Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 13
FRÉTTIR
Magnús
L. tekur
sæti á
Alþingi
„EG KEM inn í fjarveni forsætis-
ráðherrans. Eg segi nú ekki að ég
setjist í stólinn hans, enda er það
nú vandasamt,“ sagði Magnús L.
Sveinsson, formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur, í sam-
tali við Morgunblaðið, en hann tók
í fyrsta skipti sæti á Alþingi nú
þegar þing kom saman.
Skemmtileg
lífsreynsla
Magnús, sem meðal annars sat
tuttugu ár í borgarstjórn, sagði að
þetta væri skemmtileg lífsreynsla.
A Alþingi væri verið að fjalla um
þjóðmálin og auðvitað væri sann-
leikurinn sá að þar væri verið að
fjalla meira og minna um mál sem
vörðuðu kjör launþega, sem hann
væri að vinna að alla daga.
Magnús sagði að þegar hann
hefði verið beðinn um að taka sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir
tæpum fjórum árum hefði það
komið honum á óvart. Hann hefði
látið til leiðast og sagt á þeim tíma
að það væri kanski með pólitíkina
eins og alkóhólismann að það væri
erfitt að komast út úi’ henni ef
maður væri kominn í hana á annað
borð. „En þetta er vissulega gam-
an og það er lífsreynsla að koma
inn í þessa virðulegu stofnun,"
sagði Magnús ennfremur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MAGNUS L. Sveinsson undirritar eiðstaf þingmanna að viðstöddum
Friðrik Olafssyni, skrifstofustjóra Alþingis.
Samningsum-
boð LSS ekki
viðurkennt
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ við-
urkennir ekki samningsrétt Lands-
sambands slökkviliðsmanna fyrir
hönd sjúkraflutningamanna úti á
landi sem eru í hlutastarfí. Þar er
um 70-80 manns að ræða og höfðu
allir sjúkraflutningamenn á Austur-
landi sagt upp störfum vegna þess
að ekki hafði verið gerður sérstakur
kjarasamningur við þá.
Gerður var samningur milli heil-
brigðisráðuneytisins og Rauða
krossins um áramótin 1997-1998 þar
sem gert er ráð fyrir að Rauði
krossinn haldi utan um sjúkraflutn-
inga í landinu, annist allan rekstur
og innkaup á bílum og tækjum og
fær Rauði krossinn ákveðnar
greiðslur í staðinn samkvæmt samn-
ingnum. I samningnum felst að heil-
brigðisráðuneytið tekur að sér að
greiða laun sjúkraflutningamanna.
Guðmundur Vignir, formaður
Landssambands slökkviliðsmanna,
segir að þegar samningurinn var
gerður hafí verið ýmis háttur á
þessum málum. Málið snúi nú að
þeim sem eru í öðrum störfum með-
fram sjúkraflutningum en þeir
sinna um 20% af öllum sjúkraflutn-
ingum í landinu. Um 80% af flutn-
ingunum sinna slökkviliðsmenn.
Langflestir í báðum hópum eru lög-
giltir sjúki’aflutningamenn.
Þessir aðilar hafa sótt um aðild að
Landssambandi slökkviliðsmanna
og á aðalþingi í apríl nk. verður
einnig tekin afstaða til sameiningar
sambandanna tveggja í ein samtök.
Landssamband slökkviliðsmanna
fór í þrígang á síðasta ári fram á það
við heilbrigðisráðuneytið að samið
yrði við sjúkraflutningamenn í
hlutastörfum en ekki fékkst svar við
erindunum.
Guðmundur Vignir segir að
sjúkraflutningamenn á Fáskrúðs-
fírði hafi sagt upp frá og með ára-
mótum þar sem þeir hafi ekki séð
fram á að samningur næðist. Þegar
aftur vom teknar upp viðræður eftir
áramót kom fram að fjármálaráðu-
neytið viðurkennir ekki að Lands-
samband slökkviliðsmanna fari með
samningsumboð fyrir þessa menn
heldur einvörðungu fyrir slökkvi-
liðsmenn.
Fulltrúar Heilbrigðisstofnunar
Austurlands buðu síðan sjúkraflutn-
ingamönnum á Fáskrúðsfírði samn-
ing sl. mánudag en á sama tíma
sögðu aðrir sjúkraflutningamenn á
Austurlandi upp störfum frá og með
15. febrúar. Guðmundur Vignir seg-
ir að samningurinn liggi í þagnar-
gildi meðan verið er að kynna hann
öðmm sjúkraflutningamönnum á
Austurlandi og því geti hann ekki
tjáð sig um efni hans. Hann segir þó
ljóst að samningurinn feli ekki í sér
viðurkenningu á samningsumboði
Landssambands slökkviliðsmanna.
Landssíminn telur að til-
skipun EES eigi ekki við
LANDSSÍMINN telur að tilskip-
un EES um að fyrirtækjum á sviði
fjarskipta sé skylt að bjóða út verk
sem kostar meira en 600 þúsund
ECU eigi ekki við um fyrirtækið
þar sem það njóti ekki sér- eða
einkaleyfa og öðram aðilum sé
heimilt að bjóða sömu þjónustu.
Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála Landssímans, segir að út frá
fjárhagslegu sjónarmiði hefði
Landssíminn talið æskilegast að
bjóða út prentun símaskrárinnar
þar sem vitað er að slík þjónusta
fæst fyrir lægra verð með slíku
fyi’irkomulagi. Landssíminn telji
hins vegar að önnur fyrirtæki en
Oddi hf. hafi ekki það bolmagn og
reynslu sem þurfi til þess að
prenta símaskrána. Sömu sjónar-
mið eigi hins vegar ekki við hvað
varðar innkaup á pappír. Eðlilegt
hafí verið að bjóða út þann þátt til
þess að fá hann á sem lægstu verði
og var það gert.
Ólafur segir að talsverður fjöldi
fyrirtækja hafi skilað inn tilboðum
í pappírinn og búið sé að semja við
þrjú. Samið var við Skeljung um
pappírinn í kápuna og hljóðar sá
samningur upp á innan við eina
milljón króna, en ekki rúmar 17
milljónir króna, eins og haft var
eftir heimildum í blaðinu á þriðju-
dag. Samið var við Umbúðamið-
stöðina um pappír fyrir hvítu síð-
urnar og S. Arnason fyrir pappír í
gulu síðurnar.
íslensk reglugerð óskýr
Varðandi sjálfa prentunina segir
Ólafur að til þess að draga úr líkum
á villum við vinnslu skrárinnar hafi
verið ákveðið að bjóða prentunina
ekki út á Evrópska efnahagssvæð-
inu. „Þar vó þungt að Landssíminn
og viðskiptavinir hans hafa orðið
fyrir áföllum þegar rangar upplýs-
ingar hafa birst í símaskrá. Við
vildum tryggja fyllsta öryggi við
vinnsluna,“ segir Ólafur.
Samkvæmt íslenskri reglugerð
um útboð stofnana og fyrirtækja í
eigu ríkisins er tilgreint að efna
þui-fi til útboðs séu upphæðir hærri
en þrjár milljónir króna. Ólafur
segir að reglugerðin sé óskýr að
því leyti að hún taki ekki á því
hvaða reglur gildi um hlutafélög í
eigu ríkisins sem em í samkeppn-
isumhverfi.
„Við höfum talið að það sé ekki
eðlilegt að leggja þær kvaðir á fyr-
irtæki í samkeppnisrekstri að fara
þessa leið við sín innkaup. Tilgang-
urinn með því að breyta Landssím-
anum í hlutafélag var meðal annars
að slíta á stjómsýslutengslin við
ríkið og búa fyrirtækið undir
einkavæðingu og samkeppni á al-
mennum markaði. Landssíminn
starfar ekki lengur á grandvelli
einka- eða sérleyfa. Það geta allir
veitt sömu þjónustu og Landssím-
inn. Til dæmis er seldur aðgangur
að gagnagrunni símaskrárinnar og
hver sem er getur gefíð út síma-
skrá í samkeppni við Landssímann.
Við höfum einnig talið að út frá
samkeppnissjónarmiði sé almennt
óheppilegt að halda útboð í hvert
skipti sem ráðist er í nýjar fram-
kvæmdir og gera þar með áform
fyrirtækisins öllum kunn í útboðs-
gögnum. Þetta era atriði sem við
höfum bent stjórnvöldum á að
skapa óvissu en ekki hefur fengist
endanleg niðurstaða í. Við höfum
hins vegar viljað túlka það svo að
þar sem fyrirtækið hefur verið gert
að sjálfstæðu hlutafélagi geti þessi
ríkiskaupaákvæði ekki átt við,“
segir Ólafur.
títboðsskylda tengd
einka- eða sérleyfi
Samkvæmt reglum Evrópska
efnahagssvæðisins er fyrirtækjum
á sviði veitu vatns og orku, sam-
gangna og fjarskipta skylt að bjóða
út verk á EES sem kostar meira
en 600 þúsund ECU. Ólafur segir
að í fyrstu málsgrein áttundu
greinar tilskipunarinnar komi hins
vegar fram að hún eigi ekki við um
samninga sem gerðir era um inn-
kaup sem eingöngu era ætluð til að
gera viðkomandi fyrirtæki kleift að
veita eina eða fleiri tegundir fjar-
skiptaþjónustu þar sem öðram sé
frjálst að bjóða sömu þjónustu á
sama landssvæði og með sambæri-
legum skilyrðum.
„Við fáum ekki annað séð en að
skyldan til að bjóða út á Evrópska
efnahagssvæðinu sé tengd því að
um einka- eða sérleyfi sé að ræða
en gildi hins vegar ekki þegar öðr-
um aðilum sé heimilt að bjóða
sömu þjónustu. Þess má geta að
þetta atriði var rætt á síðasta ári á
fundi með fulltrúum Eftirlitsstofn-
unar EFTA og þeim var gerð grein
fyrir áformum fyrirtækisins varð-
andi símaskrána og útboð á henni.
Það kom fram af hálfu fulltrúa
ESA að málið horfði öðravísi við
þar sem staðan er sú að það er
samkeppni á þessu sviði og engu
einkaleyfi til að dreifa,“ sagði Ólaf-
ur.
Hraðakstur í Kópavogi
Tugir öku-
manna teknir
LÖGREGLAN í Kópavogi hafði
tekið tólf ökumenn fyrir of hraðan
akstur um hádegisbil í gær. Alls
hafa þá verið teknir á fjórða tug
manna fyrir of hraðan akstur í þess-
ari viku í umdæminu.
Einkum hafa ökumenn verið
stöðvaðir á Nýbýlavegi, Fífu-
hvammsvegi, Hafnarfjarðarvegi og
víðar þar sem hámarkshraði er 50
km á klst. Ökumenn hafa verið
stöðvaðir á 70-80 km hraða á þess-
um götum og finnst lögreglunni það
of hratt ekið miðað við aðstæður.
„Við viljum draga úr þessum
hraða og minnka slysin í umferðinni
og yrðum manna glaðastir ef við
þyrftum ekki að hafa afskipti af
neinurn," sagði Láras Ragnarsson,
varðstjóri í Kópavogslögreglunni.
-------------------
Hættir hjá
Neyðarlínunni
FRAMKVÆMDASTJÓRI Neyðar-
h'nunnar, Eiríkur Þorbjörnsson, hef-
ur sagt upp störfum að eigin ósk og
hættir á næstunni. Ráðgert er að
auglýsa starfið næstu daga.
Eiríkur hefur verið framkvæmda-
stjóri Neyðarlínunnar frá upphafi en
undirbúningur starfsins hófst árið
1995 og starfsemin sjálf árið eftir.
Fyrst i stað var hún til húsa hjá
Slysavarnafélagi íslands en síðar í
Slökkvistöðinni í Reykjavík.
UTSALA
r • • r
UTSOLU LYKUR laugardaginn 6. febrúar.
Enn betri afsláttur síðustu daga útsölunnar.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 - sími 562 3614