Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 2

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppsafnað yfírfæranlegt rekstrartap fyrirtækja Yfír 76 milljarð- ar í lok árs 1997 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ber aldurinn vel UPPSAFNAÐ rekstrartap hjá hlutafélögum, sameignarfélögum, samvinnufélögum og öðrum lögaðil- um var samtals rúmlega 87 millj- arðar í árslok 1995 og samtals rúm- lega 83 milljarðar í árslok 1996. Þá var uppsafnað yfirfæranlegt rekstrartap hjá þessum aðilum samtals nimlega 76 milljarðar í lok árs -1997. A síðastnefnda árinu var yfirfæranlegt rekstrartap mest í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, eða tæpir 12 milljarðar og hjá pen- ingastofnunum og fjármálaþjón- ustu rúmlega 9 milljarðar. Til sam- anburðar var yfirfæranlegt rekstr- artap í fiskveiðum tæpir 7,6 millj- arðar á þessu sama ári. Þetta kem- ur m.a. fram í skriílegu svari fjár- málaráðherra, Geirs H. Haarde, við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns jafnaðarmanna, en svarinu var dreift á Alþingi í gær. I fyrirspum sinni spyr Jóhanna m.a. að því hve nýting rekstrar- tapsins hafi leitt til mikillar lækk- unar á skattstofni fyrirtækja tekju- árið 1997 og hvert tekjutap ríkis- sjóðs af þeim ástæðum hafi verið. I svarinu segir: „Arið 1998 var lögaðilum gert að skila sérstöku stöðluðu skattframtali rekstrarað- ila fyrir tekjuárið 1997 þar sem krafist var ítarlegra rekstrarupp- lýsinga. Um 70% lögaðila skiluðu þessu skattframtali í tölvutæku formi og liggja nú fyrir margvísleg- ar upplýsingar um þá. Nýting yfir- færanlegs taps þessara lögaðila tekjuárið 1997 til lækkunar á skatt- stofni var samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra 8.049 milljónir. Skatthlutfall hlutafélaga þetta ár var 33% og skatthlutfall sameignar- félaga 41%. Hins vegar er ekki rétt að tala um tekjutap ríkissjóðs í þessu sambandi því rekstrartapið er lögbundinn frádráttur sem skattaðilar eiga rétt á, þ.e. rekstr- arkostnaður sem ekki hefur fengist dreginn frá rekstrartekjum." I fréttatilkynningu sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur á hinn bóginn sent fjölmiðlum segir hún að áætla megi að tekjutap ríkissjóðs vegna þessa hafi verið um 2,7 milljarðar króna. Til samanburðar hafi tekju- skattur lögaðila verið rúmlega 4,8 milljarðar samkvæmt fjárlögum síðasta árs. í svari fjármálaráðherra kemur að síðustu fram að 1.280 lögaðilar hafi verið skattlausir árið 1998 (eða tekjuárið 1997) vegna nýtingar á yfirfæranlegu rekstrartapi. „Hagn- aður þessara aðila án yfirfæranlegs taps var samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra 6.324 milljónir,“ segir í svarinu. ÞAÐ bera ekki allir aldurinn jafn- vel og hann Gunnar Arnason sem varð á leið ljósmyndara Morgun- blaðsins í gær. Gunnar stikar hér upp Bókhlöðustíginn 98 ára að aldri á leið lieim úr bankanum. Örorkulífeyrir dragist ekki frá skaðabótum MIÐSTJORN ASI hefur skorað á ríkisstjórnina og Alþingi að fella út úr frumvarpi til laga um breytingu á skaðabótalögum þá tillögu, að hluti af örorkulífeyri almennu lífeyris- sjóðanna dragist frá skaðabótum eins og gert er ráð fyrir í 4. grein frumvarpsins. Miðstjómin samþykkti ályktun þessa efnis á fundi í gær og ítrekar þar að iðgjöld til almennu lífeyris- sjóðanna séu hluti umsaminna launa skv. kjarasamningum og afrakstur langrar og harðrar kjarabaráttu. „Þennan spamað launafólks í samtryggingarsjóðum verkalýðs- hreyfingarinnar hyggst ríkisstjórnin nú nota til þess að spara trygginga- félögunum bótagreiðslur og skerða stórlega kjör launafólks sem verður fyrir alvarlegum áföllum," segir m.a. í ályktun miðstjómar ASÍ. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir rúmlega sjötugri konu fullar miskabætur Skerðing bóta vegna aldurs andstæð jafnræðisreglu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úskurðaði í gær að konu, sem fékk skertar miskabætur vegna aldurs eftir að hún lenti í bílslysi í nóvem- ber árið 1996, bæri að greiða fullar bætur og segir í niðurstöðu dóms- ins að ákvæði skaðabótalaganna um skerðingu miskabóta fyrir ald- urs sakir stangist á við jafnræðis- reglu stjómarskrárinnar. Málavextir voru þeir að stefn- andi var farþegi í bifreið sinni og eiginmanns síns þegar ekið var í veg fyrir hana og árekstur varð. Læknir mat afleiðingar slyssins þannig 1998 að stefnandi hefði í slysinu hlotið 10% varanlegan miska en enga varanlega örorku. Krafa stefnanda í málinu, sem höfðað var á hendur Sjóvá-Al- mennum tryggingum hf. um hærri bætur en greiddar voru, byggðist annars vegar á að ótvírætt væri að hún ætti rétt á þjáningabótum í heilt ár í stað 157 daga og hins veg- ar að ekki stæðist jafnræðisreglu að miskabætur skertust um helm- ing vegna þess að konan hefði verið orðin sjötug þegar slysið varð. Dómurinn féllst á það með stefnda að engin rök væru fyrir kröfunni um þjáningabætur í 365 daga þar sem ekki lægi fyrir að konan hefði verið veik í heilt ár þótt kveðið hafi verið upp úr um 10% varanlegan miska og sagt að ljóst hefði verið að ekki væri frek- ari bata að vænta ári eftir slysið. Stefndi hafi ákvarðað stefnanda bætur og greitt bætur vegna veik- inda án rúmlegu í 150 daga án þess að fyrir liggi á hverju það tímabil byggist. Stefnanda hafi hins vegar ekki tekist að sýna fram á að það tímabil hafi verið lengra og var frekari bótakröfum vegna þjáninga hafnað. Dómurinn féllst hins vegar á síð- ari hluta kröfugerðarinnar, sem byggist á því að jafnræðisregla 65. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið brotin með því að lögbjóða skerðingu á miskabótum sam- kvæmt 2. mgr. 4. gr. skaðabótalag- anna vegna aldurs. Samkvæmt skaðabótalögum eiga allir, sem rétt eiga á miskabótum, að fá fullar bætur þar til 60 ára aldri er náð, en þá lækka bætur um 5% á ári í 10 ár, en haldast síðan óbreyttar. I greinargerð, sem fylgdi frumvarpi þessara laga, segir að ákvæði 2. mgr. þarfnist ekki skýringa. Stefn- andi fékk hámarksskerðingu. Takmarkaður hluti bótaþega tekinn út „Eftir því sem næst verður kom- ist munu þau rök, sem liggja að baki skerðingarákvæðinu, byggjast á því, að þeim mun eldri sem tjón- þoli sé, þeim mun skemur megi ætla að hann eigi eftir ólifað og þurfi því að þola miskann í skemmri tíma,“ segir í forsendum og niðurstöðu dómsins, sem Sigríð- ur Ólafsdóttir kvað upp. „Þessi rök eru þó einungis gerð virk gagnvart takmörkuðum hópi bótaþega . .. Sjötugur tjónþoli fær þannig sömu bótafjárhæð og tíræður bótaþoli, enda þótt telja megi líklegt, að hinn síðargreindi þui'fi að bera miskann mun skemmri tíma en sá fyrrgreindi, og 59 ára tjónþoli fær sömu bætur og tjónþoli á fyrsta ári, enda þótt líklegt sé að sá síðar- gi-eindi þurfi að bera miskann mun lengri tíma en sá fyrrgreindi. Er ekki fallizt á, að málefnaleg rök liggi að baki þessu lagaboði, og fel- ur það í sér ólögmæta mismunun, sem brýtur gegn jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar. Ber því að taka þennan hluta kröfugerðar stefnanda til greina að öllu leyti.“ Var stefndu gert að greiða kon- unni 221.000 krónur ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. FBA kaup- ir 5% í Gagnalind FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hefur keypt 5% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FBA, segir tilganginn með kaupunum nú fyrst og fremst þann að geta síðar selt hlutinn með hagnaði. Svanbjörn Thoroddsen segir forráðamenn FBA hafa trú á starfsemi Gagnalindar og þeim árangri sem fyrirtækið hafi náð á sínu sviði en það hefur ekki síst sérhæft sig í smíði hugbún- aðar fyrir heilbrigðiskeifið. Meðal stórra hluthafa í Gagnalind hf. eru Islensk erfða- greining og Landssími Islands hf., hvort með 20% hlut, Skýrr og Þróunarfélagið eiga hvort um sig 15% hlút, FBA nú með 5% og afgangurinn er í eigu einstaklinga. Hlutafé Gagna- lindar er 56 milljónir króna og hafa hluthafar ekki forkaups- rétt á þeim hlutum sem kunna að losna. Svanbjörn vildi ekki gefa upp gengi á hlut FBA í Gagnalind hf. VIÐSiaPnMVINNULÍF TÖLVUR Nýheiji hagnast 113 milljónir króna/C2 PLAST Ako og Upphaf Stefnt að samruna/C6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.