Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 25

Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 25 FRÉTTIR Fólk Doktor í vinnumark- aðshagfræði •LILJA Mósesdóttir varði í des- ember sl. doktorsritgerð við Uni- versity of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) í Bret- landi. Leiðbein- andi var Jill Ru- bery, prófessor í vinnumarkaðs- hagfræði. Dæm- endur voi-u Ros- emary Crompton, prófessor í vinnufélagsfræði við London City University, og dr. Jordan Goodman, dósent í hag- fræði við UMIST. Doktorsritgerðin ber heitið: „The Political Economy of Gender Relations. The case of Sweden, Germany and the United States“. Ritgerðin fjallar um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum á þessari öld. Sýnt er fram á að hefðbundnar framboðs- og eftir- spurnarkenningar gefa ófullnægj- andi skýringar á mismunandi stöðu karla og kvenna í þessum þremur löndum. Leitast er því við að gefa heildrænar (holistic) og þverfaglegar skýringar. I ritgerðinni er þróuð kenning um gerð og hreyfiöfl mismunandi vinnumarkaðs- og velferðarkerfa. Greind eru þrjú vinnumarkaðs- og velferðarkerfí sem grundvallast á markaðshyggju (liberal), hug- myndafræði kirkju og trúarstofn- ana (ecclesiastical) og jafnaðar- hyggju (egalitarian). Liýa lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands, viðskipta- og hagfræðiprófi (B.A.A.) frá Uni- versity of Iowa, Iöwa, Bandaríkj- unum, og meistaragráðu (M.A.) í þjóðhagfræði frá University of Sussex, Bretlandi. Foreldrar Lilju era Dóra Har- aldsdóttir stöðvarstjóri og Móses G. Geirmundsson, verkstjóri í Grundarfirði. Eiginmaður Lilju er dr. Ivar Jónsson, lektor í félags- fræðum við Vinnuvísindadeild Há- skólans í Luleaí Svíþjóð. Þau eiga einn son. Hér hefur Lilja starfað sem kennari við Verzlunarskóla Is- lands, hagfræðingur ASI og lektor við Rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Lilja starfar nú sem ís- lenskur sérfræðingur í sérfræð- ingahópi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um kynferði og vinnumarkaðsmál. Auk þess er Lilja ritstjóri norræna fræðitíma- ritsins NORA - Nordic Joumal of Women’s Studies. Lilja hefur bh-t greinar í erlendum og innlendum tímaritum um atvinnumál, einkum með tilliti til stöðu kvenna á vinnu- markaði. mbl.is —AL.L.7?\f= GiTTHWKÐ NÝTT krónur 69.900 krónur 99.900 Eurocard dæmi: Engin útborgun greict á 36 mánaðum.vextir og kostnaður (24/01 '99) meðalt greiðsla pr.mán. kr. 2.513 ■ 29" Super Trinitron myndlampi 2x20w Nicam Stereo magnari D.S.P. Menu allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk vistun sXödva^^^ammm 16:9 breiðtjald Textavarp ijBBSBr Æ f§ Y Fjarstýring V 2x scarttengi Tengi að framan fyrir myndbandsupptökuvél SuperVHS Svefnrofi 29" Super Trinitron myndlampi 100Hz Digital Plus Comb Filter 2x30w Nicam Stereo magnari Menu allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk vistun stööva^^jB 16:9 breiðtjald Textavarp M Fjarstýring V 2x scarttengi Tengi að framan fyrir myndbandsupptökuvél SuperVHS Barnalæsing Svefnrofi VERÐDÆMI SONY KV-29X5 betri þjónusta betra verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.