Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tónleikar kammerkórsins Schola cantorum í Hallgrímskirkju
Messur
eftir Pal-
estrina og
Speight
SCHOLA cantorum, 18 manna
kammerkór við Hallgrímskirkju,
lieldur tónleika í kirkjunni í dag,
sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá
tónleikanna verða kórverk frá
endurreisnartímanum, eftir Pa-
lestrina, Tallis og Sheppard, og
ný verk eftir John A. Speight, og
Þorkel Sigurbjörnsson. Með
kórnum koma fram Marta G.
Halldórsdóttir sópransöngkona,
Daði Kolbeinsson óbóleikari og
Douglas A. Brotchie orgelleikari.
Stjórnandi er Hörður Askelsson.
Tónleikarnir eru liður í dag-
skrá Listvinafélags Hallgríms-
kirkju. Efnisskráin teflir fram
tónlist úr tveimur ólíkum áttum.
„í upphafi verða fluttar þrjár
enskar mótettur eftir Thomas
Tallis og „Faðir vor“-mótetta eft-
ir John Sheppard. Síðan syngur
kórinn Missa Dies Sanctifícatus,
íjögurra radda messu eftir Pa-
lestrina. Hún er ein af mörgum
messum þessa meistara fjölrödd-
unarinnar sem byggjast á efnivið
úr mótettum hans. Messan dreg-
ur nafn sitt af jólamótettu og hef-
ur líklega verið sungin við helgi-
hald á jólum. Hún hefur senni-
lega ekki verið flutt á íslandi áð-
ur. Á síðari hluta efnisskrár eru
tvö íslensk tónverk, Clarcitas
fyrir kór og orgel eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og Sam’s Mass
fyrir sópran, óbó og kór eftir
John A. Speight,“ segir í frétta-
tilkynningu frá kórnum.
Þar segir einnig að verk Þor-
kels Sigurbjörnssonar, Clarcitas,
hafi verið samið að beiðni
NOMUS fyrir kóramótið Nord-
klang árið 1992. Það er byggt á
latneskum texta úr fyi-ra bréfi
Páls til Korintumanna. Verkið var
flutt í fyrsta skipti á íslandi af
Schola cantorum á afmælistón-
leikum Þorkels í október síðast-
liðnum. Sam’s Mass eftir John A.
Speight er eins konar sálumessa,
samin til minningar um Samuel
Baker, ungan vin tónskáldsins,
sem lést árið 1996, aðeins tvítug-
ur að aldri. Texti verksins er tek-
inn úr latneskri sálumessu og
fléttast inn í ljóð eftir William
Blake. Verkið var samið árið 1997
og frumflutt í Bretlandi en þetta
er frumflutningur þess á Islandi.
Kammerkórinn Schola cantor-
um var stofnaður árið 1996 af
stjórnanda sínum, Herði Áskels-
syni. „I kórnum eru átján félagar
með mikla söngreynslu. Kórinn
hefur þegar haldið fjölda tón-
leika og hlotið lof fyrir góðan
söng. I október á síðasta ári varð
kórinn sigurvegari í evrópskri
kórakeppni í Picardie í Norður-
Frakklandi," segir ennfremur í
fréttatilkynningunni.
RAIUIVIIS Rannsóknarráö íslands og Rannsóknanámssjóöur auglýsa:
Styrkir stofnana og fyrirtækja til M.S.-, M.A.- og Ph.D.-náms
Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir bjóða svokallaða F.S.-styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms í samvinnu við
Rannsóknanámssjóð og Rannsóknarráð fslands. Um er að ræða samfjármögnun Rannsóknanámssjóðs og eftirtalinna
fyrirtækja og stofnana á verkefnum á fyrirfram skilgreindum sviðum. Styrkimir eru sérstaklega ætlaðir til að efla sam-
vinnu í íslensku atvinnulífí, á milli fyrirtækja, stofnana og háskóla.
Styrkina bjóða: Marel hf., Orkuveita Reykjavíkur, Aflvaki hf., Geislavamir ríkisins, Landgræðsla ríkisins,
Ljósmyndasafh Reykjavíkur, Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Veðurstofa íslands / Rannsóknarstofa í veðurffæði
og Einkaleyfastofan.
Veittir eru styrkir til rannsóknatengds framhaldsnáms sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu
við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkþegi þarf að innritast í háskóla, en getur unnið að rannsóknum sínum
utan háskóla að hluta eða öllu leyti eftir því sem hagkvæmt er talið. Aðalleiðbeinandi styrkþega þarf ekki að vera
starfsmaður háskóla, en í öllum tilvikum verður þó háskólakennari að taka virkan þátt í leiðbeiningu styrkþegans,
og bera ábyrgð á því gagnvart viðkomandi menntastofnun að nemandi fái þjálfun sem stenst þær kröfur sem gerðar
eru í nágrannalöndum okkar á hlutaðeigandi sviði. Nánari tilhögun námsins fer eftir almennum reglum háskóla
og hlutaðeigandi deilda.
Vísindanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur hæfni stúdents og leiðbeinenda, vísindalegt gildi
verkefna og framkvæmda- og fjárhagsáætlun þeirra. Veiting styrks er háð endanlegu samþykki forráðamanns
styrktarfyrirtækis eða styrktarstofhunar.
• Frestur til að scekja um F.S.-styrki er til 15. mars nk. Nánari upplýsingar um þá styrki sem eru í boði að þessu
sinni ásamt umsóknareyðublöðum og leiðbeiningum fást á heimasíðu RANNÍS (http://www.rannis.is) eða á
skrifstofu RANNÍS, Laugavegi 13,101 Reykjavík, sími 562 1320.
ORKUVEITA
REYKJAVÍKUR
Jk
GEISLAVARNIR LANDGRÆÐSLA LJÓSMYNDASAFN RANNSÓKNASTÖÐ
RÍKISINS
RÍKISINS
REYKJAVÍKUR SKÓGRÆKTAR RÍKISINS
VEÐURSTOFA RANNSÓKNASTOFA
ÍSLANDS í VEÐURFRÆÐI
& es
EinkaLeyfaSiofan
RANIUIS
Rannsóknarráö íslands • Laugavegi 13 • 1Q1 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 • Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is
Leikhúsið 10 fingur
frumsýnir Ketilssögu
flatnefs í dag
Af Auði
djúpúðgu
og foreldr-
um hennar
KETILSSAGA flatnefs eftir Helgu
Arnalds verður frumsýnd í Tjarnar-
bíói í dag, sunnu-
dag, kl. 16. Hér
er á ferð farand-
sýning sem hægt
er að setja upp
nánast hvar sem
er með stuttum
fyrirvara, að sögn
höfundarins, sem
er jafnframt eini
leikarinn í sýn-
ingunni.
„Auði djúp-
úðgu þekkja allir
en lítið er vitað
um uppvöxt
hennar og barn-
æsku. Hér verður
spunnin dagsönn
lygasaga um
fyrstu kynni for-
eldra hennar, Ketils flatnefs og Yng-
vildar frá Hringaríki. Uppistaðan er
fengin úr Islendingasögunum en í
meðförum sögusmettunnar Isafold-
ar, sem bjástrar við þvottinn sinn á
meðan hún hlustar á eftirlætis út-
varpsþáttinn sinn um Islendingasög-
urnar, fær sagan marga óvænta og
spaugilega útúrdúra," segir í kynn-
ingu frá 10 fíngrum.
Helga segh’ að Ketilssaga flatnefs
sé myndræn leiksýning þar sem allt
spili saman; tónlist, leikur, grímur,
brúður, látbragð og stórskemmtileg-
ur texti. Þórhallur Sigurðsson er
leikstjóri og leikmyndina gerði Petr
Matásek. Brúður og leikur eru í
höndum Helgu, sem eins og áðm’
sagði er einnig höfundur leikritsins.
Verndari sýningarinnar er frú Vig-
dís Finnbogadóttir.
Leikmyndahönnuðurinn Petr Ma-
tásek er frá Tékklandi og hann er
frumkvöðull að sérstökum leikhús-
stíl. „Þeh’ í Drak-leikhúsinu svokall-
aða byrjuðu með þennan stíl, sem er
sérstakt samstarf milli leikstjóra,
höfundar og leikmyndahönnuðar,
sem er þannig að sagan sprettur út
úr myndinni en myndin er ekki búin
til fyrir söguna. Myndin og sagan
eru mjög þétt fléttaðar saman,“ seg-
ir Helga. Sjálf var hún við leikstjórn-
arnám í Tékklandi í eitt ár, þar sem
Matásek var kennari hennar, og þá
vann hún einnig með Drak-leikhús-
inu og kynnti sér þennan stíl.
Óspennandi þvottasnúra
verður að ævintýraheimi
Helga var beðin um að segja frá
sögukonunni Isafold. „Þegar ég
byrjaði að vinna sýninguna langaði
mig til að gera eitthvað sem væri
svolítið nálægt mér. Þá fór ég að
skoða sjálfa mig og hvaðan ég kem
en ég er komin af svona sögukerling-
um langt aftur í ættir. I raun og veru
er Isafold svona nútíma sögukona.
Það var kona sem skúraði hjá okkur
einu sinni og hún var alltaf að segja
okkur allskonar sögui’ á meðan hún
var að þrífa, hún gat ekki hætt,“ seg-
ir hún. „Isafold er að taka niður
þvottinn og getur ekki hætt að segja
sögur, hjá henni verður allt að ævin-
týrasögum. Þvotturínn lifnar við og
allt í einu verður þessi óspennandi
þvottasnúra að algerum ævintýra-
heimi.“
Sýningin er um 40 mínútur að
lengd og er ætluð 8-15 ára áhorfend-
um. „Mig langaði til að gera sýningu
fyrir eldri ki-akka," segir Helga, sem
yfirleitt hefur samið og leikið fyrir
yngri börn, en segir þessa sýningu
mjög spennandi fyrir unglinga.
Frumsýningin verður sem áður
sagði í Tjarnarbíói í dag kl. 16 og á
næstunni mun Helga fara með sýn-
inguna út í grunnskólana. „Svo lang-
ar mig til að fara í menntaskólana
líka,“ bætir hún við.
Helga Arnalds
í hlutverki
sö^ukonunnar
Isafoldar.