Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 14
14 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Christian Leitner, þjálfari Finna á skíðum og fyrrverandi þjálfari Kristins Björnssonar Akvörðun Kristins . kom mér á óvart Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson CHRISIAN Leitner þjálfari ræðir hér við Kristin Björnsson eftir eitt heimsbikarmótið í fyrra. CHRISTIAN Leitner, skíða- þjálfari finnska landsliðs- ins, sem þjálfaði Kristin Björnsson á síðasta ári, segist hafa verið undrandi á því að Kristinn skyldi hafa ákveðið að skipta um þjálfara miðað við hvernig honum gekk í fyrra. Kristinn ákvað að ganga til samstarfs við sænska svigliðið sl. sumar og var Haukur Bjarnason ráðinn sem þjálfari Kristins í því samstarfi. Leitner er nú í Vail í Colorado í Bandaríkjunum þar sem hann er að undirbúa fínnska landsliðið fyrir heimsmeist- aramótið og náði Morgunblaðið tali af honum þar í gær. „Ég hélt að Krist- inn hafí verið mjög ánægður með samstarfið síðasta vetur og ég var það líka. Það kom mér því veru- lega á óvart þegar hann ákvað að ganga til samstarfs við Svíana. Hann hafði lýst ánægju sinni með okkar samstarf og ég bjóst við að það myndi halda áfram, enda stóð hann sig frábærlega síðasta tíma- Arangur Kristins Björnssonar > svigkeppni í vetur: 22. nóv. 1998 25. nóv. 1998 28. nóv. 1998 14. des. 1998 16. des.1998 6. jan. 1999 7. jan. 1999 10. jan. 1999 15. jan. 1999 17. jan.1999 22. jan. 1999 24. jan. 1999 £JSCZB8BnKapBHHsnEE Park City. Heimsbikarmót: Winter Park. Stigamót (FlS-mót): Aspen. Heimsbikarmót: Sestriere. Heimsbikarmót: Obereggen. Evrópubikarmót: Kranjska Gora. Heimsbikarmót: Schladming. Heimsbikarmót: Hinterstoder: Evrópubikarmót: Adelboden: Evrópubikarmót: Wengen. Heimsbikarmót: Westendorf. Stigamót (FlS-mót): Kitzbúhel. Heimsbikarmót: 11. sæti. 9. sæti. Úr leik í fyrri umferð. Úr ieik í fyrri umferð. Úr leik í seinni umferð. Úr leik í fyrri umferð. Úr leik f seinni umferð. 18. sæti Úr leik í fyrri umferð. Úr leik í fyrri umferð. Úr leik í seinni umferð Úr leik í seinni umferð mmmmmammmmmm bil. Ég var farinn að gera áætlanir síðastliðið vor fyrir þennan vetur, með Kristin í liðinu, þegar mér var tilkynnt að hann yrði ekki með okkur.“ Hefur þú einhverjar skýringar á gengi Kristins í heimsbikamum í vetur? „Ég vil nú helst ekki ræða það, enda ekki í mínum verkahring. Þetta er alfarið hans mál og ís- lenska Skíðasambandsins.“ Telur þú að hann hafí breytt skíðatækninni frá í fyrra? „Ég vil heldur ekki tjá mig um það. En það hafa margir þjálfarar komið að máli við mig og spurt sömu spumingar. En þar sem ég þjálfa hann ekki lengur er það ekki mitt að dæma um það. Ég einbeiti mér að mínu liði. En það er ljóst að honum gekk mjög vel í fyrra þegar hann var með okkur og það sjá allir hvemig honum hefur gengið í vet- ur. Menn verða bara að dæma út frá því.“ Nú hefur einn liðsmanna þinna, Kalle Pallander, verið að slá í gegn í vetur, áttir þú von á því? „Já, alveg eins. Hann er mjög efnilegur og hefur verið að springa út í vetur. Hann er nú kominn í fyrsta ráshóp í heimsbikarnum. Hann hefur æft mjög vel og undir- búningur okkar liðs fyrir tímabilið var mjög góður að mínu mati. Við náðum að æfa mjög vel við góðar aðstæður á jöklinum í Hinter Tux í Austurríki og það er að skila sér. Ég er líka ánægður með frammi- stöðu Mika Marilla. Hann hefur unnið éltt Evrópubikarmót - í Kranjská Gora - og verið framar- lega í öðmm. Eins hefur hann náð að komast tvisvar í síðari umferð í heimsbikarnum. Hann á enn mikið inni. Ég get því ekki annað en verið ánægur með frammistöðu liðsins eins og ég var líka í fyrra.“ Var Kristinn betri en þessir strákar í fyrra á æfíngum hjá þér? „Já, hann var bestur í liðinu. Hann tók þá yfirleitt á æfingum og eins sýndi hann það og sannaði í heimsbikarnum í fyrravetur." Verður þú áfram með fínnska liðið? „Já, ég er nýbúinn að gera samning við finnska sambandið til ársins 2002. Samstarfið hefur gengið vel og því engin ástæða til að breyta til.“ Úrslitaleikur ameríska fótboltans í Miami Lokaleikur Elways MEISTARAR Denver Broncos leika í nótt til úrsfita við Atlanta Falcons í bandaríska fótboltanum, NFL-deildinni í Miamiborg í Flórída og er þetta í 33. sinn sem leikiö er til úrslita í deild- inni. Denver er álitið sigurstranglegra af flestöllum sérfræð- ingum, enda er þetta í fyrsta sinn í sögu Atlanta sem félagið kemst í úrslitaleikinn. Liðið kom mjög á óvart í undanúrslita- leiknum gegn Minnesota Vikings og eyðilagði þar með draumaúrslitaleik aðdáenda íþróttarinnar hér á landi, en flest- ir höfðu vonast eftir að Denver og Minnesota léku til úrslita. skrifar frá Bandaríkjunum Bæði Denver og Atlanta unnu 16 af 18 leikjum sínum í vetur og því ætti úrslitaleikurinn að geta orðið Gunnar skemmtilegur og Valgeirsson jafn. Denver býr hins vegar að reynslunni úr úr- slitaleiknum í fyrra þar sem liðið sigraði. Leikstjómandi Broncos, John Elway, leikur sennilega sinn síðasta leik fyrir liðið eftir farsæl- an 16 ára feril. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en þegar hann náði því loks að verða meistari ákvað hann að bæta einu tímabili við. Þjálfari Atlanta, Dan Reeves, er fyrrum þjálfari Denver, en hann hætti með liðið eftir storma- sama stjómun. Hann rak sóknar- þjálfarann Mike Shanahan (nú- verandi aðalþjálfara Denver) og samstarf hans og Elway leik- stjórnanda var einnig erfitt. Fréttamenn hér á landi hafa síð- ustu tvær vikurnar beint spjótum sínum að þessu erfiða samstarfi þremenninganna og virðist af um- mælum þeirra að enn hafi ekki gróið um heilt þeirra á milli. Reeves kom Denver fjórum sinnu í úrslit én liðið tapaði öllum úrslitaleikjunum. Hann gekkst nýlega undir mikinn hjartaupp- skurð en hefur náð sér fullkom- lega. Bæði lið munu reiða sig á leik- stjómendur og bakverði sína í sókninni. Elway hefur mikla reynslu hjá Denver, en leikstjóm- andi Atlanta, Chris Chandler, leikur sinn fyrsta úrslitaleik. Hann hefur víða farið og er Atl- anta sjötta liðið sem hann leikur með og kappinn hefur aldrei leikið betur. Liðin hafa bestu bakverðina í deildinni (það eru þeir sem ryðj- ast með boltann í gegnum smugur í vamarlínunni). Terrell Davis hjá Denver og Jamal Anderson hjá Atlanta eru mjög svipaðir leik- menn. Davis er heldur frárri á fæti, en Anderson sterkur og öfl- ugur. Lykillinn að sigri hjá báðum lið- um verður að stöðva þessa tvo leikmenn og ætli Atlanta sér sigur verður liðið að gæta þess að lenda ekki of mikið undir snemma leiks. Eini möguleiki Atlanta að mati flestra er að liðinu takist að stela boltanum af sókn Denver. Flestir bjuggust við að Minnesota myndi sigra Faleons örugglega í undanúrslitaleik lið- anna, en Vikings tókst aldrei að stinga af og Atlanta vann leikinn með góðum endasprett. Denver verður því að leggja áherslu á að ná forystunni sem fyrst og hanga svo á boltanum með því að láta Davis ryðjast með hann hvað eftir annað. Leikurinn fer fram á hinum frá- bæra Pro Player-leikvangi, heimavelli Miami Dolphins. Leik- vangurinn tekur 75.000 manns í sæti og er að sjálfsögðu löngu uppselt á leikinn. Hvort lið fær um 15.000 miða til ráðstöfunar, en restina fá önnur lið og fyrirtæki. Aðeins 1.500 miðar eru seldir til almennings. Miðaverðið í ár er frá 325 til 400 Bandaríkjadalir. Þess má geta að Fox-jónvarpsstöðin mun taka 1,6 milljóna dala gjald fyrir 60 sekúndna auglýsingu á meðan á leiknum stendur. Steve McManaman til Real Madrid Fær sjö millj- ónir á viku STEVE McManaman miðvallarspilari hjá enska knattspyrnufé- laginu Liverpool mun ganga í raðir Evrópumeistara Real Madrid á sumri komanda. Mun hann skrifa undir fimm ára samning við spænska liðið á næstu dögum sem talið er að muni tryggja honum allt að 60.000 sterlingspundum, tæpar sjö milljónir króna, í vikulaun. Heildartekjur hans á samningstímanum gætu því numið um 1,8 milljarði króna. Þetta hefur ekki fengist stað- fest en ef rétt reynist verður McManaman, sem er 26 ára gam- all, launahæsti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi vega. Samningur McManamans við Liverpool er laus í sumar þannig að enska félagið getur, vegna Bosman-reglunnar svo- nefndu, ekki farið fram á greiðslu fyrir hann. Ef fyrrnefndar tölur eru á rökum reistar er þetta langstærsti samningur sem gerður hefur verið í skjóli Bosman-regl- unnar. McManaman, sem er fæddur og uppalinn í borginni Liverpool og hefur allan sinn feril leikið með Li- verpool, skrifaði undir sinn fyrsta samning við félagið sumarið 1990. í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á fóstudagskvöld kvaðst hann vera afar hryggur yfir því að yfirgefa fé- lagið en tækifærið til að leika með Real Madrid, ríkjandi Evrópu- og heimsmeisturum félagsliða, hefði verið of gott til að hafna. „Það er metnaðarmál fyrir mig að spreyta mig í annarri sterkri deild í Evr- ópu.“ A ferli sínum hjá Liverpool hef- ur McManaman tvívegis unnið til metorða. Hann var-í sigurliði fé- lagsins í bikarkeppni enska knatt- spymusambandsins 1992 og gerði bæði mörkin þegar Liverpool vann Bolton 2-1 í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar 1995. Alls hefur hann leikið meira en 350 leiki fyrir Liverpool og 22 landsleiki fyr- ir England. Hann var ein af skær- ustu stjörnum Evrópumóts lands- liða í Englandi fyrir hálfu þriðja ári en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Glenn Hoddle núverandi lands- liðsþjálfara. McManaman hefur lítið leikið að undanfómu vegna meiðsla en er á batavegi og lýkur vetrinum hjá Li- verpool en samningurinn við Real Madrid tekur gildi 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.