Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 12
r
12 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
H-
MORG UNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samfylkingm á Reykjanesi heldur opið prófkjör með girðingum um helgina
Aí
:
LÞÝÐUFLOKKURINN, Alþýðu-
bandalag, Þjóðvaki og Kvennalisti
hafa í dag samtals fimm þingsæti á
•Reykjanesi. Þótt erfitt sé að spá
fyrir um úrslit alþingiskosninganna hlýtur
Samfylkingin að setja sér það markmið að
halda þessum fimm þingsætum. Fimmta sæt-
ið getur þó alls ekki talist öruggt þingsæti.
Prófkjörið er opið, en sú regla gildir að
flokkunum þremur er tryggt eitt af fjórum
efstu sætunum. Þetta þýðir að einn af þessum
flokkum fær tvö sæti af fjórum efstu og er
langlíklegast að það verði Alþýðuflokkurinn.
Bæði er að Aiþýðuflokkurinn á Reykjanesi
hefur um mjög langt skeið verið mun sterkari
en Alþýðubandalagið og Kvennalistinn og eins
taka þátt í prófkjörinu þrír þingmenn Alþýðu-
flokksins, Agúst Einarsson, Guðmundur Arni
Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir,
sem öll hafa þokkalega sterka stöðu. Þá má
heldur ekki gleyma því að áratugahefð er fyr-
ir prófkjörum hjá Alþýðuflokknum, en Al-
þýðubandalag og Kvennalisti hafa aldrei efnt
til prófkjörs í kjördæminu. Niðurstaðan gæti
því orðið sú að alþýðuflokksmenn verði bæði í
fyrsta og öðru sæti iistans.
Bæði Guðmundur Árni og Rannveig stefna
á fyrsta sæti listans. Agúst hefur ekki gefið
afgerandi yfirlýsingar um að hann ætli sér
fyrsta sætið. Hann hefur sagt að hann stefni á
eitt af efstu sætunum og að hann vilji vera við
toppinn. Vegna girðingarinnar við fjórða sæt-
ið er Ijóst að eitt þeirra þriggja verður ekki
ofar en í fimmta sæti. Það er því ljóst að milli
þremenninganna verður hörð barátta í próf-
kjörinu.
Góð þátttaka í síðasta prófkjöri
I síðasta prófkjöri Alþýðuflokksins tókust
Rannveig og Guðmundur Arni á um fyrsta
sætið. Keppnin varð mjög hörð og snerist að
sumu leyti upp í baráttu milli Kópavogsbúa,
sem studdu Rannveigu, og Hafnfirðinga, sem
studdu Guðmund Árna. Þátttaka í prófkjörinu
varð mjög góð, en um 8.800 greiddu atkvæði.
Prófkjörið var haldið stuttu eftir að Guð-
mundur Árni neyddist til að segja af sér ráð-
herraembætti, en Rannveig var hins vegar
orðin ráðherra. Það má því segja að Guð-
mundur Árni hafi á þeim tíma verið væng-
brotinn, enda hafði Rannveig betur í prófkjör-
inu og hreppti fyrsta sætið.
Ekki voru allir viðmælendur Morgunblaðs-
ins sannfærðir um að pólitískur styrkleiki
Rannveigar og Guðmundar Árna hafi aukist
frá síðasta prófkjöri. Flestir viðmælendur
blaðsins töldu þó að Rannveig næði fyrsta
sætinu. í ljósi þess að flestir spáðu Össuri
Skarphéðinssyni fyrsta sætinu í Reykjavík er
óvarlegt að slá því föstu að Rannveig nái
fyrsta sætinu.
Rannveig hefur verið formaður þingflokks
jafnaðarmanna á kjörtímabilinu. Hún er fyrr-
verandi ráðherra og kemur frá stærsta
byggðakjarnanum. Kynferði gæti einnig
hjálpað henni í prófkjörinu, a.m.k. má búast
við að kvennalistakonur, sem taka þátt í próf-
kjörinu, greiði henni atkvæði. Þótt menn hafi
kannski misjafnar skoðanir á því hversu af-
gerandi forystumaður Rannveig er þá eru
menn almennt sammála um að hún hafi verið
tiltölulega farsæll þingmaður.
Pólitískt gengi Guðmundar Áma hefur ver-
ið dálítið misjafnt í gegn um tíðina. Hann
vann glæsilega kosningasigra í Hafnarfirði ár-
ið 1986 og 1990, var vel látinn sem bæjar-
stjóri, lenti í miklum erfiðleikum sem ráð-
herra, en var síðan kosinn varaformaður Al-
þýðuflokksins. Guðmundur Ámi kemur úr
Hafnarfirði, sem löngum hefur verið
sterkasta vígi flokksins. Alþýðuflokkurinn í
Hafnarfirði lenti hins vegar í miklum hremm-
ingum fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar.
Harðar deilur urðu innan flokksins um hvort
hann ætti að bjóða fram með Al-
þýðubandalaginu eða undir eigin
merkjum.
Niðurstaðan varð sú að flokkur-
inn bauð fram A-lista, sem tapaði
miklu fylgi og því hrökklaðist flokk-
urinn frá völdum. Guðmundur Árni
Þingmenn Al-
þýðuflokks bítast
um örugg sæti
Prófkjör Samfylkingar á Reykjanesi um næstu helgi
einkennist ekki síst af harðri baráttu þriggja þing-
manna Alþýðuflokksins um örugg þingsæti. Prófkjörs-
reglurnar gera það að verkum að eitt þeirra tapar
þessari baráttu og getur ekki lent ofar á listanum en í
fímmta sæti, sem er ekki öruggt þingsæti. Egill Ólafs-
son skoðaði baráttu frambjóðenda á Reykjanesi.
MmiIJÍÍJJJ
Ama sem ráðherra og það mál valdi honum
því enn vissum erfiðlejkum.
Þó að Guðmundur Ami stefni á fyrsta sætið
verður það tæplega neitt áfall fyrir hann þótt
hann nái ekki takmarki sínu. Höfuðatriði fyrir
hann er að verða fyrir ofan Ágúst. Það væri
hins vegar ákveðið áfall fyrir Rannveigu ef
hún næði ekki fyrsta sætinu.
Ágúst gæti komið á óvart
Tryggt að hver
flokkur fær
eitt af fjórum
efstu sætum
tók þátt í umræðum um þessi mál og hafði
áhrif á niðurstöðuna. Heimildarmenn blaðsins
fullyrða að þessi innanflokksátök valdi því að
Guðmundur Árni geti ekki vænst jafnóskor-
aðs stuðnings úr Hafnarfirði og hann hefur
jafnan fengið þaðan. Á móti kemur að hann er
sagður nokkuð sterkur á Suðurnesjum.
Stuðningsmenn Guðmundar Áma segja að í
síðasta prófkjöri hafi afsögn hans sem ráð-
herra spillt fyrir honum. Þau mál séu frá og
nú geti hann vænst betri niðurstöðu. Að auki
séu ýmsir þeirrar skoðunar að miðað við
gagnrýni á suma ráðherra í núverandi ríkis-
stjórn hafi afsögn Guðmundar Áma verið full-
hörð niðurstaða. Stuðningsmenn annarra
frambjóðenda segja aftur á móti að í þessu
prófkjöri rifji menn upp afsögn Guðmundar
Fæstir treysta sér til að spá fyrir um styrk
Ágústs Einarssonar í prófkjörinu. Hann var
kosinn á þing fyrir Þjóðvaka, en gekk í Al-
þýðuflokkinn á miðju kjörtímabilinu. Hann
hefur lengi unnið að því að styrkja pólitíska
stöðu sína innan kjördæmisins. Hann hefur
verið nokkuð áberandi þingmaður, haldið úti
öflugri heimasíðu á Netinu og er sagður hafa
verið mun duglegri að hafa samband við kjós-
endur en hinir þingmenn Alþýðuflokksins. Þó
að hann þyki hafa staðið sig vel sem þingmað-
ur verður að hafa í huga að hann er að etja
kappi við þingflokksformann jafnaðarmanna
og varaformann Alþýðuflokksins.
Ágúst er búsettur á Seltjarnarnesi þar sem
vinstriflokkarnir hafa átt erfitt uppdráttar,
auk þess sem bæjarfélagið er ekki mjög fjöl-
-------- mennt. Þetta gæti valdið Ágústi
erfiðleikum, þ.e.a.s. ef byggðasjón-
armið verða sterkur þáttur í próf-
kjörinu, eins og t.d. gerðist í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í haust. Án
efa munu frambjóðendur frá stóru
bæjarfélögunum reyna að koma
byggðasjónarmiðunum að. Gott gengi þing-
manna Þjóðvaka í prófkjörinu í Reykjavík
Aðrir frambjóðendur Alþýðuflokksins eru
Gestur Páll Reynisson, háskólanemi og fram-
kvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðar-
manna, og Valdimar Leó Friðriksson, stjóm-
málafræðingur og framkvæmdastjóri Aftur-
eldingar í Mosfellsbæ.
Mikil óvissa um útkomu
alþýðubandalagsmanna
Sú spuming vaknar hvort kjósendur muni í
prófkjörinu kjósa eingöngu sína flokksmenn
eða kjósa frambjóðendur úr öllum flokkum.
Fleiri hallast að því að kjósendur muni kjósa
þvert á flokksbönd. Reynslan úr sameiginlegu
prófkjöri Alþýðufiokks og Alþýðubandalags í
Reykjanesbæ í fyrra var t.d. sú að flestir kusu
blandaða lista. Prófkjörsreglurnar eru líka
þannig að þær tryggja frambjóðendum allra
flokka eitt af efstu sætum og því væri rökrétt
að kjósendur merktu við frambjóðendur fleiri
en eins flokks. Vegna þess hvað Alþýðuflokk-
urinn hefur verið sterkur á Reykjanesi geta
kjósendur hans haft talsverð áhrif á það hvaða
alþýðubandalagsmaður nær öruggu þingsæti í
prófkjörinu.
Mikil óvissa ríkir um hvaða alþýðubanda-
lagsmaður nær bestum árangri í prófkjörinu.
Frambjóðendur flokksins eru flestir
nokkuð þekktir og hafa tekið virkan
þátt í flokksstarfínu. Enginn fram-
bjóðandi flokksins stefnir beinlínis
á fyrsta sætið heldur stefna flestir á
annað eða þriðja sætið.
Sigríður Jóhannesdóttir alþingis-
bjóðandi af Suðumesjum sem á mesta mögu-
leika á þingsæti.
Það hjálpar Sigríði að ákveðnu marki að
hún fær marga nokkuð sterka keppinauta úr
Alþýðubandalaginu og því má búast við að at-
kvæði þeirra dreifist talsvert. Tveir af for-
ystumönnum Alþýðubandalagsins í Hafnar-
firði bjóða sig fram, Lúðvík Geirsson bæjar-
fulltrúi og Magnús Jón Árnason, fyrrverandi
bæjarstjóri. Nokkrar væringar urðu milli
Lúðvíks og Magnúsar Jóns í tengslum við
framboðsmál í Hafnarfirði fyrir síðustu bæj-
arstjórnarkosningar og búast má við að þeir
taki fylgi hvor frá öðrum.
Lúðvík er fyrrverandi formaður Blaða-
mannafélagsins og hefur setið í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar undanfarin ár. Hann var odd;
viti Fjarðarlistans í síðustu kosningum. I
skoðanakönnun sem efnt vai- til fyrir kosning-
arnar sigi'aði hann Magnús Jón, sem lenti í 4.
sæti. Möguleikar Lúðviks felast ekki síst í því
ef honum tekst að fá góðan stuðning frá kröt-
um í Hafnarfirði. En það á við hann eins og
aðra frambjóðendur að menn verða að fá víð-
tækan stuðning til að ná öruggu þingsæti.
Magnús Jón Árnason aðstoðarskólastjóri
hefur í nokkur ár verið forystumaður Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði. Hann var bæjar-
stjóri í upphafi síðasta kjörtímabils. Á síðustu
tveimur árum hefur hann verið fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í samstarfsnefndum sem
unnið hafa að því að koma á sameiginlegu
framboði Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista. Magnús Jón og Lúðvík stefna
báðir að einu af efstu sætunum.
Valþór Hlöðversson, blaðamaður og fram-
kvæmdastjóri kynningafyrirtækisins Athygli
ehf., býður sig fram í 2. sætið. Hann hefur set-
ið í bæjarstjórn Kópavogs í 12 ár og var bæj-
arstjóraefni sameiginlegs framboðs Kópavogs-
listans í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Bú-
ast má við að hann fái öflugan stuðning úr
Kópavogi m.a. frá alþýðuflokksmönnum. Eng-
in leið er þó að sjá fyrir um hvort hann á meiri
möguleika en t.d. Magnús Jón eða Lúðvík.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélagsins, sækist eftir stuðningi í 1.-
3. sæti listans. Hún var þriðja á framboðslista
Alþýðubandalagsins fyrir síðustu alþingis-
kosningar og er því varaþingmaður. Kristín
vakti athygli í verkfalli sjúkraliða fyrir
nokki’um árum. Hún sækir ekki síst stuðning
til fólks í verkalýðshreyfmgunni.
Skúli Thoroddsen, lögmaður í Reykjanes-
bæ, hefur í allmörg ár komið að starfi Alþýðu-
bandalagsins, en hann er þó almennt talinn
eiga nokkuð á brattann að sækja. Sama á við
um Trausta Baldursson, sameindarlíffræðing
úr Hafnarfirði.
Fyrirsjáanleg úrslit hjá Kvennalistanum
Öruggtað
alþýðuflokks-
maður verður
í fyrsta sæti
gæti hins vegar verið vísbending um að Ágúst
geti vænst góðrar útkomu.
Mjög eifitt verður fyi-h- aðra frambjóðend-
ur Álþýðuflokksins að komast upp fyrir þing-
mennina, en reynslan hefur sýnt að þingmenn
hafa almennt talsvert forskot á aðra fram-
bjóðendur. Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri og fyiTverandi oddviti Vatnsleysu-
strandarhrepps, er þó talinn eiga möguleika á
góðum árangri. Hann var varaþingmaður á
síðasta kjörtímabili og tók nokkrum sinnum
sæti á Álþingi. Jón stefnir á annað sætið.
Magnús Norðdahl, lögmaður og formaður
flokksstjórnar Alþýðuflokksins, stefnir einnig
að öruggu sæti.
maður hefur ákveðið forskot sem þingmaður,
en hún settist á þing fyrir Alþýðubandalagið
árið 1996.
Margir sækja að Sigríði og þykir ljóst að
hún þurfi að hafa talsvert fyrir því að verja
stöðu sína. Sigríður er úr Reykjanesbæ, sem
er bæði kostur og galli fyrir hana ef horft er
til möguleika hennar í prófkjöri. Aðeins um
fjórðungur kjósenda á Reykjanesi kemur af
Suðurnesjum þannig að hún verður að fá
stuðning víðar í kjördæminu ef hún á að ná ör-
uggu þingsæti. Búseta Sigríðar á Suðumesj-
um getur hins vegar hjálpað henni að því leyti
að hún er eini þingmaðurinn, sem tekur þátt í
prófkjörinu, sem býr þar. Hún ætti því að
geta vænst öflugs stuðnings af Suðurnesjun-
um ef hún notar þau rök að hún sé sá fram-
Þær sem bjóða sig fram af hálfu Kvenna-
listans eru Álfheiður Jónsdóttir, kennari og
húsmóðir Keflavík, Bima Sigurjónsdóttir, að-
stoðarskólastjóri og varabæjarfulltrúi Kópa-
vogi, Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlög-
reglukona Mosfellsbæ, Ragna B. Björnsdótt-
ir, verkakona Hafnarfirði, og Þórann Svein-
bjarnardóttir, stjórnmálafræðingur og blaða-
maður úr Kópavogi.
Einungis Þórann og Bima hafa lýst því yfir
að þær stefni á ákveðin sæti og hafa nefnt 3.-
4. sæti. Prófkjörsreglurnar tryggja að efsta
kona Kvennalistans fer ekki neðar en í fjórða
sæti. Talsmenn Kvennalistans segja að þær
hafi metnað til að ná fjórða sætinu án þess að
það reyni á regluna um girðingu við fjórða
sætið. Slæm útkoma Kvennalistans í prófkjöri
í Reykjavík ætti að vera kvennalistakonum
hvatning að sýna að þær njóti fylgis. Þess ber
að geta að prófkjörsreglumar í Reykjavík
hafa án efa komið niður á fylgi við kvenna-
listakonur. Það kann að hjálpa Kvennalistan-
um að ná þessu markmiði að kjósendur vita af
þessari reglu um að hver flokkur
fær eitt af fjórum efstu sætunum
og þeir geta því með vali sínu haft
áhrif á hver skipar sæti Kvennalist-
ans.
Mestar líkur era á að það verði
Þórunn sem verði efst hjá Kvenna-
listanum. Hún var í þriðja sæti á framboðs-
lista Kvennalistans í Reykjavík við síðustu al-
þingiskosningar og hefur tekið sæti á Alþingi
sem varaþingmaður. Hún hefur tekið mikinn
þátt í störfum flokksins í mörg ár og hefur oft
sinnis verið talsmaður Kvennalistans út á við.
Þórunn er auk þess ein af fáum frambjóðend-
um af yngstu kynslóð stjórnmálamanna sem á
raunhæfa möguleika á þingsæti. Hún er auk
þess fyrsti fonnaður Röskvu, félags stúdenta
við Háskólann, og má því kalla hana verðugan
fulltrúa svokallaðrar Röskvukynslóðar.
Framboð Birnu er aftur á móti alvöru fram-
boð og hún mun örugglega veita Þórunni
verðuga keppni. Hún var í fjórða sæti fram-
boðslista Kvennalistans fyi-ir síðustu alþingis-
kosningar.