til ársins 2002. Náttúruhamfarir í Kólumbíu ÖFLUGUR jarðskjálfti olli gífurlegu tjóni í Kólumbíu á mánudag og er óttast að alls hafi rúmlega tvö þúsund manns farist í náttúruhamfórunum. Mældist jarðskjálftinn sex á Richter. Lagði jarð- skjálftinn tvær borgir nánast í rúst og þar af talið að um tvö þúsund manns hafi farist í fjallaborginni Armeníu einni saman. Gjöreyðilagðist meira en helm- ingur allra heimila í borginni í skjálftan- um. Björgunarstarf hefur gengið erfið- lega og einnig hefur nokkuð verið um rán og gripdeildir í því öngþveiti sem ríkt hefur í borginni, með tæplega þrjú hundruð þúsund íbúa, í kjölfar skjálft- ans. Er óttast að skjálftinn muni hafa slæm áhrif á efnahag Kólumbíu en svæðið sem hvað verst varð úti er helsta kaffiræktarsvæði landsins, en kaffi er ein helsta útflutningsafurð Kólumbíu. Úrslitakostir í Kosovo-deiiunni TENGSLAHÓPURINN svokallaði setti á fóstudag stríðandi fylkingum í Kosovo úrslitakosti og sagði leiðtoga Serba og Kosovo-Albana hafa þrjár vik- ur til að setjast við samningaborð og sanna fyrir umheiminum að fyrir hendi væri vilji til að leysa deiluna með frið- samlegum hætti. Ella myndi NATO grípa til aðgerða í Kosovo. Spenna hef- ur magnast í héraðinu undanfarna daga og vikur og enn kom til grimmdarverka í vikunni. Voru fimm Kosovo-Albanai- skotnir til bana á mánudag. Kom einnig til átaka seinna í vikunni og féllu tutt- ugu og fjórir liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA) í átökum við serbneska lögreglumenn í fyiradag. ► MEIRIHLUTI öldunga- deildar Bandaríkjaþings ákvað á miðvikudag að stefna þremur vitnum, m.a. Monicu Lewinsky, til að bera vitni fyrir luktum dyrum í réttarhöldunum yfir BiII Clinton Bandaríkjaforseta. Hafnaði meirihlutinn jafn- framt í vikunni tillögu um að ákærum á hendur forsetan- um yrði vísað frá. Þótt repúblikanar í öldungadeild- inni hafi þannig náð sínu fram sögðu fréttaskýrendur að Clinton hefði engu að síð- ur unnið hálfan sigur því at- kvæðagreiðsla um ofan- greindar tillögur féll eftir flokkslínum sem þykir vís- bending um að útilokað sé að samþykkt verði í öldunga- deildinni að svipta Clinton embætti. ► GÍFURLEGUR kuldi hefur verið í norðanverðri Skand- inavxú og Síberíu undanfarna daga og fór frostið niður i' 50 gráður á nokkrum stöðum. I Norður-Noregi hcfur skóla- hald sums staðar legið niðri og fer fólk ekki út úr húsi nema brýna nauðsyn beri til. ►HUSSEIN Jórdaníukon- ungur hélt á þriðjudag aftur til Bandaríkjanna til að gang- ast undir áframhaldandi lyfjameðferð vegna krabba- meins, tveimur mánuðunx fyrr en áætlað var. Áður en Hussein hélt af Iandi brott út- nefndi hann son sinn Abdullah prins ríkisarfa í stað Hassans bróður síns. Sór Abdullah eið sem staðgengill föður síns á flugvellinum í Amman. ►TALSMENN Indónesíuhers sögðust á fimmtudag styðja hugmyndir ríkisstjórnar landsins um að til greina komi að veita Austur-Tx'mor sjálfstæði. Fagnaði Xanana Gusmao, leiðtogi frelsissveita A-Tímor, sinnaskiptum stjórnvalda, en þau hafa ver- ið undir miklum alþjóðlegum þi-ýstingi að undanfiirnu um að losa um tökin á landinu, sem verið hefur undir indónesískri stjórn í 23 ár en var áður portúgölsk nýlenda. Úrslit í samkeppni um yfírbyggða sundlaug í Laugardal Arkitekt og myndlistar- maður í fyrsta sæti Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRSTU verðlaun í hugmyndasamkeppni um yfirbyggða sundlaug í Laugardal hlutu þau Helga Guðrún Helgadóttir myndlistarmaður og Ari Már Lúðvíksson arkitekt. TILLAGA Ara Más Lúðvíkssonar arkitekts og Helgu Guðrúnar Helga- dóttur myndlistarmanns lenti í fyrsta sæti í samkeppni um hönnun 50 metra keppnislaugai- í Laugardal. Ákveðið var í borgarráði í mars á síðasta ári að tillögu íþiútta- og tóm- stundaráðs að efna til samkeppni um yfirbyggða sundlaug í Laugardal og bárust alls 23 tillögur. Markmið samkeppninnai- var að fá hugmyndir um yfirbyggða sundlaug í tengslum við Laugardalslaug sem væri hönnuð með þarfir sundíþrótt- arinnar í huga. Var fyrst og fremst leitað eftir hugmyndum um staðsetn- ingu, form byggingar og tengsl við núverandi mannvii’ki og hugsanlegar framtíðarbyggingar við Laugardals- laug. Dómnefnd lagði til grandvallar ýmis sjónarmið sem tiigreind voru í keppnislýsingu, m.a. framleika og framsýni, samspil við mannvirki, sér- kenni dalsins og giúður, hagkvæmni í uppbyggingu, skipulag og heildax-- lausn út fi-á sjónarmiðum byggingar- listar og sundíþróttarinnar. Ákveðið var að hafa samkeppnina opna, m.a. til þess að gefa nýjum aðilum kost á að koma hugmyndum á framfæri. í niðurstöðu dómnefndar segir að margh- tillöguhöfundai- hafi sett fram áhugaverðar hugmyndir, einstaka þættir hafi oft verið vel leystir og ein- stakar tillögur verið athyglisverðar þótt nefndin láti þeirra ekki sérstak- lega getið. Formaður dómnefndar var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- fulltrúi og með henni frá útbjóðanda Ólafur Bjamason frá borgarverk- fræðingi og Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR, og frá Arkitekta- félagi íslands Elísabet Gunnarsdóttir og Knútur Jeppesen. Tæknilegur ráðgjafi var Óli Jón Heiáervig tækni- fræðingur, ritari Ámundi Brynjólfs- son verkfræðingur og tránaðarmaður Rúnar Gunnarsson ai-kitekt. Heildarverðlaunafé 1,5 milljónir Fyrstu verðlaun, ki-. 800 þúsund, hlutu sem fyrr segir Ari Már Lúð- víksson og Helga Guðrún Helgadótt- ir. Önnur verðlaun, kr. 400.000, hlaut tillaga arkitektanna Birgis Teitsson- ar og Pálmars Kristmundssonar og þriðju verðlaun, 300.000 krónur, hlaut tillaga Teiknistofunnar Arcus ehf., arkitektanna Harðar Harðar- sonar og Þorsteins Helgasonar. í umsögn dómnefndar um verð- launatillöguna segir að hún sé mann- eskjuleg, lausn lífi-æn og lifandi og frumleiki í hávegum. Gott samspil sé við núverandi mannvirki og lágreist- ar byggingar skyggi lítið á útisvæð- in. Þá s%ir að skipulag húss og lóðai' sé gott, skemmtileg útfærsla á heilsulindarþema og hugmynd um nýtt anddyri sé góð. Um tillöguna í öðru sæti segir að hún sé falleg, ýmsar hugmyndir góðar og athyglis- verðar rýmismyndanir. Um tillöguna í þriðja sæti segir að hún sé ágæt- lega unnin og skipulag hennar sé gott en ákveðinn ferskleika vanti og skortur sé á samræmi við núverandi mannvirki á sundlaugarsvæðinu. Veitingastaðurinn Club Clinton í Fischersundi Takmarkað vínveitinga- leyfí til bráðabirgða BORGARRÁÐ samþykkti á síðasta fundi sínum bráðabirgðavínveitinga- leyfi til veitingastaðarins Club Clinton í Fisehersundi, þar sem Duus-hús var í eina tíð. Leyfið er þó með þeim tak- mörkunum að það miðast við veitinga- tíma til klukkan 23.30 alla daga nema aðfaranótt laugardags og sunnudags og almenns frídags, þegai- veitinga- tíminn má vera til klukkan 1.00. I umsókninni til borgarráðs er ósk- að eftir að borgarráð heimili nýjum rekstraraðilum vínveitmgáleyfi án takmarkana, en það var fyrir með of- angreindum takmörkunum. I bréfi Félagsþjónustu borgarinnar til borg- arrráðs vegna umsóknarinnar eru rakin bréfaskipti vegna leyfisveitinga á síðasta ári. Fram kemur að borgar- ráð hafi samþykkt á fundi sínum 15. september á síðasta ári að heimila takmarkað vínveitingaleyfi til bráða- birgða þar til tími og tækifæri gæfist til afgreiðslu þess samkvæmt væntan- legri reglugerð byggðri á áfengislög- um sem tóku gildi um mitt síðasta ár. Segir að með tilliti til þess að umrædd reglugerð sé ekki væntanleg fyir en í lok febráar sé ekki mælt gegn útgáfu á almennu vínveitingaleyfi með ofan- greindum takmöi-kunum. Jafnframt kemur fram að sam- kvæmt upplýsingum lögreglustjóra sé skemmtanaleyfi staðarins í gildi fram til 10. mars næstkomandi og að veit- ingaleyfi staðarins hafi runnið út 9. janúar og sé fyrirvai-i gerður um að umsælqandi hafi fengið útgefið nýtt veitingaleyfi hjá lögreglustjóra. „Með tilliti til kvai-tana sem borist hafa frá nágrönnum staðarins vegna ónæðis og hávaða vegna leikinnar tónlistar þykii- einnig rétt að skilyrða leyfisveit- inguna við að reksturinn valdi ekki nágrönnum slíku ónæði,“ segir enn- fremur í bréfi Félagsþjónustunnar. Diskótek síðast Kolbeinn Árnason, formaður íbúasamtaka Grjótaþorps, sagði að borgarráð hefði samþykkt í apríl á síðasta ári að fallast ekki á að þarna væri rekinn skemmtistaður. íbúa- samtökin hefðu barist árum saman gegn rekstri skemmtistaðar í þessu húsi, en rekstraraðilar hefðu aldi-ei tekið tillit til þeiri-a sem byggju í næsta nágrenni í þeim efnum. Þarna hefði vei-ið rekið diskótek nú síðast og tónlistin verið spiluð svo hátt að það hefði heyrst um allt hverfið. Eft- ir að leyfið hefði verið takmarkað hefði starfsemin smám saman logn- ast út af og þau hefðu haldið að þar með væri endi bundinn á þessa starf- semi. Nú væri hins vegar búið að opna aftur og þá væri það nektar- búlla og það væri allra síst það sem þau vildu hafa í bakgarðinum hjá sér. Svona starfsemi ætti út af fyrir sig rétt á sér, en það næði ekki nokk- un-i átt að hafa hana inni í skipu- lögðu íbúðai-hverfi. Álit Félagsmála- stofnunar, skipulags- og byggingar- fulltrúa hefði verið andstætt því að rekinn yrði þarna skemmtistaður á síðasta ári og í framhaldi af því hefði borgari-áð ályktað að það gæti ekki fallist á að þarna væi-i rekinn skemmtistaður. Nú væri búið að opna slíkan stað, þrátt fyrir áskorun íbúasamtakanna um að það yrði ekki gert, og það sætti furðu í ljósi fyrri samþykktar borgarráðs. f Opel Astra Station veró frá: Station Kr. 1.384.000,- Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a’Sími 525 9000 I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.