Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 10

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögu um hlutfallskosn- ingu vísað frá TILLAGA borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks um að miðbæjarborg- arstjóm verði kosin með sama hætti og aðrar nefndir borgarinnar og að hana skipi sex fulltrúar kjörnir hlut- fallskosningu í borgarráði var vísað frá á fundi borgarráðs á þriðjudag. í frávísunartillögu meirihluta Reykjavíkurlista í borgarráði segir að tillaga sjálfstæðismanna gangi þvert á þá hugmyndafræði sem liggi til grundvallar því íyrirkomulagi sem þegar hafí verið ákveðið og að ekki verði séð að hún þjóni nema ef vera kynni pólitískum skammtíma- hagsmunum sjálfstæðismanna. I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks segir að samanburður við hverfísnefnd í Grafarvogi stand- ist ekki því þar tilnefni ákveðin samtök fulltrúa sína í nefndina. Fram kemur að borgarstjóri vii-ðist ekki treysta samtökum atvinnulífs- ins í borginni til að tilnefna sína full- trúa í miðborgarstjórnina. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafí frá upphafí verið mótfallnir því fyrir- komulagi að borgarstjóri handpikki stjómarmenn í miðborgarstjóm. Slík aðferð sé á skjön við alla stjórnsýslu borgarinnar og val full- trúa í ráð og nefndir borgarinnar en miðborgarstjórn verði hluti af stjórnkerfí borgarinnar. Engin mótmæli í bókun borgarráðsfulltrúa meiri- hluta Reykjavikurlista segir að borgarstjóri og meirihluti hafí farið að þeim tillögum sem undirbúnings- nefnd hafí gert og að ekki hafi kom- ið fram mótmæli af hálfu við- skiptalífsins. Tillaga minnihlutans hafí verið um að allir í miðborgar- stjórninni yrðu pólitískir fulltrúar flokkanna en skoðun meirihluta sé að slík nefnd væri síst til bóta. I síðari bókun minnihluta sjálf- stæðismanna kemur fram að það sé rangt hjá borgarstjóra að gefa í skyn að val á fulltrúa í nefnd sé ekki pólitísk ákvörðun ef borgarstjóri velur einn alla fulltrúana en þá ein- ungis pólitísk þegai- borgarráð kýs fulltrúa í nefndir og ráð. ----------------- Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Yextir lækk- aðir úr 6% í 5,5% STJÓRN Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda hefur ákveðið að lækka verðti-yggða vexti á lánum til sjóðfélaga úr 6% í 5,5%. Vaxtalækkun stjórnarinnar er ákveðin þar sem verðtryggðir vextir hafa lækkað að undanförnu í kjölfar tilkynningar fjármálaráðuneytisins um uppkaup ríkisverðbréfa, segir m.a. í frétt frá sjóðnum. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda veitir sjóðfélögum allt að tveggja milljóna króna lán til 20 ára og eru þau veitt gegn veði í fasteign. Val fulltrúa í miðborgarstjórn Endalok morsesendinga á Islandi Eins og að missa vin LOFTSKEYTASTÖÐIN í Gufu- nesi og loftskeytastöðvar í fjöl- mörgum öðrum löndum hættu á sunnudag að veita morsefjar- skiptaþjónustu. Meðal þess síðasta sem sent var út frá Gufu- nesi voru fyrstu orðin sem send voru á morsestafrófinu fyrir rúmri öld: „A patient waiter is no Ioser“. Lárus Jóhannsson, yfirdeild- arstjóri í Gufunesstöðinni, segir að tilfinningin við endalok morsesendinga minnti á það að missa náin og traustan vin. Á síðustu árum hafi reyndar ekki verið mikið um samskipti með morsemálinu. „Þau hafa að mestu leyti verið við skip frá Rússlandi og Eystrasaltslöndun- um sem hafa verið eitthvað seinni við að koma nýjum búnaði um borð heldur en önnur,“ segir Lárus. Morsemálið stirt en góð uppfinning á sínum tíma „Fyrir mína parta er mér al- veg ósárt um þetta, morsemálið er stirt og ekki eins og nýjasta tæknin," segir Stefán Ágústsson sem var loftskeytamður við Gufunes8töðina í íjörutíu ár, þangað til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hann út- skrifaðist frá Loftskeytaskólan- um árið 1946. „Morse var afskaplega sein- legt en dró út um allar trissur og hægt var að taka á móti því við mjög slæm skilyrði. Þetta var því góð uppfinning hjá Morse gamla á sínum tíma,“ segir Stefán. Áður en hann kom til starfa Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEFÁN Ágústsson kom sér fyrir í gamalkunnum stellingum við loftskeytatækin á sunnudag þegar síðustu morsesendingarnar voru sendar frá loftskeytastöðinni Gufunesi. Fleiri gamlir loft- skeytamenn fylgdust með þessum tímamótum. hjá Gufunesstöðinni, og í sumar- fríum eftir það, var Stefán loft- skeytamaður á skipum. Meðal annars var hann á togaranum Jóni Baldvinssyni sem strandaði við Reykjanes um miðja nótt í mars árið 1955. Þá sendi Stefán út morsemerkið sem frægast hefur orðið, SOS. Reyndar segir hann að hjálparkallið hafi ekki skipt sköpum í þetta sinn því sést hafi til skipsins úr landi. Björgunarmenn komu á vett- vang og vel gekk að hífa skip- brotsmenn i land. Morsemálið er ekki alveg liðið undir lok á íslandi því áhuga- menn um loftskeytasendingar nota það enn í samskiptum sín- um. Stefán segist þó ekkert sinna því, hann hafi fengið nóg á löngum starfsferli. Ríkisstjórnin ákveðið aukið fjárframlag til Rannís 580 milljónir til upplýsinga- tækni og umhverfísmála RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita Rannsóknarráði Islands (Rannís) 580 milljónir króna á sex árum til styrkveitinga á sviði upplýs- ingatækni og umhverfismála í sam- ræmi við sérstaka markáætlun. Fjárveitingin bætist við reglulegt framlag ríkisins þannig að Rannís mun hafa 25% meira fjármagn til ráðstöfunar en áður fram tO ársins 2004. Framlög til Rannís hafa staðið í stað frá stofnun ráðsins árið 1994. Forumsóknum vegna styrkja sem veittir verða af fjárveitingunni má skila fram til 15. mars en lokaum- sóknum 15. apríl. Fyrstu styrkjunum á að úthluta í lok maí nk. Björn Bjarnason menntamál- aráðhen-a og forsvarsmenn Rannís kynntu markáætlunina á blaða- mannafundi sl. þriðjudag. Björn lagði áherslu á að árangur áætlunar- innar yrði kannaður og mældur að loknum tveimur fyrstu árunum. Hann benti á að mikilvægt væri fyrir þær atvinnugreinar sem byggðust á hugviti að þau verðmæti væru metin rétt eins og verðmæti í hefðbundn- um atvinnugreinum, enda væri það oft skilyrði þess að hægt væri að nálgast fjármagn. Hærri styrkir Þorsteinn Ingi Sigfússon, formað- ur Rannís, segir að markáætlunin hafí verið unnin í samræmi við óskir ríkisstjómarinnar um að auknum styrkveitingum yrði beint að ákveðn- um áherslusviðum. Morgunblaðið/Sverrir BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir mikilvægt að hugvitið sem býr að baki nýjum atvinnugreinum sé metið til fjár. „Með víðfeðmu hlutverki ráðsins er í mörg hom að líta,“ segir í inn- gangi Vilhjálms Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra Rannís, að markáætluninni. „Margar góðar umsóknir berast á mjög ólíkum sviðum. Hefur reynst freistandi að styrkja sem flesta en takmarka upphæð í hvert verkefni. Nýleg út- tekt á starfsemi Tæknisjóðs bendir til þess að þetta sé ekki besta leiðin að skilvirku rannsóknastarfi." Vilhjálmur segh- að með aukinni fjái-veitingu gefist tækifæri til að beita nýjum vinnubrögðum, veita hærri styrki og auka samræmingu milli verkefna, sem miði að skil- greindum árangri á afmörkuðum sviðum. „Hér er að hluta farið í fót- spor annarra þjóða og beitt vinnu- brögðum í ætt við það sem þekkt er úr rammaáætlun Evrópusambands- ins sem íslendingar hafa nú tekið þátt í um skeið með góðum árangri.“ Upplýsingatækni aðlöguð að íslenskri tungu Fram kom að gert er ráð fyrir að styrkja níu meginsvið upplýs- ingatækni. Markmiðin eru meðal annars að stuðla að aðlögun upplýs- ingatækni að íslensku skólakerfi og tungu, að þróa lausnir í samvinnu stjórnsýslustofnana og upplýsinga- fyiártækja þannig að úr verði alþjóð- leg söluvara, að bæta möguleika til fjai-vinnu í þágu byggðastefnu, að hagnýta fjarkönnun og landfræðileg upplýsingakerfi tfl skráningar á upp- lýsingum og breytingum á umhverf- inu, að nýta upplýsingatækni til að auðvelda aðgang almennings að upp- lýsingum og aðstoða hið opinbera, fyrirtæki og einstaklinga við ákvarðanatöku og að hagnýta upp- lýsingatækni til rannsókna á íslensk- um menningararfí og við miðlun hans. í umhverfismálum verður styrk- veitingum meðal annars ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda, að sjá þjóðfélaginu fyrir upplýsingum um eðli hnattrænna umhverfisbreytinga og náttúru- sveiflna og meta afleiðingar þeirra, að stuðla að umhverfisvænna atvinn- nulífí, að kanna áhrif umhverfis á hollustu og heilsu og að rannsaka og nýta erfðaauðlindir þjóðar og náttúru. Námskeið fyrir nýja prófasta NÁMSKEIÐ íyrir prófasta verður haldið á vegum biskups- embættisins og hefst það næst- komandi mánudag. Fjórir nýir prófastar hafa verið skipaðir undanfama mánuði og er nám- skeiðið íyrst og fremst ætlað þeim. Séra Þorvaldur Karl Helga- son biskupsritari sagði tvær ástæður fyrir þessu námskeiði, annars vegar að margfl- nýir prófastar hefðu verið skipaðir síðustu mánuði og hins vegar þá að margt væri nýtt í starfsum- hverfi kirkjunnar með nýjum lögum og reglum. Ragnhildur Benediktdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, hefur umsjón með námskeiðunum en forstöðu- menn deilda biskupsstofu munu gera grein fyrir stai-fi deilda sinna. Þá mun Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur fara yfir nýju lögin og starfs- reglur sem kirkjunni hafa verið settar og biskupsritari greinir meðal annars frá þeim stuðningi sem prófastar geta vænst í starfi sínu frá biskupsstofu. Þetta er í fyrsta sinn sem kirkjan heldur sérstakt nám- skeið fyrir prófasta en hlutverk þeirra er samkvæmt lögunum að vera fulltrúar biskups og trúnaðarmenn hans í prófasts- dæmunum og hafa í umboði hans almenna tflsjón með kirkjulegu starfi þar. Þá er ár- legur prófastafundur ráðgerður dagana 2. til 4. mars næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.